Morgunblaðið - 19.03.1995, Síða 6

Morgunblaðið - 19.03.1995, Síða 6
6 SUNNUDAGUR 19. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Finnar kjósa til þings í dag Fjárlagahalli og atvinnu- leysi stærstu vandamálin Flest bendir til að Paavo Lipponen, formaður fínnskra jafnaðarmanna, verði forsætisráð- herra að kosningum loknum segir Lars Lundsten, fréttaritari Morgunblaðsins í Finn- landi en Finnar ganga að kjörborðinu í dag. PAAVO Lipponen, 54 ára formaður Jafnaðar- mannaflokks Finnlands, segist vera maður sem geti öðlast traust allra þeirra sem ráða örlögum þjóðarbús Finna, ólíkt formönnum annarra stjórn- málaflokka. Hann sakar ríkis- stjóm Miðflokksins og hægri manna um að vera hrokafyllstu ríkisstjórn Finna frá því að hann muni fyrst eftir sér. Hann bætir við að minni hans nái fjörutíu ár aftur í tímann. Það eru einkum þijú vandamál sem á þarf að taka þegar ný ríkis- stjóm tekur við völdum; atvinnu- lausir Finnar telja hátt í hálfa milljón, fjárlagahalli fer vaxandi og langtíma vextir hækkandi. Allt þetta er að mati Lipponens fráfar- andi hægristjórn að kenna. Lang- tímavextir muni lækka þegar markaðsöflin geti farið að treysta langtíma efnahagsstefnu ríkisins. Sú stefna þurfí að byggjast m.a. á minnkandi fjárlagahalla. Með því gæti dregið úr atvinnuleysinu því lækkandi vextir valda auknum fjárfestingum í iðnaðinum. Verði Lipponen og flokksbræð- ur hans sigurvegarar í kosningun- um á sunnudaginn má búast við gjörbreyttu andrúmslofti í þjóðfé- laginu, segir formaður jafnaðar- manna. Hann segist til dæmis vilja koma á þjóðarsátt til að draga úr verðbólguhættu. Komu í veg fyrir þjóðarsátt Þegar ríkisstjóm Eskos Ahos, formanns Miðflokksins, reyndi að semja um þjóðarsátt haustið 1991 til þess að koma í veg fyrir gengis- fellingu og vaxandi skuldasöfnun voru það jafnaðarmenn í verka- lýðshreyfingunni sem gerðu þau áform að engu. Nú hefur jafnað- armaðurinn Lauri Thalainen, for- maður alþýðusambandsins (SAK), lagt fram tillögu um tveggja ára þjóðarsátt. Finnski gjaldmiðillinn, markið, kom vel út úr þeim hræringum sem urðu á alþjóðagjaldeyrismörk- uðum fyrir skömmu en eftir því var tekið í Finnlandi að sænska krónan lenti í vandræðum. Áður hafa Finnar og Svíar yfirleitt ver- ið samferða í hrakningum af þessu tagi. Segir Lipponen að erlendir gjaldeyrisspekúlantar hafí sýnt komandi ríkisstjórn fínnskra jafn- aðarmanna traust með því að lækka ekki verð marksins. „Ég er ekki fyrr- verandi ungliði" En treysta finnskir kjósendur Lipponen? Margir Finnar telja að Aho ber af hvað varðar framkomu í sjónvarpi. Sigri jafnaðarmenn verði það þrátt fyrir lélega frammistöðu Lipponens, en sigri Miðflokkurinn sé það einkum vegna góðrar frammistöðu Ahos. Sjálfur kveðst Lipponen vera rólegur og samvinnufús maður sem sé sama um mælskulist. Hann tekur einnig fram að hann hafí ekki byijað stjómmálaferil sinn sem ungliði á áttunda áratugnum. Þess vegna segist hann illa skilja hugsunarhátt slíkra manna. Esko Aho hóf hins vegar stjórn- málaferil sinn sem ungliði á þe,ss- um árum. Var hann til dæmis bendlaður við Janajev, uppreisn- armann sem sat við völd í Kreml nokkra daga í ágústmánuði 1991. Urðu þeir vinir á þeim tíma er unglingahreyfíng Miðflokksins hélt uppi formlegu samstarfí við ungliðahreyfingu kommúnista- flokks Sovétríkjanna. Aho er talinn einhver snjallasti stjómmálamaðurinn í Finnlandi um þessar mundir. Honum hefur tekist að halda saman stjóm með aðild Hægriflokksins og Sænska þjóðarflokksins án þess að láta þessa flokka fá frumkvæði í nein- um meiriháttar málum. Einnig hefur honum tekist að halda sínum Reuter PAAVO Lipponen leiðtogi jafnaðarmanna og Esko Aho forsætisráðherra í kappræðum í finnska sjónvarpinu. Flest bendir til að LippOnen verði næsti forsætisráðherra Finnlands. flokki saman þrátt fyrir ESB-mál- ið sem næstum því varð honum að falli innan flokksins. Það er slagorð Ahos að sú efna- hagsstefna sem framfylgt hefur verið á þessu kjörtímabili hafí ver- ið eini valkosturinn. Sem dæmi um hversu vel ríkisstjórninni hafí tekist að ná þjóðinni úr kreppunni nefnir hann að atvinnuleysið hafí minnkað um 40 þúsund störf á síðasta ári og muni minnka um 50 þúsund á þessu ári. Mynda Aho og Lipponen samsteypustjórn? Hvorki Aho né Lipponen segjast fúsir að spá í komandi stjórn- arsamstarf. Aho segist ekki úti- loka að núverandi ríkisstjórn sitji áfram haldi flokkamir meirihluta. Lipponen segist ekki gefa nein- ar yfírlýsingar fyrr en þjóðin hafí kosið. Þó gleymir hann sér stund- um og bætir við að samstarf við hægrimenn gæti reynst hættulegt af því að hægri flokkurinn (Sam- einingarflokkurinn) sé ekki jafn- sterkur og Miðflokkurinn. Finnskir fréttaskýrendur telja ekki ólíklegt að samstarf Mið- flokksins og krata verði endurtek- ið á komandi kjörtímabili. Það samstarf hófst á millistríðsámnum og hefur reynst vel oftar en einu sinni. Helsti vandinn sé hins vegar að þeir Aho og Lipponen hafí kom- ið ódrengilega fram hvor við ann- an í hita kosningabaráttunnar. Aho segir að þjóðin vilji ekki heyra getgátur um komandi stjómarsamstarf fýrir kosningam- ar. Varðandi það hvernig beri að leysa atvinnuleysisvandann era ólíkar hugmyndir uppi meðal jafn- aðarmanna og núverandi stjórnar- flokka. Vilja jafnaðarmenn höggva á hnútinn með ríkisfyrir- greiðslu. Núverandi stjóm hefur hins vegar reiknað með að al- mennur efnahagsbati dragi úr at- vinnuleysinu. Flokkur sem vill nota hugleiðslu í stjórnmálum Það er einkenni fínnskra stjórnmála að flokkakerfið er mun flóknara en á hinum Norðurlönd- unum. Jafnaðarmönnum hefur aldrei tekist að ná yfirburðum eins og í Skandinavíu. Borgara- legu flokkarnir eru hins vegar ekki vanir að starfa saman. Nú- verandi hægristjórn er sú fyrsta síðan á sjöunda áratugnum. Á fráfarandi þingi hafa „hinir þrír stóra“ um 73 fylgi, en til þeirra teljast jafnaðarmenn, Mið- flokkurinn og Sameiningárflokk- urinn (Hægriflokkurinn). Hafa þeir samtals 143 sæti af 200. Skoðanakannanir benda til þess að heildarfylgi þeirra verði óbreytt. Fylgið muni aðeins fær- ast, aðallega frá Miðflokknum til jafnaðarmanna. Meðal þeirra sem nú sitja á þingi má einnig nefna Vinstra- bandalagið (19 sæti), græningja (10), Sænska þjóðarflokkinn (11) og Kristilega flokkinn (8). Auk þeirra eru nokkur minni flokks- brot. Nýir flokkar sem hyggjast vinna þingsæti era til dæmis Kvennaflokkurinn, Ung-Finnar, Náttúrulagaflokkurinn og Banda- lagið fyrir fijálsu Finnlandi. Þar að auki bjóða tveir flokkar lífeyr- isþega sig fram, sem og ýmsir aðrir smáhópar. Samtals eru 18 framboðslistar í boði. Utan flokkslista bjóða ennfremur nokkrir óháðir fram. Af nýju framboðum eru aðeins Ung-Finnar líklegir til að ná þing- sætum. Flokkur þeirra er róttæk- ari hægri flokkur en Samein- ingarflokkurinn gamli. Ólíklegt þykir þó að þeir fái nein veraleg völd en þeir geta saxað þó nokkuð á fylgi Sameiningarflokksins. Náttúrulagaflokkurinn segist vilja kenna finnsku þjóðinni hug- leiðslu og að fljúga- með því að stunda jóga. Flokkurinn hefur ekkert mælanlegt fylgi. Kvennaflokkurinn hefur það eitt að markmiði að koma fleiri konum á þing. Fylgi hans nægir þó væntanlega ekki til þess. Bandalagið fyrir fijálsu Finnlandi er sprottið upp úr óánægju með ESB-aðild Finna. Höfðar banda- lagið helst til kjósenda Miðflokks- ins í afskekktum sveitum. Eftir að stjórnarskránni var breytt, þannig að minnihluti á þingi getur ekki lengur tafið af- greiðslu mála eins og áður, hefur stórlega dregið úr vægi smá- flokka á þinginu. Áður vora ríkis- stjómir myndaðar jneð allt að 73 meirihluta til að tryggja af- greiðslu til dæmis skattamála. Nú þarf í flestum tilfellum aðeins einfaldan meirihluta, einnig í þessum viðkvæmu málum. Atkvæði greitt einstaklingi en ekki lista Finnskir kjósendur geta haft mun meiri áhrif á kjör þingmanna en til dæmis íslenskir eða sænsk- ir kjósendur. Finninn kýs þann mann sem honum finnst hæfast- ur. Frambjóðendur eru saman á flokkslistum en röð þeirra á lista flokksins í hveiju kjördæmi er í höndum kjósenda. Það hefur komið fyrir að gaml- ir og traustir flokksleiðtogar hafa dottið af þingi vegna þess að kjós- endur hafa ekki kært sig um að greiða þeim atkvæði. í stað þess hefur kannski nýr frambjóðandi tekið sæti á þingi öllum að óvör- um. í Vinstrabandalaginu, sem er arftaki kommúnistaflokksins, hefur í þessum kosningum verið mikil togstreita milli flokksfor- ystu og gömlu kommanna. Nokkrir frambjóðendur úr röðum gömlu harðlínumannanna njóta svo mikilla persónulegra vin- sælda, að þeim tekst líklega að ná kjöri umfram hófsama, „græn/rauða“ sósíalista sem eru þó í meirihluta í flokknum. Persónubundar kosningar af þeim toga sem tíðkast í Finnlandi valda því að flokksforystan getur ekki stjórnað hegðun einstakra þingmanna eins og t.d. í Svíþjóð. Talið er til dæmis að sumir þing- menn Miðflokksins hafi greitt atkvæði á móti aðild Finna að Evrópusambandinu einmitt vegna óvinsælda ESB heima í héraði. Formleg stefna flokksins var samt stuðningur við ESB-aðild. Togarar frá Mikla banka í Smuguna Ósló. Morgunblaðið. ÞRÍR hentifánatogarar hafa flúið „fískveiðistríðið" út af austurströnd Kanada og ætla nú að reyna fyrir sér í Smugunni í Barentshafí í stað- inn. Kom togarinn Santa Prinsessa, sem skráður er í Belize, þangað á miðvikudag, en hann hafði áður ver- ið við veiðar á Mikla banka. Norska strandgæslan óttast að nýtt „þátttökumet" verði sett í Smuguveiðu.in í ár. í fyrra vora sjö- tíu togarar þar við veiðar og kom um helmingur þeirra frá íslandi. Er Ijóst að íslenskir útgerðarmenn ætla að halda veiðunum áfram á þessu ári. Einnig óttast strandgæslan að margir togarar, sem óttast hugsan- legar aðgerðir kanadísku strand- gæslunnar, muni ákveða að halda á miðin í Barentshafi í staðinn. Reuter Irar í Hvíta húsinu BANDARÍSKU forsetaþjónin Bill og Hillary Clinton buðu á föstudag til veislu í Hvíta húsinu í tilefni dags heilags Patreks. Á myndinni ganga þau til veislunn- ar ásamt John Bruton, forsætis- ráðherra Irlands og konu hans Fmolu. Meðal gesta voru Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein, og Gary McMichael, fulltrúi mót- mælenda á Norður-írlandi. t I > i \

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.