Morgunblaðið - 03.03.1995, Page 39

Morgunblaðið - 03.03.1995, Page 39
MORGUN BLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1995 39 FRÉTTIR Utsölulok á Löngum laugardegi LAUGARDAGINN 4. mars er Langur laugardagur á Laugavegi og í ná- grenni. A Löngum laugardegi eru verslanir á svæðinu opnar til kl. 17. Þennan Langa laugardag verða ýmis sértilboð í gangi. Margar versl- anir eru nú að ljúka útsölum sínum og bjóða af því tilefni útsöluvörur á lágmarksverði. Á öskudaginn sl. miðvikudag heim- sóttu þúsundir krakka Laugaveginn og sungu fyrir verslunarfólk og fengu sælgæti að launum. Nokkrir krakka- hópar verða í bænum á Löngum laug- ardegi og ætla að syngja fyrir vegfar- endur klæddir grimubúningum. Spörtugetraun verður í gangi. Þátt- tökuseðlar verða afhentir í Spörtu, Laugavegi 49. Fimm vinningar eru í boði frá versluninni. Mörg veitingahús verða með tilboð í tilefni dagsins eins og venjulega. ■ HÚNVETNJNGAFÉLAGIÐ í Reykjavík heldur árshátíð sína í Akoges-salnum, Sigtúni 3, laug- ardaginn 4. mars. Að venju verða skemmtiatriði úr heimabyggð. Heiðursgetsur kvöldsins verður Stefán A. Jónsson, bóndi á Kagað- arhóli og veislustjóri verður Þórður Skúlason fyrrverandi sveitarstjóri á Hvammstanga. ■ FYRIRLESTUR verður á veg- um Sólstöðuhópsins í Norræna húsinu laugardaginn 4. mars kl. 13. Fyrirlesari er Andrés Ragn- arsson, sálfræðingur. Fyrirlestur- inn ber heitið: Að segja samvisku- bitinu upp. Aðgangseyrir er 500 kr. Eftir fyrirlesturinn verða pall- borðsumræður. í pallborði munu m.a. sitja þau Baldvin Steindórs- son, sálfræðingur og Olga Dagm- ar Erlendsdóttir, nemi. Tónlist verður einnig flutt. Sólstöðuhátíð 1995 verður-haldin að Laugar- landi í Holtum um mánaðamótin júní og júlí eða nánar tiltekið frá 30. júní til 2. júlí. Undirbúningur er hafinn. Hátíðin mun bera yfir- skriftina: í hjartans einlægni. ■ SKAGFIRÐINGAR norðan og sunnan heiða verða með fagnað í Félagsheimilinu Drangey, Stakkahlið 17, laugardaginn 4. mars nk. sem hefst með borðhaldi kl. 20. Á dagskrá verður söngur, gamanþáttur, happdrætti o.fl. Hermann Jónsson frá Lambsnesi í Fljótum og Steinar Ingi Eiríks- son frá Siglufirði spila fyrir dansi. Aðgangseyrir er 1.900 kr. Allur ágóði rennur til þess að styrkja Félagsheimilið Drangey, Stakka- hlíð 17. Húsið verður opnað kl. 18.30 og aðgöngumiðarnir afhentir við innganginn. ■ KYNNING á frambjóðendum Alþýðuflokksins á Reykjanesi verður föstudaginn 3. mars kl. 21 í Félagsheimili Kópavogs, Fann- borg 2 (suðurdyr - veislusalur á neðstu hæð). Kynningin er opin öllum stuðningsmönnum flokksins. WtÆkWÞAUGL YSINGAR Bifreiðauppboð Bifreiðauppboð verður haldið á athafnasvæði Vöku á Eldshöfða 6, Reykjavík, laugardaginn 4. mars 1995 kl. 13.30. Sýslumaðurinn í Reykjavík. Fjölskylda óskast í þrjá mánuði handa 16 ára sænskri stúlku, sem dvelur hér sem skiptinemi. Allar frekari upplýsingar eru veittar hjá ASSE í síma 91-565 5670 milli kl. 09.30-12.30 alla virka daga. FÉLAGSSTARF Kópavogsbúar Opið hús Opíð hús er á hverj- um laugardegi milli kl. 10og 12ÍHamra- borg 1, 3. hæð. Bragi Mikaelsson, bæjarfulltrúi, og ÓlafurG. Einarsson, menntamálaráð- herra, verða til við- tals á morgun, laug- ardaginn 3. mars. Allir velkomnir. Kaffi á könnunni. Sjálfstæðisfélag Kópavogs. I.O.O.F. 12 = 176338'/! = Sp. I.O.O.F. 1 = 176338 I, = Fl. Frá Guðspeki- félaginu Ingólfsstraeti 22 Áskrittarsfmi Ganglera er 989-62070 Föstudaginn 3. mars 1995 I kvöld kl. 21.00 heldur Gunn- laugur Guðmundsson erindi um heildarmynd sjálfsræktar í húsi félagsins, Ingólfsstræti 22. Á laugardag er opið hús frá kl. 15-17 með fræðslu Elíasar Sveinssonar um tilfinningar ásamt umræðum. í Guöspekifé- laginu er fjallað fordómalaust um andleg mál á breiöum grunni. Starf félagsins er ókeyp- is og öllum opið. Kristalsskóli íslands Við erum að fara í gang með nýtt námskeiö í kristalheilun í húsakynnum Sálarrannsóknar- skólans á Suðurlandsbraut 16, mánudaginn 6. mars kl. 19.30. Nánari upplýsingar í símum 98-13812 og 92-15862. Alþjóðlegur bænadagur kvenna Almenn samkoma verður i kvöld i Dómkirkjunni kl. 20.30. Elsabet Daníelsdóttir stjórnar. Málfríður Finnbogadóttir, Eirný Ásgeirs- dóttir og Katrín Söebeck tala. Kór aðventista syngur. Samskot til hjálparstarfs í Rúanda. Allir velkomnir. Frummœlendur: Ingibjörg Sólrún Gtsludóttir, borgarstjóri, „Heð femíntsma t farteskinu“. Guöný Guðbjörnsdóttir, dósent, „Kvenfrelsi og kjarabarútta". Þórunn Sveinbjurnurdóttir, „Aógerðir t stad orða“. MANNRETTINDI KVENFRELSI, OG SAMÁRYRGÐ Opinn fundur d Hótel Borg d morgun, luugurdug, kl. 14:00. Alíir velkomnir! Fundarstýra Rugnhildur Vigfúsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.