Morgunblaðið - 30.04.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.04.1995, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 30. APRÍL 1995 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ EFTIR að hafa komið fram í flölmiðlum á sunnudags- kvöldið sem sigurvegari, varð Silvio Berlusconi fyrrum forsætisráðherra og leiðtogi Forza Italia að bíta í það súra epli að vakna upp við kosningatölur, sem voru allt aðrar en spámar að kvöldi kosningadagsins. Sjálfur hafði hann lýst því yfír að úrslitin yrðu aðeins sigur ef hægri öflin næðu meirihluta í níu eða fleiri héruðum af fímmtán, sem kosið var i' Niðurstaðan varð sú að hægri öflin fengu meirihluta í sjö. Massimo D’Alema formaður fyrrum kommúnistaflokksins hafði hins vegar lýst því yfir að fengi vinstri vængurinn meirihluta í fleiri en sjö hémðum mætti það teljast sigur. Þar sem þeir fengu meirihluta í níu hémðum máttu þeir vel við una. Berlusconi dró sig í hlé á mánu- deginum, en lýsti því svo yfír á þriðjudeginum að þetta hefðu nú aðeins vérið héraðskosningar og því lítið að marka þær. Kosningabandalag gegn óreiðu Italíu er skipt í tuttugu hémð og stjómir þeirra em kosnar pólitískt. í þetta sinn var kosið í fímmtán hémðum og auk þess í nokkrar bæjarstjómir. Kosningamar gáfu því vísbendingu um hvar meirihluti Itala skipar sér pólitískt séð, þó það sé ekki algjör fylgni milli fylgis í þing- og héraðskosningum. Reuter SILVIO Berlusconi á blaðamannafundi þegar Ijóst var orðið að bandalag hans hafði ekki fengið það fylgi sem hann vænti í kosningunum. Nú má heita víst að krafa Berlusconis um að efnt verði til þingkosninga í júnímánuði verði hundsuð með öllu. krataflokksins og Sósíalistaflokks- ins. Gamla veldinu er ekki aðeins ógnað af múturannsóknum, heldur einnig af einkavæðingu ríkisfyrir- tækjanna, sem flokkamir deildu miili sín. Þó Berlusconi sjálfur geti við fyrstu sýn virst dæmi um mann sem komist hefur áfram af eigin rammleik á ameríska vísu eiga margir erfitt með að líta á veldi hans sem annað en afsprengi góðra sambanda við Sósíalistaflokkinn. Staðreyndin er því sú að það vantar enn trúverðugan hægri flokk á Ítalíu. Það er ekki slæmur stjóm- argrundvöllur á evrópskan mæli- kvarða að hafa um 43 prósent at- kvæða á bak við sig, eins.og hægri flokkarnir hafa samkvæmt kosning- unum nú. En það gagnast þeim ekki sem skyldi meðan Þjóðfylking- in ber enn of mikinn keim af gamla fasistaflokknum, einkum utan Róm- ar, og stefna Berlusconis snýst æ augljósar um að vemda hagsmuni sína og þröngs hóps. Það vora því ekki hægriflokkamir sem styrktust, heldur einkum Pds, afsprengi gamla kommúnistaflokksins. Undir merki ólífuviðarins Óvíða í Evrópu eimir jafn sterkt eftir af kommúnistahræðslu og á Ítalíu, einkum meðal eldri kjósenda, og á hana spiiaði Berlusconi óspart í kosningabaráttunni. En nú þegar Pds færist æ meir í átt til jafnaðar- mennsku missir kommúnistagrýlan Héraðskosningar á Ítalíu KJÓSENDUR HAFNA HAGSMUNAPOTI Þó hægriflokkamir á Ítalíu hafí hlotið rúm- lega 40% atkvæða í nýafstöðnum héraðs- kosningum dugði það þeim ekki til. Sigur- vegarinn er Pds, flokkurinn sem leysti gamla kommúnistaflokkinn af hólmi. Sigrún Dav- íðsdóttír fylgdist með upptakti kosninganna og rýnir hér í niðurstöður þeirra. Mjög margir stjómmálaflokkar bjóða fram og því hafa flokkamir freistað þess að skipa sér í blokkir, til að eitthvert vit fáist í óreiðuna. Hægri öflunum tókst mjög vel að ná saman og buðu víðast fram sam- an, meðan vinstri vængurinn var ósamstæðari. í ljósi þess að mörg atkvæði á vinstri vængnum fóra til spillis vegna ósamstöðu er góð út- koma vinstri flokkanna enn betri en virðist við fyrstu sýn. Athygli vekur að um 10% atkvæðanna voru ógild. Þetta má meðal annars rekja til óhemju flókins kjörseðils, sem varla er lýðræðislegt í landi, þar sem stór hópur fólks hefur aðeins þriggja ára skólagöngu að baki. Hægri vængurinn, sem sat í stjóm þar til seint á síðasta ári undir forystu fjölmiðlakóngsins Ber- lusconis, er skipaður fiokki hans, Forza Italia, Þjóðfyikingunni, sem er nútímaútgáfa fasistaflokksins undir forystu Gianfrancos Finis, hluta af Þjóðarflokknum, sem er meginhluti gamla Kristilega demó- krataflokksins, og miðhluta kristi- legu demókratanna, sem klauf sig úr þeim flokki áður en Þjóðarflokk- urinn var myndaður. A miðsviði ítalskra stjómmála og vinstrivængnum eru svo Partito democratico sociale, sem er að meg- inuppistöðu nokkurs konar afturba- takommúnistar og sem þróast æ meir í þá átt að verða jafnaðar- mannaflokkur. Harði kjaminn úr gamla kommúnistaflokknum heldur saman í Rifondazione communista. Með í þessari flokkafylkingu er svo hluti Þjóðarflokksins, sem klauf sig út, þegar formaður hans gekk til samstarfs við hægri öflin, en einnig græningjar og nokkrir litlir flokkar, sem hafa skipað sér saman og með- al annars haft forgöngu um að krefj- ast þjóðaratkvæðagreiðslu í júní um hvort leyfa eigi að sami aðili eigi meira en eina sjónvarpsstöð. Norðurbandalagið undir for- mennsku Umbertos Bossis bauð á flestum stöðum fram upp á eigin spýtur. Bossi og flokksmenn hans kæra sig ekki lengur um samflot með hægri öflunum, eftir að flokk- urinn fór úr stjóm með þeim í vet- ur, en hefur heldur ekki viljað taka skrefíð yfír á vinstri vænginn, sem Bossi hefur gagnrýnt linnulaust. Með auknum jafnaðarmannablæ á gamia kommúnistaflokknum er þó líklegt að þessir tveir flokkar nái saman á endanum, þegar valið stendur á milli hægri og vinstri. Frjálshyggja án einkavæðingar Úr því Berlusconi og félögum tókst ekki að ná góðum árangri í kosningunum nú minnka líkumar á áframhaldandi stjómmálagengi fjölmiðlakóngsins. Hann notaði sjónvarpsstöðvamar óspart í kosn- ingabaráttunni. En hvað er það þá sem brást hjá Berlusconi? Það er engin einhlít skýring fremur en venjulega, en nokkur atriði má tína til. Hvað framboðið varðar þá var það yfírleitt ekki sterkt. Frambjóð- endur á listum Forza Italia voru margir frá Fininvest, eignarhalds- fyrirtæki Berlusconis, eða era gaml- ir kristilegir demókratar og oft ut- anaðkomandi, svo þeir höfðu lítil tengsl við staðinn, sem þeir buðu sig fram á. Það hafði líka í för með sér að staðarmálin vöktu lítinn áhuga frambjóðendanna og þar með höfðu kjósendur ekki mikinn áhuga á þeim. En trúverðugleiki Berlusconis sem stjómmálamanns, sem bæri hag þjóðarinnar fyrir bijósti og ekki bara eigin hag, hefur líka minnkað stórlega undanfarið. Hann hefur barist fyrir því með kjafti og klóm að haldnar yrðu þingkosningar, í þeirri von að hann gæti hindrað þjóðaratkvæðagreiðslu og komist sjálfur til valda. Þessi krafa hefur nánast orðið honum þráhyggja, svo erfítt hefur verið að sjá að hann hefði nokkra aðra stefnu en kosn- ingakröfuna. Eftir að hafa gagnrýnt Lamberto Dini forsætisráðherra í utanflokkastjóminni, sem tók við af stjóm Berlusconis, hefur Berlusc- oni nú skipt um stíl. Dini hefur hlot- ið góðar undirtektir og það er því engin tilviljun að Berlusconi talar nú um að Dini gæti hugsanlega leitt hægristjóm eftir kosningar. Sem hægrileiðtogi er Berluscoiíi heldur ekki sérlega trúverðugur. Meðan hægrileiðtogar víðast hvar í heiminum era talsmenn fijáls- hyggju og einkavæðingar talar Ber- lusconi um „fijálshyggju án einka- væðingar" og heldur uppi vömum fyrir hvers konar vemdarstefnu og ríkisafskipti. í þessum boðskap kemur kannski hans rétta hlutverk best í Ijós, nefnilega að veija hags- muni þeirra, sem komu sér vel fyrir í skjóli flokksræðisins, er einkenndi Ítalíu undir stjórn Kristilega demó- vígtennumar. Sterki flokkurinn og ótvíræður sigurvegari kosninganna er Pds. Ef D’Alema formanni hans tekst að fá Norðurbandalagið og harða kjamann úr gamla kommún- istaflokknum í slagtog með sér er komin föst fylking á mið- og vinstri- vængnum, sem fleiri flokkar á þeim slóðum gætu stutt. Ekki er talað um að mynda einn flokk, heldur að mið- og vinstriflokkamir fylki sér saman um stefnuskrá, „í marga kóra með einn stjómanda“, eins og formælendurnir segja sjálfír. Og þar með víkur sögunni að Romano Prodi. Prodi er prófessor í hagfræði við háskólann í Bologna og margir á vinstrivængnum sjá í honum leið- toga, sem gæti brætt sjónarmiðin saman og sett saman stefnuskrá er yrði undirstaða nýrrar kjölfestu í ítölskum stjómmálum. Þó hann hafí ekki látið til sín taka í stjóm- málum áður hefur hann þó komið við sögu flokksræðisins, því hann leiddi stærstu ríkisfyrirtækjasam- steypuna, IRI, á tímabili. En Prodi kemur óneitanlega allt öðravísi fyr- ir en flestir ítalskir stjórnmálamenn, því hann er miklu manneskjulegri en þeir flestir. Hann er maður sem bæði getur talað við menntamenn og hugsuði, en líka við manninn á götunni. Hann er ekki aðsópsmikill, en einstaklega hlýlegur og þessi eiginleiki hans nær einnig til al- mennings frá sjónvarpsskjánum. Og svo er hann talsmaður einka- væðingar og evrópskrar samvinnu, en líka velferðarkerfis. Takist Prodi og samstarfsmönn- um hans að stefna saman vinstri- og miðvængnum í ítölskum stjóm- málum stefnir aftur í gömlu tví- skiptinguna, sem hefur verið við lýði á Italíu frá því eftir stríð. Þessi samvinna hefur verið í deiglunni lengi, en enginn vafí er á að kosningaúrslitin ýta mjög undir þessi áform. Þar sem hlutimir hafa tilhneigingu til að stefna í sama gamla farveginn vekur það ónota- legar tilfínningar í bijósti margra að sjá Ítalíu stefna aftur í átök tveggja stjómmálafylkinga. Átökin á Srí Lanka Tvær flug- vélar skotn- ar niður 90 manns týndu lífi Colombo. Reuter. SKÆRULIÐAR úr hreyfingu Ta- míla-tígranna skutu niður tvær vélar flughers Sri Lanka í gær og á föstudag og fórust samtals 90 manns, að sögn talsmanna hersins í gær. Vélarnar voru skotnar niður með flugskeytum. í tilkynningu hersins í gær sagði að Avro-flugvél hans hefði orðið fyrir árás um morguninn og hrapað skammt frá Pataly-flugvellinum hjá Jaffna en þar átti vélin að lenda. Um borð voru 52 og fórust allir. Hinir látnu voru flestir hermenn en einnig voru þrír blaðamenn frá höfuðborginni Colombo um borð. Önnur vél hrapaði á föstudag skömmu eftir flugtak frá vellinum í Pataly og fórust allir um borð, 38 hermenn. í fyrstu sögðu yfir- völd að slysið hefði verið vegna þess að eldur hefði kviknað í hreyfli en í gær var sagt að í ljós hefði komið að þar hefði einnig verið um flugskeytaárás að ræða. Flugmað- urinn reyndi að lenda en þá var hægri vængurinn á vélinni alelda. Skorti aðeins um tvo metra á að vélin lenti á flugbrautinni. Ráðist á herstöð Tamíla-tígrarnir, sem beijast fyrir sérstöku ríki þjóðarbrots Ta- míla á norð-austurhluta eyjarinnar, bundu fyrr í mánuðinum enda á rúmlega þriggja mánaða vopnahlé með því að ráðast á tvo fallbyssu- báta stjórnvalda og fella 12 her- menn. í gærmorgun réðust skæruliðar' á lögreglustöð í borginni Batticaloa og særðui einn mann, að sögn heryf- irvalda. Á föstudag felldu skærulið- arnir 19 hermenn í herstöð í norðurhluta landsins. Sinhalar eru í meirihluta í eyrík- inu og ráða þar mestu. Tugþúsund- ir manna hafa fallið í átökum skæruliða og stjómvalda er hófust snemma á níunda áratugnum. ------»-♦ ♦----- George Bush Varað við einangrun- arhyggju Búkarest. Reuter. GEORGE Bush, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, varaði í gær vænt- anlega frambjóðendur í forsetakosn- ingunum á næsta ári við því að styðja einangrunarhyggju í alþjóða- málum. Bandaríkin hafa fækkað mjög í herliði sínu í Evrópu og margir telja að síðustu hermennimir verði kall- aðir heim innan fárra ára. Bush sagði í ræðu í Rúmeníu að Banda- ríkjamenn yrðu að hafa áfram af- skipti af málefnum Evrópu, jafnt í stjórnmálalegu sem hemaðarlegu tilliti. Bandaríkin ættu sem fyrr að hafa „trúverðugan og allmikinn” herafla í álfunni á vegum Atlants- hafsbandalagsins, NATO. Bush sagði að Rússar ættu ekki að geta beitt neins konar neitunar- valdi gegn væntanlegri NATO-aðild fyrrverandi leppríkja Sovétríkjanna gömlu. Sannfæra yrði Moskvu- stjórnina um að NATO væri einvörð- ungu varnarbandalag. „Rússar verða að skilja að stækkun NATO er ekki ógn gegn þeim.“ Forsetinn fyrrverandi sagði einn- ig að ef reynt yrði að stunda vernd- arstefnu í viðskiptum og gera Bandaríkin að einhvers konar lok- uðu virki myndi það koma niður á landsmönnum í efnahagsmálum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.