Morgunblaðið - 29.04.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.04.1995, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐALFUNDUR LANDSVIRKJUNAR Jóhannes Nordal um uppbyggingu orkufreks iðnaðar á ársfundi Landsvirkjunar Nýr gróandi eftir margra ára kyrrstöðu Morgunblaðið/Ámi Sæberg JÓHANNES Nordal flytur ræðu á ársfundi Landsvirkjunar. „EFTIR margra ára kyrrstöðu í þróun orkufreks iðnaðar hér á landi virðist nýr gróandi vera í lofti,“ sagði dr. Jóhannes Nordal, stjómarformaður Landsvirkjunar, á ársfundi fyrirtækisins í gær. Jóhannes sagði að batnandi af- koma fyrirtækja í orkufrekum iðn- aði hvarvetna í heiminum ásamt hagkvæmum skilyrðum til stækk- unar stóriðjuvera, gæfí vafalaust bestu og skjótvirkustu tækifærin til þess að hefja að nýju þróun orkufreks iðnaðar hér á landi. Einnig skipti miklu máli, að nú mætti í fyrsta skipti í sögu stór- iðjumála hér á landi treysta á al- menna og fordómalausa samstöðu stjómvalda og almennings um öfluga uppbyggingarstefnu á þessu sviði. í ræðu Jóhannesar kom fram að síðustu þijú árin hefðu reynst Fram kom í ræðu Halldórs Jóna- tanssonar, forstjóra Landsvirkjun- ar, á ársfundi fyrirtækisins í gær, að til að anna þessum markaði gerði Landsvirkjun ráð fyrir að ráðast í framkvæmdir sem kosta um 1.800 milljónir króna en þær munu auka árlega afkastagetu kerflsins um 540 gígavattstundir á ári, sem bætist við umframorku núverandi kerfís en áætlað er að hún verði 700 GWst/ári árið 1997. Ljúka 5. áfanga Kvíslaveitu og stækka Blöndulón „Til að anna þessum markaði gerir Landsvirkjun ráð fyrir að Ijúka við byggingu fímmta áfanga Kvíslaveitu, skipta um vatnshjól í Búrfellsstöð og auka afl hennar með því móti um 35 megavött og stækka Blöndulón úr 220 gígalítr- um í 400 gígalítra," sagði Halldór. Hann vék einnig að hagkvæmn- iathugun á byggingu sinkverk- smiðju hér á landi sem áætlað er að geti tekið til starfa í árslok 1998 en samtímis yrði núverandi starfsemi Áburðarverksmiðjunnar væntanlega hætt. Halldór sagði að hægt væri að fullnaegja orku- þörf sinkverksmiðju með stækkun Búrfellsstöðvar 100 megavött (MW) og byggingu 30 megavatta Nesjavallavirkjunar ásamt há- spennulínu milli Nesjavalla og spennistöðvarinnar í Korpu en áætlað er að þessar framkvæmdir rekstri Landsvirkjunar mjög þung í skauti og stjórn fyrirtækisins hefði talið sér skylt að gæta ýtr- asta aðhalds varðandi verðhækk- anir og því litlar viðbótartekjur fengist til. að standa undir þeirri aukningu á afkastagetu, sem gangsetning Blöndustöðvar hafði í för með sér. Sagði hann að kapp hafi verið lagt á hagræðingu í rekstri og m.a. verið gerð rækileg endurskoðun á skipulagi og verka- skiptingu innan fyrirtækisins. Nú væri hins vegar að koma fram bati í þjóðarbúskapnum sem hefði þegar haft nokkur áhrif til hækkunar á tekjum Landsvirkjun- ar á seinasta ári, einkum frá Jám- blendifélaginu vegna batnandi af- komu þess og frá ÍSAL vegna tengingar raforkuverðs við verð á áli, sem hækkaði ört á síðari helm- ingi ársins. myndu kosta alls um 7.100 millj. kr. Halldór sagði að einnig væri til athugunar hvort stækkun Hrauneyj afossstöðvar um 70 MW eða Sigöldustöðvar um 50 MW kæmi til greina í stað stækkunar Búrfells. „Ennfremur er til athugunar enn frekari stækkun ÍSAL sem fæli í sér um 30 þúsund tonna aukningu í afkastagetu á ári en þyrfti um 500 gígavattstundir á ári. Sú stækkun gæti komið í rekstur á árinu 2.000 og væri hægt að fullnægja hinni auknu orkuþörf með byggingu 115 mega- vatta virkjunar við Vatnsfell," sagði Halldór. Pólitísk stefna um sæstrengsútflutning Finnur Ingólfsson iðnaðarráð- herra ávarpaði ársfund Lands- virkjunar og sagði að þó lægð hefði verið í orkufrekum iðnaði á undanfömum árum væru nú ýmis teikn á lofti um bjartara ástand framundan. Finnur sagði að við- ræður við Alusuisse Lonza um stækkun ÍSAL gæfi tilefni til nok- kurrar bjartsýni. „Ekki er þó séð fyrir hvort þeim viðræðum muni ljúka með ákvörðun um stækkun álversins," sagði hann. Finnur sagði að tímabært gæti verið að móta pólitíska stefnu um útflutn- ing raforku um sæstreng þegar niðurstöður hagkvæmniathugun- ar, sem nú væri í gangi, lægju fyrir síðar á þessu ári. Má búast við ákvörðunum um stækkun álvera Vék Jóhannes að þeim kostum sem uppi em í uppbyggingu orku- freks iðnaðar hér á landi. Hann sagði að flest benti til þess, að fjárhagsstaða áliðnaðarins í heim- inum væri nú að nálgast það stig að framleiðslufyrirtækin hefðu bolmagn til þess að ráðast í ný- framkvæmdir eftir undanfarið samdráttarskeið. „Fyrst í stað má þó frekar búast við ákvörðunum um stækkun eldri álvera, þar sem góð aðstaða er fyrir hendi, en bygging alveg nýrra álvera verði DR. NIGEL Evans, forstjóri breska ráðgjafarfyrirtækisins Caminus Energy Ltd., flutti erindi um sam- keppni í raforkuiðnaði á ársfundi Landsvirkjunar í gær. Nigel Evans sagði ljóst að Landsvirkjun ætti allmikla viðskiptamöguleika á al- þjóðavettvangi, með þátttöku í upp- byggingu raforkuvera og tæknilegri ráðgjöf. Rök með og á móti samkeppni á raforkumarkaðinum Nigel Evans rakti rök með og á móti því að komið verði á sam- keppni á raforkumarkaði á íslandi. Hann lagði áherslu á að óskynsam- legt væri að koma á samkeppni í raforkuiðnaði ef það yrði neytend- um ekki til hagsbóta. Sagði hann að ýmis rök mæltu með samkeppni á íslenskum raforkumarkaði. enn að bíða betri tíma,“ sagði Jó- hannes. Fjallaði hann um viðræður sem hafnar eru við Alusuisse-Lonza um stækkun álbræðslunnar í Straumsvík og áhuga stjórnenda íslenska jámblendifélagsins á að hefja könnun á stækkun verk- smiðjunnar með fjölgun bræðslu- ofna, svo og að athugun á mögu- leikum á framleiðslu magnesíum. „Það er athyglisvert, að allar þess- ar framkvæmdaáætlanir eiga það sameiginlegt, að gert er ráð fyrir því að nýta margvíslega aðstöðu, sem fyrir er, svo sem hafnir, vegi og háspennulínur,“ sagði Jóhannes. „Einn möguleikinn er sá að hafa samkeppnisútboð í sambandi við nýjar virkjanir og önnur raforku- mannvirki í landinu. Þótt nokkurn tíma tæki að koma því á vegna þess að nóg orka er fyrir hendi eins og er, gæti það haldið niðri kostn- aði við uppbyggingu nýrra mann- virkja og virkað sem þak á núver- andi raforkuverð," sagði hann og nefndi auk þess möguleika á að stofna nokkur fyrirtæki sem síðan yfirtækju þær virkjanir sem fyrir em. Nigel Evans sagði einnig að ýmis rök mæltu gegn því að sam- keppni yrði komið á hér á landi. Því fylgdi óhjákvæmilegur kostnað- ur, auk þess sem raforkuverð á Is- landi í dag væri mjög lágt, jafnvel enn lægra en í Noregi. Því til viðbót- ar mætti spyija hvort smæð ís- Raforku- verð ÍSAL hækkar STJÓRNENDUR Landsvirkjunar gera ráð fyrir áframhaldandi bata í afkomu fyrirtækisins í ár og á næstu árum. í áætlunum fyrirtæk- isins er gert ráð fyrir að rekstraraf- koman verði um einum milljarði króna hagstæðari á yfírstandandi ’ári en á síðastliðnu ári og að rekstr- arhallinn lækki í samræmi við það úr 1.491 millj. kr. í 540 millj. kr. á þessu ári. í ræðu Halldórs Jónatanssonar, forstjóra Landsvirkjunar, á ársfundi fyrirtækisins í gær, kom fram að áætlanir gerðu ráð fyrir að hand- bært fé úr rekstri á þessu ári verði um 1.834 milljónir kr. Þar af er ætlunin að veija 1.782 millj. kr. til nettó lækkunar skulda sem myndi þýða um 3,5%. lækkun langtíma- skulda. í þessum áætlunum er gert ráð fyrir að meðalverð til ÍSAL hækki úr 13,22 mill á kílówattstund í 17 mill/kWst, eða um 28,6% vegna hækkandi álverðs, að því er fram kom í máli Halldórs. Tekjur Landsvirkjunar hækkuðu á seinasta ári um 522 millj. kr. og námu samtals 6.917 millj. Stafaði það einkum af 1,6% aukningu í rafmagnssölu og hækkun á meðal- verði til almenningsrafveitna vegna gjaldskrárhækkana. Þá hækkaði meðalverð til ÍSAL um 5,2% á ár- inu. Á þessu ári er gert ráð fyrir að tekjur Landsvirkjunar aukist í 7.301 millj. kr. Vaxtagjöld rúmír 3 milljarðar I rekstrargjöldum Landsvirkjun- ar á seinasta ári, sem námu 8.408 millj. kr., voru afskriftir stærsti lið- urinn eða 3.324 millj, en vaxtagjöld námu 3.099 millj. kr. og almennur rekstrarkostnaður 1.985 millj. kr. Afborganir lána námu 1.606 millj. kr. nettó. Eigið fé Landsvirkjunar nam 26,2 milljörðum um seinustu áramót eða 33,2% af heildareign, sem nam um 78,9 milljörðum. Skuldir voru 52,7 milljarðar og þar af voru 51,3 milljarðar lán til langs tíma en langtímaskuldir fyrirtækis- ins lækkuðu um 1.380 millj. kr. frá fyrra ári. Gert er ráð fyrir að framkvæmd- ir á yfírstandandi ári verði með minnsta móti og varið verði til þeirra 49,1 milljón kr. en áætlað er að veija 61,6 millj. kr. til virkjun- arrannsókna á árinu, þar af 25,9 millj. vegna Jökulsár á Fjöllum og Jökulsár á Brú og 21 millj. vegna rannsókna á möguleika þess að flytja út raforku um sæstreng. lenska raforkumarkaðarins kæmi í veg fyrir að raforkufyrirtæki, sem ættu í samkeppni, næðu að þrífast. í lok ræðu sinnar benti Nigel Evans á að Alþjóðabankinn spáði því að á næstu tíu árum þyrfti að fjárfesta fyrir um 100 milljarða bandaríkjadala árlega í nýjum orku- verum fyrst og fremst í Suðaustur- Asíu. „Ljóst er að Landsvirkjun á all- mikla möguleika á mörkuðum sem eru að opnast um viða veröld. Fyrir- tækið gæti komið ár sinni fyrir borð með tvennum hætti. í fyrsta lagi gæti það veitt tæknilega ráð- gjöf í sambandi við vatns- og jarð- gufuvirkjanir og í öðru lagi gæti það tekið þátt í samkeppni um upp- byggingu nýrra raforkumann- virkja,“ sagði hann. 1.800 millj. kr. framkvæmd- ir vegna stækkunar álvers Enn frekari aukning á afkastagetu ÍSAL fyrir árið 2000 er til athugunar VERÐI af fyrirhugaðri stækkun álvers ÍSAL í Straumsvík um 62 þúsund tonna afkastagetu á ári er reiknað með hún verði komin í rekstur á síðari hluta árs 1997. Er áætluð orkuþörf stækkunarinnar um 924 gígawattstundir á ári (GWst/ári) og er talið að forgangsorkuþörf ÍSAL gæti samtals aukist í rúm- lega 1.000 gígawattstundir á árinu 1997. Dr. Nigel Evans, forstjóri Caminus Energy Ltd. Landsvirkjun á góða mögu- leika á alþjóðamarkaði Arnardalur, Brú, Lagarfoss, Búðarháls, Urriðafoss Orkuáætlun Landsvirkjunar til 2015 Kárahnúkar, Hraunaveita, Stækkun ” Krðflu, Bjamarflag, Stafnsvðtn Norðlingaölduveita \Nesjavellir2_ Sultartangi, Fljótsdalur Stækkun Búrfells, Nesjavellir 1 \ stækkun Sæstrengur 1 StækkunBlðndulóns\ Aflaukning Búrfelli \ Kvislaveita, 5. áfangi \ Vatnsfell jf >->■»«*, tm.vw wun Stækkun Krðflu TWst/ári 20 15 •10 2015

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.