Morgunblaðið - 03.03.1995, Síða 42
42 FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Brjóstahaldarar með og án spanga, B, C og
D skálar, samfella með spöngum og teygjubuxur.
Söluaðilar:
Olympía Laugavegi • Olympía Kringlunni • Embla Hafnarfirði
H búðin Garðabæ • Perla Akranesi • Krisma ísafirði • Kaupfélag
Vestur-Húnvetninga Hvammstanga • ísold Sauðárkrúki • Valberg
Ólafsfirði • Amaro Akureyri • Hin búðin Fáskrúðsfirði • KASK
Höfn Hornafirði • Kf. Rangæinga Hvolsvelli • Vöruhús K.Á. Selfossi
Kaupfélag Héraðsbúa Egilsstöðum • Ceres Nýbýlavegi Képavogi
Heildsölubirgðir: Davíð S. Jónsson & Co. hf. sími 91- 24333
Tunglið
föstudagskvöldið 3. m
DJ. David Hedgcr, DJ. Árni E.
Topp HÆÐ DJ. Áki Pain
VIP s einn inn meðan húsrúm le
20 ára aldurstakmark
Villti Trylltl Villi
"" . •
Laugardagirm 4. mars.
DJ. Árni E. og David H.
16 ára aldurstakmark
Forsöluverð 900 kr.
við hurð 1200 kr.
ÍDAG
Farsi
UAKbLAiS/cMLTUMLT
Satt abSZqja.,3clr&tjr, cutturr> i/i£ iWl
cí nÁ.h/xrr!arú 5öUiÁettU/n.
COSPER
ÉG er reyndar að hugsa um að slíta trúlofuninni.
VELVAKANDI
Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16
frá mánudegi til föstudags
■ ■ ■ jri'n mri7.V. i. v,. miii<t.-.ttr-fft..r.nifr..
FRÁ Súðavík
Kveðja til Súðvíking-a
TRACY Biggs í Ástralíu
sendir samúðarkveðjur
til allra þeirra sem eiga
um sárt að binda vegna
snjóflóðanna í Súðavík.
Hún sendi nokkrar línur
Tapað/fundið
Vettlingnr
tapaðist
DÖKKBRÚNN pijóna-
vettlingur með ljósu
stjörnumunstri tapaðist
sl. laugardagskvöld.
Finnandi vinsamlega
hringi í síma 46160.
sem útleggjast á þessa
leið: „Megir þú fá hugg-
un á þessum sorgartím-
um gegnum þær ljúfu
minningar sem hjarta
þitt á um ástvini sína.“
Gæludýr
Kettlingur
fannst
STEINGRÁR kettlingur
fannst við Suðurgötu.
Lýst er eftir eiganda
hans eða óskað eftir nýj-
um eiganda. Upplýs-
ingar í síma 675563.
SJÁ STÖÐUMYND
Gagnsókn svarts á drottn-
ingarvæng er orðin hættuleg
og Bronstein greip nú til
lagleg leið og sömuleiðis var
hægt að veijast með 39. -
Hb2+! 40. Kel - Hxf6!) 40.
Dg3+ - Kf5 41. Dg4 mát.
stórskotaliðsárásar. 38.
Hxh7! - Kxh7 39. Hxg6 -
Kxg6?7 (Leikur sig beint í
mát. Ef svartur hefði haldið
höfði átti hann enn jafntefli,
meira að segja á tvo mis-
munandi yegu: 39. - Hg8!
40. Bc2 - Rf5 41. Bxf5 -
exf5 42. Hxg8 - Hb3! er
SKÁK
llmsjðn Margeir
Pétursson
DAVÍÐ Bronstein, stór-
meistarinn sjötugi, hyggst
nú draga sig í hlé frá
þátttöku í skákmót-
um. Hann tefldi síð- ‘
ast í áskorenda-
flokknum á alþjóð-
lega mótinu í Hast- e
ings í Englandi um
áramótin. Þessi 5
staða kom upp á
mótinu. Bronstein «
(2.435) hafði hvítt
og átti leik gegn 3
franska alþjóðlega
meistaranum Louis 2
Roos (2.420)
Víkveiji skrifar...
VÍKVERJI og nokkrir kunningj-
ar hans fóru nýlega til Dallas
í Texas. Ferðalagið gekk að óskum
fyrir utan nokkrar tafír sem urðu
vegna óveðurs og fannkomu, þó
ekki á íslandi heldur í New York.
Það var fróðlegt að kynnast vetri
þeirra Texasbúa. Daglega var 10
til 20 stiga hiti og sólin skein í
heiði. Heimamenn sögðu að stund-
um snjóaði en af lýsingunum að
dæma er það sem þykir fannfergi
þarna um sióðir ekki nema föl og
stendur stutt við. Rétt við gistihús-
ið blasti við kunnuglegt umhverfí.
Skólabókasafnið þar sem Lee Harv-
ey Oswald lá í leyni fyrir John F.
Kennedy og er yfírleitt kallað
„Sjötta hæðin“. í þessu húsi er nú
meðal annars safn til minningar um
Kennedy forseta. Hinum megin við
götuna er dómshúsið þar sem Osw-
ald féll fyrir skoti Rubys. Það var
undarlegt að standa á gangstéttinni
við Álmstræti og rifja upp daginn
sem Kennedy dó. Ferðafélagar Vík-
veija sem voru börn að aldri í nóv-
ember 1963 mundu glöggt bæði
stað og stund þegar þeim bárust
til eyrna fréttirnar af forsetamorð-
inu.
xxx
AÐ ER haft við orð að allt sé
stórt í Texas. Það fengu kunn-
ingjar Víkveija að reyna þegar þeir
söddu hungur sitt. Steikurnar
reyndust stærri og safaríkari en
hörðustu matmenn hafði dreymt
um. Jafnvel svo að menn gengu frá
mat sínum hálfkláruðum og voru
þó löngu fullsaddir. Einn úr hópnum
lét þó ekki glepjast af steikunum
og pantaði sér steikta hænuunga í
allan mat, jafnvel á frægum steikar-
húsum. Lystin á hænsnakjötinu
fékk þó snöggan endi þegar þær
fregnir bárust í fjölmiðlum að salm-
onellusmit hijáði bústofna margra
alifuglabænda og var fólk heldur
varað við hænsnakjöti. Steikar-
menn undu hins vegar glaðir við
sinn hormónaríka kost.
HVORKl gengur né rekur í
samningum kennara og ríkis-
ins þegar Víkvetji skráir þessar
hugsanir sínar. Foreldrar og nem-
endur eru löngu orðnir leiðir á stagl-
inu og eru uggandi um hver áhrif
vinnudeilunnar verða á námsárang-
ur nemenda. Víkveiji veit til þess
að áhugasamir foreldrar hafa leið-
beint bömum sínum og skólafélög-
um þeirra nú í verkfallinu. Verk-
fallsverðir kennara hafa komið í veg
fyrir að slík leiðbeining fari fram í
skólum á þeim forsendum að þar
sé vinnustaður kennara og slík
ólaunuð leiðbeining því verkfalls-
brot! En eru skólarnir ekki einnig
vinnustaðir nemenda? Eru þeir rétt-
lausir í þessari deilu? Leyfíst einni
stétt að setja þannig í hérkví hús-
næði í opinberri eigu. Hver er rétt-
ur skattborgaranna í þessu efni?
Víkveiji vonar að kjör kennara og
annarra landsmanna batni. En ef
kjarabótin kostar almenna óvild í
garð stéttarinnar, er hún þá ekki
of dýru verði keypt?