Morgunblaðið - 18.02.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 18.02.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIINININGAR LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1995 37 Fyrir litla stelpu sem alin var upp í dæmigerðri kjarnafjölskyldu var það ævintýri líkast að eiga frænku í stórfjölskyldu, alvöru stórfjölskyldu með ættmóður, mörgum sonum, tengdadætrum og hóp af barnaböm- um. Anna frænka var ein af tengda- stórfjölskyldunni, sem bjó öll í Mál- arablokkinni. Börnin í stórfjölskyld- unni voru ekki öll skyld mér, en mér þótti alltaf sem hin væru frændur og frænkur líka af því að ég var frænka Önnu. Og fyrir litla stelpu sem vildi hafa hlutina einfalda var bæði þægilegra og skemmtilegra að vera skyld öllum enda var fjölskyld- an ein heild. Ekki spillti fyrir að mörg börnin voru á svipuðu reki og ég svo það lá beint við að ég tæki þátt í lífinu í þessari blokk. Þess vegna gerði ég mér ferð þangað oft, og hafði gaman af. Málningart- unnurnar í kjallaranum og myrkra- hornið undir stiganum voru fyrirtaks felustaðir, allt var svo stórt, gang- arnir langir og háaloftið endalaust, hurðir hér og hvar líkt og í völundar- húsi. En ferðin endaði oftast á eld- húskolli hjá Önnu frænku þar sem ég fékk ferkantað mjólkurkex og fullt glas af kaldri mjólk. Og að auki hlýju og umhyggju; þar áttaði ég mig smám saman á þeim mann- kostum Önnu sem ég átti eftir að njóta síðan. Ég skil það núna að lífið í stórfjölskyldu er ekki bara gaman, þó svo virtist vera í þessu tilviki; heldur þarf að vera fyrir hendi í senn þolinmæði og umburðarlyndi, og visst æðruleysi til að geta miðlað málum sem upp koma. Anna frænka hafði alla þessa kosti og að auki hjálpsemi og tryggð sem voru henn- ar aðalsmerki. Eftir að hún greindist með krabbamein fyrir tveimur árum urðu ferðirnar hingað suður tíðar og allt- af kom Anna frænka í heimsókn færandi hendi með vettlinga á litlar hendur eða hosur á litla fætur, eða rækjur úr Djúpinu. Ef enginn var heima hékk poki á snaganum með góssinu í og þá vissum við að Anna var komin suður í næstu törn, eins og hún kallaði lyfjagjafirnar sjálf. Veikindi sín skilgreindi hún sem vinnu, verkefni sem þyrfti að takast á við; hún líkti þeim við naut sem hún þyrfti að sigrast á og sem hún ætlaði að fella. Drauma sína túlkaði hún á þann veg að það tækist, það var hennar trú og hún sannfærði mig. Minningarnar eru margar og ljúf- ar, og þær mun ég varðveita. Og ég veit að þær munu reynast þeim sem nær standa jafn vel og mér, bæði nú og síðar. Edda Pétursdóttir. Mig langar að skrifa nokkur orð til minningar um ástkæra frænku mína og nöfnu, sem eftir langa bar- áttu við illvígan sjúkdóm kvaddi okkur 7. feb. sl. Anna frænka var sérstök kona, hjartahlý og kát, og þó hún væri kvalin í veikindum sín- um var hún uppfull af bjartsýni og léttleika. Það er margs að minnast þegar horft er til baka, og geymum við allar þær yndislegu minningar í hjarta okkar og yljum okkur við þær á meðan á okkar göngu stendur. Elsku Anna mín, ég er þakklát fyrir að fá að hafa verið samferða þér nokkur spor í þessu lífi. Söknuðurinn er sár. En við getum þó glaðst yfir að þjáningum þínum er lokið. Guð almáttugur gefi þér frið og góða nótt. Fyrir mína hönd og systra minna votta ég aðstandendum Önnu okkar dýpstu samúð. Elísabet Anna Finnbogadóttir. Undir hlíðum Baulu, þar sem leið liggur upp Bröttubrekku vestur á firði, eru grösugir balar, þar sem harðgerð íslensk grös og blóm heyja lífsbaráttu sína, bjart en skamm- vinnt sumar. í hvert sinn er við fjöl- skyldan ökum þar um verður okkur hugsað til síðasta fundar sem við áttum með. Önnu og Hidda, einn fagran sólardag síðla sumars fyrir áratug. Þau höfðu tekið sér göngutúr í hlfðinni, kíkt á ber, sest niður og fengið sér kaffi og notið útsýnisins um Borgarfjörðinn, þegar við ókum fram á þau. Börnin hrópuðu: „Þama er bíllinn þeirra Önnu og Hidda!“ Þarna í guðsgrænni náttúrunni átt- um við saman stund sem aldrei gleymist. Það ríkti ró og hamingja yfir þeim hjónum þar sem þau voru á heimleið eftir vel heppnað ferða- lag. Það var spjallað um heima og geima, fjölskyldu og tíðarfar. Þessi minning er svo sterk, þegar hugsað er til baka, því síðar sama ár var Hiddi allur. Nú er Anna einnig fallin frá, á besta aldri. Anna frænka, stóra systir móður minnar, hefur alla tíð verið nálæg, eins og fastur punktur í þessari sí- breytilegu tilveru. Strákarnir hennar voru ekki bara frændur, heldur líka vinir. Heimilið að Aðalstræti 19 var fastur viðkomustaður allra þeirra sem höfðu notið gestrisni og greið- vikni þeirra hjóna, og þeir voru ófá- ir. Margir höfðu dvalið hjá þeim að vetrinum meðan þeir sóttu skóla á ísafirði. Aðrir voru á ferð um ísa- fjörð. Og enn aðrir voru bara í bæjar- ferð. En alltaf var heimilið opið þeim, og glatt á hjalla þegar spjallað var um menn og málefni. Anna frænka mín var hæglát kona, sem ekki fór með hávaða. En hún hafði fastar skoðanir á flestum hlutum. Stundum gat hún verið nokkuð ströng, og jafnvel dómhörð, en aldrei nema full ástæða væri til, og eins og hver átti skilið. Alltaf tók hún málstað þeirra sem minna máttu sín. Og ófeimin var hún við að segja skoðun sína, ekki síst ef henni mis- líkaði breytni þeirra sem meira þykja mega sín. Ætíð var stutt í glettnina, græskulausa og holla. Því Anna þekkti að lífið á sér margar hliðar, og allir þurfa einhvern tímann að takast á við skuggahliðar þess, jafnt sem þær björtu. Þegar kemur að því að minnast fólks, renna upp myndir: Anna ásamt Gunnu Ásgeirs og Gunnu Sig- urðar — sú fyrrnefnda nú nýlátin — konurnar í Málarablokkinni, niðri í þvottahúsi í sláturgerð að hausti. Anna í þessu sama þvottahúsi að smúla okkur strákana, sjóblauta úr fjörunni. Ekkert voðalega reið, en ekki ánægð heldur. Anna á Opelnum — hún var ein fyrsta konan sem ég vissi að æki bílnum til jafns við eigin- manninn — með fullan bílinn af börn- um á heimleið úr Arnardalnum eftir skemmtilegan dag. Anna með stóran hveitipoka og troðfullar fötur, eftir vel heppnaða berjaferð. Anna önnum kafin við að undirbúa Hlífarsam- sæti, keyrandi kökur, berandi stóla eða styðjandi gamlan mann. Anna við sauðburðinn hjá afa í Fagra- hvammi, að hjálpa á sem átti í erfið- leikum við burð. Anna við hlið Hidda í hlíðinni undir Baulu. Anna nýkom- in frá sólarlöndum í haust með Gunnari félaga sínum, sólbrún og vongóð. Anna á sjúkrabeði, í desem- ber. Æðrulaus tók hún á móti vinum og vandafólki, kvik og gamansöm, þrátt fyrir sína þungu þraut. Þannig var hún; dugmikil, traust og raungóð. Hún tók því sem að höndum bar, með stillingu og festu þess sem ekki gerir stórt úr smáu, en kann að meta það sem lífíð hefur að bjóða. Hún skilaði sínu dagsverki vandlega og vel. Og þannig skilur hún eftir sig fordæmið, til að læra af, þeim sem eftir standa í hljóðri þökk og sorg. Allt sem andann dró átti hennar skjól. Og börnin fundu traust og hlýju hjá henni. Þannig hafa mörg tár runnið hjá börnum okkar hjóna við fráfall Önnu frænku. En huggun fæst er við hugsum okkur hana í nýjum heimkynnum, laus við þraut- ir, í iðagrænni náttúru þar sem lömb- in leika sér og kýrnar jórtra og jafn- vægi manns og náttúru ríkir, eins og andartakið í brekkunni forðum. Nú er þungur harmur kveðinn að sonum hennar og fjölskyldu. Við samhryggjumst strákunum hennar öllum, tengdadótturinni Kristínu og hennar trausta vini, Gunnari. Með þökk og söknuði kveðjum við kæra frænku. Minning hennar lifi. Sigurður Pétursson og Ólína Þorvarðardóttir. Fleirí minningargreinar um Önnu Hjartardóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. INGOLFUR GUNNARSSON + Ingólfur Gunn- arsson var fæddur 2. desem- ber 1913 á Vega- mótum á Stokks- eyri. Hann lést á Landspítalanum 8. febrúar sl. Foreldr- ar hans voru Gunn- ar bóndi og járn- smiður Gunnars- son frá Byggðar- horni í Flóa og kona hans Ingi- björg Sigurðar- dóttir frá Gríms- fjósum. Systkinin á Vegamótum voru átta, Sigríður elst, bjó í Reykja- vík nú látin, Gunnar, Þorvarður og Hrefna, búsett í Reykjavík, Sigurgeir og Þórir, búsettir á Selfossi, og Margrét, sem dó I bernsku. Hinn 30. maí 1946 gekk hann að eiga eftirlifandi eiginkonu sína, Signrlaugu, f. 7. febrúar 1914. Foreldrar hennar voru Siggeir Guð- mundsson bóndi á Baugsstöð- um og Kristín Jó- hannsdóttir en hún var fædd í Eyfakoti á Eyrarbakka. Guðmundur afi Sigurlaugar var bróðir Brynjólfs Jónssonar fræði- manns frá Minna- Núpi. Börn Ingólfs og Sigurlaugar eru: Elín, f. 30. des. 1946, búsett á Stokkseyri, Ingi- björg Kristin, hjúkrunarfræðing- ur, f. 3. apríl 1950, búsett í Reykjavík, Siggeir húsasmíðameistari, f. 17. september 1952, búsettur á Eyrarbakka. Sigriði ísafold, f. 1935, átti Sigurlaug þegar hún giftist og gekk Ingólfur henni í föður stað. Þá ólu þau upp son Elínar, Ingólf, f. 16. júní 1968. Útför Ingólfs fer fram frá Stokkseyrarkirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14.00. ÞEGAR nóttin er ekki til og sólin stendur við austuröxl Ingólfsfjalls þá er fallegt í landnámi Hásteins. Á einum slíkum vormorgni fluttust þau Ingólfur og Silla með böm sín og búsgögn upp fyrir Löngudæl að bænum Syðra-Seli í Stokkseyrar- hreppi, en þá höfðu þau búið fyrstu búskaparár sín í heimilinu á Vega- mótum. Þó Ingólfur hafi frá unga aldri unnið jöfnum höndum alla al- menna vinnu eins og þá tíðkaðist til sjós og lands, stóð hugur hans ævinlega til búskapar. Hann var mikill ræktunarmaður bæði með skepnuhöld og ekki síður garð- ávexti og annan jarðargróður. Á Syðra-Seli bjuggu þau í fjórtán ár eða til ársins 1964 að þau keyptu Efra-Sel í sömu sveit og fluttust þangað og áttu þau þá og nytjuðu báðar jarðirnar en seldu síðan nokkru seinna húsin á Syðra-Seli ásamt landskika. Öll árin sem Ing- ólfur og Silla bjuggu á Seljum stundaði hann vinnu í frystihúsinu á Stokkseyri og má þá geta nærri að bústörfin heima við hafa lent í meira mæli á herðum konunnar en ella hefði verið, en hún var bjargið trausta sem ekki bifaðist og leiddi hverja þraut til farsælla lykta. En tíminn leið hratt á Seljum eins og annars staðar í henni ver- öld, bömin uppkomin og farin að heiman og Ingólfur yngri kominn undir fermingu, en þó margt væri léttara með tilkomu véla og nýrra tíma tækni en á fyrstu búskaparár- unum þá færðust árin yfir hina ungu svani sem þijátíu ámm fyrr flugu upp fyrir hana Löngudæl. Á fardögum 1980 seldu þau Selin sín og keyptu einbýlishús að Eyjaseli 5 á Stokkseyri. Hönd í hönd leiddust þau nú aftur götuna til baka. Sá sem þessar línur skrifar hefur nú í allnokkur ár sótt vinnu til Stokks- eyrar. Ég þekkti Ingólf þá ekki nema í sjón og hann mig ekki held- ur. Hins vegar þekkti hann föður minn sáluga vel og fann ég það fljótt að Ingólfur vildi láta mig njóta þeirrar vináttu, meiri hjartahlýju og umhyggju hef ég varla kynnst. Þess naut ég hjá þeim báðum og velvilja þeirra og fjölskyldunnar vil ég nú þakka hrærðum huga. Ingólfur og Silla fóm oft með mér á milli Stokkseyrar og Selfoss þegar þau stunduðu sund og heit böð sér til heilsubótar í Sundlaug- inni á Selfossi. Þau voru skemmti- legir ferðafélagar sem ég sakna. Ingólfur sagði skemmtilega frá og kunni skil á mönnum og málefnum úr löngu liðnum tíma, minnugur með afbrigðum og fylgdist vel með þjóðmálum og alla tíð samvinnu- maður af hugsjón. Hann var að- dráttarmaður sem sá ævinlega heimili sínu fyrir nægum forða, trygglundaður og orðheldinn og lof- aði ekki því sem hann vissi að hann gæti ekki staðið við. í mínum huga var Ingólfur karlmenni og sannaðist það best á hvem hátt hann tók örlögum sínum, hann kvaddi skerin og sundin, sjóinn og landið sem hafði fóstrað hann frá bemsku, konu og böm sem hann unni hug- ástum, og síðustu orð hans til nafna síns unga vom betri en gull. Þann- ig sleppti hann landfestum. Guð einn skyldi ráða hvar land yrði tek- ið. Elsku Silla mín, Guð varðveiti þig og styrki í sorgum þínum. Böm- um og barnabörnum, ættingjum og vinum votta ég mína dýpstu samúð. En minningin um Ingólf vakir og oft mun maður hvarfla augum vestur á sjógarð við Kalastaði hvort ekki sést þar maður með poka. Árni Valdimarsson. Ingólfi móðurbróður mínum kynntist ég fyrst upp úr 1950 þá sjö ára gamall og var viðloðandi heimili þeirra Ingólfs og konu hans, Sigurlaugar, fram til ársins 1955 þegar ég varð fullgildur kaupamað- ur hjá þeim hjónum að Syðra-Seli á Stokkseyri. Eftir það skildu leiðir þótt við hittumst endmm og sinnum og oft var það sumarið 1955, sem við rifjuðum upp á þeim stundum. Þetta úrsvala sumar þomaði vart á steini fyrr en eftir höfuðdag. En einhvern veginn tókst samt að krafla saman heyi handa skepnun- um, fyrst í vothey og síðar um haustið þegar sólin tók að skína tókst með harðfylgi að koma dágóð- um slatta af þurrheyi í hlöður. En það sem hélt í okkur í lífínu þetta sumar, ef svo má segja og létti tilveruna í þessum eilífa rosa, var lestur kvöldsögunnar „Hver er Gregory". Því hvemig sem viðraði mátti ganga að því vísu að eftir kvöldmjaltir mundi seiðandi rödd Gunnars G. Schram taka okkur burt frá amstri hversdagsins og leiða okkur á vit dularfullra atburða í Eastend Lundúnaborgar. Þama sátum við í eldhúsinu í kjallaranum kvöld eftir kvöld, límd við rafhlöðuútvarpið með kaffið og bestu kleinur í heimi fyrir framan okkur, án þess að snerta það. Spennan var ólýsandi og hjartað sló talsvert hraðar þegar paufast var með steinolíulampann upp þröngan stigann að lestri loknum. Núna, 40 áram síðar, er komið að kveðjustund. Ingólfi frænda mín- um vil ég þakka fyrir það traust og vinsemd sem hann sýndi mér þann stutta tíma sem við stóðum saman í lífsbaráttunni. Á Seli náði ég í skottið á gömlu búskaparhátt- unum, lærði að slá með orfí og ljá, handmjólka og binda hey með gamla laginu. Það er hveijum ung- um manni hollt að fínna að hann er til einhvers gagnlegur og að honum sé treyst til verka. Ingólfur og Silla gáfu mér tækifæri til að læra og takast á við þessa hluti. Fyrir það er ég þakklátur. Ingólfur þótti nokkuð þungbúinn á svip, en svipur sá sagði lítið um innri mann því ávallt var stutt í húmorinn og segja má að hann hafí verið meinfyndinn, kunni vel að segja frá og hlusta. Ég ætla ekki í þessari stuttu kveðju að geta lífshlaups Ingólfs eða lýsa skapgerð hans frekar, held- ur aðeins þakka honum góð kynni þessi ár þegar enginn var kvótinn til sveita og stækka mátti túnin og fjölga í fjósi. Þetta vora, þegar horft er til baka, góð ár. Þá ríkti a.m.k. frelsi til athafna og á þessum árum komst undirritaður til nokkurs þroska hjá góðu fólki. Sillu og börnunum sendi ég mín- ar innilegustu samúðarkveðjur. Gísli Þorsteinsson. + Maðurinn minn, ÞÓRARINN GUÐNASON læknir, lést í Landspítalanum aðfaranótt föstudags 17. febrúar. Fyrir hönd aðstandenda, Sigrfður Theódórsdóttir. + Eiginmaður minn, lést 16. febrúar. JÓN E. GUÐMUNDSSON járnsmfðameistari, Hamarsbraut 10, Hafnarfirði, Halldóra Sigurðardóttir. Móðir okkar, UNNUR SIGRÚN JÓNSDÓTTIR, Grænuhlfð 18, Reykjavík, áður Reykholti, Vestmannaeyjum, lést aðfaranótt fimmtudagsins 16. febrúar. Fyrir hönd aðstandenda, Jón Karlsson, Guðmundur Karlsson, Ellert Karlsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.