Morgunblaðið - 03.03.1995, Qupperneq 22
22 FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Nemendaópera Söngskólans heimsækir Borgarfjörð
Operusýning í Logalandi
NEMENDUR óperudeildar Söng-
skólans í Reykjavík sýndu í janúar
sl. óperu franska tónskáldsins
Maurice Ravel (1875-1937), við
texta Colette „L’Enfant et les sarti-
léges“, sem í íslenskri þýðingu Guð-
mundar Jónssonar óperusöngvara
hlaut nafnið Töfraheimur prakkar-
ans. Nemendasýning Söngskólans
var í Islensku óperunni 10. janúar
sl., en óperan var frumflutt í Monte
Carlo 21. mars 1925, fyrir réttum
70 árum.
í kynningu segir: „Eins og nafnið
bendir til er þetta bamasaga, sem
höfðar þó engu síður til fullorðinna,
og ijallar um dreng, sem er óþekkur
við móður sína, vill ekki læra, brýtur
allt og bramlar í kringum sig, leik-
föngin, húsgögnin og skólabækurnar
jafnt sem dýrin og trén úti í náttúr-
unni. Umhverfið lifnar allt í einu við
og gerir uppreisn gegn prakkaran-
um. Hann flýr út í garð en trén og
dýrin taka honum illa. Viðhorf dýr-
anna breytist er hann gerir að sári
á loppu íkoma sem hafði slasast í
öllum látunum. En drengurinn slas-
aðist einnig og dýrin sameinast í að
hjálpa honum og kalla öll á mömmu
til hjálpar. Drengurinn breiðir faðm-
inn mót henni sem dýrin kölluðu til
— „mamma“ og allir eru sáttir.“
18 nemendur syngja og leika hlut-
verkin sem eru 22. Æfingastjóri er
Iwona Jagla, píanóleikari, sem jafn-
framt annast undirleik í sýningunni,
leikstjóri Halldór E. Laxness og
stjómandi tónlistar Garðar Cortes.
Sýningin er á vegum Tónlistarskóla
Borgarfjarðar og verður í Logalandi,
Reykholtsdal, sunnudaginn 5. márs
kl. 16. Nemendur Tónlistarskólans
fá frían aðgang, en verð fyrir full-
orðna er kr. 1.000.
Hewlett-Packard 1200C er
iRtaprentari
anaðarins
átilboði íTæknivali
Hraðvirkur litaprentari Tilboð á HP DeskJet 1200C kr.
með hágæða útprentun
Fjölmargir möguleikar.
Kynntu þér málið
núna í Tæknivali. stgr. m. vsk.
Verið velkomin. Opið á laugardögum frá kl. 10.00 til 14.00.
134.900
SS Tæknival
Skeifunni 17 - Sími 568-1665 - Fax 568-0664
M; . .JQ' V 1
jfaÉBOf* | j§l & ^ j
ÍÍSlllii li.. .JJ/ j
£m '+ 'ú f m
Lj óðatónleikar
Gerðubergs
MENNINGARMIÐSTÖÐIN
Gerðuberg stendur fyrir frumflutn-
ingi á einsöngslögum eftir íslensk
tónskáld í Fella- og Hólakirkju
laugardaginn 4. mars kl. 17. Ein-
söngslögin voru sérstaklega samin
í tilefni af lýðveldishátíðardagskrá
Gerðubergs, íslenska einsöngslag-
inuj sem fram fór sl. haust.
A tónleikunum frumflytja Ing-
veldur Ýr Jónsdóttir, messósópran,
Rannveig Fríða Bragadóttir,
messósópran, Signý Sæmundsdótt-
ir, sópran, Sverrir Guðjónsson,
kontratenór og Jónas Ingimundar-
son, píanóleikari, ný einsöngslög
eftir tónskáldin Atla Heimi Sveins-
son, Fj'ölni Stefánsson, Gunnar
Reyni Sveinsson, Hildigunni Rún-
arsdóttur, Hjálmar H. Ragnarsson,
John A. Speight, Jón Ásgeirsson,
Jón Hlöðver Askelsson, Jón Þórar-
insson, Jónas Tómasson, Oliver
Kentish, Pál P. Pálsson, Tryggva
Baldvinsson og Þorkel Sigurbjörns-
son.
Lögin eru samin við ljóð eftir
Else Laske Schúler (þýð. Hannes
Pétursson), Geirlaug Magnússon,
Gyrði Elíasson, Halldór Laxness,
Hannes Pétursson, Jón frá Pálm-
holti, Kristínu Ómarsdóttur,
Magneu Matthíasdóttur, Ólaf Hauk
Símonarson, Stofán Hörð Gríms-
son, Steingerði Guðmundsdóttur,
Sveinbjörn Beinteinsson, Vilborgu
Dagbjartsdóttur, Þorstein frá
Hamri, Þóru Jónsdóttur og Þuríði
Guðmundsdóttur.
Hluti af lögunum sem frumflutt
verða á laugardaginn er þannig til
kominn að tónskáld sem viðstödd
voru ppnun yfirlitssýningar um tón-
skáld og flytjendur íslenskra ein-
söngslaga 2. október sl. drógu sér
texta til að semja við lög úr ljóða-
potti sem Jónas Ingimundarson,
píanóleikari og Trausti Jónsson,
veðurfræðingur, settu saman.
En auk laga sem samin voru af
þessu tilefni verður frumfluttur
lagaflokkur eftir Pál P. Pálsson, lög
eftir tónskáldin Atla Heimi Sveins-
son og Gunnar Reyni Sveinsson.
Eftirlits- og öryggiskerfi,
úti og inni, fyrir allar aðstæður,
í lit eða svart/hvítu
ELBEX kerfin eru frá stærsta framleióanda í japan og
gefa möguleika á nær óendanlegum stækkunarmögu-
leikum. Leitið upplýsinga hjá tæknimönnum okkar.
Einar Farestveit & Co. hf.
Borgartúni 28 "S 622901 og 622900
LÁTIÐ SKYNSEMINA RÁÐA
HIGH DESERT
BLÓMAFRIÓKORN
Ný sending afferskum, lífrœnum blóma-
frjókornum frá ARIZONA.
HIGH DESERT blómafrjókorn frá ARIZONA eru
lífræn og fullnægja allri vítamín/steinefna
og annarri bætiefnaþörf líkamans.
ATH: 500 mg. dagskammtur af HIGH DESERT
blómafrjókornum kostar kr. 3.60 (þrjár krónur
og sextíu aurar).
Útsölustaðir:
Qrœni vaaninn 2. hæð, Borgrkringlunni. símar 566 8593 og
985 42117; Blómaval. Siatúni 40, Reykjavík; Kjöt & fiskur,
Mjódd, Reykjavík; Kornmarkaburinn. Laugavegi 27, Reykjavík;
Kaupfélaa Árnesinaa. Selfossi; Heilsuhornib. Akureyri; Studio Dan.
ísafirði; Eyjakaup. Vestmannaeyjum; Hollt & aott, Blönduósi.
MÍR
Heimildar-
kvikmynd
um Spánar-
styrjöldina
HEIMILDARKVIKMYNDIN
„Grenada, Grenada" verður sýnd í
bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, á sunnu-
dag kl. 16.
Kvikmynd þessi um borgarastríðið
á Spáni 1936-1939 var gerð 1967
undir stjórn sovéska kvikmynda-
gerðarmannsins Romans Karmen,
en meðhöfundur var Konstantín
Simonov, stríðsfréttaritari og rithöf-
undur.
Kvikmyndin er hin fyrsta af
nokkrum heimildarmyndum sem
sýndar verða í marsmánuði í bíósal
MÍR, myndum sem allar fjalla um
síðari heimsstyijöldina, aðdraganda
hennar og endalok og er tilefni sýn-
inganna það að í vor er liðin hálf
öld frá uppgjöf Þjóðveija fyrir herj-
um bandamanna í Evrópu.
í apríl og maí verða svo sýndar
leiknar kvikmyndir, sem sækja efni
sitt til styrjaldaráranna. Aðgangur
að kvikmyndasýningum MÍR á
sunnudögum er ókeypis.
------♦ ♦ ♦----
Y eflistarsýning
í Kirkjuhvoli
AUÐUR Vésteinsdóttir veflistar-
kona opnar sýningu í Listasetrinu
Kirkjuhvoli á Akranesi, laugardag-
inn 4. mars næstkomandi. Sýningin
stendur til 19. mars.
>
I
>
I
>
i
I
!
>
i
>
!
I
í
I
>
>
t
S