Morgunblaðið - 29.04.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.04.1995, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Breytingar á veðurfregn- um í SAMVINNU Ríkisútvarpsins og Veðurstofunnar hefur verið ákveðið að gera talsverðar breyt- ingar á veðurfregnum í Ríkisút- varpinu frá og með 2. maí 1995. Markmiðið með þessum breyting- um er einkum fjórþætt. • Tengja veðurfregnir bestu hlustunartímum útvarpsins, þ.e. fréttum. • Auka samlestur veðurfregna á báðum rásum Ríkisútvarpsins. • Greina milli almennra veður- fregna og veðurfregna einkum ætl- aðar sjómönnum með það í huga að þjóna betur hvorum hóp fyrir sig. • Gera spár styttri og markvissari þannig að þær nái þar með betur til notenda. Margar samverkandi ástæður eru fyrir því að ráðist er í þessar breytingar nú. Þróunin í veðurspá- gerð og veðurathugunum auk breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu hefur smám saman verið að breyta þörfum og möguleikum í veður- þjónustunni ekki síst í miðlun henn- ar. Er nú svo komið að Veðurstof- unni berst mikið af upplýsingum sem ýmsir aðilar þjóðfélagsins hafa þörf fyrir en útilokað er að miðla gegnum útvarp. Tölvur, sjálfvirk símsvarakerfi, textavarp, sending- ar um gervihnetti, fax o.fl. bjóða upp á allt aðra og meiri möguleika í Ríkísútvarpinu til miðlunar upplýs- inga en nokkur leið er að koma í gegnum útvarp. Veðurstofan hefur að undanförnu unnið að því að nýta í ríkum mæli þessa nýju miðlunartækni, þótt alltof hægt gangi vegna fjársveltis og niðurskurðar. Nýjar aðstæður - bættar tölvuspár í innra starfi veður- stofa hér sem annars staðar hefur átt sér stað veruleg breyting. Með aukinni reikni- getu tölva, nýrri athuganatækni og tíðari athugunum á veðri hefur eðli veðurspámennskunnar breyst. Er nú sums staðar svo komið að gerðar eru veðurspár sem miðlað er t.d. gegnum sjálfvirkan símsvara án þess að menn hafi komið ná- lægt að öðru leyti en með stjórn tölvubúnaðar. Þótt enn sé nokkuð í að slíkt gerist hér er ljóst að gerð sérspáa og margt af því, sem veð- urspámenn hafa fengist við hingað til, verður í framtíðinni alfarið unn- ið í tölvum, bæði framleiðsla og miðlun. Tölvuspár hafa batnað svo síðustu 5 árin eða svo, að aðeins fyrstu 6-9 klst. af gildistíma tölv- uspáa er talið að veðurfræðingar með reynslu sína og þekk- ingu geti efnislega bætt einhveiju við það sem tölvan gerir. Þetta er þó breytilegt eftir landfræðilegum að- stæðum og hér má ætla að þessi tími sé nokkru lengri. Tölvu- spár eru venjulega reiknaðar tvisvar á sólarhring og eru þá athuganir kl. 12 og 24 lagðar til grund- vallar. Vaxandi hlutur sífelluathugana úr gervihnöttum og sjálf- virkum veðurathugunarstöðvum á sjó og landi vegur þó sífellt þyngra í þeim gögnum sem stuðst er við. Tölvureiknaðar skammtímaveður- spár, þ.e. spár fyrir 1-2 sólarhringa liggja yfírleitt fyrir þremur íil sex klst. eftir fyrrnefnda tíma, eða síð- degis og síðla nætur hér á landi. Þá er eftir að fullvinna spána og laga hana að þeim aðstæðum og því formi sem henni skal miðlað á. Sífelldar veðurathuganir Eins og kunnugt er hafa veð- urathuganir lengst af verið gerðar á mönnuðum athugunarstöðvum Miklar breytingar verða á veðurfréttum Ríkisút- varpsins frá og með 2. maí nk. Magnús Jóns- son rekur þær ítarlega í þessari grein. samtímis á þriggja klst. fresti. Allt fram á síðasta áratug voru þessar athuganir grunnur að allri veð- urspágerð hér á landi, og miðlun upplýsinga um veður á einstökum stöðum byggðist á þessum athug- unum og mælingum. Það var því eðlilegt að vöktun á veðri hér sem annars staðar miðaðist við þriggja klst. athuganamynstur, og nýjum upplýsingum miðlað samkvæmt því. Með tilkomu sjálfvirkra veður- athugunarstöðva sem mæla ýmsa veðurþætti í sífellu og senda upp- lýsingar nær samtímis inn á Veður- stofu eða aðra staði er allt annað komið upp á teninginn. Vöktun á veðri verður sífelluverkefni, óskir manna og þarfír fyrir rauntíma upplýsingar um veður á einstökum stöðum ýta út lestri á útvarpslýs- ingu á ,löngu“ liðnu veðri. Endur- skoðun á veðurspá eða miðlun veð- Magnús Jónsson urupplýsinga almennt fer fram / sífellu í stað þess að það sé gert á þriggja eða sex klst. fresti. Mannaðar veðurskeytastöðvar á íslandi sem senda veðurskeyti á þriggja klst. fresti allan sólarhring- inn eru aðeins 11 en liðlega 30 stöðvar til viðbótar senda upplýs- ingar þrisvar til sjö sinnum á sólar- hring. Sjálfvirkum stöðvum fjölgar nú ört og er líklegt að þær verði a.m.k. orðnar 50 í lok ársins. Um er að ræða stöðvar í eigu Veður- stofunnar, Vita- og hafnamála- skrifstofu, Vegagerðarinnar og Landsvirkjunar. Miðað við að upp- lýsingar frá þessum stöðvum berist á klukkustundar fresti er augljóst að þeim verður ekki miðlað gegnum útvarp. Utvarpið dugir ekki Allt ber því að sama brunni. Óbreytt form veðurupplýsinga gegnum útvarp dugir ekki lengur, og forsendur fyrir fyrri tímasetn- ingu upplýsinga, spágerðar og vöktunar á þriggja klst. fresti eru að verulegu leyti brostnar. Við þetta bætist svo að almennt hefur mikið verið kvartað yfír löngum og staglkenndum veðurfregnatímum, óheppilegri staðsetningu þeirra í dagskrá og að þær nái illa til þess fólks sem ekki er til sjávar eða sveita. Er nú svo komið að 70% af fólki undir þrítugu hlustar aldrei á og skilur því ekki veðurfregnir á rás 1 Ríkisútvarpsins. Við þá sem háðastir eru veðri s.s. sjómenn, er augljóst að hægt er að gera miklu betur en nokkru sinni verður hægt að gera gegnum útvarp. Sérþörfum þeirra verður því einnig að sinna með öðrum hætti, ekki ósvipað því sem gert hefur verið áratugum Það er ekkert vor í lofti hjá verkamönnum í Reykjavík ATVINNULEYSI í Reykjavík nú í apríllok er svipað og það var í febrúarmánuði sem að öllu jöfnu er einn mesti atvinnuleysismánuð- urinn. Atvinnuleysið nú er með því mesta sem mælst hefur og þegar tekið er mið af því hvaða mánuð er um að ræða er ástandið það alvarlegt að öllum sem hlut eiga að máli, ríki, borg, og aðilum vinnumarkaðar ber að hugsa vel sinn gang. í aprílmánuði voru um 500 Dagsbrúnar- menn á atvinnuleysis- bótum en til viðbótar voru um 100 manns atvinnulausir á bið- lista eftir að öðlast bótarétt. Samtals voru því um 600 Dagsbrún- armenn án vinnu í mánuðinum. Þriðji stóratvinnuleysisvet- urinn er nú senn að baki og það er ekki bjart framundan. Hjá Reykjavíkur- borg eru engar sér- stakar atvinnuskap- andi framkvæmdir í sjónmáli fyrir utan þær fram- kvæmdir á vegum ríkis og borgar sem þegar eru í gangi. A vegum borgarinnar og þeirra flokka sem henni nú stjórna hefur engin at- vinnustefna verið mótuð. I raun er sorglega fátt í sjónmáli sem dregið gæti úr atvinnuleysinu hjá Dagsbrúnarmönnum: Bygginga- framkvæmdir eru litlar á félags- svæðinu nemá þá helst í Fífu- hvammi í Kópavogi, Hvalfjarðar- göngin eru vart komin á dagskrá enn og sama er að segja um hugs- anlega stækkun álversins í Straumsvík og sinkverksmiðju í Gufunesi. Ekki er langt síðan Davíð Odds- son forsætisráðherra sagði að nú væri farið að vora í íslensku efna- hagslífi. Þá var sólskin og sunnan- vindur í huga Davíðs enda Halldór að ríða í garð. En sá hlýi þeyr nær vart til verkamanna og fjölskyldna þeirra og alls ekki til þeirra 600 sem eru án vinnu. Það er hins vegar vor í lofti hjá fjöldamörgum atvinnufyrirtækjum sem notið hafa skattfríðinda og arðs af hag- ræðingu og endurskipulagningu hvers konar. Fyrir- tækin hafa í kjölfar endurskipulagningar og aukinnar tækni fækkað fólki og engin teikn eru á lofti um að atvinnustig hækki í kjölfar batnandi af- komu fýrirtækjanna, heldur þvert á móti bendir allt til þess að atvinnuleysi haldi áfram að aukast. Ég vil í þessu sambandi benda á að í nýliðnum aprílmánuði voru 200 fleiri Dagsbrúnar- menn atvinnulausir en voru á sama tíma í fyrra. En stóru atvinnufyrirtækin hafa það gott. Þar er vissulega vor í 600 Dagsbrúnarmenn voru án vinnu í apríl- mánuði. Guðmundur J. Guðmundsson segir að engin atvinnustefna finnist fyrir Reykjavík- ursvæðið. lofti og þau skila góðum arði þrátt fyrir ýtrustu afskriftir og innlagn- ir í varasjóði: Grandi hf., sem fýr- ir ekki löngu fékk lánað fé úr líf- eyrissjóðum launamanna græddi 150 milljónir á síðasta reiknings- ári. Fjárfestir fyrirtækið hér heima í atvinnuskapandi framkvæmdum? Nei, Grandi ijárfestir í Chile. SH græddi 6-700 milljónir króna á síðasta ári og stendur nú MEST SELDU GRILLSTEIKUR Á ÍSLANDI FRÁ 690 KRÓNUM Nauta-, lamba- og svínagrillsteikur með hrásalati, kryddsmjöri og bökuðum kartöflum. Laugardagar og surmudagar eru fjölskyldudagar á Jarlinum, og nú einnig 1. mai. Barnadiskarnir vinsælu á 195 krónur. Þeim fylgir: Hamborgarí, franskar, gos og aukaglaðningur. Börn séu í fylgd matargesta. Ódýrara en að borða heima ... og engin fyrirhöfn. jarlínn Sprengisandi VEITINGASTOFA Guðmundur J. Guðmundsson í fjárfestingum í Bandaríkjunum og í viðbótarfj árfestingum í Grimsby og París. Jafnframt hefur fjöldi peningamanna og lífeyris- sjóða í vaxandi mæli fjárfest er- lendis með æði misjöfnum árangri sem kunnugt er af fréttum. Það má því segja að vorið hans Davíðs sé í útlöndum, en ekki hjá verka- mönnum. Hjá þeim heijar vetur atvinnuleysisins enn og ekki verð- ur séð annað en atvinnuleysið verði viðvarandi hjá þeim stóran hluta ársins í framtíðinni. Eimskip sem er vissulega vel rekið fyrirtæki hefur fjárfest í frystigeymslum og ýmsum fram- kvæmdum í Sundahöfn. Og Eim- skip hefur það bara ágætt. Fyrir- tækið skráir stóran hluta skipa- stóls síns erlendis vegna skatta- hagræðis og til skamms tíma voru erlendar skipshafnir á skipum fé- lagsins. Hjá fyrirtækinu unnu á árum áður allt að 500 verkamenn og ekki er langt síðan að um 300 verkamenn störfuðu þar. Það er hins vegar breytt því að nú eru aðeins um 100 Dagsbrúnarmenn þar í vinnu. Þá hafa olíufélögin þijú grætt frá 100-300 milljónir hvert um sig en ekki fer mikið fyrir nýjum og atvinnuskapandi fjárfestingum á þeirra vegum. Það fyrirfínnst engin atvinnu- stefna fyrir Reykjavíkursvæðið og það einasta sem fyrrverandi og núverandi ráðamenn Reykjavíkur- borgar hafa séð í hillingum undan- farin 20 ár er ylræktarver í Reykjavík. Hugsunin um það yljar þessu fólki sjálfsagt, en ekki verkamönnum. Það er ekkert ljós framundan, nema þá hugsanleg stækkun álversins í Straumsvík og hugsanlegar framkvæmdir við Hvalfjarðargöngin. Ekki verður séð 'að fyrirtækin ætli að fjárfesta hagnað sinn í atvinnuskapandi verkefnum, né heldur lífeyrissjóð- irnir. Allt skal víst til útlanda. í lífi verkamanna á Reykja- víkursvæðinu er enginn sumarþeyr þótt sumarið sé komið. Höfundur er formaður verkamannafélagsins Dagsbrúnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.