Morgunblaðið - 30.04.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.04.1995, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 30. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Viðamikil bandarísk rannsókn um heilaskaða Heilaskaði sjaldnar tengdur fæðingum NÝLEG rannsókn á heilaskaða ný- bura sýnir fram á að heilaskaði verður mun sjaldnar vegna súrefn- isskorts í fæðingu en talið var. Rannsóknin tók til 54.000 fæð- inga og reyndust 189 börn heil- asködduð. Aðeins 20% sködduðu barnanna höfðu eitt eða fleiri ein- kenni um súrefnisskort í fæðingu og aðeins í 9% tilvika gat ekkert annað skýrt heilaskaðann. Rann- sókninni lauk upp úr miðjum síð- asta áratug og hafa meginn- iðurstöður henn- ar þegar verið staðfestar í öðr- um rannsóknum vestan og austan hafs. Jón Hilmar Alfreðsson, yfir- læknir á Kvenna- deild Landspítal- ans, fjallar um málið í tölublaði Heilbrigðismála sem er að koma út. Hann segir í samtali við Morgunblaðið niðurstöðuna valda straum- hvörfum því áður hafí 60 til 80% heilaskaða verið tengdir fæðing- unni. Jón Hilmar segir að lengi hafi verið ríkjandi sú tilhneiging að tengja heilaskaða nýbura við sjálfa fæðinguna enda hafí ekki verið vit- að mikið um aðra áhrifaþætti. „Þó stundum væri vitað að um meðfæddan sjúkdóm væri að ræða var orsökin oftar óþekkt. Því var leitað skýringa í sjálfri fæðingunni og sérstaklega væri hún erfið. Ég nefni í því sambandi ef grípa þurfti inn í með töngum. Önnur skýring á því að litið var til fæðingarinnar er að heilinn er mjög viðkvæmur. Næring hans er annars vegar sykur og hins vegar súrefni og ef hann fær ekki súrefni, segjum í 3 til 4 mínútur, er hætt við óafturkallan- legum skaða. Að síðustu nefni ég fósturhjart- sláttarritin. Við erum farin að geta mælt hjartslátt í meðgöngu og oft sýna ritin frávik þó allt sé í lagi. Raunar koma tímabundin afbrigði fram í allt að helmingi eðlilegra fæðinga án þess að talið sé rétt að grípa inn í fæðinguna. Töf getur engu að síður verið Iækni til áfellis reynist barnið skaddað," segir Jón Hilmar. Hann segir að smám saman hafí komið upp efasemdir um að tengja heilaskaða fæðingunni með jafn afgerandi hætti. „Rannsakendur fóru að velta því fyrir sér að fæðing tæki ekki nema 9 klukkustundir eða svo miðað við 9 mánaða meðgöngu. Ýmislegt gæti gerst á þeim tíma,“ segir Jón Hilmar. Hann segir að rannsóknum hafí verið hleypt af stokkunum án þess að afgerandi niðurstaða fengist. „En ýmsar skýringar hafa komið fram. Naflastrengurinn gæti til dæmis hafa flækst fyrir fóstrinu og hindrað tímabundið súrefnis- streymi. Af öðrum hugsanlegum skýringum er þroskahömlun móður, meðfæddur galli á höfði og með- göngueitrun." Ekki nægar upplýsingar um heilaþroska Eitt af því sem valdið hefur vanda við rannsóknimar er hversu lítið er vitað um þroska heilans. „Ólíkt flestum líffæram, sem þroskast að mestu fyrstu þijá mánuðina, er heilinn að þroskast alla með- gönguna. Þegar við vitum hvenær hvaða þroskastigi er náð færumst við nær því að geta sagt fyrir um hvað gæti hugsanlega hafa orsakað skaðann," segir Jón Hilmar og hann tekur fram að fullburða heilbrigð börn séu ótrúlega þolgóð. Öðra máli gegni um fyrirbura, t.d. fædda mánuði fyrir tímann. Þeir séu veik- ari og á allan hátt viðkvæmari. Eins og áður segir voru 60 til 80% heilaskaða meðal nýbura rakin til fæðingarinnar. Einstök dæmi urðu til að draga úr þeirri trú. Dæmi er um að heilaskaði fyrsta barns hafi verið rakinn til mistaka í fæðingu en annað barn hafi fæðst með sama skaða eftir keisaraskurð. Nú hefur áðurnefnd bandarísk könnun sýnt fram á að aðeins í litl- um hluta, 20% tilvika, greinist ein- kenni súrefnisskorts í fæðingu hjá heilasködduðum bömum. Áhrif á bótaskyldu Jón Hilmar segir að nauðsynleg kynning á staðreyndum málsins hafi þegar farið fram í flestum nágrannalöndum okkar. Hann segir að ein ástæðan fyrir því að kynning- in sé nauðsynleg felist í því að tölu- vert sé um að kærur berist sjúkra- húsum vegna meintra mistaka við fæðingar. Málin séu erfið viður- eignar og dóms- valdið hafi til- hneigingu til að snúa sönnunar- byrðinni við og krefjast þess að sjúkrastofnunin sanni að ekki hafi verið gerð mi- stök. Þeim reyn- ist hins vegar erfítt að finna skýringar þegar skýringanna sé enn leitað eins og varðandi heil- askaðann. Hann segir að á Norðurlöndun- um hafí verið farin sú leið að veita sjúklingum bætur vegna skaða eftir meðhöndlun á sjúkrahúsi óháð því hvort mistök hafi átt sér stað eða ekki. íslensku Karvellögin taki á þessu. Gallinn sé hins vegar sá að bæturnar séu of litlar og því freist- ist sjúklingar fremur til að höfða mál en ella. Málin séu höfðuð gegn viðkomandi sjúkrastofnun. Síðan hafi hún rétt til að höfða mál á hendur viðkomandi starfsmanni. En Jón Hilmar sagðist ekki vita til að slíkt hefði gerst. Jón Hilmar segir að á Vestur- löndum sé miðað við að af 1000 nýburum fæðist 1 til 2 með heila- skaða. Samkvæmt því fæðist 5 til 10 heilasködduð börn hér á landi á hveiju ári. Aðspurður segist hann ekki hafa yfirlit yfir hversu mörg mál hefðu verið höfðuð hér á landi í tengslum við mistök við fæðingu. Hins vegar vissi hann til að á 6 ára tímabili hefðu 18 mál verið í gangi eða að meðaltali 3 á hveiju ári. Ef frá væru talin mál vegna annars en heilaskaða mætti búast við að eitt mál væri höfðað af því tagi á hveiju ári. Hann sagði að ekki væri hægt að fullyrða að sjúkrahús hefðu verið ranglega dæmd miðað við fyrirliggjandi niðurstöður. Hins vegar væri fullvíst að framvegis yrði tekið á þessu máli af enn meiri varfæmi en áður. kommódur - skrifborö - sófar - slyttur - Ijósakrónur gólflampar - boröstofusett^ máluerk - sófasett í Ijósakrónur - gó(flampar - rúm t Mikið skal seljast Antik - Utsala Ótrúlegt verð alla helgtna Verslunin flytur 1. maí. Nýjar vörur daglega Munir og minjar Ótrúleg °p‘ð 3113 a- sófaboró - Ijósakrónur - góIflampar - sófaborö - rúm - kistur - fataskápar Grensásvegi 3, sími 588-4011 - málverk - sófasett - skatthol ~ gólflampar - boröstofusett Eitt blab fyrir alla! - kjarni málsins! Baráttudagur verkalýðsins 1. maí Baráttan við atvinnuleysið helsta málið ALÞJÓÐLEGUR bar- áttudagur verka- lýðsins er á morg- un, 1. maí, og segir Björn Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasambands ís- lands, að dagurinn sé enn sem fyrr mjög mikilvægur fyrir verkalýðshreyfinguna í heild. íslendingar verði að hafa í huga að verkalýðs- baráttan sé alþjóðleg eins oft sé minnt á með ýmsum hætti, og nú síðast með morði á 12 ára talsmanni þeirra sem búa við barna- þrælkun í Pakistan, sem skotinn var til bana fyrir skemmstu. „í mínum huga er 1. maí þessi alþjóðlegi baráttudag- ur. Sumir segja að þetta sé einungis eitthvað táknrænt, en þetta er alls ekki svo í mínum huga. Þessi dagur er allt að því helgastur daga fyrir mig persónulega. Fólk verður að skynja það sem að baki stendur, og menn fara með ýmsum hætti fram til að minnast þessa dags hér á landi, t.d. með kröfugöngum sem segja má að séu tákn um samstöðu." - Hver eru helstu baráttumál verkalýðsins 1. maí að þessu sinni? „Mér sýnjst þvl miður að bar- áttumálin núna ætli að verða þau sömu og þau voru á síðasta ári. Það er fyrst og fremst krafan um að tekist verði á við atvinnuleys- ið, en að því leyti er ástandið hér á landi skelfilegt. Við erum með 7-8 þúsund atvinnulausa einstakl- inga þannig að meðtöldum fjöl- skyldunum er hópurinn sem stendur á bak við þetta skelfileg: ur. Það þýðir ekkert að miða sig við nágrannalöndin í þessu sam- bandi. Það er hérna á þessu landi sem við lifum og við verðum að horfa í eigin barm og eyða þessu atvinnuleysi. Þetta er helsta bar- áttumálið. En við stöndum líka frammi fyrir því að búið er að jafna sam- keppnisstöðu atvinnuveganna gagnvart helstu nágrannalöndum og viðskiptaþjóðum, og þá ekki síst fyrir tilstuðlan verkalýðs- hreyfingarinnar. Núna gerum við því þá kröfu að á allra næstu árum verði kaupmáttur sá sami fyrir þetta framlag hér á landi eins og í þ'essum viðmiðun- arlöndum." ______ - Hver er skoðun þín á stjórnarsáttmála ríkisstjórnar- innar, t.d. hvað þetta varðar? „Ég hef það alltaf fyrir sið að gefa nýjum ríkisstjórnum sinn tíma til að útskýra hvað stendur í pappírunum. Við eigum eftir að fá svör við því hvað meint er með breytingu á vinnulöggjöfinni og hvað það táknar að segja að litlir hópar geti ekki farið í vinnustöðv- un. Táknar það kannski að eitt- hvað Iítið verkalýðsfélag geti ekki gert verkfall? Ef svo er þá er verið að höggva beint inn í grunn- uppbyggingu verkalýðshreyfíng- arinnar. Við þurfum að fá útskýr- ingar á þessu og fleiru í stjórnar- sáttmálanum. Á meðan þetta stendur sem hálfkveðin vísa þá bíður maður eftir að fá svarið. Verkalýðshreyf- ingin lætur auðvitað ekki bijóta upp sín helgustu vé og ætlar ekki að falla í sömu gryfju og t.d. Björn Grétar Sveinsson ►Bjöm Grétar Sveinsson, for- maður Verkamannasambands íslands, er fæddur 19. janúar 1944 á Hánefsstaðaeyrum í Seyðisfirði. Hann er gagnfræð- ingur frá Héraðsskólanum á Laugarvatni 1960 og húsasmið- ur frá Iðnskóla Eskifjarðar 1966. Auk þess hefur hann stundað nám við Félagsmála- skóla MF A og tekið þátt í ýms- um námskeiðum. Bjöm Grétar var verkamaður á árunum 1955 til 1962 og sjómaður 1962 til 1964. Hann starfaði svo við húsasmiði og sjómennsku 1964 til 1981, og við smíðar og lager- störf hjá RARIK 1981 til 1985. Hann hefur verið formaður Verkalýðsfélagsins Jökuls frá 1985 og formaður Verka- mannasambands íslands frá 1991. Eiginkona Björns Grét- ars er Guðfinna María Björns- dóttir verkakona og eiga þau þijú böm. Kröfugöngur eru tákn um samstöðu Nýsjálendingar gerðu. Þar er allt flakandi rúst eftir að breytingar voru gerðar á vinnulöggjöfinni í nafni svokallaðs frelsis, en þar var verkalýðsfélögunum nánast bannað að gera kjarasamninga." - Kjarasamningarnir eru upp- segjanlegir um áramót efforsend- urþeirra breytast. Finnst þéreitt- hvað benda tilþess að samningun- -------- um verði sagt upp? „Það á eftir að koma i ljós hvað aðrir kjara- samningar koma til að ________mæla inn í þessa frægu vísitölu og það þarf að skoða þau mál í heiid. Bankarnir eru núna að boða vaxtahækkanir og ég tel þá vera að nota þarna tækifærið til að handstýra vöxt- unum upp og það er hreinlega ekki í fyrsta skipti. Ef þróunin verður eitthvað í líkingu við þetta þá hefur það víðtæk áhrif, en ég get ekki svarað einhliða fyrir það hvort þetta leiði til að forsendur kjarasamninganna bresti. Það verður auðvitað skoðað mjög gaumgæfilega þegar þar að kem- ur. , Það er hins vegar ansi hart ef Qármagnseigendur, hvort sem þeir heita lífeyrissjóðir, kolkrabb- ar eða eitthvað annað, ætla að hirða beint til sín með vaxtahækk- unum þann efnahagsbata, sem hugsanlega er að koma fram og boðaður var í kosningabarátt- unni. Ef það verður raunin þá hlýtur að verða hart sótt. “
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.