Morgunblaðið - 03.03.1995, Síða 24
24 FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Alvarlegiir
niðurskurður
Reksturskostnaöur 1991 - 1994
Kristín Á.
Ólafsdóttir
SAMEIGINLEGUR rekstrarkostnaður Borgarspítalans og Land-
kots 1991-1994. Verðlag 1994.
Framlög tll stofnkostnaðar
FRAMLÖG til stofnkostnaðar og eðlilegrar enduriiýjunar á Borg-
arspitala og Landkoti 1992-1994. Verðlag hvers árs.
SJÚKRAHÚSIN í
Reykjavík eru í vanda
stödd vegna fjár-
skorts. í fjárlögum
fyrir yfirstandandi ár
vantar meira en hálf-
an milljarð króna til
þess að Landspítalinn,
Borgarspítalinn og
Landakot hafi fjár-
veitingar fyrir sömu
starfsemi og í fyrra.
Sameiginlega ættu
Borgarspítalinn og
Landakot, út frá íjár-
lögum, að draga sam-
an seglin og/eða auka
sértekjur fyrir meira
en 300 milljónir króna. Samning-
ur, sem gerður var í nóvember
sl, ver þó spítalana þannig að
spamaðarkrafan hljóðar „aðeins“
upp á 180 milljónirkróna á þessu
ári.
180 milljón króna niðurskurður
er sár og afdrifaríkur, ekki síst
vegna þess að hart hefur verið
gengið að spítulunum undanfarið.
Ljóst er að viðbótarspamaður
næst ekki nema með niðurskurði
á þjónustu við sjúklinga og fækk-
un starfsfólks.
Fyrri áfangi niðurskurðar
í febrúarlok tók bráðabirgða-
stjóm Sjúkrahúss Reykjavíkur
(Borgarspítalinn og Landakot)
ákvarðanir sem eiga að spara 125
milljónir króna á árinu. Áður höfð-
um við, stjómarformenn spítal-
anna tveggja, gert skriflega grein
fyrir þeim alvarlegu afleiðingum
sem við teljum aðgerðimar hafa.
Við óskuðum eftir því að fjármála-
ráðherra og heilbrigðisráðherra
mætu í því ljósi hvort ekki væri
rétt að slaka á spamaðarkröfunni.
Neikvæð svör komu frá fulltrúum
ráðherranna, sem sitja ásamt okk-
ur og fulltrúa Reykjavíkurborgar
í bráðabirgðastjórninni. Fyrir lok
marsmánaðar er stjórnendum spít-
alanna ætlað að
ákveða hvemig spara
megi 55 milljónir til
viðbótar þeim sem
fóm undir hnífinn um
mánaðamótin.
Þegar ákveðnar að-
gerðir koma niður á
flestum sviðum starf-
seminnar. Þrengt
verður að möguleikum
endurhæfingadeilda
með því að flytja
þangað langlegusjúkl-
inga og losa þannig
húsnæði og rekstr-
arfé. Starfsfólki verð-
ur fækkað. Sá sam-
dráttur mun bitna á hjúkran og
lækningum sem og almennum
rekstri og viðhaldi. Færra starfs-
fólk verður til þess að sinna sjúk-
um, m.a. bráðveiku fólki.
Þjónustan ófullnægjandi
Langflestir sjúklingar Borgar-
spítalans era svokallaðir bráða-
sjúklingar, þ.e.a.s þeir koma þegar
spítalinn hefur bráðavaktir, hálft
árið á móti Landspítalanum, eða
vegna slysa. Það er því ekki á
valdi spítalans að stjórna fjölda
sjúklinga. En því færra sem starfs-
fólkið verður eykst álagið, og þeim
mun meira sem fleiri sjúklingar
af bráðavöktum eða slysadeild eru
lagðir inn. í greinargerð frá fag-
legum stjórnendum spítalans nú í
febrúar segir m.a.: „Eftirspurn og
raunveraleg þörf fyrir þjónustu
spítalans hefur jafnan verið meiri
en hægt hefur verið að sinna. Að
undanfömu hefur enn meira borið
á því en áður og era lengri biðlist-
ar órækasta vitnið um það svo og
allmörg tilvik, sem upp hafa kom-
ið og verið kærð og rekja má að
veralegu leyti til aukins umsetn-
ingarhraða og óhjákvæmilegrar
viðleitni starfsmanna til að komast
hjá innlögnum sjúklinga."
Verði spamaðarkröfunni upp á
Heilbrigðisþjónustan í
Reykjavík er, að mati
Kristínar Á. Ólafs-
dóttur, sett í verulega
hættu með of miklum
niðurskurði.
180 milljónir króna haldið til
streitu verður ekki hjá því komist
að loka deildum umfram hefð-
bundnar sumarlokanir. Hætt er
við að það bitni á þjónustu spítal-
anna við geðsjúka og aldraða.
Bráðlæti fjárveitingarvaldsins
Til marks um aðhaldið undan-
farið era tölur yfir rekstrarkostnað
Borgarspítalans og Landakots síð-
ustu fjögur ár. Árið 1991 voru
lögð drög að sameiningu spítal-
anna í eitt sjúkrahús. Svo virðist
sem fjárveitingarvaldið hafi í bráð-
læti sínu eftir sparnaði af væntan-
legri sameiningu tapað bæði raun-
sæi og sanngirni. Þó er skýrt tek-
ið fram í áliti nefndar undir for-
mennsku ráðuneytisstjóra heil-
brigðis- og tryggingamálaráðu-
neytisins í árslok 1991, að til þess
að ná hagræðingu og sparnaði
með sameiningu spítalanna
tveggja, þurfi veralegar fjárfest-
ingar vegna lúkningar ófullgerðra
bygginga á Borgarspítala, breyt-
inga og nýbygginga, auk þess sem
gera þurfi minni háttar breytingar
á Landakoti. „Nefndin telur að
verði þessar breytingar að mestu
leyti framkvæmdar á áranum
1992 og 1993 muni sparnaður
koma fram í rekstri nýs spítala á
árinu 1994 m.v. rekstrarkostnað
þessara tveggja spítala eins og
hann er nú. A árunum 1992 og
1993 þurfa spítalarnir hlutfalls-
lega sama rekstrarfé og í ár þótt
af sameiningu verði og fjárfesting-
arfé 300-500 m.kr. á hvoru ári“
(leturbreyting mín).
Engin sameining varð 1992.
Það ár hófust þó verulegir verk-
efnaflutningar frá Landakoti á
Borgarspítala og samvinna spítal-
anna á ýmsum sviðum. En ekki
fengu spítalarnir næstu árin „hlut-
fallslega sama rekstrarfé" og á
árinu 1991 og ekkert í líkingu við
það fjárfestingafé sem nefndin
taldi nauðsynlegt. Sameiginlegur
rekstrarkostnaður spítalanna
tveggja lækkaði um 27 milljónir
milli áranna 1991 og 1992f Svipað
gerðist árin 1993 og 1994, þannig
að sparnaðurinn síðustu 3 árin,
iniðað við rekstrarkostnað spítal-
anna árið 1991 nam rúmum 700
milljónum króna (mynd 1). Um
síðustu áramót vora stöðugildi
spítalanna 171 færri en í árslok
1991, hafði fækkað um nær 10%
á tímabilinu.
Viðurkennt var að fjárfesta
þyrfti fyrir 600-1000 milljónir áð-
ur en hægt væri að reikna með
hagræðingu af sameiningunni.
Raunin varð sú, að spítalarnir
fengu 278 milljónir króna til stofn-
kostnaðar og eðlilegrar endurnýj-
unar á árunum 1992-1994. (Mynd
2.) Fjárveitingarvaldið heimtar
hagræðingu og sparnað en leggur
ekki sjálft það af mörkum sem til
þarf.
Samkomulag og endurmat
Þegar ný stjórn tók við Borgar-
spítalanum í júní sl. var óbættur
124 milljóna króna halli af rekstri
spítalans 1993 og stefndi í rúma
300 milljóna króna fjárvöntun
1994. Eftir strangar viðræður við
Aðför Fínpússningar að
Vikri hf. og Reykjavíkurborg
VEGNA blaðagreinar Baldurs
Hannessonar framkvæmdarstjóra
Fínpússningar sé ég mig knúna til
þess að svara fullyrðingum hans
varðandi starfsemi Vikurs hf. og
mun ég gera það lið fyrir lið.
Fullyrðingar:
1) Styrkur Reykjavíkurborgar
var ókeypis húsnæði og aðgangur
að vélbúnaði.
Stofnsamningur Vikurs hf. er
dags. 4. mars 1993 og var þá haf-
in leit að hentugu húsnæði fyrir
reksturinn. Verksmiðjan á Köll-
unarklettsv. 5 varð þá fyrir valinu
þar sem leigusamningur Faxamjöls
var að renna út. Gengið var til
samninga við Markús Örn þ.v.
borgarstjóra og vel tekið í málaleit-
an okkar. Að vísu fylgdi sá bögull
skammrifi að rífa átti verksmiðjuna
og því urðu allar endurbætur sem
gera þurfti á húsnæðinu að vera á
kostnað Vikurs. Einnig var um það
samið að Vikur sæi um að rífa nið-
ur ónothæfan búnað og hreinsun á
verksmiðjunni væri á kostnað fyrir-
tækisins. Faxamjöl hf. þurfti svig-
rúm til þess að fjarlægja þann bún-
að sem verðmæti vora í og varð
sá tími sem það tók
talsvert lengri en gert
var ráð fyrir í upphafi,
endanleg afhending á
öllu húsnæðinu fór
fram í okt. sl. Tíminn
sem fór í að gera verk-
smiðjuna tilbúna til
þess að hefja þá þróun-
arvinnu sem unnin er
hér varð tíu mánuðum
lengri en gert var ráð
fyrir í áætlunum Vik-
urs. Viðgerðar- og
hreinsunarkostnaður á
húsnæðinu fór einnig
langt umfram áætlanir
fyrirtækisins og er
kostnaðurinn u.þ.b. 16
millj. kr. Reykjavíkurborg á hús-
næðið, ekki vélbúnaðinn, og var
hluti þess vélbúnaðar sem notaður
er í verksmiðjunni keyptur af Faxa-
mjöli hf., og var kaupverðið 6 millj.
kr. Annar vélbúnaður hefur verið
kostaður af fyrirtækinu og að
mestu smíðaður af starfsmönnum
Vikurs.
2) Ógerningur að selja þurrk-
aðan vikur.
Eins og fram kom í fyrsta lið
þá er ekki langur tími
síðan hafinn var fram-
leiðsla og þróunar-
vinna á fullunum vikri
í verksmiðjunni og sá
tími sem það tekur að
markaðsetja og þróa
nýja vöt-u talsvert
lengri en nokkrir mán-
uðir eins og þeir vita
sem það hafa gert.
Vikur hf. framleiðir í
dag fjóra vöruflokka,
þrír þeirra eru nú þeg-
ar á innanlandsmark-
aði, þ.e. Kattasandur,
Hálkubani og Heklu-
vikur, og fjórða vöra-
tegundin fer á almenn-
an markað eftir hálfan mánuð en
það er Olíugleypir. Allar þessar
vörar hafa verið prófaðar af inn-
lendum og erlendum aðilum og
ekki settar á markað fyrr en gæð-
in hafa verið sönnuð. í sambandi
við markaðsetningu erlendis þá er
um nokkra vöruflokka að ræða og
prófun er í fullum gangi hjá sam-
starfsaðilum Vikurs ytra, þessar
prófanir era mjög dýrar og alfarið
kostaðar af erlendu fyrirtækjunum.
Vikur hf. stendur fyrir
nýsköpunarverkefni,
segir Ástdís Kristjáns-
dóttir, sem í grein þess-
ari svarar gagnrýni á
fyrirtækið.
Bráðabirgðaniðurstöður úr þessum
prófunum liggja fyrir og má búast
við sölu erlendis á framleiðslu Vik-
urs á næstu mánuðum.
3) Sneri sér að sandblásturs-
sandi.
Sölutölur Vikurs á síðasta ári
fyrir sandblásturssand er innan við
hálf milljón kr. og í raun ekkert
unnið í markaðsstarfí fyrir þessa
vöra.
4) Ekkert greitt í húsaleigu.
Greidd húsaleiga á þessu ári
nemur u.þ.b. sex hundruð þúsund-
um kr. en rétt er að skuldin er
umtalsverð, hins vegar hefur fyrir-
tækið notið biðlundar Reykjavík-
urborgar og þá hefur væntalega
Ástdís
Kristjánsdóttir
verið tekið tillit til kostnaðar Vik-
urs við húsnæðið, sbr. lið 1.
5) Vikur hf. hefur lagt undir sig
markaðinn á sandblásturssandi.
Sjá sölutölur, lið 3.
6) Lág leiga.
Greinahöfundur getur ekki tekið
undir þá fullyrðingu að leiguupp-
hæðin sé lág og ef tekið er tillit
til viðgerðarkostnaðar Vikurs hf.
þá er hún mjög há. Rífa átti hús-
næðið eins og áður hefur komið
fram og það hlýtur að teljast hagur
borgarinnar að fá greitt .fyrir það
og sér í lagi þar sem allar endur-
bætur era kostaðar af leigjanda.
Vikur hf. stendur fyrir nýsköpunar-
verkefni í sambandi við fullunninn
vikur og gengur það vel að mínu
mati, hins vegar er því ekki að
neita að þungur róður hefur verið
hjá fyrirtækinu í sambandi við fjár-
mögnun til þróunar- og markaðs-
vinnu.
Stefna Vikurs hf. er að þróa
fullunna vöru úr vikri og segja má
að möguleikarnir í vöruþróun
byggðri á þessari auðlind okkar
íslendinga séu óþrjótandi. Hins
vegar er kostnaðurinn við vöruþró-
un og markaðsstarf mjög mikill og
óneitanlega getur það tafið fram-
gang mála þegar fjármagn er af
skornum skammti.
Áætlaður starfsmannafjöldi
verksmiðjunnar í fullum rekstri er
30-40 og hafa starfsmenn verið
5-18 til þessa dags.
Höfundur er frnmk væmdnrstjóri
Vikurs hf.