Morgunblaðið - 18.02.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.02.1995, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1995 NORRÆN SAMVINNA MORGUNBLAÐIÐ Óvættimar í Evrópu o g áhrif Islendinga I BARNÆSKU var mér sögð saga af fólki í afskekktri byggð sem þorði ekki yfír fjöllin til næstu mannabyggða. Ævagamlar sögur um óvættimar í fjöllunum höfðu fangað svo hugi þess, að engir vog- uðu sér að leggja land undir fót og athuga hvað væri handan fjallanna. Aðeins einn lítill drengur tók þá ákvörðun þrátt fyrir miklar úrtölur að hann skyldi fara yfír fjöllin. Hann vildi heldur brjótast út en iáta loka sig lengur inni. Hann uppskar margfalt fyrir áræðið. Mér datt þessi gamla saga í hug þegar ég las ummæli höfð eftir þeim mæta manni Halldóri Ásgrímssyni sem birtust 7. janúar sl. í flokks- blaði hans Tímanum. Þar mælir hann eindregið gegn tillögum um aðildarviðræður við ESB, því það sem útúr þeim komi muni aðeins skaða hagsmuni íslendinga. Þessi afstaða veldur vonbrigðum. Það er að sjálfsögðu ekkert við það að athuga að lýsa sig andvígan þátttöku í ESB. Það er öllum heim- ilt. Það er hinsvegar áhyggjuefni þegar forystumenn þjóðarinnar um- gangast stórmál hennar með þess- um hætti. Það er ekki forsvaranlegt gagnvart þjóðinni að gefa sér niður- stöður hugsanlegra samninga við ESB fyrirfram. Þetta er hugsunar- háttur sem dæmir þjóðina til útlegð- ar í eigin landi. Það er ekki þessari þjóð til framdráttar að halda fast við hugsunarmáta þjóðsögunnar, þegar nálgast þarf erfíð álitamál nútímans. Þar þurfum við grein- ingu, rök og viðræður við gagnaðila til að komast að raunsannri niður- stöðu. Það breytir engu þótt hugsanleg- ur viðsemjandi sé sjálft Evrópusam- bandið með alla sína sáttmála og meginreglur. Reynslan sannar að því fleiri sem aðildarríkin verða þeim mun veigamein eru undantekningamar. Sá hugsunargangur, að gefa sér niðurstöðumar fyrirfram, þætti ekki brúklegur hér á heima- velli t.d. í kjaraviðræð- um. Þar er fyrst samið og niðurstöðumar síð- an lagðar fyrir félags- menn til endanlegrar afgreiðslu. Þá er rétti tíminn til að taka af- stöðu. Þá fyrst liggur fyrir niðurstaða. íslenskar forsendur Þau rök sem m.a. hafa komið fram hjá Halldóri um að stjómkerfí fískveiða hjá ESB sé vont á vissulega við gild rök að styðj- ast. Hér er því um mikilvægt mál að ræða og ber að taka tillit til þess- ara raka, þegar þar að kemur. Stefna ESB í sjávarútvegsmálum byggist á þeirri forsendu að sjávar- útvegurinn sé dreifbýlisatvinnuveg- ur, með viðeigandi stjómkerfi, sem þurfi opinbera styrki eins og land- búnaðurinn. í engu ESB-landi skipt- ir sjávarútvegur neinu vemlegu máli nema fyrir takmarkaðar og einstakar byggðir, yfírleitt á út- kjálkum. Norðmenn gátu vel sætt sig við þá skilgreiningu og stöðumat fyrir greinina sem ESB bauð uppá og gert samning á grundvelli henn- ar. Það getum við hinsvegar ekki. Meðan við eyðileggjum ekki þá hagrænu stjómun sem við leggjum til grundvallar árangursríkri stjóm- un fískveiða, getum við hvorki sam- ið á ESB né norskum forsendum. Það gildir um stjómkerfíð og enn- frekar um yfirráðin yfír fiskimiðun- um. Við semjum á íslenskum for- sendum. Ég hygg að hérlendis geti vart verið ágreiningur um þetta milli manna. Þetta skiptir okkur einfald- lega of miklu máli. Ef meginforsendum stjórnkerfís fiskveiða hér á landi verður breytt í átt til meira óhagræðis, þá kann þetta að breytast. Við eigum nóg af galvösk- um talsmönnum aukins óhagræðis í sjávarút- vegi hér heima. Við þurfum ekki á aðstoð frá Brassel að halda í því efni. Rökræður okkar á milli um hverskonar stjómkerfi kæmi útúr samningum við ESB era ekki mjög fijóar. Einir komumst við einfaldlega ekki að neinni niðurstöðu um hvað okkur gæti staðið til boða í samningum við ESB, hversu lengi sem við kapp- ræðum við sjálfa okkur. Af slíkum orðaskylmingum geta menn hent mikið gaman, en þær verða aldrei neitt meira en einræður. Niðurstöð- ur nálgumst við engar. Hvorki gáfu- legar vangaveltur né hvassyrtar fullyrðingar veita okkur nein gagn- leg svör. Svarið fæst aðeins í samn- ingaviðræðum í Brassel. Ef við þor- um ekki að láta reyna á umsókn, væntanlega af ótta við óvættimar í Evrópu, komumst við aldrei að því hvaða kosti þjóðinni bjóðast. Það er enganveginn fullnægjandi hags- munagæsla fyrir þjóðina. Það má þó segja að afstaða forystu sjálf- stæðismanna er vitrænni að því leiti að þeir útiloka aðeins tímaþáttinn í málinu, ekki endilega hugsanlega samningsniðurstöðu. Þeir segja ein- faldlega þetta er ekki tímabært. Því minna sem menn útiloka að óreyndu þeim mun auðveldara verður að nálgast skynsamlega lendingu. Þröstur Ólafsson Reynsla Þjóðveija Sögulegar samlíkingar eru alltaf varhugaverðar og segja aldrei nema brot af því sem um er að ræða. Fyrir tæpum 25 áram stóðu Þjóð- verjar frammi fyrir þeirri spurningu á hvem hátt þeir gætu komist útúr þeirri pólitísku einangran sem staða þeirra í eftirstríðs Evrópu setti þá í. Þeir höfðu opnað sig til vesturs meðan austrið var þeim lokað. Þegar Willy Brandt hóf að beij- ast fyrir Austurstefnu sinni urðu margir til að afneita henni fyrir- fram. Þessi stefna myndi ekki skila Þjóðveijum neinum ávinningi og væri andvana fædd. Hún þýddi að- eins afsal á rétti til sjálfsákvörðunar Við tryggjum áhrif okk- ar ekki nema með einum hætti, segir Þröstur --_5----------------------- Olafsson, með aðild að Evrópusambandinu. fyrir Austur-Þjóðveija og myndi festa aðskilnað þjóðarinnar varan- lega í sessi. Þetta myndi einnig tryggja yfírráð Moskvu yfír Mið- og Austur-Evrópu um alla framtíð. Uppi vora sterkar raddir sem sögðu að afstaða sem þessi, er stefndi að afsali á þjóðréttindum, jaðraði við hrein landráð. Sem betur fer fyrir Þjóðveija áttu þeir foringja sem þorði að bijótast útúr hugarfari minnimáttarkenndar og ótta við hið óþekkta. Hann neit- aði að gefa sér niðurstöður samn- inga fyrirfram. Metnaður hans fyrir hönd friðar í Evrópu og örlaga þýsku þjóðarinnar var áhættunni yfírsterkari. Nú efast fáir um réttmæti þess- arar stefnu. Hún átti drjúgan þátt í hruni kommúnismans, falli Berlín- armúrsins og sameiningar Þýska- lands. í stað afsals á þjóðréttindum er Þýskaland orðið áhrifamesta ríki á meginlandi Evrópu. Willy Brandt þorði að sigla á móti straumnum og takast á við hugarfar fordóma og stöðnunar. Hann eins og drengurinn í sögunni uppskar margfalt fyrir. Markmið íslendinga Við íslendingar þurfum nauðsyn- lega að styrkja stöðu okkar í sam- starfí við grannþjóðir. Við megum aldrei sætta okkur við að áhrif okk- ar séu í réttu hlutfalli við höfða- fjölda þjóðarinnar. Við tryggjum ekki varanlega eftirsóknarverð lífs- kjör hér nema við komumst aftur á fyrsta farrými. Á tímum kalda stríðsina höfðum við mun meiri áhrif en stærð okkar gaf til kynna. Það tryggði okkur þann aðgang að áhrifum sem við þurftum. Þessi aðgangur er ekki lengur fyrir hendi. Okkur er allstað- ar tekið með miklum velvilja en áhrif okkar á ákvarðanir annarra sem skipta okkur máli, era hverf- andi, ef öryggisþátturinn er undan- þeginn. Svo veik er staða okkar í reynd að jafnvel frændur okkar Norðmenn semja beint við Rússa um að koma í veg fyrir fund um þríhliða viðræð- ur landanna, sem fjalla á um fisk- veiðar í Norðurhöfum. Eigum við einhveija bandamenn þegar þess- konar milliríkjamál eru annarsveg- ar? Hvað eigum við að bíða lengi á meðan samið er framhjá okkur? Þetta er ekki síðasta málið sem við kunnum að lenda í sem er af sam- bærilegum toga sprottið. Við þurfum að endurmeta stöðu okkar með það fyrir augum að styrkja hana á ný. I heimi nútímans geta litlar þjóðir ekki tryggt hags- muni sína til langframa með því einvörðungu að hamra á sérstöðu, sjálfstæði og smæð. Eftirmúrs- tíminn mun einkennast af kald- lyndri hagsmunagæslu heimshlut- anna í formi samninga og í nafni ríkjaheilda. Þar verðum við að vera þátttakendur. Ekki til að afsala okkur stjórnarfarslegu fullveldi heldur til að tryggja okkur efna- hagslegt og pólitískt fullveldi í heimshluta þar sem hagsmunir ein- stakra þjóðríkja eru óaðskiljanlegir frá hagsmunum álfunnar sem heild- ar. Við tryggjum áhrif okkar ekki nema með einum hætti: Aðild að Evrópusambandinu. Engin önnur samtök í okkar heimshluta hafa neitt svipað því samskonar hlutverki að gegna og ESB. Áhrif á þróun Vinur er sá er til vamms segir ÞAÐ var að vonum að Hagfræði- stofnun háskólans hefði átt þátt í því að reyna að neyða íslenska kvóta- kerfínu upp á Færeyinga. Þá vitn- eskju mátti fínna í grein hagfræð- ingsins Tryggva Þórs Herbertssonar í Morgunblaðinu föstudaginn 10. febrúar sl. Ég hafði reyndar ekki áttað mig á því fyrr, að greiðvikni okkar í kvótum til Færeyinga tengist því með einhveijum hætti að þeir hefðu verið knúnir til þess með is- lenskri ráðgjöf í gegnum Dani að taka upp kvótakerfi í fiskveiðum. Það fara vissulega að verða dálítið sérstakar þær leiðir sem snúið hafa að íslenskum sjómönnum í þeim samningum sem snert hafa veiðar Færeyinga hér við land á liðnum áram. Þegar samið var um það fyrir atbeina Islendinga að Færeyingar hættu laxveiðum í sjó austur af land- inu þá fengu Færeyingar uppbót í lúðukvóta við ísland. Þessu var auð- vitað neitað af þáverandi sjávarút- vegsráðherra, Halldóri Ásgrímssyni. Nýverið sögðu færeyskir laxveiðisjó- menn að þessi hefðu verið kaup kaups í þeim samningum. Ég held að ég verði að leyfa mér að vonast til þess að sem fæstir af þessum „snillingum" íslands komi að málefn- um tengdum Færeyjum og fískveið- um í framtíðinni. Eigum við kannski von á því að íslenskir bankamenn hafí ráðlagt forsvarsmönnum Den Danske Bank hvemig þeir ættu að fjármagna skipakaup. Éf Færeying- ar eiga að þurfa að una þeim afar- kostum að vinna eftir íslenska kvóta- kerfinu á sínum heimamiðum vegna „sérstakrar fagráðgjafar" frá hag- fræðingnum Tryggva Þór, þá sann- ast hið þekkta máltæki að frændur era frændum verstir. Flest það sem kemur fram í grein Tryggva er að öðra leyti gamlar lummur sífækkandi aðdáenda kvótakerfís- ins hérlendis. Til skýr- ingar má draga fram nokkrar fullyrðingar hans sem vel eru þekkt- ar. 1. Honum fínnst umræðan dapurleg, sjálfum „hagfræðingn- um“, og öll byggð á misskilningi þeirra sem lítið vita, fæddir eru og aldir upp á Vestfjörð- um, hafa lengst af lifað af því að sækja sjó eða staðið fyrir að aðrir sæktu sjó frá Vestfjörðum. Það að okkur hugnast að hafa áhrif á sókn- ina en leyfa í staðinn frelsi einstakl- inga innan heildarreglna sóknarkerf- is og svæðaskiptingar telur hann okkur til vansa og hreint og beint stórhættulegt. Það mætti ef til vill Ieyfast mér, háæruverðugi hagfræðingur, að spyija yður hvemig menn hafí farið að því að stunda sjósókn og fískveið- ar á undanfömum áratugum án þess að ákveða sóknina um leið og halda beint á vit hættulegra veiða? Ef slík hugsun okkar Vestfírðinga telst okk- ur til vansa þá er öll myndun byggða- kjarna á Vestfjörðum og reyndar víðar á landinu, þar sem hagkvæmt þótti að stunda sjó, algjört slys. Forf- eður okkar á síðustu og þessari öld hafa sýnilega ekki notið þess að búa að leiðbeiningum yðar. 2. Næst kemur dæmið um 100 skipin sem verða seinna 110 ef menn hafa fijálsar hendur. Ég hélt satt að segja að jafnvel hag- fræðingurinn Tryggvi Þór vissi að lengi hefur verið bannað að fjölga skipum í veiðiflotanum og að úrelda þyrfti eitt skip eða fleiri til þess að önnur fengju veiði- leyfi í íslenskri fisk- veiðilögsögu og þess vegna þyrftu jafnvel hinir „einu sanntrú- uðu“, kvótasinnamir, ekki að grípa til þessara falsraka í sínum mál- flutningi. Það era engar deilur um það að leyfa ekki óhefta ijölgun fiski- skipa. Það mætti hins vegar öllum vera ljóst sem á annað borð vilja fjalla um afköst í fískveið- um að sóknarmáttinn í íslenska flot- anum má auðveldlega stórauka frá þvi sem nú er án úreldingar. Jafn- framt liggur það fyrir að afköst tog- veiðiflotans (báta og togara) hafa aukist um tugi prósenta á undanförn- um 25 áram. Þeir sem fylgst hafa með þróun í togveiðum á undanförnum árum hafa vitað að togveiðiafköst bæði bátaflot- ans og togaraflotans hafa vaxið veralega sl. 2-3 áratugi. Ákveðnar stærðir skipa, svokallaðir landhelgis- togbátar, hafa aukið togkraft sinn og veiðiafköst einna mest. Viðmiðun- arstærðir era einkum 26 metra löng skip annars vegar, sem hafatogveiði- heimildir víða mjög nærri landi, og 39 metra löng skip sem einnig fá að veiða með fiskitrolli innan 12 sml en þó fjær landi en minni skipin. í nýlegri skýrslu Tæknideildar Fiskifélags íslands kemur fram að Afköst togveiðiflot- ans, segir Guðjón A. Kristjánsson, hafa aukist um tugi prósenta á undan- förnum 25 árum. 26 metra togveiðiskipin, sem eru nú 53 skip, era 23% skrokkstærri en þau 46 skip sem nutu sams konar veiðiheimilda 1969 og ef vélaraflið er skoðað yfir sama 25 ára tímabil, frá 1969-1994, er aukning í meðal- vélarafli 77% þessi 25 ár. Þróunin er ekki alveg samstæð í 39 metra löngu togskipunum (litlir skuttogar- ar) enda var vélaraflið ef skipið hafði skuttogaralag bundið skilyrðum um 1000 hestöfl. Takmörkun á skrúfu- stærð og togkraftsaukningu samfara skrúfuhring var engin. í ljósi þeirrar fagvinnu sem skýrsla Tæknideildar Fiskifélags íslands birtir er ljóst og kemur fram sem tillaga í þessari vönduðu skýrslu, sem sérstaklega ber að þakka starfsmönnum Fiski- félagsins fyrir, að rétt væri að taka upp sérstakan togveiðistuðul. Togveiðistuðulinn mætti nota sem aðgang að ákveðnum veiðisvæðum og einnig til þess að raða skipum niður í flokka sambærilegra skipa. Þannig mætti með ákveðinni aðferð ákveða sókn skipa og þann sóknar- þunga sem ná mætti samkomulagi um að halda úti á fískimiðunum við landið t.d. innan 12 sml eða 20 sml eða miðað við ákveðið dýpi sjávar á fískislóð og hvað best nýtist til veiða og verndunar á tilteknu svæði. Guðjón A. Kristjánsson Ég ráðlegg þér, Tryggvi Þór, að ná þér í eintak og lesa vel. 3. Þú víkur að Sovétríkjunum og miðstýringunni sem þar var. Mér er til efs að Vesturlönd hafí átt þátt í jákvæðri þróun í Sovétríkjunum sál- ugu með því að reyna að stuðla að því með peningagjöfum og annarri fyrirgreiðslu að breytingin þar gerð- ist jafn hratt og raun varð á. Alla- vega er það ijóst að núverandi ástand víða austur þar er ekki eftirsóknar- verð afleiðing þess að stjómskipulag hrundi á stuttum tíma. Við geram okkur fulla grein fyrir þessu, fyrrverandi útgerðarmenn og sjómenn á lista Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum. En hvers á Ólafur Hannibalsson að gjalda í þessari umræðu þinni að vera eigi nefndur til sögunnar? Fyrir hönd Sovétsins sáluga ætla ég samt að vona að næsti vettvangur í fískveiðistjómun með íslenska kvótakerfinu verði ekki innleitt þar. Nóg er nú samt ringulreiðin og braskið. Rússneska mafían myndi hins vegar fagna stórlega ef það hagfræðikerfi sem þú telur svo gott og heilbrigt, íslenska kvótakerfíð, yrði innleitt þar. Ekki er minnsti vafí í mínum huga að yrðu slík afrek unnin af þér í Sovétríkjunum sálugu myndu mafíosamir opna bankareikn- ing á þínu nafni, að þér óspurðum, í Den Danske Bank hið snarasta og afkoman þar með tryggð fyrir lífstíð. 4. Mér þætti afar vænt um ef þú vildir upplýsa, þar sem þú þekkir svo vel til í almenningshlutafélögum, hveijir stjórna í þeim félögum í dag. Það væri alveg nægjanlegt, fyrir mig að minnsta kosti, ef þú færir yfír það mál á síðum Morgunblaðsins og tækir fyrir eins og 15 stærstu al- menningsfélögin. Þegar sá rökstuðn- ingur birtist væri gaman í framhaldi að kanna hvernig sá sem á 100 þús- und í almenningshlutafélagi tryggir það að kvótavaldið sé notað í sam-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.