Morgunblaðið - 29.04.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.04.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ Jule Perrot. Alþjóð- legi dans- dagnrinn HUGMYNDIN um að halda al- þjóðlegan dansdag kom upp á fundi dansara í Finnlandi árið 1981 og var m.a. litið til hins alþjóðlega leik- hússdags sem haldinn hefur verið hátíðlegur lengi. Rússneski danshöf- undurinn Peter Gusev flutti tillögu um að velja fæðingardag franska danshöfundarins Jean-Georges No- verre (1727-1810), 29. apríl, sem dansdag, en Noverre hafði mikil áhrif á þróun danslistar í Evrópu. Alþjóðlegur dansdagur hefur verið haldinn há- tíðlegur hér síðan 1989. Ingibjörg Björnsdóttir gerir grein fyrir þessum degi, aðdraganda ogtil- gangi, og gildi dansins í mannlífinu. Þessi tillaga fékk góðar undirtekt- ir og síðan 1982 hefur alþjóðlegi dansdagurinn verið haldinn hátíðleg- ur víða, og sífellt bætast fleiri lönd i hópinn. Samtök dansara, dans- flokkar, skólar og leikhús bjóða þennan dag til íjölbreyttrar dan- sveislu sem sumstaðar stendur yfir í marga daga. Hér á landi hefur alþjóðlegi dansdagurinn verið hald- inn hátíðlegur síðan 1989 og þá með ýmsu móti. Oft hafa listdansnem- endur komið fram og dansað á hin- um ólíklegustu stöðum s.s. í verslun- armiðstöðvum og sjúkrahúsum. Tvær stofnanir, dansdeild Al- þjóðlegu leiklistarstofnunarinnar og Alþjóðlega dansráðið, sem er hluti af UNESCO, hafa haft forgöngu um að á hveiju ári sendir þekkt fólk úr heimi dans og tónlistar frá sér ávarp í tilefni dagsins. Gríska tónskáldið Mikis Theodorakis skrif- ar eftirfarandi: „Dansinn, sem lifnar af eðlishvöt- inni, ástríkur, herskár, hátíðlegur, trúarlegur og helgur steig upp af moldinni, inn um steinhlið hinna fornu hofa á svið grísku hringleika- húsanna og upp á fjalir nútíma leik- húsa. Dans allra manna, fæddur af mönnum, hann virðum við, tign- um og heiðrum." Murray Louis, bandarískur dans- ari og danshöfundur, sendir frá sér eftirfarandi ávarp: „Dansinn er list hins mannlega. Verkfærið er likami mannsins, hjarta hans, hugur og ímyndunar- afl, allt það sem gerir manninn mennskan. Dansinn er ótrúlegt tungumál, sem skilst af öllum, sama í hvers konar menningarheimi þeir lifa. Þegar dansinn nær listrænum hæðum nálgast hann guðdóminn.“ Þessi grein er rituð fyrir hönd Félags íslenskra listdansara. Höfundur er skólastjóri Listdansskóla íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.