Morgunblaðið - 18.02.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.02.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1995 11 Minningarsjóður Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar Fjórar milljónir til stuðn- ings nýjungum í læknisfræði Styrkjum til grunnrannsókna í læknisfræði var nýlega úthlutað úr Minningarsjóði Helgu Jóns- dóttur og Sigurliða Kristjánssonar til stuðnings nýjungum í læknisfræði. Þetta er í tíunda skipti sem styrkjum úr minningarsjóðnum er úthlutað, og að þessu sinni voru veittir 11 styrkir sam- tals að upphæð fjórar milljónir króna. Helga Sigurliði Haraldur Jónsdóttir Kristjánsson Sigurðsson STYRKIR úr Minningarsjóði Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar til stuðnings nýj- ungum í læknisfræði eru bundn- ir við rannsóknir á öldrunarsjúk- dómum, heila- og taugasjúkdóm- um, hjarta- og æðasjúkdómum og augnsjúkdómum. Að sögn Ellenar Snorrason, sem sæti á í stjórn minningarsjóðsins, voru að þessu sinni voru veittir sex styrkir til rannsókna á öldrunar- sjúkdómum, þrír til rannsókna á augnsjúkdómum, einn til rann- sókna á hjarta- og æðasjúkdóm- um og einn til rannsókna á heila- og taugasjúkdómum. Alls hafa verið veittir 16 styrkir til rann- sókna á öldrunarsjúkdómum, 10 til rannsókna á heila- og tauga- sjúkdómum, 12 til rannsókna á hjarta- og æðasjúkdómum og 11 til rannsókna á augnsjúkdómum. Þeir sem hlutu styrkina að þessu sinni voru eftirtaldir: Ársæll Jónsson öldrunarlækn- ir, dr. Einar Stefánsson, prófess- or og yfirlæknir á augndeild Landakotsspítala, Eiríkur Bene- dikz, líffræðingur í Bandaríkjun- um, Eyþór Karlsson, augnlækn- ir, Garðar Guðmundsson, sér- fræðingur í heila- og tauga- skurðlækningum, Helgi Garðar Garðarsson, læknir, sem starfar í Danmörku, Ingólfur Johanness- en, læknir, sem er í doktorsnámi í Lundúnum, Katrín María Þorm- ar, læknanemi, dr. Sigríður ÓI- afsdóttir, líffræðingur, dr. Þuríð- ur Jónsdóttir, taugasálfræðingur og Om Sveinsson, augnlæknir. Minningarsjóður Helgu Jóns- dóttur og Sigurliða Kristjánsson- ar til stuðnings nýjungum í læknisfræði var að sögn Ellenar stofnaður í samræmi við ákvæði erfðarskrár þeirra hjóna, en til sjóðsins rann 1/8 hluti af eigum Sigurliða í Silla & Valda. Sigur- liði lést 1972 og Helga 1978. Stjóm minningarsjóðsins hafa frá upphafi skipað þau dr. med. Gunnar Guðmundsson, prófess- or, sem er formaður stjórnarinn- ar, Birgir J. Jóhannsson, tann- læknir og Ellen Snorrason. Grunnrannsóknir á augndeild Landakots Sérfræðingar á augndeild Landakotsspítala hafa frá upp- hafi notið styrkja úr Minningar- sjóði Helgu Jónsdóttur og Sigurl- iða Kristjánssonar til stuðnings nýjungum í læknisfræði, og að sögn Haraldar Sigurðssonar, augnlæknis, hefur sjóðurinn gert deildinni kleift að stunda mikil- vægar grunnrannsóknir í augn- lækningum. í samtali við Morgunblaðið nefndi Haraldur samvinnuverk- efni við Þorstein Loftsson, pró- fessor í lyfjafræði, um cyc- lodextríndropa, en þær rann- sóknir hafa vakið athygli alþjóð- legra lyfjafyrirtækja. í þeirri rannsókn er verið að kanna blöndun cyclódextríns og bólgu- drepandi lyfi til að koma því betur inn í augað til að vinna á margskonar sjúkdómum. Annað verkefni sem Haraldur nefndi er rannsókn á sykursýkissjúkling- um þar sem byggt er á gögnum síðustu 15 ára, en sú rannsókn hefur leitt í ljós að tíðni sjón- skaða vegna sykursýki er minni hér á landi en erlendis. Jóhannes Kári Kristinsson, deildarlæknir á augndeildinni, er langt kominn í doktorsnámi sem tengist þessari rannsókn, en að sögn Haraldar eru þessi verkefni unnin undir styrkri stjórn dr. Einars Stefáns- sonar, prófessors í augnlækning- um. Önnur verkefni sem styrkt hafa verið af sjóðnum eru kann- anir Friðberts Jónassonar á ætt- gengum íslenskum augnbotna- sjúkdómi, könnun Þórðar Sverr- issonar á tengslum augnsjúk- dóma hjá tvíburum, og Haraldur Sigurðsson hefur stundað rann- sóknir á augntóftum eftir brott- nám auga. Deildin vart til í núverandi mynd án styrkjanna „Það er alltaf erfitt að setja mælistiku á hvað er mikið og hvað er lítið, en sem dæmi má nefna að á árunum 1992 til 1994 hafa birst 15 stórar greinar frá augndeild Landakotsspítala í al- þjóðlegum læknaritum, einnig tveir bókarkaflar og milli 50 og 60 úrdrættir sem gefnir hafa verið út eftir kynningu rann- sókna á læknaþingum. Á amer- íska læknaþinginu í fyrra, sem fjallaði um grunnrannsóknir í augnlækningum voru níu fyrir- lestrar eða veggspjöld frá augn- deild Landakots og trúlega öll með tengingu við minningarsjóð Helgu og Sigurliða,“ sagði Har- aldur. Hann sagði að ef styrkirnir úr minningarsjóðnum hefðu ekki komið til væri augndeild Landa- kots ekki til staðar í þeirri mynd sem hún er nú, svo einfalt væri málið. Peningar til grunnrann- sókna væru lítið á lausu, en slík- ar rannsóknir væru það sem framtíðin byggði á varðandi allar betrumbætur til lengri tíma litið. „Ég held að margar af stærstu augndeildum í Evrópu og Amer- íku hefðu verið afskaplega sáttar við að kynna níu grunnrannsókn- ir á einu ári eins og við gerðum í fyrra. Við erum að sjálfsögðu óskaplega þakklátir sjóðnum og sjóðsstjórninni, en hún hefur sýnt málum okkar mikinn skiln- ing. Ég tel að þessi sjóður ætti að vera mjög hvetjandi fyrir aðra sem vilja styrkja grunnrann- sóknir svipaðar þeim sem hægt hefur verið að vinna að á augn- deildinni vegna styrkja úr minn- ingarsjóðnum, en að mínu mati er fjármunum til slíkra rann- sókna mjög vel varið,“ sagði Haraldur Sigurðsson. Qkuskóli Islands MEIRAPRÓF Qkuskóli Islands Aukin ökuréttindi - aukin atvinnutækifæri Leigubifreið Höldum meiraprófsnámskeið allstaðar á landinu þar sem næg þátttaka fæst. Vörubifreið Sama verð fyrir allt landið, kr. 77.000, auk kr. 18.000 prófagjalds til Umferðarráðs. Hópbifreið Athugið, ýmis verkalýðsfélög taka þátt í kostnaði námskeiðs. Visa - Euro greiðslusamningar Fáið nánari upplýsingar á skrifstofu okkar í síma 68 38 41 og látið innrita ykkur. MIKIL REYNSLA — FÆRIR KENNARAR viö útsöluna meb enn meiri verölækkun með 4 skúffum úr hvltu melamín. Breidd 74 cm, hæð 70 cm, dýpt 40 cm. Verö aöeins 3.500 o Hvítar hillur 85,5 cm háar, 68 cm breiðar og 24 cm djúpar. Verö aöeins 1.990 o með snúningsskífu úr svörtu melamín. Breidd 68 cm, hæð 58 cm, dýpt 40 cm. Verö aöeins 5.300 með hillum úr hvítu melamín. Breidd 110 cm, hæð 142 cm, dýpt 48 cm. Verö aöeins 5.600 með 2 skúffum úr hvítu melamín. Breidd 70 cm, lengd 190 cm, hæð 54 cm. Verö aöeins 5.700 •o- Dýna og koddar 3 stk. Verð aðeins 2.950 Amsterdam sófasett 3+2 sœta leðurlíki. Fullt verð 55.600 \ Nú aðeitis 45.600 StofuborÖ 53 cm breitt og 106 cm breitt. j 2 stk. homborð 53x53 cm. ! Verd samtals adeitts 12.410 íAlpa leðurstóll m/skemli^ Fullt verð 14.900 '\Nú aðeins 9.998 \ Óll m/skemli^^.1 Mörgfleiri góð tilboð J y " ~—.....- eldhus- miðstöðin Lágmúla 6, sími 684910, fax 684914. Ökuskóli íslands hf. - Dugguvogur 2-104 Reykjavík - Sími 68 38 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.