Morgunblaðið - 29.04.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 29.04.1995, Blaðsíða 37
tí<icj jnrvAflfff MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. APRÍL1995 37 ÓVENJU litríkur og sérstæður maður á sjötugsafmæli í dag. Þetta er Steingrímur Stefán Thomas Sig- urðsson, myndíistar- maður og rithöfundur. Mig langar að senda honum kveðju í tilefni dagsins. Við erum bekkjarbræður og vorum sessunautar í Menntaskólanum á Akureyri. Kynni okk- ar hófust í boltaleik við hús Menntaskól- ans á Akureyri 1937 og hefir samband okkar aldrei rofnað þótt Steingrímur stundaði nám í Bretlandi í nokkur ár, en ég væri hér heima. Við skrifuð- umst á og sögðum hvor öðrum merkustu tíðindi. Sum bréf frá Steingrími eru svo skemmtileg, að enn skellihlæ ég þegar ég les þau. En þau eru langt frá því að vera prenthæf, því miður. Það var hreint æv- intýri að kynnast jafn fjörgáfuðum og marg- slungnum persónu- leika og Steingrími og ræða við hann jafnt dægurmál sem dýpstu rök. Það var ekki í okkur fýlan í leiðöngr- um okkar um götur Akureyrar og margt af því, sem fyrir augað bar, varð okkur að dýrmætu skemmtiefni. Ekki vorum við alltaf vel þokkaðir í kvikmyndahúsum. Hlógum þegar síst skyldi á meðan aðrir grétu með ekkasogum. Ekki þarf að kynna Steingrím fyrir löndum hans. Hann er löngu þjóðkunnur maður af ijölmörgum myndlistarsýningum (’78), út- varpsfyrirlestrum, greinum í blöð- um og tímaritum og bókum, sem út hafa komið eftir hann. í sjón- varpsþáttum Hemma Gunn hefír hann reynst ómissandi andlit. Sprellfjör, líf og gáski geisla af andlitinu. Enginn hlær sem hann. Ég ætla ekki í þessari afmælis- kveðju að tíunda lífshlaup þitt, Steingrímur. Mig langar einungis að þakka þér löng og oftast frá- bærlega ánægjuleg kynni. Ekki síst þakka ég þér fyrir að ég var ávallt boðinn velkominn á fagra og sólríka menningarheimili fjöl- skyldu þinnar á Akureyri. Það var mér ómetanlegt. Þú ert yngstur okkar bekkjarsystkina og enn sækir þú á brattann sem ungur og ástfanginn vormaður. Þekki ég fáa slíka. Fjölskylda mín óskar þér og þínum heilla og heiður á sjötugsaf- mælinu og um framtíð alla. Barði Friðriksson. BRIPS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Kópavogs Nú er Board a Match keppninni lokið með sigri sveitar Ragnars Jóns- sonar, en í sveit með honum voru Murat Serdal, Þórður Bjömsson og Erlendur Jónsson. Lokastaðan er: Ragnar Jónsson 113 Jón Ingi RagnarssOn 105 Ármann J. Lárusson 102 Helgi Víborg 98 Næsta fimmtudagskvöld hefst þriggja kvölda vortvímenningur fé- lagsins. Spilastaður er Þinghóll, Hamraborg 11, og hefst spilamennska kl. 19.45. Skráning á staðnum. Frá Skagfirðingum Úrslit síðasta þriðjudag hjá Skagfirðingum urðu: Halldór Þórólfsson - Andrés Þórarinsson 295 Olína Kjartansdóttir - Jón Stefánsson 241 DanHansson-Jónlngólfsson 234 Kristinn Þórisson - Ómar Olgeirsson 228 Höskuldur Gunnarsson - Jón V. Jónmundsson 224 Spilað er um peningaverðlaun samkvæmt reglum sem gilda öll kvöld. Allt spilaáhugafólk velkomið í Drangey v/Stakkahlíð 17. Spila- mennska hefst kl. 19.30. Bridskvöld byrjenda Þriðjudaginn 25. apríl var Brids- kvöld byrjenda og var spilaður eins kvölds tvímenningur að vanda. Úrslit kvöldsins urðu þannig: N/S riðill: Þórdís Einarsdóttir—Birgir Magnússon 97 Unnar Jóhannesson - Finnbogi Gunnarsson 94 Hjördis Jónsdóttir - Soffía Guðmundsdóttir 85 A/V riðill: Björk Lind Óskarsdóttir - Arnar Eyþórsson 114 HrannarJónsson-GísliGislason 97 Þórarinn Sigurgeirss. - Gunnar B. Kjartanss. 82 Bridsfélag Hafnarfjarðar Sl. mánudag 24. apríl vom spilaðar fimm umferðir í Stefánsmótinu og er staðan eftir fjórtán umferðir þannig: Dröfn Guðmundsd. - Ásgeir Ásbjömsson 85 Helgi Hermannsson - Hjálmar S. Pálsson 64 TraustiHarðarson-ÁrsællVignisson 62 Sigurður Siguijónsson - Kristján Hauksson 60 Böðvar Guðmundss. - Sæmundur Bjömsson 34 Hæstu skor þriðja kvöldið hlutu þessi pör: Vignir Ólafsson - Bjarni Óli Sigursveinsson 50 TraustiHarðarson-ÁrsællVignisson 28 AtliHjartarson-ÞorsteinnHalldórsson 27 AFMÆLI STEINGRÍMUR ST.TH. SIGURÐSSON ititi ASf IXI jirtilhiBÍÍfWi rtMWLI'W |IÍ * nmmmmí vinningshafinn hlaut 8.411.130 krónur síðasta laugardag. íslensk getspá óskar honum hjartanlega til hamingju. / eooýW mnnfnmtm ÍírtÍMtlWÍIftfl WfMHtlÍlflit Ep röðii komln að kér? S n Landsleikurinn okkar! íslensk getspá er í eigu íþróttasambands íslands, Öryrkjabandalags íslands og Ungmennafélags íslands. MERKISMENN 4167

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.