Morgunblaðið - 19.04.1995, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 19.04.1995, Qupperneq 1
88 SÍÐUR B/C/D 88. TBL. 83. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Gervihnatta- diskarnir fjarlægðir Nikósíu. Reuter. ÍRÖNSK yfírvöld hafa fyrirskipað að frá og með næsta laugardegi verði gervihnattadiskar teknir niður af húsþökum þar í landi til að hamla á móti vestrænni menningarinnrás, að sögn Ali Mohammad Besharati innanríkisráðherra. Haft var eftir ráðherranum að þetta væri gert til að vemda íslömsk gildi fyrir vestrænni menningu. Bannið myndi koma í veg fyrir að slík „innrás úr vestri“ hefði áhrif á írönsku þjóðina. Besharati sagðist eiga von á því að um 80% þeirra sem eigi gervi- hnattadiska muni taka þá niður sjálfviljugir. Löggæslumenn munu sjá til þess að nýju reglugerðinni verði framfylgt hjá hinum. Verða eigendurnir sektaðir og diskarnir gerðir upptækir. Reuter Frakkar hóta að draga gæslusveitir frá Bosníu París, Sarm’evo. Reuter. FRAKKAR lögðu í gær til að örygg- isráð Sameinuðu þjóðanna (SÞ) samþykkti nýja ályktun um Bosníu sem kvæði á um framlengingu vopnahlés og nýjar tilraunir til þess að stilla til friðar í landinu með samningum. Öryggisráðið fundaði fyrir luktum dyrum í gær um ástandið í Bosníu. Frakkar sögðu að grípa þyrfti til nýrra ráðstafana af hálfu SÞ til þess að vernda líf friðargæsluliða í land- inu. Tveir franskir gæsluliðar voru drepnir í Sarajevo sl. föstudag og Iaugardag. Alain Juppe utanríkis- ráðherra sagði í gær að flest benti til þess að leyniskytta stjórnarhers- ins hefði drepið annan þeirra. Edou- ard-Balladur forsætisráðherra sagði að Frakkar ættu ekki annarra kosta völ. en kalla 4.500 gæsluliða heim yrði vopnahléið, sem renna á út um næstkomandi mánaðamót, ekki framlengt og ráðstafanir gerðar til að gæsluliðar gætu sinnt hlutverki sínu með eðlilegum hætti. Haris Silajdzic, forsætisráðherra Bosníustjómar, sem lagðist gegn brottför franskra gæsluliða, sagði að með því yrðu banamenn gæslulið- anna tveggja, sem vegnir voru úr launsátri, verðlaunaðir. Gekk hann út frá því að Bosníu-Serbar hefðu verið að verki en síðar skellti Juppe sökinni á morði annars gæsluliðans á stjóm múslima. Bosníu-Serbar héldu uppi skothríð á flutningaleið til Sarajevo vestur af borginni í gær og í fyrradag skutu þeir á úthverfið Hrasnica, að sögn fulltrúa SÞ. Þá var flutningaflugvél á leið til Sarajevo snúið við í gær er Bosníu-Serbar afturkölluðu loforð um að skjóta ekki á hana. Áskilja Serbar sér neitunarvald um ferðir óvopnaðra flugvéla með óbreytta borgara og hjálpargögn til og frá Sarajevo. Hátíðarhöld undirbúin Moskvu. Reuter. MIKIL hátíðarhöld eru nú í undirbúningi í Rússlandi til að minnast þess að fimmtíu ár eru liðin frá því að sigur vannst á innrásarliði Þjóðveija. Unnu verkamenn í gær við að koma fyrir risavaxinni styttu í Sigur- garðinum í miðborg Moskvu. Viktor Tjernómyrdín forsætis- ráðherra sagði í ræðu á ráð- stefnu um þá lærdóma er draga mætti af heiinsstyrjöldinni að ekki mætti gleyma því mikil- væga hlutverki sem Jósef Stal- ín gegndi í styrjöldinni. Slíkt væri ekki réttlátt, þar sem hon- um hefði tekist að sameina íbúa Sovétríkjanna á erfiðum tím- um. Stalín hefur verið í ónáð í Rússlandi í mörg ár og vakti þessi athugasemd Tjernómyrd- íns því mikla athygli þó að hann hafi á öðrum stöðum í ræðunni gagnrýnt einræðis- herrann. Var ummælunum um, sem voru fyrrum hermenn er börðust í síðari heimsstyrj- öldinni, Grálúðusamningur Pólitískt hitamál á Spáni Madrid. Reuter. SAMNINGUR Kanada og Evrópu- sambandsins um grálúðuveiðarnar við Nýfundnaland er orðinn að miklu, pólitísku hitamáli á Spáni. Á það einkum við um Galisíu, þaðan sem flestir úthafsveiðitogararnir eru gerðir út, en þar líta menn á sam- komulagið sem uppgjöf og svik. „Veik stjórn uppsker aðeins ósig- ur og það er einmitt það, sem gerst hefur,“ sagði Jose Maria Aznar, for- maður Alþýðufylkingarinnar, og í hafnarborginni Vigo í Galisíu eru menn ævareiðir ríkisstjórninni. Segja talsmenn útgerðarinnar, að samningurinn jafngildi endalokum spænska úthafsveiðiflotans og spá því, að þúsundir manna muni missa atvinnu sína í fiskiðnaðinum. Boðað hefur verið til mikilla mót- mæla gegn samningnum í höfuðstað Galisíu, Santiago de Compostela, 29. apríl. ■ Stefnumótandi samningur/20 Chirac í sókn FLÓTTI virðist vera að koma í lið stuðningsmanna Edouards Balladurs forsætisráðherra Frakklands. I gær gáfu þau Charles Pasqua innanríkisráð- herra og Simone Veil félags- málaráðherra i skyn að þau teldu líklegt að Jaeques Chirac myndi sigra í fyrri umferð for- setakosninganna, sem fram fer á sunnudag. Balladur ítrekaði í gær þá afstöðu að hann hygð- ist hvetja stuðningsmenn sína til að kjósa Chirac í síðari um- ferð kosninganna ef hann yrði undir í þeirri fyrri. Ekki er leyfilegt að birta skoðankann- anir síðustu vikuna fyrir kosn- ingar og var síðasta könnunin því birt nú um helgina. Sam- kvæmt henni ætla 26,5% kjós- enda að kjósa Chirac, 20,5% Jospin og einungis 16,5% Balladur. Á myndinni má sjá Chirac á kosningafundi í borg- inni Nantes í gær. Tjernóbíl Norskt sauðfé enn geislavirkt Ósló. Morgunblaðið. TÆPLEGA níu árum eftir Tjernóbil-slysið eiga norskir sauðfjárbændur enn í vand- ræðum vegna geislavirkrar mengunar sem barst yfir Nor- eg vorið 1986. Samkvæmt nýrri skýrslu frá norska landbúnaðarráðuneyt- inu varð að sérfóðra 64 þúsund ær og lömb fyrir slátrun á síð- asta ári. Var ástæðan sú að sesíum-magn í kjötinu reynd- ist fyrir ofan viðmiðunarmörk stjómvalda. Dýrar aðgerðir Nam kostnaður vegna þess- ara aðgerða 156 milljónum ís- lenskra króna á síðasta ári. Norsk stjórnvöld hafa lýst yfir ánægju með aðgerðirnar og segja enga hættu á að neyt- endum sé boðið geislavirkt kjöt. Til samanburðar má geta þess að sérfóðra varð 103 þús- und ær og lömb í fyrra og 58 þúsund árið 1992. Þau svæði, sem verst hafa orðið úti, eru Heiðmörk, Upplönd, Nyrðri- Þrændalög og Norðland. Smalað fyrr Til að draga úr geislavirkni í kjötinu er fénu smalað saman af beitarlöndum fyrr en venja er og gefið sérfóður fram að slátrun. í fóðrið er meðal ann- ars bætt efnum sem draga í sig geislavirknina hraðar en ella hefði orðið. Þá hafa einnig verið gerðar tilraunir með lyfjagjöf að vori er gefið hafa góða raun. Geislavirkni veldur einnig erfiðleikum í hreindýrarækt og er talið að aðgerðir til að draga úr henni sl. vetur hafi kostað 75 milljónir íslenskra króna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.