Morgunblaðið - 29.04.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 29.04.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1995 39 FRETTIR 1. maí í Borgarnesi 1. MAÍ hátíðarhöldin í Borgar- nesi fara fram á Hótel Borgar- nesi. Samkoman veður sett kl. 14. Hátíðarræðu flytur Ari Skúlason, framkvæmdastjóri ASÍ. Jóhannes Kristjánsson verður með gamanmál, Snorri Hjálmarsson syngur einsöng, sönghópurinn Medúsa skemmtir og Samkór Mýra- manna syngur. Ávörp flytja Kristín Hall- dórsdóttir, trúnaðarmaður verkafólks í Mjólkursamlagi Borgfirðinga, og Helga Hall- dórsdóttir, varaformaður verslunarmannadeildar Verkalýðsfélags Borgarness. Verkalýðsfélagið býður börnum til ókeypis kvik- myndasýninga í samkomuhús- inu kl. 13 og 15. Fyrirlestur um prjóna- hönnun í FYRIRLESTRI sem haldinn er á vegum Heimilisiðnaðar- skólans í dag, laugardag, kl. 14 í Norræna húsinu talar Védís Jónsdóttir fatahönnuður um pijónahönnun. í fyrirlestrinum mun hún rekja í máli og myndum hönn- unarferil fyrir handprjóna- peysur, frá hugmynd til frum- gerðar. Védís Jónsdóttir lærði fata- hönnun við Skolen for Brugsk- unst í Kaupmannahöfn. Að loknu námi vann hún _við hönnun fyrir vélpijón hjá Ála- fossi hf. I dag starfar hún sem hönnuður hjá ístek hf. þar sem helstu verkefni eru útgáfu- mál, hönnun á handpijóna- peysum, litasamsetningum og litakortagerð. Göng’uferð og fugla- skoðun í Hafnarfirði HINAR vinsælu gönguferðir skátafélagsins Hraunbúa eru nú að hefjast á ný. Skátarnir bjóða upp á léttar gönguferðir fyrir almenning um Hafnarfjörð síðasta sunnudag hvers mánaðar og hefjast þær alltaf kl. 14 og taka 1 '/2-2 klst. Sérfróðir leiðsögumenn leiða ávallt göngurnar. Sunnudaginn 30. apríl verð- ur farið í fuglaskoðunarferð um hafnarsvæðið og Hvaleyr- ina. Gangan hefst við veit- ingahúsið Kænuna kl. 14 og göngustjóri að þessu sinni er Olafur Á. Torfason, kunnur áhugamaður um fugla. Allir eru velkomnir í gönguna og það kostar ekkert en þeir sem eiga sjónauka ættu endilega að taka hann með. Milljónasti sundgesturinn í Sundlaug Kópavogs Á ÞEIM rúmum fjórum árum sem liðin er frá opnun Sundlaugar Kópa- vogs hafa tæplega 1.000.000 sund- gestir sótt laugina. Einhverntímann á næstunni mun milljónasti gesturinn sækja laugina. Milljónasti sundgest- urinn mun fá ferð fyrir tvo með Samvinnuferðum-Landsýn til Dubl- inar á írlandi í sumar, frían aðgang að Sundlaug Kópavogs til áramóta, ásamt ýmsum öðrum gjöfum. Þann 2. febrúar 1991 var nýja sundlauginn í Kópavogi vígð. Hún er 50x25 metrar og 0,90-1,80 metra djúp. Strax á fyrsta árinu var aðsókn að lauginni góð en þá sóttu hana um 215.000 manns. Aðsóknin hefur auk- ist jafnt og þétt frá byijun og árið 1994 var metár hvað aðsókn varðar. Vegna stærðar laugarinnar er nægt rými í lauginni fyrir þá sem vilja synda sér til hressingar og heilsubót- ar. Einnig eru skemmtilegar göngu- og hlaupaleiðir í nágrenni laugarinn- ar. Við Iaugina er starfræktur trimm- klúbbur. Þar er stunduð ganga, skokk og hlaup með tilsögn íþrótta- kennara. Morgunblaðið/Kristinn Bamaspítali Hringsins fær gjöf frá nemendum Tjarnarskóla SÍÐASTA skólaár, veturinn 1993/94, stóðu þáverandi nem- endur 10. bekkjar Tjarnarskóla í Reykjavík að sölu jólakorta og sælgætis til fjáröflunar. Salan gekk vel og alls söfnuðust Morgunblaðið/Kristinn EINN starfsmanna VDO við umfelgun. Opnar aftur eftir gagng’erar endurbætur VDO HJOLBARÐAVERKSTÆÐI varð aðfaranótt 27. febrúar sl. fyr- ir tjóni af vatni og reyk þegar nær- liggjandi og samfast hús að Suður- landsbraut 16 brann. Starfsemin raskaðist en er nú með opnun hjólabarðaverkstæðisins komin í fyrra horf á sama stað. Eins og fýrr er boðið upp á alhliða hjólbarðaþjónustu fyrir fólksbíla og jeppa. Tilboðsverð er á sóluðum og nýjum hjólbörðum og umfelgun fyr- ir fólksbíl er óbreytt 2800 kr. fyrir fjögur dekk. 100.000 krónur sem ákveðið var að gefa Barnaspítala Hringsins í byggingarsjóð. Þriðjudaginn 25. apríl sl. var söfnunarféð af- hent og er myndin tekin við það tækifæri. Fulltrúar nemenda þau Inga Birna Erlingsdóttir, sem teiknaði jólakortin sem seld voru, og Gunnar Magnús Scheving Thorsteinsson, umsjónarmaður sælgætissölu, afhentu Elísabetu Hermannsdóttur frá kvenfélag- inu Hringnum gjöfina formlega. Byggða- sýning í Hafnarfirði BYGGÐASAFN Hafnarfjarðar mun opna sýninguna Bær í byijun aldar í Smiðjunni að Strandgötu 50 sunnudaginn 30. apríl kl. 16. Á sýningunni er fjöldi muna er voru notaðir við dagleg störf fólks- ins í firðinum um aldamótin síðustu og er leitast við að varpa ljósi á hvernig lífi þetta fólk lifði. Á sýn- ingunni er einnig fjöldi ljósmynda- frá Hafnarfirði er teknar voru í lok síðustu aldar og á fyrri hluta þess- arar og sýna þær glöggt þá breyt- ingu sem orðið hefur á bænum frá því að vera 374 manna sjávarpláss árið 1900 til þess sem hann er í dag. Sýningin mun standa til 26. júní. Áheit á Strandarkirkju RITSTJÓRN Morgunblaðsins barst í vikunni nafnlaust bréf með 500 krónum sem áheit á Strandarkirkju. Blaðið hefur komið þessum peningum til skila en vill taka fram af marg- gefnu tilefni, að það tekur ekki lengur við áheitum á Strandarkirkju. Er fólki bent á að koma áheitum til skrif- stofu biskups. Opið hús áBifröst OPIÐ hús verður í Samvinnu- háskólanum á Bifröst í dag, laugardaginn 29. apríl milli klukkan 13-16 og munu nem- endur og kennarar kynna starf- semina og þá aðstöðu sem skól- inn hefur upp á að bjóða. í fréttatilkynningu segir að nú sé að ljúka sjöunda starfsári háskólastigsins á Bifröst. Skól- inn útskrifi rekstrarfræðinga að loknu tveggja ára háskólanámi og einnig sé boðið upp á eins árs framhaldsnám til B.S. gráðu, en fyrstu kandidatamir með þá gráðu útskrifast í vor. Þá býður Samvinnuháskólinn þeim sem ekki hafa stúdentspróf upp á eins árs nám til undirbún- ings reglulegu háskólanámi. Fundur um að- stæður kvenna og barna á Indlandi BRÚ, félag áhugamanna um þróunarlöndin, og Ungmenna- hreyfing Rauða kross íslands standa að fyrirlestri og mynda- sýningu um kjör kvenna og barna á Indlandi á mánudags- kvöldið 1. maí nk. Marta og Margrét Einarsd- ætur segja frá för sinni til Ind- lands þar sem þær kynntu sér sérstaklega barnaþrælkun og aðstæður kvenna í fátækra- hverfunum. Með fyrirlestrinum sýna þær fjölda litskyggna sem þær tóku á meðan á dvöl þeirra stóð. Fundurinn verður haldinn í húsnæði Ungmennahreyfíngar Rauða krossins í Þverholti 15 (2. hæð) í Reykjavík og hefst kl. 20 á mánudagskvöldið. Kaffiveitingar verða í boði og allir eru velkomnir. ■ OPIÐ HÚS verður að venju í Félagsheimili MÍR, Vatns- stíg 10, á alþjóðlegum baráttu- og hátíðisdegi verkalýðsins 1. maí nk. mánudag. Kaffisalan verður frá kl. 14 fram eftir deg- inum. Þá verða kvikmyndasýn- ingar í bíósalnum einkum ætlað- ar yngri kynslóðinni og efnt verður til hlutaveltu. Sýning á margskonar myndefni (ljós- myndum, veggspjöldum, grafík o.fl.) í tilefni þess að 50 ár eru senn liðin frá lokum síðari heimsstyijaldarinnar er í öllum salarkynnum hússins. Aðgangur er öllum heimill. w Félag járniðnaðarmanna I tilefni af 75 ára afmæli félagsins verður sjó- og smiðjumuna- safn Jósafats Hinrikssonar í Súðarvogi 4, opið í dag og sunnu- dag kl. 13-16. I safninu er margt merkilegra gripa, verkfæri og ýmis tæki sem notuð voru áður fyrr við málmsmíðar. Þar er gömul eldsmiðja, smíðatengur og ýmsir forvitnilegir gripir. Félag járniðnaðarmanna. Sól hækkar á loffi 'og dagurinn lengisf: AÐ GERA HREINT FYRIR SÍNUM DYRUM A Að gefnu tilefni vilja bæjaryfirvöld beina þeim tilmælum til eigenda atvinnufyrirtækja í bænum að þeir sjái til þess að rusl og annar úrgangur verði hreinsaður af lóðunum. Tekinn hefur verið saman listi yfir þau fyrirtæki í Kópavogi þar sem umgengni utan dyra er verulega ábótavant. Bæjaryfirvöld vilja nú gefa þeim fyrirtækjum og öðrum sem hlut eiga að máli, kost á að bæta ráð sitt innan mánaðar frá birtingu auglýsingar þessarar. Nú er í undirbúningi átak á vegum bæjaryfirvalda þar sem markmiðið er að öll fyrirtæki bæjarins hreinsi til hjá sér og stuðli að betra umhverfi. Jafnframt verður leitað eftir stuðningi almennings til að gera Kópavog að hreinni og enn betri bæ. Gleðilegt sumar! • Bæjarstjórinn í Kópavogi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.