Morgunblaðið - 30.04.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.04.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. APRÍL 1995 33 Guðríður er horfin södd lífdaga. Hún hélt upp á áttræðis afmælið sitt fyrir skömmu á heimili dóttur sinnar umvafin fjölskyldu og vin- um. Hún var fín að vanda og glöð. Það var gott að gleðjast með glöð- um og gott að njóta glæsilegra veislufanga. Gott að hitta gamla vini frá árunum á Hjallaveginum. Best af öllu var þó sú ástúð sem afmælisbarnið naut hjá börnum sín- um, mökum þeirra og barnábörn- um. í veislunni voru þrjár kynslóðir í beinan kvenlegg eins og þrjú til- brigði við sama stef. Sama brosið, sama einbeitnin í svipnum, sama reisnin og sami hvassi og hárfíni húmorinn. Hver tónn laut þó sínum sérstöku lögmálum ólíkur hinum. Tíminn mun bæta nýjum tilbrigðum við þetta stef og Guðríður mun lifa áfram í dugnaði og krafti þeirra kynslóða sem á eftir henni koma. Guðríður hefur verið hluti af lífi mínu allt frá því að vinátta tókst með okkur Þórunni dóttur hennar í kring um 1970. Ég hitti hana fyrst á Hjallaveginum eftir að Þór- unn flutti heim með fjölskyldu sína að loknu námi. Mér er Guðríður minnisstæð þennan dag. Hún bauð upp á kaffi í eldhúsinu. Klemenz var í bókaherberginu að lesa að vanda. Við ræddum ekki margt, en ég sá að þarna fór fasmikil kona sem vissi hvað hún vildi. Þetta var um hásumar og garðurinn hennar Guðríðar stóð í blóma. Á þeim tíma var almennt borið minna í garða við heimili manna en nú, en á Hjallaveginum bjó kona sem kunni að rækta garðinn sinn. Þar var dágott safn af fjölærum jurtum, sumum sjaldgæfum og hlúð að hverri plöntu svo allt blómstraði sem blómstrað gat. Næstu tuttugu árin hittumst við oft og mér fór að þykja afar vænt um þessa konu, þótt ég efist um að ég hafi nokk- urn tíma þekkt hana vel. Hún kom oft á Bræðraborgarstíginn og gætti barnabarnanna sem þá voru í ómegð. Það var ekki alltaf létt verk, því skammt var á milli fjögurra barna Þrastar og Þórunnar og þau fjörkálfar hinir mestu. Þá þurfti Valtýr Björn elsti sonur Þórunnar og fyrsta barnabarn ömmu sinnar margs að spyija, sýna ömmu teikn- ingarnar sínar og láta minna sig á eitt og annað. Amma Gugga kom stundum beint úr vinnu sinni á Kleppsspítala til að gæta barnanna fimm. Hún mataði einn, leiðbeindi öðrum, stillti til friðar, gagnrýndi það sem henni þótti fara aflaga og lá ekki á skoðunum sínum við börn- in, gesti og gangandi meðan þau Þröstur og Þórunn voru í vinnunni. Á þessum árum virtist mér hún stundum óþarflega hijúf í fasi en hugsaði ekki til þess að þreyta og slit langrar ævi kynnu að hafa eitt- hvað með það að gera. Þó var stutt í brosið, í senn blítt, svolítið ögrandi og órætt. Lítil saga lýsir Guðríði vel á þessum árum. Hún var ófag- lærður starfsmaður á þeirri deild Kleppsspítala þar sem hvað veik- asta fólki dvaldi. Sjúklingarnir þurftu mikla umönnun og natni sem Guðríður veitti þeim heils hugar enda gerði hún aldrei mannamun. Dag einn kvisaðist það út að sál- fræðingarnir hygðust leggja próf fyrir allt starfslið sjúkrahússins nema læknana. Hver starfsmaður- inn á fætur öðrum var kallaður fyrir og látinn þreyta prófið. Voru sumir lengi að. Loks kom röðin að Guðríði. Hún varð ekki sérlega uppveðruð yfir þessum leikaraskap, enda fólk á deildinni sem sárlega þurfti á henni að halda þá stund- ina. Þó fór svo að Guðríður dreif sig í prófið og lauk því í skyndi til að komast aftur til sjúklinganna sinna. Skömmu síðar tók að drífa að lækna og allskyns fræðinga að skoða Guðríði. Prófið reyndist hafa verið greindarpróf og hafði Guð- ríður lokið því á mettíma og gert allt rétt. Þegar Guðríður var spurð hvernig í ósköpunum hún hefði far- ið að þessu, sagði hún að þetta hefði ekki verið neitt mál, hún væri vön að sauma og þetta hefði verið líkt og að mynstra saman efni, bara ekki eins flókið. Eftir lát Klemenzar fór heilsan smátt og smátt að gefa sig. Hún MINNINGAR flutti af Hjallaveginum í þjónustu- íbúð, fótbrotnaði, fór í endurhæf- ingu á Háaleitisbrautina og síðan á Skjól. Fundum okkur bar nú oft sam- an. Henni þótti vistin á Skjóli held- ur daufleg og var flestar helgar og tyllidaga heima hjá Þórunni eða Þórarni og fjölskyldum þeirra. Hún reyndist syni mínum sem önnur amma. Heilsutap hennar sjálfrar gerði hana næma á fötlun hans og hvað hún merkir fyrir líf hans og örlög. Þeir eru ófáir pakkarnir sem rötuðu frá Guðríði til drengsins míns og ekkert fermingarbarn hef- ur fengið fínni blómvönd á ferming- arborðið en þann sem Guðríður sendi honum í fyrra vor. Á efri árum stafaði mikil hlýja frá Guðr- íði í bland við skapstyrk hennar og glettni. Síðustu minningar mína af sam- vistum við Guðríði tengjast ein- lægri gleði hennar við það að vera til á góðum stundum, borða góðan mat, og fara í sumarhús Þrastar og Þórunnar þar sem mikið var hlegið og fjöli af pönnukökum hurfu eins og dögg fyrir sólu. Ánægjuleg gönguferð í nóvember síðastliðnum meðfram Ægissíðunni á köldum, björtum vetrardegi ljóm- ar í minningunni. Guðríður sat í hjólastólnum í bleikum kuldagalla og pelsjakka með hatt á höfði sem hún var ekki alveg viss um að gott væri að hafa á höfðinu. Þórunn ýtti stólnum og ég hálfdró son minn áfram. Við hlógum dátt og fannst við ótrúlega spengilegir íþrótta- garpar. Síðast sátum við sonur minn á Bræðraborgarstígnum og borðuðum hangikjöt með Guðríði og íjölsk'yldunni á föstudaginn langa. Þar leiðrétti hún mig bros- andi í síðasta sinn, fyrir það að ávarpa son minn ekki nógu virðu- lega. Ég er þakklát fyrir að hafa verið samferða Guðríði um sinn, og fyrir þá innsýn sem hún veitti mér í líf- ið. Fáir kunna þá list jafnvel og hún að skilja hismið frá kjarnanum. Blessuð sé minning hennar. Dóra S. Bjarnason. Mig langar með nokkrum orðum að minnast tengdamóður minnar. Guðríður Ámý Þórarinsdóttir, eða Gugga eins og hún var oftast köll- uð, var fædd í Borgarnesi. Hún ólst þar upp hjá foreldrum sínum ásamt tveimur yngri bræðrum, Tyrfingi, sem lést fyrir réttum 10 ámm og Sigurbimi, sem lést þann 9. mars sl. Alla tíð var mjög kært með þeim systkinum öllum og fjölskyldum þeirra. Guðríður fluttist til Reykjavíkur, nam saumaskap og vann ýmis störf bæði þar og annars staðar. 1943 giftist hún Klemensi Þór- leifssyni kennara. Hann kenndi við Laugarnesskólann í mörg ár. Allan sinn búskap bjuggu þau að Hjalla- vegi 1 í Kleppsholtinu í Reykjavík. Gugga var orðin rúmlega fímm- tug er ég kynntist henni. Hún var ákaflega hress og dugleg kona, fé- lagslynd, trygglynd og þar af leið- andi vinmörg. Oft var gestkvæmt á heimili hennar, en hún var líka dug- leg að fara í gönguferðir og kom þá oft við hjá ættingjum, vinkonum eða nágrönnum. Hún hafði auk húsmóðurstarf- anna saumað fyrir fólk, en um miðj- an sjöunda áratuginn, er börnin voru orðin nær fullorðin, fór hún út að vinna. í 17 ár var hún gæslu- kona á deild 5 á Kleppsspítala og naut sín vel í því starfi, þó oft hafi það eflaust verið mjög erfitt. Gugga var mikil ræktunarkona, um það vitnaði heimilið hennar allt, blómin í gluggunum, trén og fjölæru plönturnar í garðinum, rabbarbar- inn, rófurnar og kartöflurnar. Af þessu ræktunarstússi sínu hafði hún mikla ánægju. En hún var líka rækt- unarkona í öðrum skilningi. Hún bjó eiginmanni sínum og bömum gott heimili og alltaf voru barnabörnin velkomin til hennar í lengri eða skemmri tíma. Hún hafði unun af samvistum við þau, ræktaði hið góða með þeim og vildi velferð þeirra sem mesta. Einnig ræktaði hún fjölskyldu- og vinatengslin vel, eins og áður er vikið að. Guðríður var heilsuhraust þar til fyrir fimm árum að hún lærbrotnaði og náði aldrei fullri heilsu aftur. Það átti illa við hana að geta ekki kom- ist allra sinna ferða hjálparlaust, geta ekki heimsótt vini og ættingja án þess að vera upp á aðra komin. Síðustu árin dvaldist hún fyrst á Grensásdeild Borgarspítalans og síðan á Skjóli. Á báðum þessum stöðum fékk hún góða umönnun, sem hér með er innilega þökkuð. Við eigum eftir að sakna þess að nú kemur hún ekki oftar í heimsókn til okkar í Bleikjukvíslina, þar sem við áttum margar notalegar stundir með henni við eldhúsborðið og feng- um okkur oft jólaköku með mörgum rúsínum. Ég vil að lokum þakka tengda- móður minni samfylgdina og alla velvildina sem hún sýndi mér og mínum alla tíð. Blessuð sé minning hennar. Ásdís Sigurgestsdóttir. í dag kveðjum við ömmu Guggu, Guðríði Þórarinsdóttur, hinstu kveðju og langar okkur systurnar að minnast hennar með nokkrum orðum. Ýmsar góðar minningar koma upp í hugann þegar við hugsum til baka. Það var gaman að koma í heimsókn á Hjallaveginn til ömmu og oft gistum við hjá henni um helg- ar, bara af því að það var svo spenn- andi. Þá tókum við okkur ýmislegt fyrir hendur, en oftast var farið út að „spássera“ um Kleppsholtið. Stundum var farið í heimsókn til Löllu mágkonu á Ásveginum eða einhverrar annarrar vinkonu, þá var farið að kaupa „flösku“ af kóki og þegar heim var komið var ómiss- andi að fara aðeins í fótabað. Oft var spjallað lengi, því ýmislegt hafði gerst síðan síðast. Stundum vorum við líka fleiri frændsystkinin og þá var vakað langt fram eftir nóttu. Á sumrin fórum við með ömmu í heimsókn á Mófellsstaði í Skorra- dal, því þar átti hún góða vini sem henni þótti vænt um. Á leiðinni var stundum komið við í Borgarnesi, þar sem hún átti rætur sínar að rekja. Amma hafði gaman af blómum og átti stóran garð sem við reyndum stundum að hjálpa til við að rækta. Sérstaklega þótti okkur nú gaman að fá að vökva garðinn því amma átti svo langa slöngu. Oft tókst Crfisdrykkjur B Veftlngoliú/ið cnn-mn Simí 555-4477 t Innílegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts elskulegs son- ar okkar, unnusta míns, bróður okkar, dóttursonar og frænda, SNÆÞÓRS KRISTINS frá Hvammi, Fáskrúðsfirði. Erla Oddsdóttir, Helgi Heiðar Georgsson, Þórey Bjarnadóttir, Bjarnheiður Stefania, Þórarinn Elí, Bjarnheiður Stefania Þórarinsdóttir, Bjartur Oddsson. okkur að bleyta aðeins í okkur sjálf- um um leið og ekki þótti okkur það neitt verra. Amma var góð kona sem alltaf var tilbúin til að taka á móti okkur og gera allt sem hún gat fyrir okk- ur. Hún hafði mikinn áhuga á því sem við tókum okkur fyrir hendur og þó svo að samverustundunum fækkaði þegar við eltumst fylgdist hún með okkur vaxa og þroskast. Minningarnar eru margar og góð- ar og þær geymum við og segjum frá þeim þegar við erum sjálfar orðnar ömmur. Þá verðum við von- andi eins góðar ömmur og hún amma Gugga sem nú er komin til þeirra sem henni þótti vænt um og sagði okkur svo oft frá. Við biðjum Guð að vera með henni ömmu og þökkum henni fyrir allt það góða sem hún gaf okkur. Vigdís og Árný. .w MBMHBERE "l| Glæsilegur salur, góð þjónusta og veglegt kaffihlaðborð kr. 790- MHS DRYKKÍAN Veislusalur Lágmúla 4, simi 588-6040 Til sýnis Bragagata 24 Sunnudag milli kl. 14-16 Nýtt einbýli í Þingholtunum Þetta nýja glæsilega einbýli við Bragagötu er til sölu. Húsið er u.þ.b. 180 fm, hæð og ris, ásamt hálfum kjallara. Einstak- lega stór lóð. Húsið er nýbyggt frá grunni og mjög vandaður frágangur jafnt að innan sem utan. 2 stofur og 3 rúmgóð svefnherb. (möguleiki á 4). Tvö flísalögð böð. Gott rými í kjall- ara. Parket og flísar á gólfum. Áhv. 6,6 millj. Verð 14,5 millj. HUSAKAUPsuðurlandsbraut 52, Rvík, sími 68 28 00. Sýning sunnudag frá kl. 12-18 Flétturimi 33 og 35 Tvær nýjar glæsilegar 4ra herb. 129 fm íbúðir (111 fm nettó) eru til sölu á einstaklega hagstæðu verði og með hagstæðum greiðsluskilmálum. Báðar íbúðirnar eru tilbúnar til afhendingar. Gegnheilt parket er á báðum íbúðunum. Næstkomandi sunnudag verður opið hús frá kl. 12-18. Allar upplýsingar á staðnum. Dæmi um greiðslutilhögun: Flétturimi 33 Verð: .........8.500 þús. Húsbréf........5.525 þús. Við afhendingu... 1.000 þús. Lán seljanda...1.975 þús. Flétturimi 35 + bílskýli Verð: ..........8.700 þús. Húsbréf.........5.700 þús. (áhviiandii Við aíhendingu ..1.000 þús. Lán seljanda....2.000 þús. Víðir Finnbogason hf., Grensásvegi 13, Símar 588 0188, 813315 á skrifstofutíma eða 879548 eftir kl. 18 (Stefán). HRAUHHAMAR FASTEIGNA & SKIPASALA BÆJARHRAUNI 22 HAFNARFIROI* SÍMI 65 45 11 OPIÐ HÚS í DAG FRÁ KL. 13-16 Brattakinn 28 - Hf. Höfum í einkasölu sérlega fal- legt og vel umgengið 130 fm pallabyggt einb. auk 31 fm bílsk. Suðurgarður. Róleg staðsetning. Eign í góðu standi. Verð 10,9-11,2 millj. Verið velkomin. Víkurás 4 - 2ja herb. Falleg ca 60 fm íb. á 3. hæð í góðu fjölb. Hús nýl. klætt að utan. Áhv. 2,0 millj. byggsj. Verð 4,8 millj. Laus strax. Skipti möguteg á bfl. Bjaila merkt 303. Verið velkomin. - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.