Morgunblaðið - 30.04.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.04.1995, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 30. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR íslenskir tónar í í Alaborg Framkvæmdastjóri Sin- fóníuhljómsveitar Ála- borgar segir auðvelt að fínna góða íslenska tón- list og íslensk tónskáld. Bjarki Sveinbjörnsson lýsir tónleikum hljóm- sveitarinnar þar sem verk eftir Karólínu Ei- ríksdóttur var flutt og Einar Jóhannesson lék einleik á klarinett AU liggja eins og flugur veiðimannsins í sérsmíð- uðu boxi. Þau hafa hvert sína sál, hvert sinn per- sónuleika. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort þau fyrir ein- leikaranum fái nokkurn tíman nafn eins og flugurnar. Fyrir mér eru þau bara, og heita, klarínettu- blöð. En það er ekki sama hver tekur þau upp úr boxinu, ber þau upp að ljósinu, vætir þau munn- vatni og stingur þeim í munn- stykki klarínetturnar. Þau voru mörg, sennilega 20 talsins, klarí- nettublöðin sem hinn íslenski sendiherra hljóðfærisins, Einar Jóhannesson, tók til athugunar fyrir lokaæfíngu á klarínettukons- ertinum sem Karólína Eiríksdóttir samdi fyrir hann og var frumflutt- ur á fímmtudagskvöldið í Álaborg- arhöliinni í Danmörku. Álaborgarhöllin er opinber tón- leikastaður Sinfóníuhljómsveitar Álaborgar, en framkvæmdastjóri hennar er Knud Ketting sem í mörg ár hefur fylgst með nor- rænni tónsköpun og tónlistarflutn- ingi. Hann er einnig gjörkunnugur íslensku tónlistarlífi. „Við höfum ákveðnar skyldur gagnvart norrænni tónlist og því höfum við sett saman norræna tónleikaröð sem hefur verið í gangi í vetur. Því er það eðlilegt að ljúka þessari tónleikaröð með frumflutn- ingi og einnig eðlilegt að það skuli vera íslenskt verk því íslensk tón- list er sú tónlist sem við heyrum sjaldnast,“ sagði Knud Ketting í samtali á lokaæfingunni. Þar sem hann þekkir ákaflega vel til í nor- rænni tónsköpun stóðst ég ekki freistinguna um að spyija hann hvort íslensk tónsköpun væri að hans mati sambærileg annarri norrænni tónlist. „Ég álít að það sé auðvelt að finna góða íslenska tónlist og góð íslensk tónskáld. Ef við lítum á hversu margt fólk býr á íslandi miðað við önnur Norðurlönd finnst mér það undra- vert hversu mörg góð tónskáld eru á íslandi. Það var alls ekkert vandamál að finna tónskáld á ís- landi sem stóðst fullkomlega þau gæði sem óskað var eftir í þessari tónleikaröð. í þessu tilfelli varð Karólína Eiríksdóttir fyrir valinu." Að beiðni Sinfóníuhljómsveitar- innar í Álaborg, með Einar Jó- hannesson í huga sem einleikara, samdi Karólína þennan klarínettu- konsert sem hún lauk við í júní á síðasta ári. Er þessi konsert jafn- framt fyrsti einleikskonsertinn sem hún semur. Kínverski hljómsveitarstjórinn Lan Shui stjórnar verkinu. „Ég elska að stjórna svona falleg- um verkum sem fólk heyrir sjaldan. Þetta verk er svo fullt fijálsleika fyrir ein- leikarann og hljóm- sveitina, svo litríkt og fijálst í uppbyggingu. Þetta er einskonar konsert; litrík fantas- ía, ákaflega norræn, íslensk í tónmáli, miklar víddir, sér- staklega annar þátt- urinn.“ Karólína Eiríks- dóttir er vel sigld í norrænu tónlistarlífi. Um tónlist hennar hafa verið skrifaðar fjölmargar greinar í t.d. sænska tónlistar- tímaritið Nutida Mus- ik og verk hennar hafa verið flutt víða um lönd og eru t.d. mjög oft flutt í Sví- þjóð. Hún hefur sinn mjög áberandi per- sónulega stíl í sínu tónmáli þar sem ákveðnar tónhug- myndir gegnum- ganga djúphugsaða þróun og birtast í bæði í sínum einfald- leika sem og fjöl- breytileika í framvindu verksins. Hún er stuttorð en gagnorð í sín- um stíl, allt er á sínum stað ná- kvæmlega hugsað og nákvæm- lega útfært. Vonandi fá íslend- ingar tækifæri til að heyra kons- ertinn fluttan á íslandi. Það er ekki bara útíendingum sem verður brugðið við að heyra Einar leika á hljóðfærið sitt. Ekki síst þegar sameinast í einu verki glæsileg og skemmtileg tón- smíð og vandaður hljóðfæraleikur. Við megum gefa ungu tónskáldunum^ okkar meiri gaum á Islandi. Látum ekki söguna endurtaka sig aftur og aftur. Að það skuli vera útlandið sem bendir okkur á að við eigum góð tónskáld er algjör óþarfi. Það erum við sem erum sérfræðingar í að segja söguna; við megum vera duglegri að segja alheiminum sögur af verkum tón- skáldanna okkar. Það heitir víst í dag að kynna menningu landsins. Munum eitt, að handrit og tónverk tónskáldanna okkar hafa hreint ekkert minna menning- argildi en handrit og bækur rithöfundanna okkar. Og að lokum. Hvað dettur mönnum í hinum stóra heimi í hug þegar minnst er á Noreg, Finnland og Danmörku? Jú, eru það ekki einmitt Grieg, Sibelius og Carl Nilsen! Höfundur stundar doktorsnám í tónsmíðum í Álaborg. Karólína Eiríksdóttir Einar Jóhannesson DRENGJAKÓR Laugarneskirkju. Vortónleikar hjá Drengja- kór Laugarneskirkju í VOR lýkur 5. starfsári Drengjakórs Laugarneskirkju. Kórinn hefur starfað af miklum krafti í vetur undir stjórn Frið- riks S. Kristinssonar og hélt m.a. tvenna jólatónleika fyrir fullu húsi. I kórnum eru 32 drengir á aldrinum 9-15 ára víðs vegar af höfuðborgarsvæð- inu. Að auki starfar við kórinn undirbúningsdeild yngri drengja. Um síðastliðin jól kom út fyrsti geisladiskur með kórn- um. Á honum eru bæði innlend þjóðlög og verk eftir Bach, Faure o.fl. Á morgun, 1. maí mun kórinn Ijúka vetrarstarfi sínu með vor- tónleikum í Laugarneskirkju. Efnisskráin er fjölbreytt og hefjast tónleikarnir kl. 17. Að þessu sinni verða eingöngu haldnir einir tónleikar. Að- göngumiðar eru seldir við inn- ganginn. Þijár sellósvítur GUNNAR Kvaran sellóleikari leikur þijár sellósvítur eftir Bach í Grindavíkurkirkju í dag, sunnudag, kl. 20.30. Hann mun kynna verkin hvert fyrir sig áður en hann leikur þau. Á þessum tónleikum verður til sölu geisladiskur sem kom út um jólin með leik Gunnars og Hauks Guðlaugssonar org- anleikara og mun allur ágóði af sölu hans renna til Styrktar- samtaka krabbameinssjúkra barna. Gunnar Kvaran sellóleikari Pappírsstunga MYNPLIST Úmbra PAPPÍRSVERK MARCIA WIDENOR Opið þriðjudaga til laugardaga frá 13—18, sunnudaga frá kl. 14—18, til 10. maí. Aðgangur ókeypis. FLESTIR munu nú þekkja til bútasaumsteppa, en það er mjög merkileg og háþróuð grein amer- ískrar alþýðulistar. En það er einnig hægt að nota stunguaðferðina við að skeyta saman handgerðum pappír og það sannár Bandaríska listakonan Marcia Wide- nor svo um munar með nokkrum verkum í list- húsinu Úmbru. Sjálf skilgreinir hún athöfnina prýðilega á þennan veg; „Handgerður pappír er í sjálfu sér fullg- ilt listform. Áður en ég byijaði að búa til pappír vann ég myndverk sem ég þrykkti og klippti sam- an úr gömlum flíkum og lökum. Á jöðrunum báru þessar gömlu dulur merki þeirra handa sem um þær höfðu fjallað,.rétt eins og örk af handgerðum papp- ír gerir. Óunnin hör er um margt gæddur sama undursamlega hlutleys- isblæ og gamlar fundnar tuskur, litbrigðin eru ýmis blæbrigði litleysis. Að búa til pappír er bæði hrífandi og dul- magnað og ekki alltaf hægt að segja fyrir um útkomuna. í mínum huga er þessi pappír á einhvern hátt tengdur heimili, í hugsun og þögn. En áhorfandinn hlýtur jafn- an að eiga síðasta orðið.“ Þetta eru ótvíræð skilaboð um umfang tilfínningalífs listakon- unnar og að hún gengur út frá líkum forsendum við gerð pappírs- verka sinna og alþýðukonurnar gerðu fyrrum við gerð bútasaums- teppanna, en það gerir þau ein- mitt svo heillandi og jarðbundin. Og pappírsverkin fimm á veggj- unum bera þekkingu höfundarins á efniviðnum milli handanna lif- andi vitni,.því hér er um sterkar mannlegar og listrænar tilvísanir að ræða. Hvítu myndirnir eru sem óður til tærleikans, en fyrst kvikn- ar á perunni er maður ber mynd- ina „Febrúarskuggar“ augum, og undrun manns verður enn meiri er inn í innra rýmið kemur og við blasa myndirnar „Draumur ömm- unnar“ (4) og þá einkum „Kín- versk mynt“ (5), sem líkist mál- verki og er afar lifandi verk og hnitmiðað. Ferskleiki og sköpunargleði ásamt opnum huga er aðall þessar- ar litlu en yirmáta mannlegu sýn- ingar. Bragi Ásgeirsson. Myndlist Elísabet og Gyða með sýningu Blönduósi. Morgunblaðið. ELÍSABET Sigurgeirsdóttir og Gyða Ölvisdóttir halda um þessar mundir myndlistarsýningu á Hótel Blönduósi og sýna samtals 57 myndir. Myndir Elísabetar eru fyrst og fremst blek- og þurrpastelteikn- ingar og að hennar sögn eru mynd- irnar glaðlegar og „fíguratívar“. Myndir Gyðu eru aðallega krítar- myndir en nokkrar myndanna eru gerðar með olíu og akrýllitum svo og silki. Myndefni sitt sækir Gyða í kvæði og ljóð eftir ýmsa höf- unda, þar á meðal sjálfa sig. Þær stöllur Gyða Ölvisdóttir og Elísa- bet Sigurgeirsdóttir voru mjög ánægðar með þær viðtökur sem myndir þeirra hafa fengið og hafa nú þegar margir skoðað sýning- una. Þeirra helsta lærimóðir hefur verið Hjördís Bergsdóttir, þekkt undir höfundarnafninu Dósla. Myndlistarsýning Elísabetar og Gyðu stendur til 8. maí. ------»■■■♦ ♦-- Yorvaka í TILEFNI af 40 ára afmælis Kópavogskaupstaðar 11. maí nk. ætlar Norræna félagið þar í bæ að standa fyrir dagskrá í dag sunnudaginn 30. apríl kl. 17.30 í Listasafni Kópavogs. Norræna fé- lagið á vinabæi á öllum Norður- löndunum og einnig á Grænlandi,- Færeyjum og á Álandseyjum. í boði verður fjölbreytt dagskrá og má þar m.a. nefna Skólahljóm- sveit Kópavogs, Bergrún ísleifs- dóttir, nemandi í 10. bekk í Hjalla- skóla, segir frá nemendaferð, Kol- brún frá Heygum mun syngja nokkur lög, Torben Rasmussen, forstjóri Norræna hússins, flytur ávarp og einnig mun Skólakór Kársness syngja. EITT af pappírsverkum Bandarísku listakonunnar Marciu Widenor.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.