Morgunblaðið - 30.04.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.04.1995, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 30. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/Regnboginn hefur tekið til sýninga gamanmyndina The Road To Well- ville, Leiðina til Wellville, sem er nýjasta mynd leikstjórans Alans Parkers. Með aðalhlut- verk í myndinni íara Anthony Hopkins, Matthew Broderick og Bridget Fonda. Á heilsuhæli flögfukóngsins var það fólk sem þjáðist eða taldi sig þjást af offitu og . síþreytu, og drukku dvalar- gestirnir hreinlega í sig boð- skap Dr. Kelloggs, en erfíð- ast áttu þeir með að fylgja hinu stranga kynlífsbindindi sem boðað var á hælinu. Smábærinn Battle Creek dró dám af velgengni heilsu- hælisins, en mest bar þar á allskyns spákaupmönnum og bröskurum sem ætluðu að græða offjár á því að fínna upp ný matvæli, og þá einna helst nýjar tegundir morgun- verðar. Byggir á skáldsögu Mynd Alans Parkers byggir á samnefndri skáldsögu ef'* T.C. Boyle, sem sogu urra per- sóna er dvöldu á „The Ikvikmyndinni The Road To Wellville er sögð saga hins kostulega Dr. John Harvey Kellogg, föður kom- flaganna og hnetusmjörsins, en hann var upp á sitt besta um síðustu aldamót. Kellogg var óþreytandi að vinna að þeirri lífsköllun sinni að leita leiða til að bæta heilsufar meðbræðra sinna. Hann hannaði kostuleg æfingatæki og matarkúra, naut þess að messa yfír gestum sínum, framkvæmdi skurðaðgerðir og þróaði ný matvæli í tuga tali svo eitthvað sé nefnt. Goðsögn í lifanda Iífi Kellogg var lifandi goð- sögn á sínum tíma þegar hann byggði upp og rak á vegum Sjöunda dags aðvent- ista hið heimsfræga heilsu- hæli „The San“ í smábænum Battle Creek í Michigan- fylki. Boðaði ákafamaðurinn og læknirinn Dr.' Kellogg hreinlífi og heilbrigt lífemi með mikilli hreyfíngu, hollu mataræði, algjöru bindindi á kynlíf, vín og tóbak og þar sem grænmeti og kom komu í stað kjöts. Heilsuhælið „The San“ varð sannkallaður tískustað- ur og streymdi fólk þangað til meðferðar hvaðanæva að, og dvöldu þar allt að 1.000 manns í einu. Oft á tíðum Afkasta- mikil BRIDGET Fonda sem fer með hlut- verk Eleanor Lightbody í The Road to Wellville á nú að baki 23 kvikmyndir eftir aðeins átta ára feril sem kvikmyndaleikkona. Hún er fædd 27. janúar 1964 í Los Angeles, dóttir leikarans Peter Fonda og þar með barnabarn Henrys Fonda. Sam- býlismaður hennar er leikarinn Eric Stoltz. Fonda segir að það hafi fyrst og fremst verið áhug- inn á að starfa með Alan Parker sem réð því að hún tók að sér hlutverk Eleanor, en eftir að hún las handritið að mynd- inni var hún ekki í nokkrum vafa, enda hlutverkið „ ., , „ , ólíkt þeim sem hún Bndget Fonda hefur áður fengist við. Fonda byrjaði að vinna að The Road to Wellville skömmu eftir að hún lék í It Could Happen to You á móti Nicholas Cage. Árið 1993 Iék hún aðalhlutverkið í tryll- inum Point of No Return, sem John Bad- ham leikstýrði. Sama ár lék hún á móti Eric Stohtz og Tim Roth í Bodies, Rest and Motion. Arið 1992 lék Fonda annað aðal- hlutverkið í sálfræðitryllinum Single White Female, og einnig lék hún það ár í smellinum Singles. Meðal annarra mynda sem Bridgét Fonda hefur leikið í eru Doc Hollywood, Scandal, The Godfather III, Shag, Strap- Iess, Camilla og Little Buddha. Hún hefur nýlega lokið við að leika í mynd- inni Rough Magic og leikur hún nú í mynd Harolds Becker, City Hall. San“, eða ætluðu að slá í gegn í skugga hælisins. Það er hinn afkastamikli Anthony Hopkins sem fer með hlut- verk hins ofvirka Dr. Kel- loggs, en með önnur helstu hlutverk fara Bridget Fonda, Matthew Broderick, John Cusack og Dana Carv- ey. BRIDGET Fonda og Matthew Broderick eru í hlutverkum hjóna sem leita sér lækninga á heilsuhæli Dr. Kelloggs, sem Anthony Hopkins leikur. Þijóskur og erfíður BRESKI leikstjórinn Alan Parker hefur allan sinn feril haft orð á sér fyr- ir að vera erfiður í umgengni. Hann hef- ur ætíð reynst vera andsnúinn „kerf- inu“ í hvaða gervi sem það birtist, og einatt hefur hann beint spjótum sínum að breska kvikmynda- iðnaðinum og þeim sem þar hafa setið við stjórnvölinn. Alan Prker er fæddur í Islington 14. febrúar 1944. Hann byrjaði ungur að starfa við póstútburð hjá auglýs- ingastofu, en vann sig svo upp í að verða texta- höfundur fyrir Collett Dickenson Pe- arce, og voru samstarfs- menn hans þar þeir David Puttnam og Charles Saatc- hi. Ekki leið þó á löngu þar til hann hóf að munda kvik- myndatökuvélina og árið 1966 leikstýrði hann fyrstu sj ón varpsauglýsingpmum sem hann gerði. Árið 1970 stofnaði hann sína eigin óháðu auglýsingastofu, The Alan Parker Film Co, en samstarfsmaður hans var Alan Marshall. Parker gerði hundruð sjónvarps- auglýsinga sem unnu til margvíslegra verðlauna, en auglýsingar hans tóku að líkjast æ meir kvik- myndum eftir því sem tíminn leið. Árið 1974 fjármögnuðu þeir Parker og Marshal eigið sjónvarpsleikrit, No Hard Feelings, en engin sjónvarpsstöð vildi koma nálægl, verkinu, hvað þá sýna það. En þetta leiddi ANTHONY Hopkins leikur hinn kostulega konung kornflaganna sem hefur þá lifsköllun að leita leiða til að bæta heilsufar með- bræðra sinna. engu að síður til þess að Parker var fenginn til að Ieikstýra sjónvarpsmynd- inni The Evacuees fyrir BBC árið 1975, en hún var gerð eftir handriti Jack Rosenthal og fjallaði um tvö bresk börn af gyðinga- ættum á tímum seinni heimsstyijaldarinnar. Myndin hlaut góðar mót- tökur, og notaði Parker tækifærið óspart til að hnýta í sjónvarpsstöðvarn- ar fyrir að hafa hafnað því að taka No Hard Feelings til sýninga. Alan Parker Eftir gerð sjónvarps- myndarinnar fyrir BBC var Parker kominn á skrið og árið 1976 réðst hann í gerð sinnar fyrstu kvik- myndar. Það var hin vin- sæla Bugsy Malone, söngvamynd sem var skop- stæling af glæpamyndum þriðja áratugarins. Önnur mynd Parkers var hin umdeilda Midnight Express (1977) með Brad Davis, Randy Quaid og John Hurt í aðalhlutverk- um. Myndin var tilnefnd til sex Óskarsverðlauna og hlaut þau fyrir tónlist og handritið sem Oliver Stone skrifaði, en einnig vann myndin til sex Golden Globe-verðlauna og fjög- urra verðlauna Bresku kvikmyndaakademíunnar. Árið 1979 gerði Parker Fame sem var einskonar óður til ungra listamanna, en í kjölfar hennar voru gerðir vinsælir sjónvarps- þættir um hliðstætt efni. Myndin hlaut tvenn Ósk- arsverðlaun en alls hlaut hún sex tilnefningar. Persónulegustu mynd sína til þessa gerði Parker árið 1981 en það var Shoot the Moon með Diane Kea- ton og Albert Finney í aðal- hlutverkum. Sama ár gerði hann Pink Floyd - The Wall, eftir einni vinsælustu rokkplötu sem gefin hefur verið út. Þijú ár liðu þar til Parker gerðu næstu mynd sína. Það var Birdy, sem gerð var eftir skáld- sögu William Wharton, en með aðalhlutverk í henni fóru Nicholas Cage og Matthew Modine. Hlaut myndin sérstök verðlaun dómnefndar á kvik- myndahátíðinni í Cannes árið 1985. Hina dulúðugu og umdeildu Angel Heart gerði Parker árið 1986, en með aðalhlutverk í henni fóru Mickey Rourke, Ro- bert DeNiro og Lisa Bonet. Næsta mynd á verkefna- skránni hjá Alan Parker var stórmyndin Mississippi Burning (1988) þar sem mannréttindabarátta í Suð- urríkjum Bandarikjanna var viðfangsefnið. Með að- alhlutverk í myndinni fóru Gene Hackman og Willem Dafoe, og var myndin til- nefnd til sjö Óskarsverð- launa og hreppti þau fyrir bestu kvikmyndatöku. Mississippi Burning var til- nefnd til fjölda annarra verðlauna og hlaut hún meðal annars Silfurbjörn- inn á kvikmyndahátíðinni í Berlín. Ári síðar gerði hann myndina Conie See the Paradise, en það er ástarsaga þar sem kyrr- setning japanskra Banda- ríkjainanna í sérstökum búðum í seinni heimsstyij- öldinni er sögusviðið. Að- alhlutverk í myndinni léku Dennis Quaid og Tamlyn Tomita. Árið 1990 gerði Parker myndina The Commit- ments sem fjallar um hljómsveit sem skipuð er írskum ungmennum úr verkamannastétt. Fyrir hana hlaut Parker marg- vísleg verðlaun en hún hlaut þó ekki tilnefningu til Óskarsverðlauna. Fjög- ur ár liðu þar til Parker gerði næstu mynd sína, en það er The Road to Well- ville sem Regnboginn sýnir og strax í kjölfar hennar réðst hann í gerð Evitu eftir söngleiknum fræga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.