Morgunblaðið - 03.03.1995, Síða 30

Morgunblaðið - 03.03.1995, Síða 30
30 FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞÓRUNN ELFA MAGNÚSDÓTTIR + Þórunn Elfa Magnúsdóttir rithöfundur fæddist í Reykjavík 20. júlí árið 1910. Hún lést á / sjúkradeild Hafnarbúða i Reykjavík 26. febr- úar siðastliðinn á áttugasta og fimmta aldursári. Foreldrar hennar voru Magnús Magnúson sjómaður og verkamaður og Margrét Magnús- dóttir frá Horni í Skorradal. Þórunn gekk í hjónaband með Jóni Þórðarsyni, rithöfundi og kennara, árið 1941. Þau slitu samvistir árið 1966. Eftirlifandi börn þeirra eru Anna Margrét, Magnús Þór og Einar Már. Þórunn Elfa ólst upp hjá móð- ursystur sinni Marenu Magnús- dóttur og eigin- manni hennar, Einari Sigurðssyni bónda, í Klifshaga í Axarfirði í N- Þingeyjarsýslu. Þórunn hætti skólanámi 16 ára gömul sökum veik- inda, en sótti nám- skeið heima og er- lendis eftir það. Jafnframt námi þessu stundaði hún verslunarstörf, hannyrðir o.fl., en frá árinu 1941 helgaði hún sig ritstörfum jafnframt því að vera húsfreyja í Reykjavík. Útför Þórunnar Elfu fer fram þjá Fosvogskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 15.00. ÉG VAR samskipa Þórunni Elfu Magnúsdóttur á strandferðaskipinu Esju fyrir meira en þijátíu árum. Ég var smástelpa á skemmtisigl- ingu með foreldrum mínum. Hún var sennilega að skrifa. Þórunn Elfa var mér afskaplega góð og sinnti mér mikið í þessari siglingu. Hún umgekkst mig aldrei öðruvísi en ein heimskona umgengst aðra. Ég leit mjög upp til hennar og hefði gjama viljað sigla með henni annan hring kringum landið sem fyrst. Siglingin er mikilvægt þema í bestu bók Þórunnar Elfu Frostnótt í maí (1958). Þar segir frá Völvu litlu sem send er sex ára gömul og alein með skipi frá Danmörku til íslands af því að mamma hennar getur ekki haft hana hjá sér. Við tekur önnur sigling frá Reykjavík til Norðurlands, til ömmu og afa. Þar elst Valva upp við það sem henni finnst vera stöðug höfnun, ástleysi og andúð ömmunnar. Sigl- ingamar tvær verða litlu telpunni ógleymanlegar, þær verða áfall sem aldrei verður komist yfir. í Frost- nótt í maí kafar Þórunn Elfa djúpt ofan í þversagnarkennt sálarlíf, Völvu litlu, textinn er sá ljóðræn- asti sem hún skrifaði, tákn em fín- lega notuð og haldið er aftur af tilfinningasemi og orðskrúði. Ef Frostnótt í maí er borin sam- an við það brot af sjálfsævisögu Þómnnar Elfu sem kom út árið 1977 undir titlinum Frá Skóla- vörðustíg að Skógum í Öxarfirði má sjá að lýsingin á siglingunni sem skilur litlar telpur frá mæðmm sín- um byggir á reynslu Þómnnar sjálfrar. Aðskilnaðaróttinn einkenn- ir flestar aðalpersónur í skáldsögum hennar. Sömuleiðis býsna flókið samband mæðra og dætra og kvenna yfírleitt. Fyrsta bók Þómnnar Elfu Magn- úsdóttur var smásagnasafn sem gefíð var út undir yfírtitlinum Dæt- ur Reykjavíkur I (1933). Smásög- umar em ungæðislegar enda höf- undurinn ekki nema rúmlega tví- tugur. Næstu bækur Dætur Reykja- víkur II og III (1934) em athyglis- verðar fyrir margra hluta sakir. Þetta er skáldsaga í tveimur hlutum um borgarstúlkuna Svölu og vini hennar. Svala ætlar að verða rithöf- undur, hún er nútímakona og mjög „svöl“. í sögu hennar gerir hin unga Þómnn Elfa alvarlega tilraun til að skrifa skáldsögu sem á að endurspegla hraða og eirðarleysi hins splunkunýja borgarlífs í frá- sagnaraðferðinni sjálfri. Sagan skiptist í stutta kafla, sjónarhorna- skipti em tfð, slangur unga fólksins í Reykjavík er óspart notað og und- irstrikað að hin nýja kynslóð eigi ekkert vantalað við gildi eða hefðir eldra fóiksins úr bændasamfélag- inu. Inn í þessa bók er byggð um- ræða um bókmenntir og bók- menntamat. Svala fer með handrit til útgefanda sem sallar það niður, ráðleggur henni að hætta að skrifa og gifta sig í staðinn eins og eðlileg ung stúlka. Svala reynir að taka þessari höfnun með stæl og er ákveðin í að hafa föðurleg ráð mannsins að engu, en ... hvað á maður að hugsa þegar allir aðrir taka í sama streng. Það þarf mikið sjálfstraust, ótta- leysi og stuðning frá félögum til að búa til ný og frumleg listform. Þómnn Elfa hélt áfram að skrifa en hætti „óábyrgri" tilraunastefnu og hallaði sér þess í stað að hinni breiðu raunsæisfrásögn sem ein- kennir bækur hennar um nýbyggj- endur í Reykjavík á fímmta ára- tugnum: Snorrabraut 7 (1947) og Sambýlisfólk (1954). Þegar leið á eftirstríðsárin varð lengra á milli skáldsagna Þómnnar og þær byija að endurspegla æ meira þá tvíhyggju sem einkenndi þessa tíma, tvíhyggju sem fæddi af sér óhemju staðlaðar kven- og karlmannsímyndir. Allar skáldsög- ur Þómnnar Elfu em „meló-dram- atískar" í þeim skilningi að þær birta siðferðileg átök hins góða og illa, stækkuð eins og í ævintýrun- um. Bókmenntasagan sýnir að þessi bókmenntagrein á mestum vinsæld- um að fagna meðal höfunda og les- enda þegar siðferðileg gildi em mjög á reiki í samfélaginu. I bestu bókum Þórunnar fer barátta góðs og ills hins vegar ekki bara fram á milli einstaklinga heldur í einstakl- ingum og þar eru kvenlýsingar hennar sérstaklega athyglisverðar. Á ámm hins kalda stríðs höfðu menn tilhneigingu tii að skilgreina allar listakonur sem illar konur af því að húsmóður- og móðurhlut- verkið var ekki þeirra lífsköllun. Þetta var nokkuð óaðgengilegt fyr- ir listakonurnar og kemur ekki á óvart að það eru hinar stórhættu- legu og illu kvensniftir sem em samsettustu og athyglisverðustu persónumar í bókum Þómnnar Elfu, ekki minnst sögunni af mynd- listarkonunni Dísu Mjöll (1953). í kringum 1980 gerði ég bók- menntaþátt um Ragnheiði Jónsdótt- ur. Nokkra eftir að honum hafði verið útvarpað fékk ég mjög langt bréf frá fornvinkonu minni Þómnni Elfu Magnúsdóttur. Hún var glöð yfír að Ragnheiði væri sómi sýndur en skammaði mig fyrir að tala illa um viðhorf eftirstríðsáranna til kvenrithöfunda yfírleitt. Bréfíð var afar mótsagnakennt, en ég las það þannig að Þórunni Elfu væri það listræn og persónuleg nauðsyn að frábiðja sér píslarvættishlutverk af nokkm tagi. Þetta var stoltaralegt bréf og vist er að lesendur tóku Þómnni Elvu vel og ástúðlega. Töl- ur um útlán bókasafnanna frá ámn- um 1958-1960 sýna að bækur hennar vom mikið lesnar. Ég efast heldur ekki um að bókmenntafræð- ingar eigi eftir að veita bestu bókum Þómnnar Elfu þá virðingu sem þær eiga rétt á í bókmenntasögunni. Nú er hafín sú sigling hennar sem sameinar hana móður sinni á ný. Ég óska henni innilega góðrar ferð- ar og við Kristján vottum börnum hennar samhryggð okkar. Dagný Kristjánsdóttir. Föðursystir mín, Þómnn Elfa Magnúsdóttir rithöfundur, er látin. Hún fæddist í Reykjavík og bjó þar hjá foreldrum sínum og systkinum, en fór síðan sjö ára gömul í fóstur til móðursystur sinnar, Marenar, sem bjó ásamt manni sínum, Einari Sigurðssyni, norður í Öxarfírði að Klifshaga. Frá sínum fyrstu endur- minningum og fram að þeim tíma er hún fór alfarin úr foreldrahúsum segir hún í bók sinni, Frá Skóla- vörðustíg að Skógum í Öxarfirði. Nyrðra dvaldi hún til fjórtán ára aldurs þegar fósturforeldrar hennar brugðu búi og fluttu suður. Þá kom Þómnn aftur „heim“, en bjó þó áfram hjá Einari og Maren. Þessi aðskilnaður við fólkið sitt varð Þór- unni afar þungbær og setti mark sitt á hana alla tíð þrátt fyrir gott atlæti fósturforeldranna. Um þá reynslu bamsins má lesa í bók henn- ar Frostnótt í maí. Borgfírsk að ætt og uppruna var Þómnn Elfa alltaf borgarbam þrátt fyrir árin fyrir norðan, eins og systk- ini hennar sem viðhéldu lítt tengslum við sveitina en horfðu meira út í heim, til Kaupmannahafnar og víð- ar, og sóttu þangað lærdóm og kynni. Faðir hennar Magnús Magn- ússon, verkamaður í Reykjavík, var frá Beitistöðum í Leirársveit, og móðirin, Margrét Magnúsdóttir, vom frændsystkin. Um móður sína sagði Þómnn að hún hafi verið ætt- vís og fróð, enda stálminnug á það, sem hún heyrði og las af þjóðlegum fróðleik. Föður sínum lýsir hún svo: „Magnús faðir minn hneigðist meira til bóknáms en stritvinnu, andlegt fjör hans var mikið, hann var glað- sinna en örgeðja og gat bmgðið illa skapi... Honum lék rím á tungu og þótti gaman að yrkja dýrt og yrkja hratt, skáldskapurinn var honum fremur iþrótt en list.“ Á Beitistöðum hafði áður fyrr verið fyrsta prent- smiðja landsins um skeið, en Magnús Stephensen hafði komið með hana og haft í Leirárgörðum fyrst en síð- an á Beitistöðum, áður en hún var flutt til Viðeyjar. Því er ekki ólíklegt að um staðinn hafí leikið bóklegt andrúmsloft og mótað ábúendur og beint þeim að einhveiju marki í and- legar áttir. Og frá þessum ágæta menningarforkólfí mun komið Magnúsamafnið sem nánast annar hver maður heitir í þessari ætt, bæði móður hennar og föður megin. Um bóndann á Beitistöðum, afa hennar, sem var listasmiður og kall- aður „rokkadrejari" var ort: Beitistaða byggir lóð málmatýr, menntaskýr Magnús Asbjamamiður. Hæglyndur með hótin góð, hagorður og liprasti smiður. Ættrækni Margrétar skilaði sér til dótturinnar sem skrifaði greina- flokk um fólkið sitt í Sunnudagsblað Tímans laust fyrir 1970. Þar segir hún m.a.: „Frásagnir móður minnar um listafólk, hagleiksmenn og emb- ættismenn, auk þeirra, sem ólærðir lögðu stund á margt sem þjóðfélag- inu var mikils virði, svo sem lækning- ar og líknarstörf - þessar frásagnir um ætt okkar leiddu huga minn að þeim grúa, sem átti sér hæfileika og drauma, en fékk aldrei notið sín, sakir óblíðra ævikjara eða skorts á stefnufestu og sjálfshörku.“ Og í sömu grein segir hún: „Enginn skyldi ætla, að alþýðufólk njóti uppörvunar og stuðnings til listsköpunar, fyrr en það hefur ótvírætt sýnt, að það býr yfir miklu afli til slíkra hluta, og varla þá heldur, ef brýnni þörf þykir fyrir það til hversdagslegri starfa. En sé þessu fólki gefín náðargáfa eigingiminnar, fer það sínu fram í þrássi við mannlegar skyldur. Þeim er þá komið á aðra." Þómnn Elfa var ung að ámm þeg- ar hún steig fyrstu skrefin sem rithöf- undur. Árin 1933-1938 koma út fyrstu sögur hennar, Dætur Reykja- víkur, og vöktu mikla hrifningu; þóttu slá nýjan tón, vera nútímalegar og ferskar. Með þeim komst Þómnn í hóp efnilegustu höfunda hérlendis. Hún gerðist mikilvirk í skrifum sín- um, bæði skáldsagna- og greinaskrif- um, auk þess sem hún þýddi sögur í blöð og tímarit. Einnig flutti hún að jafnaði efni í útvarp um langt skeið. Af þessu öllu má sjá að Þór- unn helgaði líf sitt skriftum, hún skrifaði af ástríðu sem var henni ásköpuð þörf og lífsnauðsyn. Hún giftist árið 1941 Jóni Þórðarsyni, bamaskólakennara og fræðimanni, mætum manni, og eignaðist böm sín þijú með honum, Einar Má, Magnús Þór og Önnu Margréti. Þótt vel hafí byijað fyrir Þórunni í upphafi rithöfundarferilsins varð þó leiðin torsóttari er lengra var haldið. Vegamestið virtist einhlítt því í fólki hennar bjó sköpunarþörf og mörg skáld að finna í ættinni. Aftur á móti réði fátæktin því að efni vom lítil sem engin til að sinna henni að marki eða svala menntun- arþrá. Af því leiddi að skáldskapar- sýsl jafngilti ábyrgðarleysi og varð því versta tabú. Gegn þessu reis frænka mín og hefur líklega treyst á svigrúm nýrra tíma, aukins fijáls- ræðis og fleiri möguleika fyrir unga, efnilega og framgjarna konu. Það kann þó að hafa orðið henni ofviða, enda áhættusamt og sýnd veiði en ekki gefín. Vinsælair í upphafi tryggja ekki ævilanga velgengni. Vel er hægt að fara offari í list- sköpun því í eðli hennar er engin hófstilling heldur takmarkalaus út- rás sem getur reynst mönnum skeinuhætt ef þeir bera ekki gæfu til að stýra henni, oftast með hjálp góðra manna. Og í samfélagi sem gerði miklar kröfur til manna á ver- aldarvísu, eins og þróaðist hér á hennar tíma, var beinlínis voðinn vís, einkum fyrir konur sem vildu fara ótroðna leið. Auk þess urðu þær að sleppa því sem sárast var, þ.e. móðurskyldunni, sem krefur konuna að helga sig óskipta bömum sínum. Það verður sjaldan gert í hjáverkum. En Þómnn Elfa ætlaði sér ekki að- eins mikinn hlut sem listakona. Hún vildi ekki vera neinn bóhem heldur mektarkona á venjulega, borgara- lega vísu. Og það lét sig ekki gera, einfaldlega af því það hefði verið ofurmannlegt. Lífið er hverri mann- eskju stríð, en þó margfalt meira ef hún er listamaður. Og frænka mín lenti í mikilli vörn gagnvart umhverfí sínu. Þeirri togstreitu lýsir hún líklega best í sögu sinni um Dísu Mjöll sem út kom árið 1953. Á uppvaxtarárum mínum kom ég oft á heimili hennar á Guðrúnargötu 7, enda var mikil samgangur milli mín og Önnu Grétu, dóttur hennar, sem var á sama aldri. Þá dekkaði frænka gjarnan borð og bar fram heitt kakó í fínu postulíni og var mér ætíð góð og vinsamleg. Oft var hún ekki heima við því skriftirnar toguðu hana frá fjölskyldunni. Þá bar hinn hægláti barnakennari fram baunasúpu og síðan þvoði hver upp fyrir sig. Þau hjón vom herstöðva- andstæðingar og með aldrinum gerðist gamli maðurinn æ róttæk- ari. Hann hafði skáldgáfu líka þótt ekki heijaði hún á hann jafn heiftar- lega og konu hans; í honum bjó í ríkari mæli íhygli fræðimannsins. Þó gaf hann út ljóðabók á efri árum með fallegri kápumynd eftir Magnús Þór, son hans, alias Megas. Ég veit hann harmaði að hafa byijað svo seint; ef til vill þokaði hann þar fyr- ir konu sinni sem hann hafði dáð fyrir snarpar og leikandi gáfur. En er á leið ævi Þómnnar Elfu hljóðnaði um nafn hennar og hún hvarf í þann skugga sem flestra listamanna bíður, lífs eða liðinna. Brestir komu í hjónabandið sem um síðir leystist upp, börnin fóm frá henni og um langt skeið virtist sem skáldið og manneskjan hefðu beðið lægri hlut í lífínu. Allrasíðustu árin var eins og fallið hefði í ljúfari löð með henni og tilverunni; hún sýndi þá sátt sem var henni og börnum hennar mikils virði. Og jafnvel er líka eins og samtíminn hafí rumskað á ný, þessi stóri, þungi björn hafí vaknað í híði sínu til vitundar um skáldkonuna og einhverjir munu spyija: Hver var þessi kona? Og um hvað var hún að skrifa? Því allt ber þetta að sama bmnni. Og þegar tíminn líður eyðist svo margt og þá kunna menn að þakka fyrir þau verk sem eftir standa. Og kannski um- fram allt fyrir þrákelknina og hina tvíbentu náðargáfu eigingiminnar. Guð blessi þig, frænka mín. Ég naut ekki þeirrar gæfu að kynnast Margréti ömmu minni því hún dó skömmu áður en ég fæddist, en hef heyrt hún hafí verið greiðvik- in og hjálpsöm og gott til hennar að leita. Hún hafði mikið dálæti á Hallgrími Péturssyni og kunni hann utanbókar. Mig langar því að láta hér fylgja gamalkunnugt vers úr Passíusálmunum sem segja svo margt um lífsstríð hans og kunna að veita mönnum huggun, en það er ekki minnst um vert í þessari undarlegu og margslungnu grein sem nefnist skáldskapur. Vaktu, minn Jesú, vaktu í mér; vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki, þá softiar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. Berglind Gunnarsdóttir. Rithöfundar og annað listiðjufólk skipar sér ósjálfrátt í smáhópa, oft eftir aldri og því hvemig því vegnar á fyrstu göngu sinni. Þegar við vor- um ung, sem nú erum orðin öldmð eða erum að hverfa, vom það ekki alltaf margir á hverri vertíð, sem þóttu sérstaklega vekja eftirtekt hveiju sinni, líklegir til frama. Nú eru fjölmiðlarnir atkvæðameiri, há- værari og fleiri komast í sviðsljósin hveiju sinni. Um líkt leyti fyrir langa löngu áttum við Þómnn Magnús- dóttir, sem síðar bætti Elfuheitinu við nafn sitt, Ólafur Jóhann Sigurðs- son og undirritaður allskjótu gengi að fagna við fyrstu sporin og nokkuð fram á brautina löngu, sem öll gengu. Það kom af sjálfu sér að þessi ungmenni urðu nokkuð glað- hlakkalegir vinir og áttu lengi margt saman að sælda. Svo varð lengi áfram á meðan aldur og heilsa leyfði og makar þeirra og fjölskyldur glöddust saman á góðum stundum. Þómnn var nokkmm ámm eldri en við Ólafur og hleypti fyrst heim- draganum til Noregs. Þá vom að koma þar fram fijálslyndar og glaðar konur, sem um skeið settu svip á skáldsagnagerð á Norðurlöndum. Auðvitað setti þetta nokkurt mark á fyrstu bækur Þómnnar. Ólafur var okkar mestur tungumálagarpur og komst fljótt í kynni við nýju skáldsög- umar frá Ameríku og Norðurlöndum og víðar. Ég fór til Svíþjóðar rétt fyrir stríð og eftir lok hildarleiksins mikla. Við þessi þijú vomm alltaf vinir. Ekki verður gengissaga okkar skráð hér. Ólafur féll frá fyrr en skyldi. Þór- unn hefur lengi verið sjúk og í mörg ár legið algerlega máttvana, einung- is getað haldið á blöðum og léttri bók. Barnslega glöð varð hún í hvert sinn þegar hún sá gamlan vin, sem kom í heimsókn, hugsunin alltaf skýr. Sameiginlegir félagar hurfu af sviði. Fátt kemur sjúku fólki á óvart. Samt er spurt: Hefurðu nokk- uð frétt af þessum og þessum? Þegar nú fyrir nokkram dögum var hringt til mín og sagt frá láti Þómnnar, hafði ég einmitt nýlega til hennar komið. Allt hafði þá verið við það sama. Hún bar kross sinn með sama æðmleysi og áður. Hugur henn- ar dvaldist mjög hjá uppkomnum bömum og manni hennar heitnum Jóni Þórðarsyni kennara, sem var mikill sæmdarmaður. Elsti sonurinn er háskólakennari í Frakklandi, öðm hvom hérlendis, hinn yngri vinsæll tónlistarmaður, dóttirin, sem er yngst, húsfreyja á borgarsvæðinu, þangað lét Þómnn stundum flytja sig á stórhátíðum, bamabömin mörg og efnileg. Um þetta fólk sitt varð Þór- unni að sjálfsögðu tíðrætt. Um hið hörmulega sjúkdóms- ástand sitt talaði Þórunn ekki hin síðustu og verstu árin, fyrr var hún að vona að úr rættist. Eins og í gamla daga ræddum við um sama gamla kunningjahópinn, sem okkur þótti helst fréttnæmur er við sáumst í heimsóknum á Guðrúnargötunni og í Kópavoginum. Nú vantaði bara sem undirspil alla glaða hlátra og spaugsyrði og áætlanir eða vanda- mál, sem fyrr gátu borið á góma. Hún var alltaf jafn þakklát fyrir að sjá gamlan vin. Nú segjum við Bryndís í lokin með eftirsjá: Vertu blessuð. Þökk fyrir liðna tíð. Jón úr Vör.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.