Morgunblaðið - 29.04.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.04.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1995 31 INGIBJORG GUÐFINNSDÓTTIR + Ingibjörg Guð- finnsdóttir fæddist á Litlabæ í Skötufirði 15. júlí 1906. Hún lést á Sjúkrahúsi Bolung- arvíkur 22. apríl 1995. Foreldrar hennar voru hjónin Halldóra Jóhanns- dóttir, f. 3. júní 1870, d. 3. ágúst 1940, ættuð úr Skagafirði og Húnavatnssýslu, og Guðfinnur Einars- son, f. 22. janúar 1866, d. 4. desember 1920, frá Hvítanesi í Ögursveit í Isa- fjarðardjúpi. Þau hjón eignuð- ust fimmtán börn, en níu kom- ust til fullorðinsára. Þau eru nú öll látin, en makar tveggja lifa, þau Sigurgeir Sigurðsson í Bolungarvik og Þorgerður Einarsdóttir í Reykjavík. Ingi- björg giftist 7. apríl 1928 Páli Sólmundssyni, f. 12. september 1894 að Minni Garði í Dýrafirði d. 15. júlí 1965, sjómanni og verkamanni í Bolungarvík. Synir þeirra Ingibjargar og Páls voru: 1) Guðmundur Magn- ús Pálsson, leikari, f. 22. ágúst 1927, d. 5. ágúst 1987. Eigin- kona hans var Sigríður Hagalín leikkona, f. 7. desember 1926, d. 26. desember 1992, dóttir þeirra er Hrafnhildur Hagalin. Dóttir Sigríðar er Kristín Ól- afsdóttir. 2) Guð- finnur Pálsson, f. 22. apríl 1930, d. sama dag. Kjör- dóttir Ingibjargar og Páls er Birna Hjaltalín Pálsdótt- ir, f. 9. júlí 1933, húsmóðir í Bolung- arvík. Maki hennar var Vagn Margeir Hrólfsson, sjómað- ur, f. 25. apríl 1938, d. 18. desember 1990. Börn þeirra eru Ingibjörg, Soff- ía, Hrólfur, Mar- grét, Pálína, Haukur og Þórð- ur. Fósturdóttir Ingibjargar og Páls frá tveggja ára aldri er Kristín Sigurðardóttir, Ijós- móðir, systurdóttir Ingibjarg- ar, f. 14. september 1935, maki Benedikt Guðbrandsson, lækn- ir, f. 13. júní 1933. Börn þeirra eru Guðrún Inga og Guðbrand- ur. Þegar Ingibjörg og Páll byrja sinn búskap þá kom til þeirra fósturbróðir Páls Bjarni Gunnarsson, sjómaður, f. 13. apríl 1916, d. 2. janúar 1982. Kona hans var Stefanía Daní- elsdóttir, f. 9. apríl 1915, d. 4. júní 1979. Börn þeirra Runný, Birna, Gunnar Sólmundur, Bryiyólfur og Jóna. Utför Ingibjargar fer fram frá Hólskirkju í Bolungarvík í dag, 29. apríl, og hefst athöfnin kl. 14.00. ÞEGAR ég kveð elsku ömmu mína er margt sem kemur upp í hugann. Allt frá því að ég fæddist í litla herberginu í húsinu þeirra afa á Holtastíg hef ég verið umvafin ást hennar og umhyggju. Ég var fyrsta barnabarn þeirra og þeim tengjast æskuminningar mínar flestar. Amma var alltaf já- kvæð og stutt í léttleikann. Ógleym- anlegt er mér þegar við fórum sam- an í hennar fyrstu utanlandsferð, hún komin yfir sjötugt, en þá flug- um við til Danmerkur og ferðuð- umst með rútu til Ítalíu. Einnig allar ferðirnar okkar til Hesteyrar. Amma kenndi mér margt, meðal annars að lesa og draga til stafs. Þegar amma hætti að geta búið í húsinu sínu og flutti til mömmu og pabba var ég svo heppin að fá að flytja þangað með mína fjölskyldu. Amma kom oft til okkar og nutu dætur mínar þess mjög að vera í kringum hana. Hún hafði þá þolin- mæði sem börn þurfa og sat hún oft og las fyrir þær, kenndi þeim kvæði og spilaði við þær á spil. Það var oft broslegt að sjá þegar þær sátu með langömmu á milli sín við að setja rúllur í hárið hennar og punta hana. Þá heyrðist oft dillandi hlátur ömmu. Þó síðustu mánuði væri hún hætt að þekkja fólkið sitt var ekki að sjá að henni liði illa og var það okkur mikil huggun. Vil ég fýrir hönd fjölskyldu hennar allrar þakka þá góðu ummönnun sem hún fékk á sjúkrahúsinu í Bolungarvík. Þegar ég kvaddi hana í síðasta sinn, aðeins klukkutíma áður en hún dó var enn sama ró og æðruleysi yfir henni sem alla tíð hafði ein- kennt hana. Að leiðarlokum vil ég þakka elsku ömmu fyrir allt sem hún var mér og minni fjölskyldu óg bið góðan Guð að geyma hana. Ingibjörg Vagnsdóttir. Það kom ekki á óvart andlátið hennar Ingu, frænku minnar. Á föstudaginn langa leit ég til hennar á sjúkrahúsinu í Bolungarvík. Hún var falleg á koddanum, þar sem hún lá í rúminu sínu. Mikil birta var yfir fölu andlitinu, og gráa hárið hennar fór vel. Hún varð ekki vör við komu mína, en þegar ég tók í hönd hennar, opnaði hún aðeins augun og brosti. Mér hlýnaði um hjartarætumar, og bað þess, að hún þyrfti ekki lengi að bíða eftir að kallið kæmi. Ingibjörg var föðursystir mín, og síðust Litlabæjarsystkinanna fímmtán til að kveðja þennan heim. Ég á margar ljúfar minningar um hana Ingu frænku. Þegar ég man fyrst eftir henni, áttum við heima í svokölluðum Eyfirðinga- búðum, sem voru þijú sambyggð hús. Pabbi, mamma og við sjö systkinin, móðuramma og dóttir hennar áttum öll heima í innstu búðinni. Inga og hennar fjölskylda í miðbúðinni. Árni Árnason, sem lengst var eini skrifstofumaður föð- ur míns, bjó með sinni fjölskyldu í þeirri ystu. Við Guðmundur sonur Ingu vor- um jafnaldrar og lékum okkur því mikið saman. Guðmundur átti föð- urafa, sem við systkinin öfunduðum hann mikið af, vegna þess að við áttum engan afa. En Guðmundur leyfði okkur einnig að kalla hann afa; Sóla afa. Ég man eftir þegar hún Inga tók hana Birnu frænku mína í fóstur. Þegar við Guðmundur vorum sjö ára, áttum við að gæta hennar, sína vikuna hvort, og Inga lét sem ég væri í vist hjá henni. Þau hjónin tóku einnig aðra frænku mína í fóstur, Kristínu. Guðmundur, Birna og Kristín ólust því upp eins og systkini og voru sólargeislarnir hennar Ingu. Páll var einnig mikill barnavinur. Hann dó 1965. Hún Ingibjörg, frænka mín, var falleg kona, björt yfirlitum og bros- mild. Hún var mikill mannvinur, mild og ljúf. Hún lagði góðum mál- um lið og var félagslynd. Ég starfaði með henni í kvenfé- laginu Brautinni í áratugi. Þar starfaði hún af alhug, og var gerð að heiðursfélaga. Við félagskonur kveðjum hana og þökkum henni störfin. Inga tók hveiju sem að höndum bar með jafnaðargeði og æðruleysi. Guðmund, einkason sinn, missti hún árið 1987, langt um aldur fram. Fósturdæturnar hafa ætíð látið sér mjög annt um móður sína, og viljað launa henni uppeldið, og Inga mín heppin að eiga þær að. Birna hefur ætíð verið búsett í Bolungarvík og því í nábýli við móður sína, en Kristín er gift og búsett í Reykjavík. MINNINGAR Birna varð fyrir miklu áfalli þeg- ar hún missti mann sinn og tengda- son í sjóslysi 18. desember 1990. Höggið var stórt - rétt fyrir jólahá- tíðina. En samheldni flölskyldunnar hefur ætíð verið mikil, og Birna stóð eins og klettur. Saman héldu þau hönd í hönd. Inga var þá flutt til Birnu, enda orðin háöldruð. Það var ánægjulegt að sjá hve Birna, börn hennar og barnabörn voru góð við Ingu ömmu. „Það er allt látið eftir mér,“ sagði hún, þegar verið var að klæða hana í falleg föt og greiða hárið hennar, eða fara með hana í smáferð. Ánægjulegt ættarmót var haldið í Skagafirði árið 1992. Á þetta ættarmót mættu þær systur, Ingi- björg og Margrét. Báðar nutu þær þess að vera með frændliðinu, sem var um 300 manns. Guðrún og Margrét létust báðar á síðasta ári, og nú bætist Inga í hópinn. Hún á eflaust góða heimkomu, þar sem Litlabæjarsystkinin fagna henni. Við horfum á eftir þeim og minnumst þeirra með hjartans þökk. Ég votta Birnu, Kristínu og böm- um þeirra og Hrafnhildi, dóttur Guðmundar, einlæga hluttekningu. Hildur Einarsdóttir. Fyrir örfáum dögum höfðum við orð á því í fjölskyldunni, þar sem við eyddum helginni í ró og næði í fallegum bústað austur í sveit, að senn færi að líða að því að alda- mótakynslóðin liði undir lok. Við rifjuðum upp það sem við, kynslóð- in milli þrítugs og fertugs, höfðum heyrt af frásögnum þeirra sem í kringum okkur voru á uppvaxtarár- unum af þessari kynsloð. Þessi umræða var einkennilegur aðdrag- andi þess að tæpum sólarhring síð- ar fengum við fregnina af því að elsku amma okkar Ingibjörg Guð- finnsdóttir væri látin. Inga-amma, þessi elska sem ásamt manninum sínum og afa okkar Páli Sólmundssyni, hafði gefið okkur barnæsku með návíst ömmu og afa. Ömmu og afa sem voru meðal þeirra síðustu í þorpinu sem höfðu hænsni í túngarðinum kringum húsið og heimalninga á vorin sem við fengum að gefa mjólk úr pela. Það voru þau sem gáfu okkur tengslin við fyrri kynslóðir, þau voru aldamótakynslóðin sem nú er að líða undir lok. Þetta var fólkið sem hafði tekið móður okkar Birnu í fóstur þegar hún, aðeins viku gömul var send í smörlíkiskassa úr tré til Bolungar- víkur sem enn er varðveittur í geymslunni heima. Dvölin átti að verða tímabundin, en úr henni teygðist, og þau Ingibjörg og Páll gengu henni í foreldrastað. Þau áttu fyrir einn son, Guðmund, sem nú er látinn. Það gekk svo nærri ömmu að koma þessum sólargeisla þeirra í heiminn að minnstu mun- aði að hennar eigið líf yrði í staðinn tekið. Þeim auðnaðist þess vegna ekki að eignast fleiri börn en tóku þess í stað að sér tvö börn í fóstur og það þriðja um tíma. Okkur langar í auðmýkt og djúpri þökk að minnast þessarar yndislegu konu. Inga-amma og Palli-afí bjuggu alla tíð, að minnsta kosti alla okkar tíð, á Holtastíg 9, í húsi sem átti sér langa sögu sem amma sagði okkur oft. í húsinu hafði meðal annars búið læknir sem rak þar apótek og lúgan í eldhús- hurðinni, sem að vísu var búið að negla fyrir, var sönnun þess. í hús- inu höfðu búið margar fjölskyldur, sagði amma okkur, mun nægj- usamari heldur en nútímafjölskyld- an, þar sem margir deildu her- bergi, jafnvel fleiri en ein fjöl- skylda. Síðan var byggt við húsið. Það var stóra stofan. Þar sváfum við barnabörnin alltaf. Við skipt- umst á að sofa hjá ömmu eftir að hún varð ein, en Palli afi lést fyrir aldur fram árið 1965. Amma bjó því ein á Holtastígnum frá þeim tíma. Stóra stofan var oft köld á vetrum því ekki var einangrunin mikil. Amma læddist þess vegna nokkru áður en hún sendi okkur til náða, og bjó um, en lagði sæng- ina flata yfír ofninn í stofunni til þess að hita hana, svo ekki yrði eins kalt að leggjast upp í. Amma breyttist eiginlega ekkert allan þann tíma sem við munum eftir henni. Hún var lágvaxin, fremur dökk til augnanna, há kinn- bein með lífsrúnir í andlitinu og með sitt hvíta dúnmjúka hár sem seinni árin var klippt rétt neðan við eyrun og gerðu hana að meiri dömu en hún kærði sig um að vera. Áður fyrr vafðist það í löngum fléttum um höfuð hennar. Það var alltaf ævintýri að horfa á hana flétta sig. Hún skipti hárinu í miðju að aftan, fléttaði hratt í tvær flétt- ur og sleit svo hár úr höfði sínu og vafði enda fléttanna þannig að þær röknuðu ekki. Við spurðum hana oft hvort hún meiddi sig ekki. Hún brosti þá bara blítt og hristi höfuðið. Hún þreyttist seint á því að segja okkur frá fyrri tíð. Hún sagði okkur frá Gulu búðinni og hún sagði okkur frá barnæsku sinni i Hvítanesi. Hún sagði okkur frá því þegar pabbi hennar drukknaði fyrir augunum á þeim í brimi við Hvítanes. Og hún sagði okkur sög- una af móður sinni sem ætlaði til skips norður í Skagafirði og sigla með því til Kanada í leit að betra lífí, en skipinu seinkaði, og hún breytti för, fór þess í stað vestur á fírði og hitti þá föður hennar. Hún sagði okkur margt, margt fleira sem greipt var inn í hugann og sálina. Amma var afskaplega glaðvær, og það var auðvelt að fá hana til að brosa. Hún gat verið föst á meiningunni, en það var alltaf stutt í hláturinn, sem oft náði yfírhönd- inni þannig að tárin hrundu niður kinnamar, og þá sagði hún: „Æ, það er gott að geta gert að gamni sínu!“ Þau amma og afí voru af hinni sönnu íslensku alþýðustétt sem alla tíð lagði hart að sér við vinnu. Afí var verkalýðsfrömuður og var mik- ill stuðningsmaður Hannibals heit- ins Valdimarssonar. Amma vann mestan hluta ævi sinnar í frysti- búsi bróður síns, Einars heitins Guðfinnssonar útgerðarmanns. Hún lét sig ekki muna um að vinna þar fullan vinnudag fram á efri daga, trú sinni verkamannastétt og alltaf jafnþakklát fyrir allt sem hún hafði, minnug þess erfíðis sem hún í æsku upplifði hjá foreldrum og forfeðrunum við að hafa til hnífs og skeiðar. Hún ól okkur upp í því að leifa ekki matnum, að fara vel með hluti, að spara okkur ekki í aðstoð við aðra og kenndi okkur að bera virðingu. fyrir foreldrum okkar. Amma hefur án efa verið foreldr- um okkar mikil hjálparhella á árum + Margrét Erlingsdóttir fæddist á Geitabergi í Svínadal 12. júní 1906 og lést á Droplaugarstöðum 29. mars síðastliðinn. Hún var jarðsung- in frá Fossvogskirkju 7. apríl sl. FÖSTUDAGINN 7. apríl var borin til hvíldar hún elsku amma mín. Ég fékk fréttirnar fimmtudaginn 30. mars út til Englands að hún amma mín hefði dáið eftir löng veikindi. Það er alltaf erfitt að heyra svona fréttir, þó hún sé örugglega fegin að komast í himnaríki sitt. Þú varst amma mín kæra — ég var nafna þín — og við vorum góð- ar vinkonur. Öll æskuárin mín átti ég heima niðri í Breiðholti v/Lauf- ásveg og oft fór ég upp til þín amma. Þú hafðir alltaf tíma fyrir börnin. Ég lærði faðirorið á hnján- um hjá þér og margar fallegar vís- ur. Þegar eiginmaður minn kom til íslands tókst þú hann inn á heimil- ið, og þó þið töluðuð ekki sama tungumálið, þá dáðust þið bæði að áður. Þau, ung með fullt hús af litlum börnum, áttu vísan stað á Holtastígnum. Við rifjum upp dag- ana þegar sjónvarpið kom og fjöl- skyldan arkaði af Þjóðólfsveginum úteftir til ömmu til að fá að horfa. Við rifjum líka upp þegar pabbi veiktist í bakinu og var frá vinnu í heilt ár, og móðir okkar ákvað að stofna verslun í einu herbergi uppi á lofti heima. Þá var haldin fjölskyldufundur heima hjá Ingu- ömmu og okkur börnunum tilkynnt að við ættum að dvelja hjá ömmu í viku því mamma væri að fara til Reykjavíkur að kaupa dót til að selja í nýju búðinni. Ógleymanlegar eru stundirnar sem við eyddum með ömmu og afa á túninu í dalnum. Síðsumars þeg- ar var komið fram í slátt fóru þau með gamla, hvíta, botnlausa tjaldið sitt fram á tún til að heyja. Þá fengum við öll að vera með. Við áttum að reyna að verða til gagns, en það var allur gangur á því, enda var ljúft að læða sér inn í hvíta tjaldið og hnupla ástarpung eða heimabökuðu rúgbrauði úr nest- isboxinu. Svona hrannast upp minningarn- ar þegar að leiðarlokum er komið. Ámma eyddi síðustu tveimur árunum á sjúkrahúsinu í Bolungar- vík, en hafði þar áður verið í nokk- ur ár heima hjá mömmu á Þjóðólfs- veginum. Það var yndislegt að reka inn nefíð og vita að amma hafði alltaf heitt á könnunni ef mamma var upptekin í búðinni sem þá var rekin í bílskúrnum. Það var líka yndislegt að börnin okkar fengu að alast upp í návígi við þessa ein- stöku konu sem sjaldan skipti skapi og átti næga blíðu fyrir þau öll og pijónaði ullarsokka í hundraða tali á allar fótastærðir, má segja fram á síðasta dag. Elsta systir okkar, Ingibjörg, býr nú í húsinu á Holta- stígnum ásamt fjölskyldu sinni. Ingu-ömmu þótti sérstaklega vænt um það að vita af einhveiju af fólk- inu sínu í húsinu, enda er Ingibjörg fædd þar og elsta barnabamið hennar. Börn hennar hafa nú húsið gamla til að minna sig á gamla tíma. Dætur hennar tvær hafa ræktað langömmu sína af einstakri natni og heimsóttu hana á sjúkra- húsið til hinstu stundar. Við þökkum henni einstaka gjöf í líf okkar, þá gjöf að fá að kynn- ast henni og þiggja návist við hana í uppvexti og fram á þennan dag. Megi himnamir opnast og taka vel á móti henni, því hennar dagur var orðinn langur og hún hvíldinni fégin. Góður guð geymi elsku Ingu- ömmu okkar. Ingibjörg, Soffía, Hrólfur, Margrét, Pál- ína, Haukur, Þórður, makar og barnabörn. fegui-ð Esjunnar sem blasti við gegnum eldhúsgluggann hjá þér. Minningar Peters af þér, amma mín, eru eins og svo margir aðrir hafa, þegar þú stóðst við að baka pönnukökur. Þegar ég kom í heimsókn til ís- lands lá leiðin alltaf strax niður í Breiðholt til að heilsa upp á ömmu og afa. Börnin mín Mark og Emma hafa hamingjusamar minningar af langömmu eins og önnur börn. Okkar síðustu samvemstundir vom síðastliðinn ágúst þegar ég kom í heimsókn, en þú verður alltaf í huga okkar og ég þakka þér fyrir minningarnar. Sofðu rótt, amma mín. Gegnum Jesú helgast hjarta í himininn upp ég líta má. Guðs míns ástar birtu bjarta bæði fékk ég að reyna og sjá. Hryggðarmyrkrið sorgar svarta sálu minni hverfur frá. Margrét Guðmundsdóttir Smith. MARGRET ERLINGSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.