Morgunblaðið - 03.03.1995, Síða 7

Morgunblaðið - 03.03.1995, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1995 7 FRETTIR Viðskiptaráðuneytið Starfsleyfi bíla- sala verða könnuð . SÝSLUMÖNNUM um allt land verð- ur á næstu dögum falið af stjórnvöld- um að kanna starfsleyfi hjá starfs- mönnum bílasala en samkvæmt nýj- um lögum um sölu á notuðum bílum bar bílasölum að sækja um starfs- leyfi að uppfylltum vissum skilyrðum til sýslumanna. Mikill misbrestur er á því að þeir hafi gert það en frestur til þess rann út síðastliðinn miðviku- dag. Finnur Sveinbjörnsson skrifstofu- stjóri í viðskiptaráðuneytinu sagði að aðlögunarfrestur sem gefinn var samkvæmt lögunum væri útrunninn. Allir sem starfa við bílasölu ættu nú að hafa til þess sérstakt starfsleyfi. „Síðasta prófið var haldið fyrir nokkrum dögum og því kannski ekki eðlilegt að ganga fram með hörku strax á fyrsta degi. Fljótlega verður þó engin ástæða til að láta þetta Foreldrafélög grunn- skóla á Akranesi * Abyrgðar- leysi að skólar séu lokaðir MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá foreldrafélögum Grunnskólans og Brekkubæjarskóla á Akranesi: „Sameiginlegur fundur stjórna foreldrafélaga grunnskólans á Akra- nesi sem haldinn var 1. mars sam- þykkti eftirfarandi ályktun: Við teljum ástandið orðið óviðun- andi og krefjumst þess að gengið verði frá kjarasamningum nú þegar. Við álítum það ábyrgðarleysi af stjórnvöldum og kennurum að láta það viðgangast að skólar séu lokaðir og að réttur barna okkar til mennt- unar sé fótum troðinn. Við skorum á deiluaðila að láta nú hendur standa fram úr ermum, Ijúka samningsgerð og aflétta því ófremdarástandi sem nú ríkir hjá börnunum okkar.“ ♦ -» -♦-♦■'♦■ afskiptalaust. Þá munu sýslumenn um allt land líklega kanna það hjá þeim bílasölum sem starfandi eru hvort þar séu menn í fyrirsvari sem hafi starfsleyfi. Ef ekki þá er lögum samkvæmt óheimilt að stunda þá starfsemi og ekkert annað blasir við en að þeim verði lokað,“ sagði Finnur. ÚTLIT er fyrir að lokað verði þeim bílasölum þar sem bílasalar hafa ekki sótt um starfsleyfi. Bruggari dæmdur HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt mann til níu mánaða fangelsisvistar fyrir bruggstarfsemi. Maðurinn hefur margsinnis verið handtekinn vegna bruggunar og sölu á landa og hefur hann áður hlotið fangelsisdóm fyrir athæfí sitt. Dóm Hæstaréttar kváðu upp hæstaréttardómararnir Markús Sig- urbjörnsson og Gunnlaugur Claessen og Gunnar M. Guðmundsson fyrrver- andi hæstaréttardómari. Sígilt FM 94,3 * Utvarps- stjóri ráðinn HJÖRTUR Hjartarson hefur verið ráðinn útvarpsstjóri hjá útvarpsstöð- inni Sígilt FM 94,3. Hjörtur er tækni- fræðingur að mennt og hefur að undanförnu starfað sem rekstr- arstjóri Bylgjunnar og fréttastofu Stöðvar 2. Sígilt FM 94,3 hóf útsendingar í tilraunaskyni í nóvember sl. Stöðin sendir út sígilda tónlist af ýmsu tagi allan sólarhringinn. Það er fyrirtækið Myndbær hf. sem á og rekur Sígilt FM. VAXIAUUIST / m HJÁ OKKUR ER MIKIÐ ÚRVAL NOTAÐRA BÍLA Á GÓÐU VERÐI OG SÉRLEGA HAGSTÆÐUM KJÖRUM. VERIÐ VELKOMIN OG LÁTIÐ SÖLUMENN OKKAR AÐSTOÐA VIÐ AÐ FINNA RÉTTA BÍLINN. • ALLT AÐ kr. 600.000 VAXTALAUST LAN TIL ALLT AÐ 2JA ARA • SAMNINGALIPRIR SÖLUMENN OKKAR VEITA ÞÉR GÓÐA ÞJÓNUSTU ÞÚ GERIfí HAGSTÆÐU BÍLAKAUPIN HJÁ OKKURI BÍLAÞINGjHEKLU N O T A Ð I R ÆBm B í L A R Bílaþing Heklu • Laugavegi 174 • Sími 569 5660 • Fax 569 5662 OPNUNARTÍMI: MÁNUDAGUR - FÖSTUDAGUR KL. 9.00-18.00, LAUGARDAGUR KL. 12.00-16.00

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.