Morgunblaðið - 03.03.1995, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 03.03.1995, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1995 13 Morgunblaðið/Sig. Jóns. SKÁTAFORINGJAR með merki hússins. Skátar á Selfossi í nýtt skátaheimili Selfossi - Skátafélagið Fossbúar fluttu nýlega í nýtt skátaheimili sem þeir vígðu á formlegan hátt 22. febrúar. Nýja skátaheimilið, sem fékk nafnið Fossbyrgi, er við Hrísholt í húsi því sem björg- unarsveitin Tryggvi hafði aðset- ur áður en hún flutti í nýtt hús- næði sem reyndar er á sömu lóð. Fram til þessa hafa skátar búið freklar þröngt og deildu nú síðast húsnæði með skólavistun. Nú er starfsemin komin í hús- næði þar sem skátarnir geta skipulagt starfsemi sína og kom- ið fyrir búnaði sem fylgir starf- inu. Við vígslu Fossbyrgis voru mættir velunnarar skátastarfs- ins, bæjarstjórn Selfoss og for- ingjar og forystumenn Fossbúa. Séra Sigurður Sigurðarson vígslubiskup rifjaði upp kynni sín af skátastarfinu á fyrstu árum þess á Selfossi og flutti blessun- arorð. Morgunblaðið/Gunnar Hallsson MAGNÚS Pálmi Örnólfsson, íþróttamaður ársins, ásamt þeim einstaklingum sem hlutu viðurkenningar fyrir góðan árangur í hinum ýmsu íþróttagreinum. Iþróttamaður ársins í Bolungarvík Bolungarvík - íþróttamaður ársins 1994 í Bolungarvík hefur verið út- nefndur og að þessu sinni hlýtur Magnús Pálmi Örnólfsson þetta sæmdarheiti fyrir góðan árangur í skákíþróttinni á síðasta ári. Magnús Pálmi vann marga sigra á sl. ári í íþrótt sinni. Hann sigraði á Vestfjarðamóti skáksambands Vestfjarða en það mót er fjórða sterkasta mót landsins að undan- skildu alþjóðlegum mótum. Á árinu sigraði Magnús nokkra af bestu skákmönnum landsins þar á meðal Sævar Bjarnason en með því tryggði hann sér þátttökurétt í landsliðs- flokki en þar er hann í flokki með okkar sterkustu skákmönnum. Með þátttöku sinni í landsliðs- flokki öðlaðist Magnús dýrmæta reynslu og komst inn á alþjóðlegan stigalista með 2.125 elo-skákstig. Þá má nefna að Magnús náði að sigra stórmeistarann Helga Ólafs- son á helgarmóti á Suðureyri í að- eins tuttugu leikjum sem er vel af sér vikið þegar við jafn sterkan mótheija er að eiga. Magnús tefldi á þriðja borði fyrir A-sveit skáksambands íslands og náði 4'A af 7 mögulegum. Einnig tefldi Magnús á öðru borði fyrir Héraðssamband Bolungarvíkur á landsmóti Ungmennafélags íslands sl. sumar. Kjöri íþróttamanns Bolungarvík- ur var lýst í hófí sem íþróttaráð efndi til nýlega en þar voru auk þess veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur í hinum ýmsu íþróttagreinum. Einnig var nokkr- um einstaklingum veitt viðurkenn- ing fyrir gott starf og stuðning við íþróttastarfsemina í bænum. Verða 18 bræður eins Borg í Eyja- og Miklaholts- hreppi - Ekkert lát virðist vera á þeirri leiðinlegu veðráttu sem staðið hefúr um langan tíma. Á öskudag var mikill skafrenningur og ef bræður hans 18 verða svona þá er það lítið gaman. í þessum veðraham sem staðið hefur yfir hefur safnast óvenjumik- ill snjór að húsum. Horfir sums staðar til vandræða hversu mikið er við sum hús. Þó eru sumir bænd- ur búnir að láta moka með jarðýtum frá húsum en það fyllir fljótlega aftur. Umferð um vegi hefur geng- ið, þó eru kaflar sem alltaf lokast þegar skefur þrátt fyrir að vegurinn sé vel uppbyggður. ÚRVERINU Þétt loðnutorfa utan við Grindavík „Aðalmálið að nótin hangi heil“ „ÞAÐ ER alveg ofboðsleg lóðning héma, þetta er einhver þéttasta torfa sem ég hef séð,“ sagði Maron Bjöms- son skipstjóri á loðnuskipinu Guð- mundi Olafí ÓF sem var að veiðum beint utan við Grinöavík síðdegis í gær. „Við vorum að byija og fengum ekkert í fyrsta kastinu því torfan var svo rosaleg. Við þessar aðstæður er nefnilega aðalmálið að nótin hangi heil. Kúnstin er því eiginlega að fá passlegt magn.“ Guðmundur Ólafur var eitt skipa að veiðum í blíðunni á þessum slóðum síðdegis í gær en Júpíter ÞH var ekki langt undan að flokka loðnu. „Nú biður maður bara um gott veður. Það er það sem mun ráða úrslitum á næstunni," sagði skipstjórinn. Maron telur _ að loðnuvertíðin sé senn á enda. „Ég held að þetta taki fljótar af en menn gmnar; hef ekki trú á að það sé mikið eftir af loðnu. Þessi loðna sem við erum að veiða núna verður sjálfsagt ekki veidd nema í viku til tíu daga í viðbót. Það er hins vegar spuming hvort við getum veitt hana þegar hún er búin að hrygna; við gerðum það í fyrra. Ann- ars eru hlutirnir fljótir að breytast þegar loðnan er annars vegar.“ Hann sagði að loðnan væri ekki hæf til frystingar lengur en Guð- mundur Ólafur hefur landað afla til frystingar í Þorlákshöfn undanfarið. „Það lítur út fyrir að frystingu sé íokið.“ Að sögn Marons þurftu loðnuskipin góða vertíð enda mun vera komið að því að endumýja marga fleytuna. „Það verður greinilega ekki hægt enda er þessi vertíð handónýt; það var ekki veidd loðna nema í rúma tvo mánuði síðasta sumar. Síðan var ekk- ert veitt fyrr en um miðjan janúar. Það þarf því að deila því sem kemur inn núna á allt tímabilið. Menn reyna náttúmlega að klóra í bakkann en útkoman verður alltaf léleg.“ Maron er ekki sáttur við hráefn- isverðið á þessari vertíð. „Verðlags- málin em ein ijúkandi rúst. Fram- koman við okkur sjómenn er alveg skelfileg; við emm búnir að fá sömu krónutölu í sex ár enda hafa kaupend- ur verðið í hendi sér. Það verður senni- lega að vekja Verðlagsráð upp frá dauðum þar sem ekki virðist vera hægt að treysta kaupendum til að verðleggja þetta hráefni rétt.“ Sighvatur Bjarnason fram- kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum og Finnbogi Jóns- son framkvæmdastjóri Síldarvinnsl- unnar í Neskaupstað sögðu nýverið í Verinu að hráefnisverð á loðnu til jrystingar væri í fullu samræmi við markaðsverð. Þessari fullyrðingu vís- ar Maron alfarið á bug og bendir á, að ákveðnir kaupendur hafí viður- kennt að hráefnisverðið hafí verið of lágt í fyrra. „Hráefnisverðið og mark- aðsverðið hafa ekki haldist í hendur núna frekar en þá.“ Hann tekur þó fram að einn og einn kaupandi eigi hrós skilið fyrir sanngimi. „Þeir em hins vegar alltof fáir.“ Ríflega 192.000 tonn af loðnu em komin á land á vetrarvertið 1995. Þar af hefur 191.793,214 tonnum verið landað úr íslenskum skipum. Heildar- veiði á loðnuvertíðinni 1994-95 er því orðin 402.761,214 tonn en loðnukvót- inn, sem ekki er endanlegur, er 691.503 tonn. Eftirstöðvar loðnukvót- ans á vertíðinni em þvi 288.741,786 tonn. Eins og fram hefur komið í Verinu lét rannsóknaskipið Árni Friðriksson úr höfn fyrir réttri viku í því skyni að kanna loðnugöngur að vestan. Að sögn Jakobs Jakobssonar forstjóra Hafrannsóknastofnunar bar leiðang- urinn lítinn árangur en skipveijar létu staðar numið síðastliðið miðvikudags- kvöld. „Það var vonskuveður nær all- an tímann og þeir urðu ekki varir við neina vestangöngu. Niðurstaðan er hins vegar ekki afgerandi vegna veðr- áttunnar." Jakob gerir ekki ráð fyrir frekari rannsóknaleiðangmm á þessari ver- tíð. Hann lætur þess þó getið að áhafnimar á togumnum fimm sem taka þátt í togararalli Hafrannsókn- arstofnunar muni hafa augun hjá sér. Rallið hófst í gær. „Það verður farið yfir þau svæði sem vestangang- an er líkleg til að vera á og að sjálf- sögðu verður fylgst með því hvort mikið sé af loðnu á svæðinu." Stofnlánadeild landbúnaðarins Skuldabréfaútboð 1. flokkur 1995 Útgáfudagur, útboðstími og nafnverð skuldabréfa Útgáfudagur og fyrsti söludagur skuldabréfanna er 3. mars 1995. Útboðstími ertil 3. júlí 1995. Heildarverðmæti útboðsins er 300 milljónir króna að nafnvirði. Lánstími og einingar Skuldabréfin eru til 15 ára. Bréfin eru gefin út í 1,5 og 10 milljón króna einingum. Gjalddagar, vextir, ávöxtunarkrafa og sölugengi. Gjalddagar bréfanna eru 1. maí ár hvert, fyrst árið 1996. Af skuldabréfunum reiknast 5,00% vextir. Bréfin eru bundin lánskjaravísitölu með grunnvísitölu í mars, sem er 3402 stig. Ávöxtunarkrafa á útgáfudegi þann 3. mars 1995 er 5,95% og sölugengi 0,9428371. Fjárhagslegur styrkleiki í árslok 1994 var eigið fé Stofnlánadeildar rúmlega 1,9 milljarður króna og eiginfjárhlutfall um 22%. Útboðsgögn, söluaðili og umsjón með útboði Útboðslýsing og önnur gögn um útboðið og Stofnlánadeild landbúnaðarins liggja frammi hjá Kaupþingi hf. sem hefur umsjón með útboðinu. Sala bréfanna fer fram hjá Kaupþingi hf. Kaupþingi Norðurlands hf. og hjá Búnaðarbanka íslands. Kaupþing hf. löggilt veröbréfafyrirtœki Krínglunni 5 Sími: 689080

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.