Morgunblaðið - 03.03.1995, Page 4

Morgunblaðið - 03.03.1995, Page 4
4 FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Niðurskurður á Borgarspítala og Landakoti til að ná fram sparnaði Fækkað um 40 stöðu- gildi og deildum lokað STJÓRN Sjúkrahúss Reykjavíkur (Borgarspítalans og Landakots- spítala) hefur ákveðið á hvern hátt 125 milljóna króna útgjalda- lækkun verður náð fram á þessu ári en stjórninni er gert að lækka útgjöld um 180 milljónir króna alls á þessu ári. Þegar hefur 10 einstaklingum verið sagt upp störfum. Læknaráð mótmæla niðurskurði LÆKNARÁÐ Borgarspítalans og Landakotsspítala mótmæla harð- lega niðurskurði fjárveitinga til rekstrar spitalanna. „Minnkandi fjárveitingar munu óhjákvæmilega leiða til nið- urskurðar á þjónustu við sjúka, bæði bráðveika og langvistunar- sjúklinga, auk þess sem valað- gerðum mun fækka og biðlistar lengjast. Jafnframt mun þurfa að segja upp fjölda starfsmanna," segir í ályktuninni. Læknaráðin mótmæla því að ekki sé staðið við upphafleg áform um fjárveitingar til fram- kvæmda vegna spítalanna tveggja, „framkvæmda sem við- urkennt er að séu forsenda hag- ræðingar og sparnaðar í rekstri“. „Fyrirsjáanleg þrengsli á sjúkradeildum og úr sér genginn tækjakostur gerir illmögulegt að veita sjúkrahúsþjónustu sem . stenst samanburð við þjónustu í nágrannalöndum." Varað er við þeirri þróun að niðurskurður í heilbrigðiskerfinu bitni fyrst og fremst á alvarlega veiku fólki og þeim sem þurfa á sérhæfðustu þjónustunni að halda. Læknaráðin skora á Alþingi að snúa þróun undanfarinna ára við og hefja tafarlaust markvissa upphyggingu hins nýja Sjúkra- húss Reykjavíkur í stað þess að þvinga sjúkrahúsið til vandræða- lausna í nafni hagræðingar og sparnaðar, eins og segir í álykt- uninni. Jóhannes Pálmason, forstjóri Borgarspítala, segir að niðurskurð- urinn komi víða mjög illa og ljóst sé að ekki verði hægt að halda uppi sama .þjónustustigi og verið hefur. Hann segir að eftir eigi að koma í ljós hvemig þessi áform gangi eftir því aðstreymi sjúklinga minnki ekki þótt þjónustan dragist saman. Engar nýráðningar Jóhannes segir að niðurskurður- inn þýði fækkun stöðugilda og launakostnaður eigi að lækka um 45 milljónir. Dregið verður saman um rúmlega 40 stöðugildi á Borgar- spítala sem bæði þýði uppsagnir og einnig að ekki verði ráðið í stöður sem losni. Það geri málið örlítið mildara en þó varð ekki hjá því komist að segja upp um 10 manns um síðustu mánaðamót með þriggja mánaða uppsagnarfresti. Á hjúkmnarsviði verður fækkað um 20 stöðugildi og eiga þar að sparast 13 milljónir. Þar er um að ræða hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ófaglært starfsfólk. Á svokölluðum almennum þætti verður fækkað um 7 stöðugildi og eiga við það að sparast 5 milljónir kr. Þar starfar fólk á tæknisviði, í eldhúsi, við ræstingu og húsumsjón. Síðan á að fækka á lækninga- sviði um 14-15 stöðugildi, sem dreifast á lækna og annað starfs- fólk, að sögn Jóhannesar. Það þýði samdrátt í vinnu og það að ekki verði ráðið í lausar stöður. í mörg- um tilfellum sé um að ræða minnk- að vinnuframlag. Vegna fækkunar stöðuheimilda sjúkraliðanema og á E-6 Borgar- sjiítala eiga að sparast 35 milljónir. Ymsar hagræðingaraðgerðir eiga að skila 10 milljóna króna spam- aði. Við flutning hjúkmnardeildar í Hafnarbúðum á Landakotsspítala sparast 15 milljónir og við flutning hjúkmnardeildar á Heilsuverndar- stöð á Grensásdeild sparast 20 millj- ónir. Á báðum þessum deildum em 23-24 sjúkrarúm. Reynt að auka sértekjur Að sögn Jóhannesar verður síðar í þessum mánuði ákveðið hvemig þeim 55 milljónum króna verður náð sem sparast eiga til viðbótar við þær 125 sem hér hefur verið gerð grein fýrir. í því sambandi á sérstaklega að kanna með hvaða hætti hægt verði að auka sértekjur "Sjúkrahúss Reykjavíkur, kannað verður með útboð á rekstri Amarholts eða lokun einstakra deilda, athugað verði með samkomulag milli Reykjavíkurborg- ar og ríkisins um fjármögnun nauð- synlegra framkvæmda á deild .B-7 Borgarspítala, svo eitthvað sé nefnt. Tvö einka- ^ leyfitil Islendinga ífyrra EINKALEYFASTOFAN veitti að- eins tvö einkaleyfí til íslendinga á síðasta ári, en þrjátíu og fimm einkalejrfí voru veitt útlendingum. Alls sóttu 22 íslendingar og 108 útlendingar um einkaleyfi á árinu. íslendingum hefur að meðaltali ver- ið veitt 1,26 einkaleyfi á ári og útlendingum 35 síðastliðin 15 ár. Mun fleiri útlendingar en íslend- ingar hafa sótt um einkaleyfí til einkaleyfísstofu síðastliðin 15 ár og er munurinn jafnvel enn meiri þeg- ar litið er til veittra einkaleyfa. Má í því sambandi nefna að árið 1986 bárust 29 umsóknir um einkaleyfí til stofunnar frá íslendingum og 92 frá útlendingum. Sama ár var engum íslendingi veitt einkaleyfí en 59 útlendingum. Árið eftir bár- ust 28 umsóknir um einkaleyfi til stofunnar frá íslendingum og 91 frá útlendingum. Tvö einkaleyfí voru veitt íslendingum og 42 út- lendingum. Flest einkaleyfí til íslendinga eða 4 voru veitt árið 1990..Þijátíu og þijú voru veitt til útlendinga sama ár. Þakkir til íslenskra bama FULLTRÚAR frá Friði 2000, al- þjóðlegri friðarstofnun sem fyrir- hugað er að hafi aðsetur i Reykja- vík, hittu frú Vigdísi Finnboga- dóttur, forseta Islands á Bessa- stöðum í gær. Þeirra á meðal var drengurinn Vitali Gustav frá Bel- arus og voru forsetanum færðar þakkir til íslenskra barna fyrir stuðning við börn sem Jþjást vegna Tsjernobyl- slyssins í Ukraínu. Stóð friðarstofnunin Friður 2000 meðal annars fyrir því að koma tæplega 20.000 jólagjöfum og lyQasendingu til þeirra fyrir síð- ustu jól. Verður friðarstofnunin Friður 2000 kynnt í Háskólabíói á laugardaginn. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Samkeppnisráð um samkeppnisreksturFélagsvísindastofnunar Andlát Fjárhagur verði skilinn frá annairi starfsemi SAMKEPPNISRÁÐ hefur mælt fyr- ir um fjárhagslegan aðskilnað sam- keppnisrekstrar Félagsvísindastofn- unar og annarrar starfsemi Háskóla íslands fyrir 1. janúar l)j96. Hinn 14. október 1994 barst Sam- keppnisstofnun erindi frá Verslunar- ráði Islands þar sem kvartað var undan ójafnri samkeppnisstöðu Fé- lagsvísindastofnunar HÍ og annarra sem starfa við gerð markáðs- og skoðanakannana. Misnotkun aðstöðu ósönnuð Meðal annars var gerð athuga- semd við að stofnunin borgaði ekki fast leigugjald fyrir aðstöðu sína í Odda, að Háskólinn bæri hluta kostnaðar vegna vinnu sem innt er af hendi fyrir stofnunina, rekstrar- kostnað, útgjöld vegna rekstrar- tækja og að Félagsvísindastofnun greiddi ekki tekju- og eignaskatt. í niðurstöðu samkeppnisráðs segir meðal annars að ekkert hafi komið fram við athugun sem bendi til þess að Félagsvísindastofnun misnoti að- stöðu sína á sviði markaðs- og skoð- anakannana. Stofnunin greiði 10% tekna fyrir sameiginlegan kostnað og aðstöðu í Háskólanum og ekki verði fullyrt að útseld þjónusta stofn- unarinnar sé seld undir kostnaðar- verði. Samkeppnisráð telur hins vegar að taka beri til athugunar að stofnað verði sérstakt félag um samkeppnis- rekstur Félagsvísindastofnunar, sem verði sjálfstæður lögaðili og greiði skatta og skyldur. Staða á hreinu Stefán Ólafsson forstöðumaður Félagsvísindastofnunar segist sáttur við úrskurðinn, staða stofnunarinnar sé nú á hreinu, eins og tekið var til orða. „Mér fínnst þýðingarmikið að stofnunin skuli ekki taka undir þær ásakanir keppinauta okkar að starf- semi okkar sé niðurgreidd af Háskól- anum eða að þjónustan sé seld und- ir kostnaðarverði. Okkur er gert að greina að bókhald fyrir starfsemi sem er í samkeppni og þá sem er samkeppnisrekstur. Það fínnst mér sjálfsögð og eðlileg krafa að gera til opinberra aðila sem vilja fara út í samkeppnisrekstur," segir Stefán. Jónas Fr. Jónsson lögfræðingur Verslunarráðs segist ánægður með niðurstöðu samkeppnisráðs. „Auk fyrirmæla um fjárhagslegan aðskiln- að bendir stofnunin á þá leið að stofnunin verði gerð að sjálfstæðum lögaðila sem greiði skatta og skyld- ur,“ segir Jónas. „Það er tekið und- ir okkar ábendingu um samnýtingu á kostnaðarliðum milli Háskólans og stofnunarinnar, að hún njóti ótak- markaðrar ábyrgðar, greiði ekki tekju- og eignaskatt og að engin arðsemiskrafa sé gerð.“ ÓSKAR ÞÓRÐARSON ÓSKAR Þórðarson, dr. med., lést í Borg- arspítalanum aðfara- nótt fimmtudagsins 2. mars. Óskar fæddist í Reykjavík 29. desem- ber 1906. Foreldrar hans voru Ágústa Gunnlaugsdóttir og Þórður Sigurðsson, sjómaður. Frá 10 ára aldri ólst Óskar upp hjá móðursystur sinni, Guðrúnu Hall- dórsdóttur og eigin- manni hennar Guð- mundi Halldórssyni, sjómanni. Óskar lauk stúdentsprófi frá MR árið 1928 og læknisprófi frá HÍ 1934. Framhaldsnám og störf í lyflækningum stundaði hann, fyrst í Noregi en síðan í 10 ár í Danmörku. Til íslands flutti Óskar 1945. Starfaði hann sem yfirlækn- ir við Heilsuverndarstöð Reykja- víkur og Farsóttahúsið en sú starf- semi varð lyflæknis- deild Borgarspítalans 1967. Lauk Óskar störfum við Borgar- spítala 1976. Óskar varði dokt- orsritgerð sína um blóðstorkuþætti við Árósaháskóla 1941. Hafa birst eftir hann vísindaritgerðir í inn- lendum og erlendum tímaritum um læknis- fræði. Óskar tók virkan þátt í félagsstörfum lækna, og beitti sér sérstaklega fyrir framhaldsmennt- un lækna og siðamálum. Var hann m.a. í ritstjórn Nordisk Medicin, formaður Læknafélags íslands var hann 1961—1965 og heiðursfélagi þess félags hin seinni ár. Eftirlifandi eiginkona er Inger, fs^dd ScKröder. Þau áttu eina dótt- ur, Guðrúnu, sem lést 1963, og synina Högna og Ásgeir. i i i : i ! a i i /

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.