Morgunblaðið - 03.03.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.03.1995, Blaðsíða 1
96 SÍÐUR B/C/D Andreotti leiddur fyrir rétt á Sikiley Palermo. The Daily Telegraph, Reuter. DÓMAKI á Sikiley ákvað í gær að Giulio Andreotti, einn af þekktustu stjórnmálaleiðtog'um kristilegra demókrata á Italíu um áratuga skeið, yrði leiddur fyrir rétt vegna gruns um að hann hafí verið félagi í Sikileyjarmafíunni. Réttarhöldin verða í Palermo en veijendur höfðu krafist þess að þau yrðu í Róm þar sem Andreotti væri sakaður um af- brot { ráðherrastörfum sínum. Málaferlin eiga að hefjast í sept- ember nk. Andreotti er 76 ára gam- all, hann var forsætisráðherra Italíu sjö sinnum, er kirkjurækinn kaþó- likki og hefur í hálfa öld verið tákn hinna hefðbundnu stjórnmálaafla landsins, víðfrægur fyrir pólitíska Sakaður um að vera félagi í mafíunni slægð og eitraða kímnigáfu sína. Andreotti virtist halda ró sinni og sjálfsöryggi í gær. „Það er með hryggð í huga að ég horfi fram á óréttlát réttarhöld. Ég hélt að hræði- leg, tveggja ára bið [meðan rann- sóknin fór fram] myndi nægja til að leiða sannleikann í ljós.“ Flugferðir kannaðar Málsskjöl eru alls um 90.000 blað- síður, þar á meðal eru skýrslur um hleruð símtöl og leiðsögubækur flug- véla sem Andreotti ferðaðist með á ráðherraárum sínum. Bækurnar á m.a. að nota til að sanna að hann hafi átt leynilega fundi með mafíu- foringjum. Veijendur, einn þeirra er níræður, segja að sönnunargögnin séu full af þversögnum og þau byggist á lygum fyrrverandi mafíumanna. Sjálfur hefur Andreotti sagt að málið sé samsæri mafíunnar eða bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, jafnvel beggja. Markmið þeirra sé að hefna sín vegna laga gegn glæp- um sem hann hafi staðið fyrir og vegna skorts á þjónkun hans við sjónarmið Bandaríkjamanna. Reuter Sjónvarps- maður syrgður RÚSSNESKA þjóðin syrgði í gær ástsælan sjónvarps- mann, Vladíslav Lísljev, sem myrtur var við heimili sitt í Moskvu í fyrrakvöld. Borís Jeltsín forseti hét að efla baráttuna gegn skipu- legri glæpastarfsemi en tal- ið er að leigumorðingi hafi verið að verki og morðið skrifist á sjónvarpsstarfs- menn sem notuðu aðstöðu sína í auglýsingadeild til að skara eld að eigin köku. Stöðugur straumur fólks, sem vildi sýna hinum látna virðingu sína, var að heim- ili Lístjevs í gær. Lögðu margir blóm að húsinu. ■ Rekur saksóknara/17 Saka Leeson um skjalafals Frankfurt, London. Reuter. STJÓRNVÖLD í Singapore segjast gruna breska bankamanninn Nick Leeson, sem kyrrsettur var í Frank- furt í gærmorgun, um að hafa falsað skjöl til að blekkja yfírmenn sína hjá Baringsbanka í London og nemi fjárhæðin rúmlega 5 milljörðum króna. Fyrir helgi olli Leeson hruni Baringsbanka með braski á verð- bréfamörkuðum Singapore þar sem hann starfaði fyrir bankann. Stjórnarerindrekar í Bonn sögðu að þýsk yfirvöld hefðu fengið hand- tökuskipun á Leeson frá fulltrúum Singapore þar sem kæmu fram ásak- anir er gætu orðið grundvöllur fram- sals mannsins. Talið væri að hann hefði falsað skjal er staðfesti greiðslu um 7.778.000.000 jena, rúmlega fimm milljarða króna, frá bandarísku fyr- irtæki. Samkvæmt skjalinu fór greiðslan inn á reikning verðbréfa- deildar Barings hjá Citibank í Singa- pore og segja yfirvöld þar að Leeson hafí með þessu reynt að blekkja yfír- menn sína í London. Fyrir dómara Leeson verður færður fýrir þýsk- an dómara í dag og mun hann úr- skurða hvort orðið verði við fram- salsbeiðni Singapore en búist var við því að sendimenn þarlendra kæmu til Þýskalands í dag með formlega beiðni. Talið er að það geti tekið Þjóðveija nokkra mánuði að komast að niðurstöðu, svo flókið sé málið. Bretar óska ekki eftir framsali. Nú mun ljóst að Elísabet II. Breta- drottning tapar sem svarar rúmlega 50 milijónum króna á hruni Barings- banka. Hollensk fjármálasamsteypa bauð í gær táknræna fjárhæð, eitt pund, í bankann sem úrskurðaður hefur verið gjaldþrota. Reuter NICK Leeson sést hér í fylgd varða á flugvellinum í Frankfurt í gærmorjgun, Miðli dæmdur einkaréttur á forn-egypskum anda Vín, Washington. The Daily Telegraph. BANDARÍSKUM miðli hefur verið dæmdur einkaréttur á 35.000 ára gömlum egypskum anda. Miðlinum, Judy Knight, 46 ára, var stefnt fyrir rétt í Austurríki af þýskum kvenmiðli, sem sagðist hafa einkarétt á andanum Ramtha. Frú Knight sagði dómaranum að hún hefði náð sambandi við andann árið 1978 og að hún þarfnaðist hans rétt eins og hann hennar. And- stæðingur hennar, Julie Ravel, 53 ára, lagði einnig mikla áherslu á að halda Ramtha. „Hann kemur hugsunum sínum og orku á framfæri i gegnum mig og aðeins mig. Ég gæti hans,“ sagði hún. Sagði dómarinn Knight hafa áralanga reynslu í að ná andlegum tengslum við Ramtha, þýski miðillinn hefði brotið á rétti Knight með því að reyna að eigna sér andann aldna. Ravel fullyrti að hann hefði náð sambandi við sig er hún var stödd í glervöruverslun. Hún greindi fylgismönnum sínum frá þessu á fundi í austur- rískum kastala, þar sem hún rekur miðstöð í djúpsálarfræðum. Ravel hyggst áfrýja úrskurð- inum. Knight hefur flutt skilaboð frá Ramtha í 15 ár, m.a. ráðleggingar í fjármálum og gefið út fjölda bóka og myndbanda um sambandið, hún græðir á tá og fingri. Fylgismönnum hefur fjölgað stöðugt og þeirra á meðal var kvik- myndaleikkonan Shirley MacLaine þar til fyrir skemmstu. Safnast hópurinn saman á heimili Knight í Yelm í Washington-ríki þar sem hún heldur miðilsfundi. Bann við fjárlaga- haila féil naumlega Washington. Reuter. ÖLDUNGADEILD Bandaríkjaþings felldi í gær tillögu um breytingar á stjórnarskránni sem bannað hefði þinginu að samþykkja fjárlög með halla. Er það fyrsta mál repúblikana sem ekki nær fram að ganga á nýja þinginu en þeir hafa þar meirihluta. Tillagan var reyndar samþykkt, með 65 atkvæðum gegn 35, en hefði þurft að fá 67 atkvæði til þess að verða að lögum. Allir 53 þingmenn repúblikana utan einn, Mark Hatfield frá Oregon, greiddu tillögunni at- kvæði ásamt 14 demókrötum af 47. Gengishrun dollarans London. Reutcr. BANDARÍKJADOLLARI féll í gær hann í 96,03 jen. Dollarinn féll einn- á ókyrrum mörkuðum og var lægri ig gagnvart þýska markinu í gær. gagnvart jeninu á Evrópumörkuðum Öljóst er hvað olli verðfallinu í en nokkru sinni eftir stríð. gær. Bandaríski seðlabankinn keypti Er mörkuðum var lokað var doll- mikið af dollurum til að reyna að ari metinn á 95,70 jen, í fyrra fór styrkja gjaldmiðilinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.