Morgunblaðið - 03.03.1995, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 03.03.1995, Qupperneq 26
26 FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. NORRÆNAR BÓKMENNTIR Á GEISLADISK ÞAÐ ER SJÁLFSAGT og eðlilegt, að íslendingar verði þátttakendur í því samnorræna verkefni sem ýtt hefur verið úr vör, á sviði margmiðlunar, undir heitinu Nord- ROM. Verkefnið er í því fólgið að setja kennsluefni í norræn- um bókmenntum á margmiðlunargeisladisk. Raunar sætir það furðu, að íslendingar séu eina Norður- landaþjóðin, sem ekki hefur staðfest með formlegum hætti þátttöku sína í þessu samnorræna verkefni. Þrátt fyrir það, hefur verið settur á laggirnar vinnuhópur um fram- gang verksins hér á landi og fulltrúar íslands hafa tekið þátt í undirbúningsfundum. Samtök móðurmálskennara hafa umsjón með starfinu í hverju landi og hafa samtök móðurmálskennara á íslandi yfirumsjón með starfi íslenska vinnuhópsins. Stefnt er að því að koma á margmiðlunardiskinn bókmenntasögu Norð- urlandanna frá upphafi, fram til síðustu aldamóta, eða til þess tíma sem höfundarréttur tekur gildi. Meðal þess efnis sem ætlunin er að verði á disknum, eru sýnishorn bókmenntatexta, myndlistar, tísku, tónlistar og byggingarsögu tímabilsins. Ráðgert er að um 300 þúsund síður af texta, eða um tvö þúsund bækur, rúmist á diskn- um, sem sýnir hversu stórt þetta verkefni er. Þuríður Jóhannsdóttir, íslenskukennari og fulltrúi í ís- lenska vinnuhópnum, greindi frá því í samtali við Morgun- blaðið í gær, að möguleikar margmiðlunar í þessu verk- efni, yrðu nýttir með upplestri, tónlist, myndum og jafnvel hreyfimyndum í tengslum við efnið. Ljóst er að slík marg- miðlun getur nýst á margvíslegan hátt, til tengingar í kennslu, t.d. milli myndlistar, tónlistar og bókmennta. Þetta verkefni er þarft framtak og aðild íslendinga að því er sjálfsögð. Miðað við fyrstu áætlanir um kostnaðar- hlutdeild, er hér ekki um slíkar fjárhæðir að ræða, að þær eigi að torvelda jákvæða afgreiðslu málsins í menntamála- ráðuneytinu. Ráðgert er að kostnaðurinn við þátttökuna, sé um eða yfir 2,7 milljónir króna. PÓSTÞJÓNUSTA Á SAMKEPPNISTÍMUM NÝ FJARSKIPTA- og samgöngutækni hefur fært þjóðir heims í nábýli og gjörbreytt samskiptum fólks í veröld- inni. Við sjáum, eða getum séð á sjónvarpsskjá, atburði hinum megin á hnettinum, samtímis og þeir gerast. Skila- boð, sem áður voru send bréflega, land- eða sjóveg, byggða og þjóðríkja á milli, berast nú á nokkrum sekúndum í tölvu- pósti eða símbréfasendingum, jafnvel heimshorna á milli. Gjörbreyttar aðstæður að þessu leyti gera aðrar, fjölþætt- ari og strangari kröfur til póstþjónustu en áður var. Og á tínjum sívaxandi og fjölbreytilegri fjölþjóðlegra samskipta gildir þetta jafnt um póstþjónustu lítilla samfélaga, eins og okkar, sem póstþjónustu stærri ríkja. Hér á landi sem annars staðar hafa einkaaðilar látið til sín taka á sviði póstþjónustu, til hliðar við og í samkeppni við hefðbundna póstþjónustu. Forráðamenn Póstdreifingar hf., sem hyggja á aukin umsvif í samkeppni við Póst og síma (P&S), telja hins vegar að á skorti jafnstöðu í þeirri samkeppni. Þeir hafa sent kvartanir til Eftirlitsstofnunar EFTA, Samkeppnisstofnunar, ráðuneyta, ríkisskattstjóra og umboðsmanns Alþingis. Aðfinnslur Pótstdreifingar hf. varða sem fyrr segir meint- an ójöfnuð í samkeppni við P&S, m.a. að því er varðar afsláttarkjör og skattamál. Að auki var krafa gerð til Sam- keppnisstofnunar um aðskilnað á milli þess hlöta þjónustu P&S sem nýtur einkaleyfis og þess hluta sem er í sam- keppni. Úrskurður Samkeppnisráðs var á þá iund að að- skilja þyrfti þessa tvo þætti þjónustu P&S. Þess skyldi og gætt að póstþjónusta háð einkaleyfi greiddi ekki niður kostnað við aðra þjónustu. Álit ráðsins varðandi innritun- ar- og virðisaukaþættina virðist og falla að sjónarmiðum Póstdreifingar hf. Meginmálið er þó að gjörbreyttar aðstæður gera nýjar og fjölþættari kröfur til póstþjónustu og að samkeppni þjón- ar — á þessu sviði sem öðrum — hagsmunum fólks og fyrir- tækja. KENNARAVERKFALLIÐ Morgunblaðið/Sverrir GUÐBJÖRG Skúladóttir í Klassíska listdansskólanum segir að því miður hafi ekki verið hægt að koma til móts við óskir foreldra yngri barnanna um að færa balletttímana fram á morgun. Myndin er tekin á sjötta tímanum í gær. Misjafnlega brugð- ist við vandanum Morgunblaðið/Gunnar Finnbjömsson BÖKUNARDAGUR hjá Hans Petersen. Frá vinstri: Sunneva, 6 ára, Þórunn Eva, barn- fóstra, Inga Dóra, 9 ára, Helga, 11 ára, Kol- beinn, 7 ára, Gísli, 8 ára, og Berglind Ýr, 8 ára. UNNUR, 6 ára, fékk að fara með Fanneyju mömmu sinni (fyrir aftan) í vinnuna i gær. Lausleg könnun Morg- unblaðsins gefur til kynna að fremur fátítt sé að starfsmenn hafi tekið börn sín með sér í vinnuna í yfírstandandi kennaraverkfalli. Anna ----*------------------ G. Olafsdóttir kannaði hvar bömin væru og hvað þau væru að gera. VANDI foreldra virðist helst vera bundinn börnum á aldrinum sex til níu ára. Eldri böm em yfirleitt heima. Ýmist em bömin ein heima eða í umsjá'eldri systkina. Fáein dæmi em um að fyrirtæki hafi tekið málin í sín- ar hendur og hefur til dæmis verið starfræktur „leikskóli" á vegum Hans Petersen frá 22. febrúar. Bömum starfsmanna Samskipa var boðið í heimsókn í fyrirtækið í gær. Dæmi em um að tómstundastarf hafi verið aukið og fært fram á daginn. -Þegar haft var samband við á ann- an tug stórfyrirtækja kom fram að mjög fá börn höfðu verið eða vom í vinnunni með foreldmm sínum. Afar fátítt var að börn hefðu verið dag- langt í marga daga á vinnustað for- eldra sinna. Algengara var að þau væm með þeim hálfan daginn eða brot úr degi. Flest vom börnin á aldr- inum 6 til 9 ára. Ef þau voru ekki í vinnunni með foreldrum sínum voru þau í gæslu eldri systkina, afa og ömmu eða annarra skyldmenna. Eldri börnin voru heima eða á rölti með félögum sínum og einn starfsmanna Kringlunnar sagði að unglingum virt- ist hafa verið beitt á verslunarmið- stöðina. Nokkrir vinnuveitendur höfðu orðið varir við að starfsmenn hefðu meiri áhuga á að taka út vetrarleyfisdaga á meðan á verkfallinu stæði og meira væri áberandi. en ella að starfsmenn „íjarstýrðu" bömum sínum úr vinn- unni. Viðvera bamanna á vinnustöð- unum eða heima á skólatíma virtist ekki hafa áhrif á afköst starfsmann- anna. Með mömmu í vinnunni Eitt þeirra bama sem var brot úr degi í vinnunni með foreldri sínu var Unnur Flemming Jensen, 6 ára, í 1. HG í Austurbæjarskóla. Hún fékk að vera í vinnunni með mömmu sinni, Fanneyju Þorkelsdóttur, setjara á Morgunblaðinu, í einn og hálfan klukkutíma í gær. Reyndar sagði Fanney að hún gæti fengið að vera hjá afa sínum og ömmu þegar þannig stæði á að hún væri sjálf á millivakt og Unnur ætti að vera í skólanum en henni hefði eiginlega ekki fundist taka því fyrir einn og hálfan klukkutíma. Unnur sat hljóð og var að teikna þeg- ar blaðamann bar að garði og vinnufé- lagar mömmu hennar sögðu að þeir vissu ekki af henni, svo stillt væri hún. Unnur segir sjálf að henni finn- ist ekkert leiðinlegt í vinnunni með mömmu sinni en hún er farin að sakna skólans og félaga sinna þar. Fanney tekur und- ir með dóttur sinni og minnir á að þegar mað- ur sé sex ára sé skólinn ennþá nýr og mjög spennandi. Létt undir með foreldrum Nokkur fyrirtæki hafa reynt að létta undir með starfsmönn- um sínum í kennara- verkfallinu. Samskip er eitt fyrirtækjanna. Ragnar Pálsson, starfsmannastjóri, sagði áð komið hefði fram í skoðanakönnun að ekki væri brýn þörf á barnagæslu. Engu að síður hefði fyrirtækið viljað gera börnunum dagamun og létta undir með starfsfólkinu, að minnsta kosti einn dag, og boðið börnum á aldrinum 7 til 13 ára að taka þátt í fróðleiks- og skemmtidagskrá daglangt. „Þau komu hérna til okkar klukkan hálfníu . í morgun [fimmtudag] og skoð- uðu vinnusvæðið, skrif- stofur og vöruhúsnæði, fóru um borð í Helga- fellið og fengu að sjá Baldvin Þorsteinsson, aflahæsta frystitogara landsmanna frá Sam- heija. Síðan borðuðum við hér og fór- um eftir hádegi upp í Vífilfell og í keilu á eftir,“ sagði Ragnar. Hann sagði að 51 barn, í umsjá tveggja fóstra, hefði tekið þátt í dagskránni og hefði tiltækið mælst mjög vel fyrir. Barnagæsla Hjá Hans Petersen var settur á stofn eins konar Ieikskóli. Elín Agn- arsdóttir, gæðastjóri, sagði að Hildur Petersen, framkvæmdastjóri fyrir- tækisins og móðir tveggja barna á skólaaldri, hefði átt hugmyndina að því að fara þessa leið. Skoðanakönnun hefði verið hleypt af stokkunum, ann- ars vegar á því hversu þörfín fyrir gæslu væri brýn og hins vegar hvort einhver ætti stálpaðan ungling til að taka að sér gæsluna. „Niðurstaðan varð sú að dóttir lagerstjórans okkar hefur tekið að sér að hafa ofan af fyrir og gæta barna starfsmannanna, allt að sjö barna á aldrinum sjö til ellefu ára. Við byijuðum 22. febrúar og „leikskólinn" verður starfandi þangað til verkfall leysist,“ segir Elín. Hún segir að börnin hafi verið með þemadaga. „Einn daginn bökuðu þau. Annan daginn fengu þau einnota myndavélar, fóru út og tóku myndir og fylgdust með framkölluninni. Síðan nýta þau ýmislegt sem til fellur í fyrir- tækinu, t.d. pappír. Þau héldu t.d. myndlistarsýningu. Á miðvikudaginn var heilmikil vinna vegna öskudags- ins. Hingað komu um 200 krakkar, eins og í önnur fyrirtæki, og krakk- arnir hérna afgreiddu krakkana. Höfðu pakkað inn nammi í litla poka, létu syngja fyrir sig og sáu um þetta." Elín segir að gæslan hafi gengið afskaplega vel og engin truflun hafi orðið á vinnunni nema síður væri. Hún sagði að framtakið helgaðist fyrst of fremst af því að stjórnendur fyrirtæk- isins væru þeirrar skoðunar að fyrir- tækið væri ekki annað en starfsmenn- irnir og vandi eins og verkfall í skóla væri þar af leiðandi vandi fyrirtækis- ins. Tómstundir Guðbjörg Skúladóttir í Klassíska listdansskólanum í Álfabakka hefur fært ballettíma 15 til 18 ára stúlkna fram fyrir hádegi. „Eldri stúlkurnar, sem byrja klukkan 10, eru mjög ánægðar. Þær vakna, drífa sig hingað og hafa svo daginn fyrir sér. Þeim fannst voða gaman fyrst í verkfallinu en auðvitað er erfitt að hafa svona langt frí. Þær eru komnar með smá áhyggjur, langar að drífa skólann af enda stefna sumar að því að fara út í nám,“ segir Guðbjörg og fram kem- ur að stúlkunum stendur til boða að sækja kennslustundir alla daga vik- unnar í verkfallinu í stað þriggja til fjögurra daga áður. Að öðru jöfnu sækja stúlkurnar tíma síðdegis eins og 13 til 15 stúlkurnar. Þeirra tími hefur verið færður frá 17.40 til hádeg- is. Guðbjörg sagði að óskir hefðu kom- ið um að færa fleiri tíma fyrr á dag- inn en því miður hefði ekki .verið hægt að verða við þeim óskum. Af öðru tómstundastarfi má geta þess að mörg íþróttafélög hafa komið til móts við foreldra og börn með því að íjölga skíðaæfíngum og færa æf- ingatíma fyrr á daginn. FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1995 27- Misheppnaðri markaðsherferð í sölu aðgöngumiða til þessa á Heimsmeistarakeppnina í handknattleik svarað með nýju útspili FLEIRIOG STERKARI ÖFL í MIÐASÖLUNA Öll skipulagning vegna HM gengur vel en Steinþór Guðbjartsson fékk staðfest að markaðsherferð í sölu aðgöngumiða hefur brugðist. Mótshaldarar segja að með sameig- . inlegu átaki fleiri og stærri aðila sé ekki ástæða til að hafa áhyggjur af gangi þessara mála en sú breyting hefur orðið á að ferðaþjón- ustan hefur í auknum mæli sýnt málinu áhuga. Jafnframt er stefnt að umtalsverðri lækkun á pakkaferðum erlendis frá. FORSVARSMENN keppninnar hrósuðu happi í lok júnl á síðasta ári þegar Framkvæmd anefnd HM 95 og Halldór Jóhannsson hjá ferðaskrifstofunni Ratvís á Akureyri gerðu með sér samning sem veitti honum einkasölu á aðgöngumiðum og tryggðu nefndinni 150 milljónir króna í tekj- ur. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins þurfti HM-nefndin trygging- ar til að halda fyrirhuguðu undirbún- ingsstarfi áfram eins og best var á kosið. Samningurinn við Halldór gerði nefndinni kleift að halda settu marki með tryggingu fyrir 40 millj- ónum frá Halldóri og Akureyrarbæ upp á vasann en aðrir aðilar í ferða- þjónustunni, sem áður var rætt við, voru ekki tilbúnir að taka þátt í ábyrgðinni. í fyrrnefndum samningi var gengið út frá því að markaðssetn- ing og miðasala yrðu alfarið í hönd- um Halldórs en dæmið hefur ekki gengið upp. Framkvæmdanefndin og Halldór kenna fyrst og fremst bókun- armiðstöð ferðaþjónustunnar sem hélt hótelverði í hámarki og lauk störfum 1. febrúar sl. og neikvæðri umfjöllun um gang mála en talsmenn ferðaþjónustunnar segja að miðstöð- in hafi verið nauðsynleg til að halda utan um bókanir í maí. Hvað sem þessu líður liggur fyrir að eftirspurn erlendis frá hef- ur verið minni en reiknað var með en hún er reyndar í samræmi við áætlun HSÍ frá 1991 og fjárþagsáætl- un HM-nefndarinnar sem gerir ráð fyrir 80 milljónum í tekjur vegna miðasölu. Akureyrarbær hefur haft vissar áhyggjur af gangi mála vegna fyrrnefndrar tryggingar. Samningur- inn kveður á um eftirlitsskyldu bæj- arins og var síðasti fundur bæjarlög- manns með framkvæmdastjóra HM 95 í gær en trygging bæjarins upp á 20 milljónir stendur. Nefndin tekur í taumana Sala innanlands hefur verið lítil sem engin og nánast engin hreyfing hefur verið á sölu erlendis. í gær voru komnar um átta milljónir í kass- ann vegna sölu aðgöngumiða og þar af um sex milljónir frá ferðaskrifstof- unni Island Tours í Þýskalandi sem keypti miða fyrir 200 manns á alla leiki Þýskalands og úrslitakeppnina. Framkvæmdanefndin segist ekki hafa áhyggjur af sölumálum innan- lands því sölutíminn sé ekki kominn en samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er nefndin á því að markaðssetning Hall- dórs hafí mistekist og bókunarmiðstöðin hafí sett strik í reikning- inn og verið algerlega óþörf en vegna henn- ar hafí dýrmætur tími farið til spillis. Að- spurður sagði Hákon Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri HM 95, að ekki væri rétt að gera Halldór að blóraböggli og eins bæri að hafa í huga að áræðni hans hafí bjargað miklu varðandi framhald undirbún- ingsvinnunnar þegar öll sund virtust lokuð. Hins vegar væri nýtt átak með víðtækri kynningu að fara af stað erlendis og ekki væri ástæða til að örvænta. HM-nefndin hefur alla tíð lagt ríka áherslu á að um heimsviðburð sé að ræða og því sé það mál allra íslend- inga að vel takist til. Hún hefur unn- ið sína heimavinnu og vel virðist að öllum þáttum staðið en þó hún viður- kenni ekki óánægju með miðasölu fer ekki á milli mála að hún hefur haft af henni vissar áhyggjur. Það sést best á því hvernig hún hefur á síð- ustu vikum komið æ meira inn í þessi mál. Hún hefur gert samning um miðasölu við Olíuverslun íslands hf., Olís, og Eymundsson og opnað kynn- ingarbás í Kringlunni. Fyrir viku undirritaði hún samning við Flugleið- ir um að fyrirtækið verði opinbert flugfélag Heimsmeistara- keppninnar. Þar með hófst markvisst kynningarstarf Flugleiða erlendis sem verður með ýmsum hætti í gegnum 10 söluskrifstof- ur og fjölda umboðsmanna víða um lönd en auk þess er fyrirtækið að vinna að sérstökum pakkaferðum innanlands til að gera landsbyggðar- fólki kleift að ferðast ódýrt og sjá leiki íslands í keppninni. Síðast en ekki síst tók HM-nefndin vel í sölu- hugmyndir sem ferðaskrifstofan Úr- val-Útsýn kynnti nefndinni á dögun- um og að sögn Úlfars Antonssonar hjá innanlandsdeild fyrirtækisins hefst nýtt átak þess á ferðakaup- stefnu í Berlín í Þýskalandi um helg- ina en því verður síðan fylgt eftir á annarri slíkri i Gautaborg í Svíþjóð í lok mánaðarins. Úlfar sagði jafn- framt að ferðaskrifstofan ætlaði að bjóða upp á styttri ferðir og verið væri að vinna í því að lækka verðið umtalsvert, bæði vegna gistingar og flugs. Óþarfa skjálfti Halldór sagði við Morgunblaðið að salan væri eðlileg og hélt fast við HM 95 er með 40 milljóna kr. tryggíngu Morgunblaðið/Kristinn Pöntun frá Þýskalandi HANDKNATTLEIKSSAMBAND Þýskalands pantaði 10 miða á leiki Þýskalands og 70 miða á undanúrslitaleikina og úrslitaleik- . inn. Á myndinni sýnir Ásdís Höskuldsdóttir, skrifstofustjóri HM 95, Gunnari K. Gunnarssyni, tæknistjóra HM 95, skeytið. fyrri áætlanir — sagði raunhæft að gera ráð fyrir fjögur til fímm þúsund erlendum gestum vegna keppninnar. Máli sínu til staðfestingar tíundaði hann ýmsar fyrirspumir víðs vegar að í heiminum, fyrirspurnir vegna um 2.000 manns samtals, og sagði ljóst að áhugi væri mun meiri en menn gerðu sér almennt grein fyrir. Hins vegar hafi aldrei staðið til að hann einn og sér seldi allar ferðir og vissulega hefði hann gert ráð fyr- ir að stóru ferðaskrifstofumar yrðu með stærsta hlutann. Þær hefðu sett stólinn fyrir dymar með bókunarmið- stöðinni en sæju núna að það þyrfti að hafa fyrir því að selja ferðirnar og miðana. Sér væri alveg sama hver seldi en neyðarkall stóm aðil- anna núna vekti óneitanlega athygli. Samt sem áður væri það af hinu góða að allir tækju höndum saman og svartsýni væri engum til fram- dráttar. Þetta væri heimsviðburður og ef þriðji hver íslendingur færi á völlinn eina kvöldstund ------------ gætu allir unað vel við sitt. „Salan er í eðlilegum far- vegi,“ sagði hann. „íslend- ingar taka seint við sér samanber getraunasölu, sem er 10% alla vikuna fram á föstu- dag en tekur síðan kipp síðasta dag- inn í hverri viku. Eins má nefna Evrópulandsleik íslands og Svíþjóðar í knattspymu síðastliðið haust en þá seldust um 1.000 miðar í forsölu í mánuð en um 13.000 miðar síðustu tvo dagana.“ Úlfar sagði að Úrval-Útsýn hafí mikla reynslu í því að fást við stóra atburði og hafi góð sambönd erlend- is sem yrðu nýtt. Málið væri að ná til markhópanna með viðráðanlegu verði en þegar á heildina sé litið sé gott að fá 1.000 til 2.000 erlenda gesti vegna keppninnar og enn væri nægur tími til stefnu. Guðmundur Kjartansson hjá ferðaskrifstofunni Island Tours í Hamborg gerði samning við Halldór um að hann hefði einkarétt á sölu miða í Þýskalandi. Guðmundur keypti miða fyrir 200 manns og sagði í gær að hann væri langt kominn með að selja þá en í dag verður hann með Sex milljónir í pottinn frá Þýskalandi kynningu á keppninni og ferðamögu- leikum fyrir fulltrúa 125 þýskra handknattleiksfélaga. „Ég hef alltaf sagt að raunhæf tala frá Þýskalandi er um 200 til 300 miðar og það stefnir í það,“ sagði hann. Guðmundur tók undir gagnrýni á bókunarmiðstöðina og sagði að helsta vandamálið hefði verið hvað seint hefði verið farið af stað með miðasöluna en hann gat fyrst byijað í desember. Hins vegar sagði hann að samstarfið við Halldór hafí verið mjög gott og ómaklega hafi verið að honum vegið. GuðmumL ur sér einnig um sölu í Sviss og sagm að eftirspurn þar væri mun minni. „Þar hefur verið spurst fyrir um 20 til 30 miða hjá mér og eitthvað fleiri hjá öðrum söluaðila en áhugi á hand- bolta er ekki mikill í Sviss.“ Fyrir Islendinga Heimildir Morgunblaðsins herma að eftir að samningurinn við Flugleið- ir var undirritaður hefði HM-nefndin --------- orðið vör við gerbreytt hugarfar í ferðaþjón- ustunni. Æ fleiri vildu koma inn í málið og í kjöl- farið væri von til að hægt sé að bjóða flug og gistingu á lægra verði en til stóð. Vegna óun^,- flýjanlegrar þátttöku annarra stend- ur til að gera formlega breytingu á samningnum við Halldór á næst- unni, breytingu sem miðar að því að halda samstarfinu á grunni sem allir hlutaðeigandi sætta sig við, en samt á þeim nótum að gerður samningur við Halldór standi. Árið 1991 gerði Gunnar K. Gunn- arsson, þáverandi framkvæmdastjóri HSÍ og núverandi tæknistjóri HM, ráð fyrir 500 til 1.500 erlendum áhorfendum fyrir utan liðshópa og fréttamenn og 80 milljónum í tekjur vegna miðasölu. „Sú áætlun er í takt við það sem við erum að tala um núna og hitt hefur heldur ekki breyst að við sóttum um að halda Heims- meistarakeppnina til þess að íslend- ingar gætu fylgst með því besta sem er að gerast í íþróttinni og til að efla íslenskan handknattleik. Aðalat- riðið er að HM er á íslandi fyrir ís^ lendinga," sagði Gunnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.