Morgunblaðið - 03.03.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1995 15
VIÐSKIPTI
Hagnaður Sæplasts
10 milljónir króna
Útflutning-
urjókst um
20%milliára
HAGNAÐUR af rekstri Sæplasts
hf. var 10,1 milljón króna á árinu
1994. Rekstrartekjur voru 361
milljón og hagnaðurinn því 2,8%
af rekstrartekjum. Árið 1993 skil-
aði rekstur Sæplasts 12,2 milljóna
hagnaði eða sem svaraði 3,9% af
307,8 milljóna rekstrartekjum.
Rekstrartekjur jukust milli ára um
17%.
Rekstrargjöld Sæplasts án fjár-
magnsgjalda námu 332,1 milljón
samanborið við 272,4 milljónir árið
1993. Hækkunin milli ára nemur
22%. „Framleiðslukostnaðurinn
hækkaði um tæp 33% á milli ára
og er nú um 55% af veltu,“ sagði
Kristján Aðalsteinsson, fram-
kvæmdastjóri Sæplasts í samtali
við Morgunblaðið. Hann sagði enn-
fremur að þessa miklu hækkun
mætti fyrst og fremst rekja til
hækkunar á hráefni síðari hluta
síðasta árs. Sölukostnaður hefði
hins vegar lækkað sem hlutfall af
veltu, úr 31,1% í 29,3%.
Samkvæmt ársreikningi var
gjaldfært framlag Sæplasts á af-
skriftarreikning 8,4 milljónir á síð-
asta ári og lækkaði lítillega milli
ára. Fjármagnsgjöld voru óveruleg
í fyrra eða um 54 þúsund saman-
borið við 7,4 milljónir árið áður.
Hagnaður af reglulegri starf-
semi Sæplasts var 28,8 milljónir
króna á síðasta ári en tæpar 28
milljónir árið áður. „Við færðum
niður 16,6 milljónir til að mæta
eftirstöðum tæknisamnings við
Tækniplast hf. upp á um 12 millj-
ónir og tjónabótum í kjölfar sölu
fasteignar upp á tæpar fimm millj-
ónir,“ sagði Kristján. „Það hefur
verið málarekstur í gangi vegna
tæknisamningsins undanfarin ár
og í desember síðastliðnum féll
dómur í málinu í héraðsdómi og
hefur stjórn félagsins áfrýjað hon-
um til hæstaréttar.“
Eigið fé 255,9 milljónir
króna í árslok
Heildareignir Sæplasts voru í
árslok 1994 bók’færðar á 397,4
milljónir en skuldir námu 141,6
milljónum. Eigið fé Sæplasts var
Þró unarfélagið
vill sameinast
Draupnissjóðnum
ÞRÓUNARFÉLAG íslands hf. hefur
gert tilboð um kaup á stærstum hluta
hlutabréfa Iðnþróunarsjóðs og Iðn-
lánasjóðs í fjárfestingarfyrirtækinu
Draupnissjóðnum hf. með það að
markmiði að sameina félögin. Þetta
kom fram í ræðu Ragnars Ónundar-
sonar, stjórnarformanns' Draupnis-
sjóðsins, á aðalfundi félagsins í gær.
Vegna óvissu í þessu máli var fundin-
um frestað þegar kom að kjöri stjórn-
ar.
Iðnþróunarsjóður á samtals 54%
hlut í Draupnissjóðnum, Iðnlánasjóð-
ur 20%, Lífeyrissjóður verslunar-
manna 7%, Sameinaði lífeyrissjóður-
inn 4% og Lífeyrissjóður Austurlands
4%. Árið 1994 var sjöunda starfsár
félagsins sem hefur það að markmiði
að fjárfesta í hlutabréfum óskráðra
fyrirtækja og stunda viðskipti með
hlutabréf skráðra félaga. Ragnar
greindi frá því í ræðu sinni í gær
að félagið hefði verið kaupandi eða
seljandi í um 8% þeirra viðskipta sem
skráð voru í helstu félögum á Verð-
bréfaþingi Islands og Opna tilboðs-
markaðnum á árinu 1994.
Hagnaður Draupnissjóðsins á sl.
ári nam alls 47,3 milljónum saman-
borið við 4 milljóna hagnað árið áður.
Þessi umskipti í afkomunni skýrast
að miklu leyti af hækkun á markaðs-
virði hlutabréfaeignar félagsins á
árinu eftir lækkun á árinu áður. Á
árinu voru keypt hlutabréf fyrir 70,7
milljónir og seld bréf fyrir 118,3
milljónir. Fjöldi viðskipta var 114 eða
um 4,5% skráðra viðskipta í félögum
öðrum en hlutabréfasjóðum.
Heildareignir félagsins í árslok
námu alls 778 milljónum en þar af
námu hlutabréf 389,6 milljónum,
skuldabréf 200,4 milljónum og
skammtímabréf 177,2 milljónum.
Félagið átti bréf í 22 félögum í árs-
lok 1994 og er stærsta einstaka fjár-
festing 26% hlutur í Nýheija að flár-
hæð 65 milljónir. Eigið fé í árslok
nam 726,8 milljónum.
Dræm viðbrögð
Stjórn félagsins tók ákvörðun um
það á haustmánuðum að kanna
markað fyrir hlutabréf félagsins með
því að bjóða til sölu eigin hlutabréf
þess að nafnvirði 32,5 milljónir. Var
leitað til lífeyrissjóða, bæði núver-
andi hluthafa og nýrra auk trygg-
ingafélaga og þeim boðið að kaupa
hlutabréf á genginu 1,39. Markmiðið
var m.a. að fjölga hluthöfum nægi-
lega til að unnt yrði að skrá félagið
á Opna tilboðsmarkaðnum, en til
þess þarf a.m.k. 25 hluthafa. Frarri
kom hjá Ragnari að viðbrögð fjár-
festa hefðu verið misjöfn og óneitan-
lega valdið vonbrigðum. Undirtektir
voru þó nægar til að unnt hefði ver-
ið að skrá félagið á Opna tilboðs-
markaðnum. Áður en endanleg við-
brögð lágu fyrir gerðist það hins
vegar að Þróunarfélag Islands gerði
Iðnþróunarsjóði og Iðnlánasjóði til-
boð um kaup á stærstum hluta hluta-
bréfa þeirra í Draupnissjóðnum með
það að markmiði að sameina félögin.
„í ljósi þessa tilboðs ákvað stjórn
Draupnissjóðsins að setja sölu eigin
hlutabréfa í biðstöðu um sinn þar til
ljóst yrði hvort Þróunarfélagið keypti
umrædd bréf. Á hinn bóginn getur
einnig komið til þess að Draupnis-
sjóðurinn starfi áfram um sinn með
óbreyttu sniði enda hafa stjórnvöld
markað stefnu um áframhaldandi
starf Iðnþróunarsjóðs á næstu miss-
eruin," sagði Ragnar.
Á aðalfundinum vár samþykkt að
greiða 7% arð af nafnverði hlutafjár
og jafngildir það 5% arði af eigin fé
félagsins.
Fjarskipti
NTTí
Japan í
bandalag
AT&T
Tokyo. Reuter.
STÆRSTA fjarskiptafyrirtæki
Japans, Nippon Telegraph and
Telephone (NTT), hefur ákveðið
að ganga í alþjóðlegt fjarskipta-
bandalag undir forystu AT & T í
Bandaríkjunum og tryggir því þar
með yfírburði í samkeppni við önn-
ur bandalög, sem komið var á fót
1993.
NTT tilkynnti að í apríl mundi
fyrirtækið ganga í World Partn-
ers, samtök 10 stórra fjarskipta-
fyrirtækja, þar á meðal Kokusai
Denshin Denwa í Japan, Singap-
ore Telecom og Telstra í Ástralíu
auk AT&T.
Leitað eftir samvinnu
Concert, sameignarfyrirtæki
British Telecom og MCI Com-
munications í Bandaríkjunum,
mun einnig hafa leitað eftir sam-
vinnu við NTT. Talsmaður NTT
segir að aðild að Partners komi
ekki í veg fyrir samkomulag við
BT og önnur samtök.
Að þriðja alþjóðlega fjarskipta-
bandalaginu standa Deutsche
Telecom, France Telecom og
Spring, sem er þriðja stærsta
langlínusímstöð Bandaríkjanna og
hefur engin formleg tengsl við
stöðvar í Asíu.
ÚTFLUTNINGSVERÐMÆTI á trollkúlum jókst um tæplega
40% l\já Sæplasti á sl. ári. Á myndinni er Kristján Aðalsteins-
son, framkvæmdastjóri fyrirtækisins.
255,9 miljónir í árslok og eiginfjár-
hlutfall 64% samanborið við 66%
árið á undan. Arðsemi eigin fjár
1994 var 4,2% en 5,2% árið 1993.
Sala Sæplasts á innanlands-
markaði var 184,3 milljónir á síð-
asta ári eða 51,3% af heildarsölu.
Salan skiptist þannig að sala á
fiskkeijum innanlands var 29,5%
af heildarsölu, sala á fiskkerjum
erlendis 40,5%, trollkúlur innan-
lands 11,0%, trollkúlur erlendis
8,2% og rotþrær, tankar og plast-
rör 10,8%.
40% aukning á
útflutningi trollkúla
Útflutningur Sæplasts jókst um
20,4% á síðasta ári. Þar vegur
þyngst veruleg aukning á sölu
trollkúlna, en útflutningsverðmæti
þeirra jókst um tæplega 40%. Út-
flutningsverðmæti fiskkerja jókst
um tæplega 15% á milli ára. Sam-
tals voru flutt út ker og trollkúlur
til 30 landa á síðasta ári.
Sala innanlands jókst um 13,6%
milli ára og vegur þar nokkuð sala
á plaströrum sem félagið hóf að
framleiða á árinu. Sala á fiskkerj-
um var svipuð og árið á undan en
sala á trollkúlum dróst nokkuð
saman en sala á trollkúlum innan-
lands dróst hins vegar saman á
árinu.
„Við gerum ráð fyrir um 15%
veltuaukningu á þessu ári,“ sagði
Kristján og ennfremur að framtíð-
aráform fyrirtækisins miðuðu að
því að hagnaður yrði 10-15% af
veltu.
Full búð af nýjum vörum.
Jokkar óður 9.990
Peysur ódur 5.490
Uyrtur óður 3.590,-
nú 900,-
tiWíoMcprófor i2990
8uxur óður 4.790
Jakkar óður 12.990,
Pils ó5ur 3.790,
Buxur áður 4.690,
Peysur áður 5.990,
Kjólar áður 6.490,
Kápur áður 14.990,
Bolir áður 3.990,
Skór áður 5.900,