Morgunblaðið - 29.04.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.04.1995, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1995 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Dalvíkurbær selur Samheija hlut sinn í Söltunarfélaginu BÆJARSTJÓRN Dalvíkur samþykkti á fundi á þriðjudag að selja Samheija hf. eignarhlut sinn í Söltunarfélagi Dalvíkur hf. Dalvíkurbær átti rúmlega 36% hlut í fyrirtækinu. Kaupverð- ið er 50 milljónir króna. Rögnvaldur Skíði Friðbjörnsson, bæjarstjóri á Dalvík, sagði að fyrir nokkru hefðu Samheija- menn sent óformlegt erindi til bæjarstjórnar þar sem spurst var fyrir um hvort til greina kæmi að bærinn seldi hlut sinn í fyrirtækinu. Viðræður hefðu staðið yfir um tíma og í kjölfar- ið borist formlegt erindi þar sem Samheiji bauðst til að kaupa hlut Dalvíkurbæjar á 50 milljónir króna. Fýsilegur kostur „Við töldum þetta fysilegan kost í stöðunni. Við losum um okkar hlut og opnum fyrir mögu- leika á að efla atvinnulífið hér á Dalvík með öðrum hætti,“ sagði Rögnvaldur Skíði. Hann sagði að féð yrði lagt í Atvinnuþróunarsjóð Dalvíkur sem hefur að markmiði að efla at- vinnulíf staðarins, þangað gætu menn sótt framlög og styrki til verkefna á því sviði. „Við metum það svo að vilji forsvarsmenn atvinnulífsins kaupa hlut sveitarfélaga í fyrir- tækjum telji þeir sér það hagkvæmt eigi sveitarfélögin ekki að hindra þá í því. Við telj- um þessa sölu á okkar hlut hið besta mál og treystum því að kaupandinn muni efla og auka starfsemi fyrirtækisins," sagði bæjarstjórinn á Dalvík. Samheiji keypti meirihluta í Söltunarfélagi Dalvíkur fyrir fáum árum af Kaupfélagi Eyfirð- inga og einstaklingum og með kaupum á hlut Dalvíkurbæjar á félagið nánast allt fyrirtækið. Samheiji á einnig stóran hlut í rækjuverksmiðj- unni Strýtu á Akureyri. Fyrirtækið gerði í vetur samning við Royal Greenland á sviði markaðsmála og í kjölfarið verður rækju pakkað í neytendaumbúðir í verk- smiðjum fyrirtækisins. Morgunblaðið/Rúnar Þór Hressar húsmæður MESSUR AKUREYRARKIRKJA: Sunnudaga- skóli Akureyrarkirkju fer á hátíð sunnudagaskólans í Ólafsfirði á morgun og verður lagt af stað frá Akureyrarkirkju kl. 10. Öll börn sem sótt hafa skólann í vetur eru velkom- in ásamt foreldrum. Messað verður i Akureyrarkirkju á morgun kl. 14. GLERÁRKIRKJA: Guðsþjónusta verður í kirkjunni á morgun kl. 11. Sunnudagaskóli kirkjunnar fer til Ólafsfjarðar, lagt af stað kl. 10 og heimkoma áætluð k!. 14. Foreldrar hvattir til að fara með bömunum. HJÁLPRÆÐISHERINN, sunnu- dagaskóli kl. 13.30, hjálpræðissam- koma kl. 20. Miriam Óskarsdóttir talar. Allir velkomnir. Heimilasam- band fyrir konur kl. 16 á mánudag. Hjálparflokkur á fimmtudag kl. 20.30. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Sam- koma í umsjá ungs fólks kl. 20.30 í kvöld. Safnaðarsamkoma kl. 11 á morgun, vakningarsamkoma, ræðu- maður Vörður L. Traustason kl. 15.30, biblíulestur kl. 20.30 á mið- vikudag. KAÞÓLSKA kirkjan við Eyrar- landsveg: Messa kl. 18 í dag, laug- ardag, og kl. 11 á morgun, sunnudag. ÞÆR eru hressar húsmæðurnar á Svalbarðseyrinni, fara út í nánast hvaða veðri sem er og ganga rösklega langa vega- lengd. Þó svo hann blási að norð- an og lítt sé vorlegt um að litast voru þær hinar hressustu í gær- morgun þegar ljósmyndari rakst á þær á þjóðveginum á Svalbarðsströnd. Fitlar á Kaffi Króki DJASSTRÍÓIÐ Fitlar spilar á Kaffi Króki á Sauðárkróki annað kvöld, sunnudagskvöldið 30. apríl. I tríóinu eru Ingvi Rafn Ingva- son, tónlistarkennari á Húsavík, sem leikur á trommur, Jón Rafns- son, tónlistarkennari á Akureyri, sem leikur á kontrabassa og Jóel Pálsson, tónlistarkennari í Reykja- vík, sem blæs í saxófón. Tríóið mun flytja fjölbreytta tón- list, jafnt þekkta standarda sem og minna þekkt lög. Keimur af vori ÞÓ svo snjó eigi eftir að taka upp í miklum mæli og ekki sé beint vorlegt um að litast var ekki laust við að fólk fyndi keim af vori í lofti á Akureyri í gær. Sólin braust fram úr skýjaþykkninu og þá var ekki að sökum að spyrja, allra hörðustu veiðiklærnar fóru á stúfana og prófuðu stangimar sem legið hafa óhreyfðar í geymslunni vetr- arlangt. Gunnar B. Arason var einn þeirra sem renndu fyrir fisk í gærdag. Morgunblaðið/Rúnar Þór Hængsmót og íslands- mót öldunga í blaki MIKIÐ er um að vera í íþrótta- húsum bæjarins þessa helgi. í KA-húsinu taka liðlega 200 keppendur þátt í Hængsmótinu 1995, en bogfimin fer fram í íþróttahúsi Glerárskóla. Mótið hófst í gær, föstudag og lýkur með veglegu lokahófi í kvöld. Keppt er í boccia, bogfimi, lyft- ingum og borðtennis. í íþróttahöllinni taka 56 lið víða af landinu þátt í íslands- móti öldunga í blaki. Mótið er veglegt að þessu sinni, enda haldið í 20. sinn. Gera má ráð fyrir að keppendur séu allt að 700 talsins og er spilað frá kl. 8 á morgnana til miðnættis svo unnt sé að ljúka um 150 leikjum sem spila þarf í mótinu. Skjöldur um Vilhjálm Stefánsson FRÚ Evelyn Stefánsson Nef, ekkja Vilhjálms Stefánssonar, afhjúpar skjöld til minningar um Vilhjálm Stefánsson við at- höfn við framtíðarhúsnæði Há- skólans á Akureyri, Sólborg, mánudaginn 1. maí næstkom- andi kl. 14.00. Þorsteinn Gunnarsson, rekt- or Háskólans á Akureyri, sagði að heimsókn ekkjunnar til landsins væri aðaltilefni þess að skjöldurinn væri afhjúpaður nú en athöfnin tengdist einnig samþykkt Alþingis frá í febrúar síðastliðnum um að Stofnun Vilhjálms Stefánssonar skyldi komið á fót á Akureyri. Fermingar HRÍSEYJARKIRKJA: Ferm- ingarmessa verður í Hríseyjar- kirkju á morgun, sunnudaginn 30. apríl, kl. 11.00. Fermd verða: Ingi Freyr Sveinbjörnsson, Sólvallargötu 5. Helga Jónasdóttir, Miðbraut 12. BAKKAKIRKJA: Ferming verður í Bakkakirkju í Öxnadal á morgun, sunnudaginn 30. apríl, kl. 13.30. Fermd verða: Anna Berglind Þorsteinsdóttir, Þverá, Oxnadal. Klara Sólrún Hjartardóttir, Eyrarvegi 31, Akureyri. Mótettukór í Glerárkirkju MÓTETTUKÓR Hallgríms- kirkju heldur tónleika í Glerár- kirkju í dag, laugardag kl. 15.00. Á efnisskránni eru verk eftir feðgana Áskel Jónsson og Jón Hlöðver Áskelsson, messuþætt- ir eftir Palestrina og mótettur eftir Schutz og Bruckner. Þetta er þriðja heimsókn kórsins til Akureyrar. Stjóm- andi er Hörður Áskelsson. Tónleikar í minningu Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi í íþróttaskemmunni áAkureyri 30. apríl 1995 kl. 16. Fram koma: Kór Menntaskólans á Akureyri, Tjarnarkvartettinn, Leikhúskvartettinn, Passíukórinn, Gamlir Geysisfélagar, Kór Glerárkirkju og Karlakór Akureyrar - Geysir. Flutt verÓa sönglög eftirýmsa höfunda við Ijóð Davíðs Stefánssonar. Kynnir á tónleikunum verður Erlingur Sigurðsson. Aðgangur ókeypis. ÍJJ tu ekki af aprílbókunum! Ath. Stjönuuagí Qz ásútgáfan Qlerórgötu 28 - Akureyri Askriftarsími 96-24966

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.