Morgunblaðið - 29.04.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.04.1995, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Haraldur Sumarliðason, formaður Samtaka iðnaðarins á Iðnþingi í gær Lykilatriði að koma á virkri sveiflujöfnun FULLTRÚAR á Iðnþingi í gær fengu innsýn í finnskt efnahagslíf hjá einum af forystumönnum finnsks iðnaðar. F.v. Haraldur Sum- arliðason, formaður Samtaka iðnaðarins, Dr. Kari Jala, aðalfull- trúi í sendinefnd finnsks iðnaðar og atvinnurekenda í Brussel og Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtakanna. „REYNSLAN sýnir að það tekur iðn- að og aðrar samkeppnisgreinar mörg ár að ná sér eftir áföll á borð við þau sem iðnfyrirtæki urðu fyrir á árunum 1986-1988 þegar kostnaður rauk upp úr öllu valdi en gjaldeyrir var á útsölu- verði. Þetta kom fram í ræðu Harald- ar Sumarliðasonar, formanns Sam- taka iðnaðarins á Iðnþingi í gær. Hann lagði í ræðu sinni þunga áherslu á að halda yrði verðlagsþróun í skeíj- um og koma á virkri sveiflujöfnun í sjávarútvegi. Haraldur rakti í ræðu sinni þróun mála í efnahagslífínu og sagði að í heild hefði vel tekist til í íslensku atvinnulífí á síðasta ári þótt einstaka greinar ættu enn í miklum erf- iðleikum. Hins vegar ættu íslendingar langt ___ í land með að öðlast það sjálfsagða jafn- vægi í atvinnulífinu sem aðrar þjóðir búa við. „Þess vegna eru kjaradeilur síðustu vikna sérstakt áhyggjuefni. Þótt nú rofí til í efnahag þjóðarinnar er engin ástæða fyrir þeim stórkost- legu útlátum sem kröfugerðir ein- stakra hópa fela í sér. Þær eru hvorki í samhengi við raunveruleikann né almennan vinnumarkað í landinu. Þjóðin hefur ekki efni á að sjá sprota hagvaxtarins rifna upp og fleygt í eldsmat nýrrar verðbólgu." Störfum fjölgar í iðnaði Síðar sagði Haraldur: „Atburðir síðustu vikna minna okkur enn einu sinni á að eigi að haldast sæmilegt jafnvægi er brýnt að tekið sé til hendi við að breyta vinnulöggjöfínni á þann veg að fámennir hópar geti ekki spillt vinnufriði og stöðugleika í landinu. Gera verður þá kröfu að nýkjömir þingmenn sýni nú þann kjark að breyta þessu í vitrænt horf í sam- vinnu við aðila vinnumarkaðarins." Samkvæmt áætlun Þjóðhagsstofn- unar flölgaði störfum í iðnaði um á annað hundrað á síðasta ári frá árinu á undan. Þá yrði það í fyrsta sinn sem störfum fjölgaði í iðnaði. Fækkunin frá 1987 nemur um 3.900 ársverkum þegar vinnuaflsnotkun almennt náði hámarki. „Það er enn langt í land að iðnaðurínn nái fyrri styrk á þennan mælikvarða. Ársverkum í byggingar- iðnaði hefur fækkað um tæplega 1.800 á sama tímabili en þau voru um 10.500 á síðasta ári.“ Hann vék sérstaklega að starfsskil- yrðum iðnaðarins og rakti niðurstöður í skýrslu starfshóps á vegum iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis sem út kom á liðnu hausti. „Ein af megintillögum nefndarinnar er að mótuð verði hag- vaxtarstefna til langs tíma í samvinnu stjómvalda og hagsmunasamtaka. Ef að líkum lætur er þjóðarbúskapur- inn nú á þeim stað í hagsveiflunni sem er sérstaklega varhugaverður með tilliti til ofþenslu og óhóflegrar bjartsýni. Því þarf að slá vamagla tímanlega svo tækifærið til að tryggja stöðugleikann í sessi og leggja varan- legan grann að nýju og öflugu hag- vaxtartímabili gangi okkur ekki úr greipum. í þessu ljósi hafa stjómvöld óskað eftir tilnefningu í hagvaxtar- nefnd með fulltrúum opinberra hag- stofnana og atvinnulífsins og ber að fagna því. Það er til vitnis um skiln- ing á þeim grannforsendum sem auk- in hagsæld byggist á og markar von- andi upphaf að breyttum áherslum í hagstjóm á íslandi. Það er ennfremur í fullu samræmi við þá efnahags- stefnu sem lýst er í þjóðhagsáætlun. Brýnt er að sú ríkisstjóm sem nú er að taka við hafi sama skilning á þessu mikilvæga máli.“ Brýnt að ná samstöðu um sveiflujöfnun „Það er afar brýnt að ná breiðri samstöðu um sveiflujöfnun af því að hún er homsteinn efnahagsstefnu sem stuðlar að atvinnuuppbyggingu og stöðugum hagvexti,“ sagði Harald- ur ennfremur. „Verði þess gætt að halda góðum samkeppnisskilyrðum í horfínu má búast við frekari efna- hagsbata þegar fram í sækir á öllum sviðum atvinnulífsins. Ríkissjóður mun treysta stöðu sína, þrýstingur á vaxtahækkanir mun minnka, draga mun úr atvinnuleysi og íslendingar munu af öryggi og í eitt skipti snúa af óheillabraut skuldasöfnunar." En það er ekki nóg að jafna sveifl- umar með almennum aðgerðum held- ur þarf sérstakar ráðstafanir til að draga úr áhrifum sveiflna sem^iga upptök sín í sjávarútvegi, að mati Haraldar. „Sveiflujöfnun í sjávarút- vegi er forsenda fyrir langvarandi vexti í iðnaði og öðrum útflutnings- og samkeppnisgreinum og hlýtur því að verða snar þáttur í almennri at- vinnustefnu þegar litið er fram á veg- inn.“ Haraldur sem hefur verið tilnefnd- ur í hagvaxtamefndina af Samtökum iðnaðarins sagði í samtali við Morgun- blaðið að bent hefði verið á að tvær leiðir væru færar til að ná fram sveiflujöfnun þ.e. einhverskonar verð- jöfnunarsjóður og veiðileyfagjald. Haraldur var endurkjörinn fonnað- ur Samtakanna á Iðnþinginu með 92,6% atkvæða en aðrir í stjórn eru þeir Gunnar Svavarsson, Öm Jóhann- son, Öm Kjærnested, Helgi Magnús- son, Ágúst Einarsson, Sigurður R. Helgason og Vilmundur Jósefsson. Finnur Ingólfsson, viðskiptaráðherra Ríkisstjórn ljós nauð- syn sveiflu- jöfnunar FINNUR Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir það lífs- nauðsyn að hemja sveiflur í sjávar- útvegi. Þetta sé ekki aðeins hags- munamál sjávarútvegsins heldur ekki síður annarra atvinnugreina og ekki síst iðn- aðarins. „Ríkisstjórn- inni er nauðsyn sveiflujöfnunar alveg ljós. Illu heilli var eina hagstjórnar- tækið sem komið hefur verið á laggirn- ar til sveiflu- jöfnunar gert óvirkt á síðasta kjörtímabili. Hér á ég við Verðjöfnunarsjóð sjávar- útvegsins. Ríkisstjórnin mun kanna leiðir til að koma á sveiflu- jöfnun í sjávarútvegi er tryggi í senn stöðugleika í sjávarútvegi og jafnvægi gagnvart öðrum atvinnu- vegum,“ sagði Finnur á Iðnþingi í gær. Vinnulöggjöf í númtímahorf Hann sagði að þrátt fyrir að nokkuð hefði áunnist í því að skapa almenn rekstrarskilyrði vantaði ennþá upp á. Afnema þyrfti mun á tryggingargjaldi. í öðru lagi yrði að tryggja að ekki væri aðstöðu- munur milli opinberra fyrirtækja og einkafyrirtækja sem störfuðu á sama markaði. í þriðja lagi þyrfti að færa vinnulöggjöfina í nútíma- legra horf. Aðstandendur fimm bóka fengu afhenta sérstaka viðurkenningu Samtaka iðnaðarins í gær í tilefni af Iðnþingi Viðurkenning veitt fyrir bækur SAMTÖK iðnaðarins veittu í gær á Iðnþingi fimm viðurkenningar fyrir nýjar íslenskar bækur. Þetta er í þriðja sinn sem samtök- in standa fyrir sérstakri viður- kenningu en prentfyrirtæki inn- an þeirra sendu inn fjölda bóka. Veitt voru verðlaun fyrir bók- ina Gamlar vísur handa nýjum börnum, Guðrún Hannesdóttir valdi vísurnar og myndskreytti. Þá var veitt viðurkenning fyrir bókina, Þjóð á Þingvöllum eftir Ingólf Margeirsson, Gersemar og þarfaþing sem Ami Björnsson ritstýrði, Handan góðs ogills sem Þorsteinn Hilmarsson ritstýrði og Orðastaður eftir Jón Hilmar Jónsson. Bækurnar voru allar prentað- ar í Prentsmiðjunni Odda en út- gefendur þeirra voru Forlagið, Vaka-Helgafell, Hið íslenska bókmenntafélag og Þjóðminja- safn íslands, Hið íslenska bók- menntafélag og Mál og menning. Hönnuðir voru þeir Búi Krist- jánsson, Gísl B. Björnsson og Friðrik Magnússon. Dómnefnd skipuðu þeir Stein- dór Hálfdánarson, framkvæmda- stjóri, Torfi Jónsson, hönnuður og Þröstur Jónsson, bókbindari. Bækurnar verða sendar á sér- staka bókahönnunarsýningu sem haldin verður í tengslum við ár- lega alþjóðlega bókasýingu í Leipzig snemma á næsta ári. Ný könnun Hagvangs um viðhorf iðnfyrírtækja til ESB Meirihluti iðnfyrirtækja fylgjandi ESB-aðild MEIRIHLUTI félagsmanna í Sam- tökum iðnaðarins er þeirrar skoðun- ar að sækja beri um aðild að Evr- ópusambandinu og aðeins 20% telja rétt að útiloka algjörlega aðild. Þetta er niðurstaða könnunar sem Hagvangur gerði fyrir Samtökin og kynnt var á Iðnþingi í gær. Alls voru send út 1.318 spurn- ingaeyðublöð og bárust svör frá um 300 félagsmönnum eða 22,8%. Samtök iðnaðarins telja niðurstöð- una þó fyllilega marktæka þar sem gert er ráð fyrir að í könnuninni hafi tekið þátt fyrirtæki sem fara með meira en helming atkvæða inn- an samtakanna. í hópi stærstu fyrirtækjanna er skýrastur vilji fyrir aðild en þar voru fylgismenn aðildar rúmlega 71% þeirra sem tóku afstöðu. Á hinn bóginn er rúmt 51% félags- manna úr hópi minnstu fyrirtækj- anna sem tóku afstöðu á móti aðild að Evrópusambandinu. Um 53,4% þeirra sem tóku af- stöðu lýstu sig afdráttarlaust fylgj- andi aðild en 46,6% eru henni and- vígir. Þá voru þátttakendur beðnir að velja á milli fjögurra fullyrðinga sem lýstu þeirra viðhorfum. Þar sögðust 37% ekki útiloka aðild að ESB ef allar kröfur íslands næðust fram, 42,7% þátttakenda sögðust vilja aðild að ESB og að íslendingar settu sér raunhæf samningsmarkm- ið en 19% þátttakenda útiloka aðild. Þátttakendur voru ennfremur beðnir um að velja á milli þriggja röksemda fyrir aðild. Um 59,2% töldu almenn efnahagsleg rök fyrir aðild, 38,2% kváðust vilja að að ísland yrði fullgildur þátttakandi í samstarfi Evrópuþjóða en einungis 2,6% sögðu að aðild yrði hagstæð fyrir sitt fyrirtæki. Umræða um ESB-aðild á að vera á dagskrá Haraldur Sumarliðason, formað- ur Samtakanna, benti á í ræðu sinni að engum blöðum væri um það að fletta að EFTA-stoð EES-samn- ingsins hefði veikst mikið og pólit- ískur áhugi á samtarfinu hefði minnkað verulega. „Þetta ásamt ýmsu öðru hefur orðið til þess að umræðan um aðild íslands að ESB er fyllilega tímabær og á að vera á dagskrá. Ljóst var strax þegar aðild Norðurlandaþjóðanna að ESB var til umræðu að innan Samtaka iðnaðarins töldu margir að ísland ætti að fylgja með enda væru hags- munir okkar að ýmsu leyti svipaðir annarra Norðurlanda a.m.k. ef frá væru taldir hagsmunir okkar í sjáv- arútvegi." Hann sagði niðurstöður könnunarinnar athyglisverðar, ekki síst í ljósi þeirrar afstöðu eða af- stöðuleysis sem íslensk stjórnvöld hefðu sýnt í umræðunum um þetta mikilvæga mál.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.