Morgunblaðið - 03.03.1995, Page 40

Morgunblaðið - 03.03.1995, Page 40
40 FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ BREF TTL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Lausn á kjara- deilu kennara við ríkisvaldið Grettir Ljóska WHEW I HEAR TH05E C0V0TE5 H0WLIN6 AT NI6HT, IT T0TALLY pefreíse; «e. I START TO FEEL L0NELY...THEN I GET 5CAREP... ^ y a> s V) CJ \ K V i :: ! I TH0U6HT H0LPIN6 0NT0 THAT BLANKET MAPE Y0U 5ECURE.. I THINKTHE UlARRANTY HA5 RUN 0UT.. Jtí^wSfki w / / m o* > Þegar ég heyri sléttuúlfana Ég verð einmana .. Ég hélt að teppið veitti Ég held að ábyrgðin sé ýlfra á næturnar verð ég svo verð ég hræddur. þér öryggiskennd. útrunnin. mjög niðurdreginn. Frá Birgi Einarssyni og Elmari Þórðarsyni: OKKUR langar til að koma á fram- færi góðri hugmynd sem gæti vegið þungt í samningaviðræðum kennara og ríkisvalds. Hugmyndin á sér fyrir- mynd í samfélagi ríkisstarfsmanna hér á Iandi og hefur gefið mjög góða raun að við höldum og vakið al- menna ánægju. Aðalhugtökin og lausnaratriði í þessu sambandi eru ferlikennsla og tilvísun. Engin sérstök ástæða er til að ætla að ríkisvaldið eða sveitarfé- Iög, sem taka við skólunum í ágúst 1996, þurfi að hækka kaupið veru- lega frá því sem nú er. Þetta atriði kynni að ráða úrslitum varðandi þann hnút sem hefur myndast i samninga- umræðum. Hugmyndin með ferlikennslu í skólum landsins er að nemendur greiði aðeins eitt skráningargjald við komu að hausti beint til umsjónar- kennaranna. Þetta skráningargjald er grunngjald ferlikennslunnar. Síð- an greiða nemendur eða forráða- menn þeirra þetta grúnngjald til umsjónarkennara við hver mánaða- mót. Ákveðin greiðsla berist síðan á móti frá Menntamálaráðuneyti eða greiðslúdeild þess. Þar sem nemandi þarf að vera hjá fleiri kennurumn í skólanum þarf hann tilvísun frá umsjónarkennara og hefst þá ferli- kennsla. Nemandinn þarf tilvísun frá umsjónarkennara og greiðir nemand- inn fyrir hveija tilvísun en hún gildir í eina önn eða eitt skólaár. Dæmi um ferlikennslu er þegar nemandi fer í leikfimi eða sérkennslu, þá greiðir hann íþróttakennaranum eða sérkennaranum sérstaka greiðslu sem kennarinn rukkar um leið og kennslu lýkur. Síðan rukkar leikfimi- kennarinn eða sérkennarinn greiðsludeild ríkisins um ákvéðið gjald á móti. Kjósi kennari að segja upp samningi við Menntamálaráðu- neytið, borgar nemandinn heldur hærra ferlikennslugjald en á móti þarf hann þá ekki að greiða tilvísun- argjaldið til umsjónarkennarans. Þegar nemendur fara í valgreinar þurfa þeir að greiða viðkomandi val- greinakennara fyrir sína ferlikennslu og auk þess umsjónarkennara fyrir tilyisunina en þá gildir sú greiðsla út valgreinatímabilið sem oft eru nokkrar vikur. í framhaldsskóla eða menntaskóla borgi nemendur ákveð- ið gjald til hvers kennarar eftir hveija kennslustund og mætti þá hugsa sér að kennarar seldu kort til hagræðing- ar eða tækju jafnvel á móti greiðslu- kortum. Stórar ríkisreknar stofnanir hér á landi hafa tekið svipað kerfi upp undanfarin ár á íslandi og virðist vera mikil ánægja með þessi ferli- verk og skipulag þeirra. Reyndar hefur aðeins hluti starfsmanna þess- ara stofnana notið greiðslna beint frá skjólstæðingum og því mætti hugsa sér að annað starfsfólk en kennarar í skólunum fengi aðeins mánaðar- kaupið. Kennarar sem sinntu nem- endum beint fengju mánaðarkaupið en auk þess greiðslurnar frá nemend- um sínum og Menntamálaráðuneyt- inu fyrir ferlikennsluna og tilvísan- irnar. Hér verður ekki lagt mat á hversu hátt gjald ætti að greiða fyrir tilvís- anir eða ferlikennsluna en við erum sannfærðir um að kennarar myndu sætta sig við samninga hliðstæða þeim sem nú þegar eru í gildi. Með von um að þessi hugmynd geti liðkað fyrir samningunum. BIRGIR EINARSSON, ELMAR ÞÓRÐARSON, kennarar. Fjölmiðlafár Magnúsar Scheving gæti skaðað þol- fimi sem keppnisíþrótt Frá Þórönnu Rósu Sigurðardóttur: VEGNA ummæla Magnúsar Schev- ing um Bjöm Leifsson langar mig að koma eftirfarandi á framfæri. Sem keppandi í þolfimi finnst mér mjög virðingarvert að Björn skuli ennþá vera umboðsaðili IAF þar sem hann þarf að borga 1.400 dollara árlega fyrir að halda slíka keppni hérlendis. Hann er heldur ekki með neina keppendur frá sinni stöð leng- ur og notfærir sér keppnina á engan hátt til auglýsingar. Þó ágreiningur hafi komið upp á milli Magnúsar Scheving og Björns Leifssonar þá held ég að flestum finnist orðið hálf þreytandi að lesa um hvað fer þeirra á milli í blöðunum. Sem keppandi í þolfimi get ég ekki séð að Björn btjóti keppnisgreinina niður á nokkurn hátt. Við höfum alltaf sótt okkar keppnisreglur sjálf til umboðsaðila IAF. Þegar undirrituð var í Japan á heimsmeistaramótinu 1993 þá var Björn mjög rausnarlegur gagnvart íslensku keppendunum. Ég vona því að hartn haldi áfram að vera umboðs- maður IAF á íslandi, því hann hefur unnið mjög gott starf sem slíkur, og haldi áfram að gera okkur kleift að keppa á virtum mótum. Því miður er þetta fjölmiðlafár Magnúsar á góðri leið með að skaða þolfimi sem keppnisíþrótt. Sjáumst hress á íslandsmeistara- móti IAF 9. mars næstkomandi. ÞÓRANNA RÓSA SIGURÐARDÓTTIR, þolfimikennari í Stúdíói Ágústu ogHrafns. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu éfni til birtingar telja'st samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að iútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.