Morgunblaðið - 29.04.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.04.1995, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Norræn nemakeppni í framreiðslu og matreiðslu FRAMREIÐSLUNEMARNIR Steinþór Einarsson og Bára Gunn- laugsdóttir og matreiðslunemarnir Völundur Völundarson og Steindór í. ívarsson sýna hæfni sína. Bronsverðlaun og finunta sætið Hugmynd verður að veruleika Morgunblaðið/Kristinn HÚN vildi vinna heima og valdi skiltagerðina. Karítas Guðmundsdóttir á verkstæði sínu. í NORRÆNU nemakepþhinni í framreiðslu og matreiðslu í Drammen í Noregi unnu fram- reiðslunemar til bronsverðlauna eftir keppni við Dani, sem lentu í öðru sæti og Norðmenn sem lentu í fyrsta sæti. Matreiðslunemar höfðu höndina á bronsverðlaununum um skeið en brunnu inni á tíma og fengu refsi- stig. Islendingar hafa tekið þátt í keppninni í 9 ár og oft unnið til verðlauna. Þeir sem hafa numið við Hótel- og veitinaskóla Íslands hafa samtals unnið til fimm gull- verðlauna, fimm silfurverðlauna og sjö bronsverðlauna. í fréttatilkynningu frá Fræðslu- ráði hótel- og veitingagreina segir að góður árangur íslenska liðsins veki athygli og íslenskir fram- reiðslu- og matreiðslumenn séu eftirsóttir starfskraftar hjá frænd- þjóðunum. Norræna nemakeppnin verður haldin á íslandi að ári, en það var tilkynnt í gær í boði Fræðsluráðs hótel- og veitingagreina í Hótel- og veitingaskólanum, þar sem keppendur sýndu hæfni sína í völd- um keppnisgreinum AÐDRAGANDINN að því að Karít- as Guðmundsdóttir ákvað að stofna skiltagerð var sá að hún vildi vera heimavinnandi. Karítas og Hólmar Finnbogason, maður hennar, áttu ungan son sem hún vildi annast sjálf. Hún hóf því markvissa leit að hugmynd að fyrirtæki sem hún gæti unnið við heimafyrir. Karítas bjó í Svíþjóð þegar þetta var og vann á skrifstofu Flugleiða. Á vörusýningu ytra kom hún auga á vél sem gat grafið letur á skilti. Hún sá fyrir sér að hægt væri að búa til smekkleg hurða- skilti og skilti á krossa úr efnum eins og plasti, ál, messing og marm- ara. Vélina keyptu þau ári áður en þau fluttu heim til Islands. Þannig varð skiltagerðin Skiltið til sem Karítas rekur með dyggum stuðn- ingi eiginmannsins. Byrjaði í herbergi heima Þessi smáiðnaður sem hófst í her- bergi heima hjá þeim hjónum með einni vél hefur vaxið og dafnað og er nú kominn í stærra húsnæði í Síðumúla 23. Nokkrum árum seinna fjárfestu þau í nýrri tölvu- stýrðri leturgraftarvél og nýlega var keypt vél til að skera út lím- stafí úr plasti, þannig að nú fram- leiðir fyrirtækið alls kyns auglýs- ingaskilti, þó einkum bílastæða- skilti, með þessari tækni. Áður en nýja vélin kom til sögunnar skar Karítas stafina út í höndunum, en hún er listræn í sér. Nýjasta framleiðslan hjá fyrir- tækinu er tréskilti fyrir sumarbú- staði. Skiltin eru úr lerki. Viðurinn í þau kemur niðurskorinn frá Egils- stöðum. Þau eru viðarvarin og skrautstafma greypir Karítas í við- inn með brennipenna eftir að hafa teiknað þá fyrst upp. „Skiltin hafa selst eins og heitar lummur," segir hún. Viðarskiltin verða kynnt á sýn- ingu í Perlunni sem hefst 2. maí næstkomandi. Þar verða kynntar vörur sem unnar eru úr íslenskum viði. Það er Skógrækt ríkisins og Skógræktarfélag Reykjavíkur sem standa að kynningunni. Það er ekki nóg að framleiða vörana, það þarf líka að selja hana. „Við fengum þá hugmynd að koma okkur upp út- sölustöðum. Sá fyrsti var verslunin Brynja í Reykjavík. Núna eru þeir þrír í Reykjavík og víða um land,“ segir hún. „Á þessum stöðum hanga uppi sýnishorn af þeim möguleikum sem við bjóðum upp á.“ „Það er gott að vera sinn eigin herra,“ segir Karítas, „en því fylgir líka gífurleg vinna. Við höfum séð margar skiltagerðir fara á hausinn. Það verður að vara sig á að halda að eigið fyrirtæki sé einhver gull- kista sem hægt er að ausa enda- laust úr. Hagnaður hefur að mestu farið í vélakaup en vonandi eigum við eftir að njóta ávaxtanna áður en langt um líður. r Það er venjulega mjög mikið að gera frá því í maí og fram í desem- ber. Ég hef verið að íhuga að fá mér aðstoð þessa mánuði,“ segir Karítas. Að lokum vildi hún segja þetta við konur sem vilja vera heima og koma sér upp vinnu samhliða umönnunarstörfunum: „Möguleik- arnir eru margir, það þarf bara að leggja höfuðið í bleyti. Það er eng- inn dans á rósum að reka eigið fyrirtæki, það þarf að hafa mikið fyrir því.“ Verðkönnun vikunnar Þ a r f t u kaupa nýtt? Verð m.v. 5% staðgreiðsluafslátt FULLORÐINSHJÓL {26 tommu) Verslun 18 gíra fjallahjól 21 gíra fjallahjól Þriggja gíra hjól þríhjól 12tommu 16tommu 20 tommu 24 tommu Fálkinn Wheeler 20.805 Wheeler 28.400 32.205 6.555 9.006 11.305 17.055 Gamaldags 12.700 GÁP (10% staðgr.afsl.) 15.105 21 gíra fjhj. 21.900 Threshold 26.910 Switchback 31.905 (tilboð út apríl) 14.800 10.750 12.555 21.403 Hvellur lcefox 16.800 lcefox 31.838 22.705 4.300 9.900 10.980 14.000 23.000 Markið Bronco 19.855 Bronco 24.600 Án gíra 18.500 3.277 5.320 10.355 6 gíra fjhj. 16.625 fjhj. án gfra 12.255 18 gíra fjhj. 19.475 Týndi hlekkurinn Wheeler 20.800 Wheeler 28.400 Öminn Trek 24.955 Trek 29.850 24.595 6.400 14.987 13.908 14.629 18 gíra fjhj. 24.955 19.907 Hjólavertíðin hafin TÍMI reiðhjóla er runninn upp og eflaust margir að spá í hjólakaup. Flestir fá sér væntanlega fjallahjól og gera án efa mismiklar kröfur. Einum finnst nóg að komast leiðar sinnar á ódýrum grip í snatti innan bæjarmarkanna, öðrum dugar ekki minna en fullbúið ferðalagahjól á þjóðvegina. Hringt var í nokkrar hjólaverslanir og spurt um verð á 18 og 21 gíra fjallahjólum, gamal- dags hjólum og barnahjólum í nokkrum stærðum. Yfirleitt 'voru gefin upp verð ódýrustu hjóla og tekið skal fram að hér er um að ræða skyndikönn- un á verði, en ekki á gæðum hjól- anna. Þar þarf þó ýmislegt að athuga, jafnvel þó að kröfurnar séu ekki miklar og ekki ætlunin að leggja upp í langferðir á hjólinu. Magnús Bergsson, formaður Is- lenska fjallahjólaklúbbsins, var spurður hvað helst þyrfti að hafa í huga við kaup á hjóli. Ekki stálgjarðir „Fólk ætti að varast hjól með stálgjörðum þegar handbremsur eru á hjólinu, því þau verða bremsu- laus í bleytu. Þess vegna ætti að velja hjól með álgjörðum. Þéttar legur þurfa líka að vera á hjólinu til að varna því að vatn og óhrein- indi komist að þeim og skemmi með tilheyrandi viðgerðarkostnaði. Sveifarlengd er vert að athuga, sérstaklega þegar hávaxið fólk ætl- ar að nota hjólin. Gallinn við ódýr hjól er yfirleitt sá að ekki er hægt að velja sveifarlengd. Gírar Flest fjallahjól hafa Shimano- gírabúnað. Öll hjól ættu að hafa smellugíra, en á markaðnum eru þrjár gerðir af gírskiptum, undir- skiptar, yfirskiptar og handfangs- skiptar frá Grip Shift. Biianatíðni er nokkuð há á undirskiptum, en ekki er hægt að segja að ein teg- und gírskipta sé þægilegri en önn- ur, því það er smekksatriði. Grindur Grindur ódýrra hjóla eru oftast úr mjúku stáli. Þess vegna nýtir hjólreiðamaður ekki eigin kraft eins vel og hann gæti gert á hjóli í hærri gæðaflokki. Gaffalendar eru oft úr stönsuðu stáli og því veikir. Þeir geta þess vegna bognað auðveldlega og skémmt öxla.“ Nýlega birtist grein eftir Magnús í Morgunblaðinu, en nokkuð langur tími leið frá því hún var skrifuð þar til hún birtist. Meðal annars kom þar fram að ekki væru til vatnsheldar hjólatöskur og bögglaberar úr stáli. „Nú er hægt að fá þýskar vatnsheldar töskur frá Ortlib í versluninni Týnda hlekkn- um. Einnig er hafín framleiðsla á íslenskum bögglaberum úr stáli, sem innan tíðar verða fáanlegir í flestum hjólreiðaverslunum. “ Maraþon frá Fri gg FRIGG hefur hafið framleiðslu á Maraþon Extra-þvottaefni, sem sér- staklega hefur verið þróað með ís- lenskt vatn í huga. í fréttatilkynn- ingu frá framleiðanda segir að evr- ópsk þvottaefni séu framleidd fyrir þvott í hörðu vatni, en íslenskt vatn innihaldi mun meiri kísil en vatn annars staðar í Evrópu. „í Maraþon Extra eru lífhvatar sem vinna fljótt og vel á alls kyns óhreinindum. For- þvottur er óþarfur og nægir að þvo í 40-60 gráðu heitu vatni. Innihald úr einum pakka nægir í allt að 50 þvotta. Samanburðarkannanir hafa leitt í ljós að Maraþon Extra er full- komlega sambærilegt við þau þvotta- efni sem eru nú leiðandi á markaðn- um.“ HM-ís í íslensku fánalitunum í TILEFNI heimsmeistarakeppninn- ar býður ísbúðin í Kringlunni upp á sérstakan HM-ís í íslensku fánalitun- um. Mókollur, lukkudýr keppninnar og stjörnuljós fylgja hveijum ís til að minna landann á íslenska jarð- kraftinn, frostið og funann. ísinn er í boxi og kostar 149 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.