Morgunblaðið - 30.04.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. APRÍL1995 23
Hvad dró þau hvort aó öóru
Hún . Hann var myndar-
legur og með sérstök
augu. Svo féll ég fyrir
því hversu kurteis og yfir-
vegaður hann var.
Hann . Hlýr persónuleiki
hennar hafði áhrif á mig.
Mér fannst hún líka falleg
og lífsglöð.
Hún . Herramennska
hans heillaði mig. Svo
var hann yfirvegaður og
cjott að ræða við hann.
Eg sá líka blíðu og traust
ugum hans.
Hann . Mér fannst hún
svo mikil dama, yfirveg-
uð og róleg, svona eins'
og heimsdama. Hún
hugsaði greinilega mikið
um útlit sitt og það virk-
aði mjög jákvætt á mig.
Hún . Mér fannst hann
karlmannlegur. Svo vissi
ég að þetta var góður
drengur.
Hann . Hún var svo sæt,
lítil og nett. Og það hef-
ur ekkert breyst.
Morgunblaðið/Kristinn
Sólveig Margrél Ólafsdóttir
•g Ingi Fjalar Magnússon
nemar, hafa verió saman á
þrióia ár.
Morgunblaðið/Kristinn
Sigrún Marinósdóttir bók-
ari og Bergþór Pálmason
f ramreióslumaóur hafa
verió gift i tve ár.
Morgunblaðið/Þorkell
Guóný Gunnur Gunnars-
dóttir bókavöróur og Har-
aldur Sigfússon verkstœó-
isformaóur hafa verió gift i
43 ár.
Kynin
gera ðlíkar
kröfur
ÞEGAR atferli kynjanna við
fyrstu kynni eru skoðuð
kemur í ljós að það fer mest eftir
áhuga konunnar hvort um nánari
kynni verði að ræða,“ segir dr.
Magnús S. Magnússon atferlissál-
fræðingur við Háskóla Islands.
„Ástæðuna fyrir auknum áhuga á
paramyndun má eflaust rekja til
tíðari hjónaskilnaða sem nú eru
orðnir vandamál á Vesturlöndum.
Menn vijja vita hvað það er sem
heldur fólki saman, en það er tal-
ið líklegt að ákveðin samhæfing
í atferli parahafi áhrif á hvort
samband þeirra haldist."
Þegar Magnús starfaði sem
prófessor við Sorbonneháskólann
í París þróaði hann tölvuaðferðir
til að sjá mynstur í atferli manna
og hafa aðferðir hans verið notað-
ar af vísindamönnum bæði í Evr-
ópu og vestan hafs, einkum í sál-
fræði, hátternisfræði og geðlækn-
isfræði, meðal annars í sambandi
við samskipti para.
„Það kemur glögglega í ljós að
áhugi konunnar ræður úrslitum í
þessu sambandi, en að öðru leyti
eru kynin mjög ólík þegar um
paramyndun er að ræða. Könnun
sem gerð var ytra leiddi til dæm-
is í Ijós að karlmenn eru yfirleitt
fúsir til að sofa hjá konum strax
við fyrstu kynni, eða 75% að-
spurðra, en engin kona sem spurð
var tók það í mál. Fyrir konuna
er það alvarlegt mál að sofa hjá
Morgunblaðið/RAX
MAGNÚS S. Magnússon
atferlissáifrœóingur:
Konur elska spennandi
menn, en giftast öórum.
karlmanni. Konan getur eignast
mjög takmarkaðan fjölda af-
kvæma og í hvert skipti er það
mikið átak. Hún þarf því að velja
sér mann með væntanlega afkom-
endur í huga og því er það stórt
atriði fyrir hana að faðirinn sé
vel valinn.
Konur vilja fyrst og fremst
tryggja öryggi sitt og framtíð.
Ef lítið spennandi maður, en prúð-
búinn og kurteis, kemur sér fyrir
inni á bar meðal fjölda kvenna
og lætur það spyijast út að hann
sé af góðri ætt, sé vel menntaður
og efnaður, er líklegt að konurnar
muni sýna honum mikinn áhuga.
Karlar virðast vera uppteknari
af útliti konunnar við fyrstu
kynni. Yissulega falla konur líka
fyrir glæsilegum glaumgosum, en
þótt konur elski spennandi menn,
giftast þær öðrum. Karlar sem
eru kannski síður spennandi en
þeim mun ábyrgari, hafa þó vinn-
inginn að því leyti að þeir koma
menningu sinni áfram. Þeir geta
til dæmis breitt út trú sína og
pólitískar skoðanir meðal barna
sinna og afkomenda.
Fyrir karlmanninn er það afar
mikilvægt að konan sé honum
trú. Konan veit að börnin eru af-
sprengi hennar, en karlarnir geta
ekki alltaf verið vissir um hvort
þeir eru feðurnir. Það eru því
miklir hagsmunir í húfi fyrir karl-
ana og þetta má vel vera ein af
ástæðunum fyrir því að konur eru
kúgaðar. í sumum þjóðfélögum
eru þær jafnvel umskornar.
En konur virðast nokkuð kræf-
ar þrátt fyrir allt því það er meira
um rangfeðrun en haldið hefur
verið til þessa. Það hefur komið
fram að um 5-10% barna á Norð-
urlöndum eiga annan föður en
gefið er upp, hliðstæð tala er
nefnd í Frakklandi og annars
staðar getur óvissan verið meiri.
Karlmenn jafna stöðuna með
fjöllyndi og þeir eru því margir
sem verpa í annarra manna hreið-
ur rétt eins og gaukurinn.
Það hefur mikið verið rætt um
þetta lauslæti og spurt hvort
mennirnir hafi það í genunum.
En ef Iauslætið er 5% þá er trygg-
lyndið 95%, sem er ekki svo lítið
og í raun hreint ótrúlegt hve
mikla tryggð makar sýna hvor
öðrum og börnum sínum.
Kynin gera því mjög ólíkar
kröfur þegar paramyndun er ann-
ars vegar og því er ekki óeðlilegt
þótt menn spyrji hvaða sess ástin
skipi í þessu flókna atferlis-
mynstri.
Þegar konan er búin að velja
sér mann, virðist myndast það
sem kallað er ást. Konur gefa
ekki þessa tilfinningu frá sér fyrr
en þær treysta manninum. Karl-
arnir aftur á móti halda stundum
að þeir séu að leika sér að kynlífi
en uppgötva svo að þeir eru orðn-
ir ástfangnir. Sennilega hefur þá
náttúruleg aðferð konunnar til
að gera karlmanninn að verndara
sínum gengið upp.“
Koma genunum áf ram
„Þau lifðu síðan hamingjusöm upp
frá því og eignuðust böm og buru“,
er endirinn á mörgu gömlu ævintýri.
Veruleikinn er þó örlítið grárri, eink-
um þegar kemur að bömum og bum.
Á síðustu mánuðum hefur komið
fram að mun meira er um rangfeðrun
en haldið hefur verið til þessa, og
hefur það bæði vakið undrun og ugg
meðal manna. Ekki alls fyrir löngu
birtist forsíðugrein í Time þar sem
íjallað var um þetta lauslæti og með-
al annars spurt hvort það væri í gen-
um okkar.
Fjöllyndi karla virðist koma fæst-
um á óvart en þegar kemur að kon-
unni horfa málin öðruvísi við. Hvem-
ig stendur á því að konan, sem legg-
ur þessa miklu áherslu á traust hjóna-
band, eignast böm með öðrum en
eiginmanninum?
„Konan reynir nýjan elskhuga með
það í huga að hann geti ef til vill
komið í stað eiginmannsins, sem hún
er ekki ánægð með. Hún veit að það
hefur litla þýðingu að vera í sambúð
með lítilfjörlegum maka ef hún ætlar
að koma genum sínum áfram,“ segir
þróunarsálfræðingurinn David Buss.
Margt virðist styðja þessa kenn-
ingu hans. Í ljós hefur komið að gift-
ar konur sem nota ekki pilluna fara
oftar út að skemmta sér á þeim tíma
sem þær hafa egglos og virðist það
vera þeim ómeðvitað.
En það er ekki hið eina sem náttúr-
an kemst upp með. Rannsóknir hafa
einnig sýnt að fjöldi sæðisfruma hjá
körlum ræðst ekki af þeim tíma sem
líður frá því að þeir hafi haft kynm-
ök, heldur af því hvort eiginkonan
er fjarverandi eða nálæg. Magn sæð-
isfruma verður meira ef eiginkonan
er á viðskiptaferðalagi, heldur en þeg-
ar hún liggur heima með flensu.
Náttúran virðist því beita ýmsum
brögðum þegar samskipti kynjanna
eru annars vegar, líklega til að við-
halda stofninum. Til að storka síðan
öllum kenningum og könnunum
bregður hún svo stöku sinnum á leik.
Karlar taka eldri konur fram yfir
yngri og glæsilegri, og nægir í þeim
efnum að benda á Karl Bretaprins,
og stundum giftast karlar konum sem
eru allt að fimmtán árum eldri en
þeir sjálfir. Og konur velja karla sem
eru hvorki ríkir, áreiðanlegir né mynd-
arlegir, og halda auk þess framhjá
þeim, þegar þær gætu hæglega náð
sér í það mannsefni sem hæfir útliti
þeirra, stöðu og stétt.
Niðurstöður pararannsókna sýna
að óskir karla og kvenna eru þær
sömu um allan heim þegar makaval
er annars vegar. í fiestum tilvikum
eru þær ekki mikið merkilegri en
óskir sögupersóna í snöggsoðnum
ástarsögum.
Rannsóknir virðast einnig benda
til þess að lík böm leiki best, og því
má ef til vill segja að griska goðsögn-
in um unga sveininn Narkissos sem
varð ástfanginn af eigin spegilmynd,
eigi einhvem rétt á sér þegar karl
og kona eru í makaleit.
Síðast en ekki síst sýna þær glöggt
að náttúran er ætíð söm við sig þótt
menn reyni að þvinga hana undir
vald sitt, og nú velta menn vöngum
yfir því hvort pararannsóknir eigi eft-
ir að hafa áhrif á jafnréttisbaráttuna
í framtíðinni.
Hin bitra staðreynd er þó sú, að
þótt vel sé til vandað og mikið lagt
undir við makaval, eru skilnaðir og
ný makaleit ætíð einn þátturinn í
þessu mannlega atferlisleikriti.
(Par 1 og 3 er saman
og 2 og 4.)
Líkur
sækir líkan
heim
VIÐ makaval á sér stað flókið
tilfinningalegt ferli sem er
að verulegu leyti ómeðvitað, en
í flestum tilvikum virðist það
gilda að likur sæki líkan heim,“
segir Benedikt Jóhannsson sál-
fræðingur hjá Fjölskylduþjón-
ustu kirkjunnar. „Til Fjölskyldu-
þjónustunnar koma oft hjón sem
eru í skilnaðarhugleiðingum og
þvi tengist makaval vinnu okkar.
Það er mikilvægt að vita hvað
það er sem hefur haldið lijónum
saman og hvað það var sem dró
þau hvort að öðru í upphafi."
Benedikt segir að oft laðist
ungi maðurinn eða konan að per-
sónu sem að ýmsu leyti likist
þeim sjálfum og þeim persónum
sem hann eða hún hefur alist upp
með. „Það má segja að hér sé um
endursviðsetningu úr æsku að
ræða. Það kunnuglega vekur oft
öryggi og heimatilfinningu. Ef
unga fólkinu hefur liðið vel í
heimahúsum vill það taka þau
gæði með sér þegar þau velja sér
maka og stofna heimili. Það er
algengasta mynstrið. Hitt er líka
til og ekki óalgengt að kona sem
er til dæmis alin upp hjá alkó-
lista, fari í hlutverk bjargvætt-
isins og velji sér drykkfelldan
maka.
Það virðist vera konan sem
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
BENEDIKT Jóhannsson
sálfræóingur: Hjónalifló
er f jörugast þar sem karl-
inn vinnur mikió og
skaffar vel.
ákveður endanlega hvort um nán-
ari kynni verði að ræða og það
er líka hún sem er oftast tekur
af skarið og sækir um skilnað.
Val hennar er lagt til grundvall-
ar, enda er það áhættusamara
vegna barneigna.
Þegar fyrstu kynni eru rifjuð
upp lýsir karlinn oftar útliti kon-
unnar, en konan oftar því hversu
öflugur hann kom henni fyrir
sjónir, það er að segja hvort hann
hafi gefið fyrirheit um að hann
mundi skaffa vel. Góð afkoma er
mikilvæg fyrir konuna. Því hefur
oft verið haldið fram að það sé
slæmt fyrir hjónabandið þégar
eiginmaðurinn vinnur mikið en
sú tilgáta er kolfallin! Það hefur
sýnt sig að hjónalífið er jafnvel
fjörugast þar sem karlinn vinnur
mikið og skaffar vel, það er að
segja meðan það gengur ekki út
í öfgar.
Ungt fólk er ekki í þeirri stöðu
að geta metið í upphafi hvort val
þeirra á maka sé rétt. Félagsleg
staða og bakgrunnur hins aðilans
gefa þeim þó ákveðna vísbend-
ingu.
Við makaval er oftast um
tvenris konar sambönd að ræða.
í fyrra tilvikinum sækir líkur lík-
an heim. Þá eru pörin á svipuðu
róli hvað snertir félagslegan og
tilfinningalegan þroska. Utlitið
virðist líka skipta máli, fallegt
fólk velur sér til dæmis oft falleg-
anmaka.
í síðara tilvikinu er um svo-
nefnt uppbótarsamband að ræða.
Þá eru pörin ólík að útliti eða að
upplagi en reyna að bæta hvort
annað upp. Mjög lágvaxin kona
velur sér ef til vill mjög hávaxinn
mann. Stjórnsamt fólk velur sér
sveigjanlega maka og þeir sem
eru hressir og opnir velja sér
rólyndari maka til að fá vissan
stöðugleika í líf sitt.
I samböndum þar sem líkur
sækir líkan heim er oft minni
hætta á vanda síðar meir. í upp-
bótarsamböndum hins vegar
koma oft upp flóknari vandamál,
en tenging paranna verður oft
dýpri.
Makaval er því oft flókið fyrir-
bæri. Ástin kemur vissulega inn
í myndina, en aðdráttaraflið
byggist þó að grunni til á eigin-
girni. Það er grundvallaratriði
að lifa af og því er það nauðsyn-
legt hverjum manni að hugsa um
eigin þarfir, einnig í parsambönd-
um.
En í því upplýsingaþjóðfélagi
sem við lifum í er oft lítið gert
úr tilfinningum, sem eru í raun
upplýsingar að innan. Vilji menn
halda heilsu og lifa af í þjóðfélag-
inu, verða þeir að gefa tilfinning-
um sínum gaum.“