Morgunblaðið - 19.03.1995, Side 53

Morgunblaðið - 19.03.1995, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ný vett- vangs- ferðaröð NVSV NÁTTÚRUVERNDARFÉLAG Suðvesturlands, NVSV, fagnar vorjafndægri sem verður þriðju- daginn 21. mars og setur þá af stað vettvangsferðaröð undir kjör- orðinu: Nýtur er hver sig fræði. Hugmyndin er að vettvangsferð- irnar verði framvegis yfírleitt farn- ar á fimmtudagskvöldum kl. 20 og endurteknar kl. 14 á laugar- dögum. Tilgangur með þessum ferðum er að aðstoða einstaklinga og fjöl- skyldur við að kynna sér hvað í boði er til náttúrufræðslu, hvernig svokölluð náttúruverndar- og um- hverfísmál standa og nýta sér þá vitneskju. í fyrstu ferðinni í þessari nýju vettvangsferðaröð á þriðjudags- kvöldið fer Náttúruverndarfélagið í heimsókn í Sýningarsal Náttúru- fræðistofnunar Islands. Þáttak- endur mæti kl. 20 við Sýningarsal- inn að Hlemmi 5, gengið inn frá Hverfisgötu (gegnt Lögreglustöð- inni). Sérfræðingar Náttúrufræði- stofnunar kynna það sem fýrir augu ber og svara spurningum. Þessi verður endurtekin á laugardaginn 25. mars kl. 14. ----------♦ ♦ ♦----- Fyrirlestur um skáldsögu DR. MALAN Marnersdóttir, lektor við Fróðskaparsetur Feroya, flytur opinberan fyrirlestur í boði heim- spekideildar Háskóla íslands mánudaginn 20. mars kl. 17.15 í stofu 101 í Odda. Fyrirlesturinn nefnist „Indflyd- . else: Angst - længsel“ og fjallar um skáldsögu Gunnars Hoydal Undir suðurstjornum (1991) sem heitir á dönsku „Stjerner over Andes“ (óbirt). Skáldsagan segir frá ferð þriggja systkina til baka til Suður-Ameríku þar sem þau bjuggu á æskuárum. Skáldsagan vísar oft í bókmenntir eftir Christ- ian Matras, Karsten Hoydal og Pablo Neruda og í fyrirlestrinum verður þetta m.a. sett í samhengi við kenningar Harolds Bloom um . textatengsl og áhrif í bókinni „The Anxiety of Influence" (1973). Malan Mamersdóttir lauk dokt- orsprófi í bókmenntum 1986 og hefur kennt við Foroyamálsdeild Fróðskapasetur Foroya síðan 1983. Fyrirlesturinn verður fluttur á dönsku og er öllum opinn. ♦ ♦ ♦---- I Námskeið 1 í skyndihjálp Reykjavíkurdeild rkí gengst fyrir námskeiði í skyndi- hjálp sem hefst mánudaginn 20. mars. Kennt verður fjögur kvöld og telst námskeiðið vera 16 kennslustundir. Þátttaka er heimil i öllum 15 ára og eldri. Námskeiðið verður haldið í Armúla 34, 3. hæð. ( Námskeiðsgjald er 4000 kr. og j fá.skuldlausir félagar í RKÍ 50% afslátt. Hægt verður að ganga í félagið á staðnum. Einnig fá nem- endur í framhaldsskólum 50% af- slát og gildir það einnig um há- skólanema. Meðal þess sem kennt verður á námskeiðinu er blástursmeðferðin, endurlífgun með hjartahnoði, hjálp ( við bruna, blæðingum úr sárum Á og mörgu öðru. Að námskeiðinu loknu fá nem- * endur skírteini sem hægt er að fá metið í ýmsum skólum. SUNNUDAGUR 19. MARZ 1995 53 aö auK‘; háttAág^ Ve» ͧÍS#ͧ2^ söltóga \eðurÚK' iðiítu 1 en«ac995^s Xöi\ k°staí peroza á götuna FAXAFENI 8 • SlMI 91- 685870

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.