Morgunblaðið - 18.02.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 18.02.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1995 39 kátínan mest og þéttast setið. Félagar mínir voru einhveijir mestu grínistar á íslandi, enginn atburður svo ómerkilegur að hann yrði þeim ekki að söguefni. Þannig tvinnuðu þeir frásagnir sínar að Gunnar minn var stundum orðinn blár í framan af hlátri. Kvöidin urðu þá oft löng, reyndar sum svo að við skiptum bara um galla til að fara í skurðina þegar við kvöddumst. Við félagar gerðum okkur ferð til að heimsækja Gunnar á sjötugs- afmælinu. Komum við ekki að Hofí fyrr en í myrkri og gerðum honum þá kveðjuskot á hlaðinu úr öllum þrem haglabyssunum í senn. Ég held að hann hafí ekki átt von á okkur en mikið fagnaði hann okkur vel. Sigrún var búin að hlaða borðið krás- um og við komum líka færandi hendi. Við réttum honum vandaðan sjón- auka, en einnig bárum við inn stóran bala fullan af ís sem við höfðum hoggið úr jöklinum hans. Milli ískl- umpanna lágu nokkur gler með gullnum veigum. Það lýsir Gunnari kannski nokkuð, að aldrei minntist hann á sjónauk- ann, en klumpana úr Vatnajökli og hugulsemina þreyttist hann aldrei á að prísa. Óll kynni mín af Gunnari voru á eina bók. Aldrei heyrði ég hann held- ur leggja illt til nokkurs manns, slíkt var ekki í hans eðli. Hlýjan sem var milli þeirra hjóna var líka áberandi og mikið talaði hann fallega um Sigr- únu sína. Gunnar hreykti sér ekki af verkum sínum eða gerði mikið úr öðrum dag- legum skyldum Öræfabóndans, en hann hafði ekki alltaf hlíft sér um dagana. Selveiðar á sandinum voru mikið erfíði og þeim fylgdi slark og vos. Eins bar það við að skip strand- aði á sandinum, björgunarstarfíð var afar erfitt og heyrði ég á Gunnari að það hafi fengið á hann. Oræfabændur nýta beit í Breiða- merkuríjalli. Svo háttar til að fjallið er umlukið jökli og illt yfirferðar, því verður hestum ekki við komið í leit- um. Eitt haustið við smölun féll snjó- flóð úr brattri hlíðinni og hreif Gunn- ar með sér. Hann stöðvaðist að lokum og krafsaði sig úr skaflinum, en fé- lagi hans, Sigurður á Kvískeijum, sem næstur honum gekk var horf- inn. Smalamenn leituðu hans árang- urslaust góða stund en þá fór Gunn- ar til byggða um langan veg að sækja hjálp og síðan var lagt strax af stað á fjallið aftur. Á öðrum sólar- hring tókst svo giftusamlega til að þeir fundu Sigurð heilan á húfí. Hann hafði borist með flóðinu í djúpt holrúm sem myndaðist milli jökuls og fjalls, en leitarmenn heyrðu hann syngja niðri í gjánni. Þegar ég hitti Gunnar síðast á Landakotsspítala og búið var að taka af honum fótinn rifjuðum við upp minningar frá löngum kvöldum á Litla Hofí. Vinur minn var ekki búinn að týna niður glensinu þrátt fyrir hremming- ar og það tísti í honum þegar hann nefndi Stefán Jónsson. „Já, og ekki var Sverrir Einarsson verri.“ En nú var úthaldið ekki eins og áður. Lundarfarið hefur örugglega hjálpað honum síðustu árin. Aldrei heyrði ég hann æðrast og lítið þurfti til að kveikja með honum hlátur. Þegar við kvöddumst á Landakoti fann ég samt að ekki væri víst að ég sæi hann aftur. Sigrún sér nú á bak góðum manni og sönnum vini, ég votta henni, böm- um þeirra hjóna og bamabömum hluttekningu mína. Með þakklæti fyrir hlýhug og liðn- ar ánægjustundir. Páll Steingrímsson. Gunnar Þorsteinsson, bóndi að Hofí í Öræfum, er látinn. Eftir lifír minning um einstakt ljúfmenni, glað- væran og hjartahreinan mann. Dep- urð var ekki til í hans fari, öllu var tekið með jafnaðargeði. Aldrei skipti hann skapi eða hækkaði róminn en stjómaði sínu búi með festu og stjómsemi. Ætíð var stutt í glensið og gamansemina, margt varð honum að hlátursefni og hann lét ekki veik- indi sín hin síðari ár spilla sínu góða skapi. í návist hans var gott að vera. Margir nutu þess að sitja með honum yfír kaffibolla og þá helst með ein- hveijum tárum útí og rifja upp skemmtileg atvik frá liðinni tíð. Það var til siðs hér á öldum áður að foreldrar komu bömum sínum í fóstur hjá vel metnu fólki í þeim til- gangi að koma bömum sínum til manns. Foreldrar mínir hefðu ekki getað valið betur þegar þau árið 1952 sendu mig í flugvél, þá sjö ára gamlan, austur í Öræfasveit til að dvelja þar sumarlangt hjá Gunnari og hans fjöldskyldu. Þau urðu alls sjö sumrin sem ég var þar í sveit. Fyrir óharðnaðan dreng var það mik- il lífsreynsla að dveljast hjá Gunn- ari, lífsreynsla sem ég hefði ekki vilj- að vera án. „Lengi býr að fyrstu gerð,“ segir máltækið og í mínum huga var það heimur Gunnars sem mótaði mig meira en nokkuð annað. í heimi Gunnars ríkti vinnusemi og nægjusemi fjarri heimsins glaumi. Aldrei féll fólki verk úr hendi enda í nógu að snúast þar sem heyskapur var að mestu unninn í höndum og með aðstoð hesta, það þurfti að dreifa á morgnana, snúa, raka sam- an, sækja hesta og teyma um túnin og reka kýr. Allir gengu saman til verka, börnin tóku þátt í umræðum og ákvörðunum um það sem gera þurfti. Við slíkar aðstæður lærist hver lífsins gildi eru og þau bönd myndast sem ekki rofna. í hugum höfuðborgarbúa var Ör- æfasveitin afskekkt, menn gerðu sér ýmsar hugmyndir um mannlífíð í þeirri sveit og að einangrunin setti svip sinn á íbúana.. Vissulega var sveitin einangruð, þangað varð ekki komist með góðu móti nema flugleið- is en fólkið í sveitinni var ekki ein- angrað. Nálægð bæja sem eru í þyrp- ingum í Öræfum og fjöldi heimilis- manna á hveijum bæ gerði það að verkum að mannleg samskipti voru mikil og þegar gestir komu í sveitina var vel tekið á móti þeim. Stundum fæ ég það á tilfínninguna við heim- sóknir á bæi á Suðurlandsundirlend- inu að þar sé ég kominn út á hjara veraldar ólíkt þeirri tilfmningu sem ég átti að venjast frá Öræfasveitinni. Gunnar var heimsmaður á sína vísu, hann var maður sem kunni að taka á móti fólki og tala við fólk, höfðingja jafnt sem aðra. Mannamót og gestamóttaka var líf hans og yndi. Samkomuhús sveitarinnar var á grundinni fyrir framan Hofsbæina. Þar voru böllin haldin. Okkur bömun- um á Hofí var ekki meinað að taka þátt frekar en í öðru sem fullorðna fólkið tók sér fyrir hendur og aldrei sátu þau Gunnar og Sigrún heima. Eitt sinn er við hjónin vomm í heim- sókn fyrir austan og ball átti að vera um kvöldið, spurðum við hvort þau ætluðu sér að fara, en þá var Gunn- ar kominn til ára sinna. Svarið sem við fengum var dæmigert fyrír þau hjónin: „Við látum okkur ekki vanta.“ Enda skemmtu þau sér kon- unglega innan um unga fólkið. Litla Hof var ekki stórbýli en mannmargt var þar. Þegar ég kom þar fyrst bjó móðir Gunnars hjá hon- um, tvær systur þær Gróa og Jór- unn, sem nú eru látnar, Jón faðir Sigrúnar, Jómnn dóttir Bergs bróður Gunnars og bömin þijú, Halla, Sigur- jón og Bryndís. Seinna bættust yngri systkini mín í hóp heimilismanna, alltaf rúm fyrir nýja heimilismenn, þau Magdalena, Ólafur Magnús og Anna Helga, sem segir sitt um hversu vel foreldrar mínir treystu Gunnari og hans fólki fýrir uppeldi okkar og kunnu að meta þá lífs- reynslu sem við fengum þar fyrir austan og sem við höfum búið að alla tíð síðan. Flestir sváfu í baðstof- unni sem var sérstakur heimur útaf fyrir sig en Sigrún og Gunnar í sér herbergi inn af henni. Þrátt fyrir þrengslin var alltaf pláss fyrir nætur- gesti. Stofan niðri var eingöngu not- uð þegar gesti bar að garði. Þegar ég seinna hef sagt frá því að ég hafi verið í sveit að Litla-Hofi, þá er það ótrúlegur fjöldi manna sem hefur kannast við Gunnar Þorsteins- son og Sigrúnu og minnst gestrisni þeirra og taldi þau hjón til vina sinna. Gunnar lést í hárri elli á elliheim- ilinu á Höfn í Homafírði. Þar hafði hann dvalið síðustu æviár sín eftir að líkaminn tók að gefa sig, en Gunn- ar fékk sykursýki á efri ámm. Gunn- ar kvaddi þennan heim saddur líf- daga og gat stoltur og ánægður litið yfír farinn veg. Eftir lifir eiginkona hans og lífsfömnautur Sigrún Jóns- dóttir búsett á Litla-Hofi og börnin þijú en þeim öllum og tengdabörnum, barnabörnum og barnabamabarni votta ég dýpstu samúð okkar hjóna. Björgvin B. Schram og Hekla Pálsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, sonur, tengdasonurog afi, STEINÞÓR INGVARSSON oddviti, Þrándarlundi, Gnúpverjahreppi, lést í Landakotsspítala að morgni 16. febrúar. Útförin auglýst síðar. Þorbjörg S. Aradóttir, Helga Sigurðardóttir, Simon Warrel, Anna Dóra Steinþórsdóttir, Matthias Valdimarsson, Ari Freyr Steinþórsson, Oddný Teitsdóttir, Þröstur Ingvar Steinþórsson, Halldóra Hansdóttir, Helga Jónsdóttir og barnabörn. t V Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma okkar, AÐALHEIÐUR JÓNASDÓTTIR, lést fimmtudaginn 16. febrúar. Hörður Haraldsson, Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Jón Stefánsson, Haraldur Harðarson, Björk Lind Harðardóttir, Harpa Harðardóttir, Brynjar Freyr Stefánsson, Róbert, Aðalheiður, Snorri, Arnór og Hörður Freyr. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA JÓSEFSDÓTTIR frá Kolsstöðum, verður jarðsungin frá Kvennabrekkukirkju, Dalabyggð, í dag, laug- ardaginn 18. febrúar, kl. 14.00. Guðmundur Guðmundsson, dætur, tengdasynir, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR BERGUR ÞORSTEINSSON bóndi, Hofi, Öræfum, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Skjólgarði, Höfn, 15. febrúar. Útför hans fer fram frá Hofskirkju þriðjudaginn 21. febrúar kl. 14.00. Sigrún Bergsdóttir, Þórður Stefánsson, Páll Bergsson, Þorgerður Dagbjartsdóttir, Guðrún Bergsdóttir, Jórunn Bergsdóttir, Bjarni Jónasson, Steinunn Bergsdóttir, Gísli Oddsteinsson, Guðjón Bergsson, Sigþrúður Bergsdóttir, Bragi Ólafsson, Helga Bergsdóttir, Rúnar Garðarsson, Örn Bergsson, Brynja Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, THEÓDÓR VOSK, Kirkjulundi 6, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Garðakirkju mánudaginn 20. febrúar kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er vin- samlega bent á Krabbameinsfélagið. Ólafia Jónsdóttir Vosk. t Innilegar þakkir flytjum við öllum þeim, sem með ýmsu móti vott- uðu okkur samúð og vinsemd við fráfall og útför REBEKKU EIRÍKSDÓTTUR frá Sandhaugum. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Landspítalans á deild E-11, þar sem hún átti athvarf síðustu 8 vikurnar. Guð blessi ykkur öll. Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli og fósturbörn. t Hjartans þakkir færum við öllum, sem sýndu okkur samúð og vináttu við and- lát og útför eiginmanns mins, föður okkar, tengdaföður og afa, BJARNA JÓNSSONAR, Laufvangi 1, Hafnarfirði. Kristín Björg Sigurbjörnsdóttir, Jón Bjarnason, Ingibjörg Hrönn Ingimarsdóttir, Helga Bjarnadóttir, Bjarni Víðir Pálmason, Sigurbjörn Bjarnason, Unnur Björk Steinarsdóttir, Hulda Bjarnadóttir, Jóhann Geirdal, barnabörn og aðrir aðstandendur. Hjartans þakkir til allra, er sýndu samúð og vinarhug við fráfall ástkærrar eiginkonu, móður og dóttur, HJÖRDÍSAR BJÖRNSDÓTTUR, og elskulegra dætra, systra og barnabarna, BIRNU DÍSAR og HELGU BJARKAR JÓNASDÆTRA. Hlýhugur ykkar allra gefur okkur styrk. Guð blessi ykkur. Jónas S. Hrólfsson, Sigurrós Jónasdóttir, Kristín Bjarnadóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.