Morgunblaðið - 30.04.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.04.1995, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 30. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ODDUR SIGURÐSSON + Oddur var fæddur í Reykjavík 1. ágúst. Hann lést á Land- spítalanum 25. april sl. Oddur ólst upp í foreldrahúsum á Laugavegi 30. For- eldrar hans voru Herdís Jónsdóttir, ættuð úr Árnes- þingi, og Sigurður Oddsson, skipstjóri og lóðs í Reykjavík. Þau eignuðust átta börn; Elínu, Stein- unni, Jón, Odd, Þor- leifu, Sveinbjörn, Málfríði og Sigríði Herdísi. Öll systkini Odds eru á lífi, utan Elín, sem giftist til Danmerkur og lést ung að árum. Odd- ur kvæntist Guðf- innu Björnsdóttur, ættaðri úr Vest- mannaeyjum, og eignuðust þau tvo syni; Sigurð, f. 13.9. 1942, verkfræðing- ur, kvæntur Erlu Aðalsteinsdóttur, þau eiga þijú börn, og Björn, f. 1.11. 1951, dr. í jarðverk- fræði, kvæntur Gaby Richter og eiga þau tvö börn. Bamabamabömin em tvö. Oddur verður jarðs- unginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 2. maí og hefst athöfnin kl. 13.30. ELSKU pabbi. í mörg ár vissum við að kallið gæti komið, hvenær sem væri. Samt kom það okkur á óvart. Við vorum orðin svo vön að þú fengir ofur- styrk og hristir af þér veikindin. Um leið og ég þakka læknum og hjúkrunarfólki Landspítalans fyrir góða aðhlynningu, ber að þakka öllum þeim sem báðu fyrir þér. Ekki hvað síst henni Auði í Hvíta- sunnusöfnuðinum. Fyrstu minningamar era sunnu- dagsbíltúrar niður að höfn að skoða skipin. Stundum fórum við um borð í Skeggja eða Skíða, sem þú og Jón bróðir þinn gerðuð út. Oft enduðu þessar ferðir á að.fá sér krónuís á Röðli eða á Vesturgötunni. Toppur- inn var að fara í heimsókn á Ásvallagötuna til Halldórs Kjart- anssonar húsbónda þíns hjá Elding Trading. Þar fékk maður ekki bara útlenskt.gott, heldur líka bestu epli í heimi. Mér er í bamsminni stærð- in á þessum eplum. Að minnsta kosti helmingi stærri en nokkur önnur epli, sem ég hefi séð. Frá þessum tíma minnist ég líka göngu- ferðanna með henni mömmu upp á spítala að heimsækja þig. Fyrst af Háteigsveginum og síðan af Flóka- götunni. Dag eftir dag og oft viku eftir viku. Eitt haustið er ég kom úr sveit- inni, þá líklega 11 ára, hafðir þú legið mestallt sumarið í sérstöku sjúkrarúmi í herbergi mínu. Þú hafðir fengið gulu eftir að meiri- hluti magans hafði verið skorinn burt úr þér. Læknamir sögðu að þú yrðir hætta að vinna hjá öðmm ættir þú að ná þér. Vera sjálfs þíns herra og ekkert stress. Þá hófst ' „heimilsiðnaðarskeiðið". Reiðarslag fyrir mig. Það var ekki bara að þú hættir að vera Oddur Elding og allt í uppnámi með eplin. í ofanálag gat ég ekki lengur selt inn á bíó í bíl- skúmum. Iðnaðurinn dafnaði, þú losnaðir ekki við veikindin og alltaf var jafn- gaman að koma á Ásvallagötuna. Eg hætti að vera í sveit og fékk vinnu hjá þér á sumrin. Frá þessum tíma minnist ég hversu erfitt var að passa að þú tækir ekki upp kassa og rúllur, sem þú alls ekki máttir gera. Þú varst líka sérstaklega hjálpsamur og bóngóður. Leiðir skildi er ég fór í nám er- lendis. Skömmu áður en ég kom heim varst þú mikið veikur. Vart hugað líf og mamma vakti yfír þér heilar nætur. Þú vissir ekki hver var hjá þér en hafðir orð á, hvað þú hefðir haft góða vökukonu. í öllum þessum veikindum heyrði ég þig aldrei kvarta. Alltaf fór mamma að heimsækja þig og stappa í þig stálinu. Oft meir af vilja en mætti. Síðar höguðu örlögin því þannig að ég fékk að starfa við hliðina á þér. Það vom forréttindi. Þá fyrst kynntist ég hversu magnaðan pabba ég átti. í byijun ætlaði ég að bæta tekjurnar með aukavinnu heima, en þú sagðir að ég skyldi vera af heilum hug, ef ég ætlaði að vinna með þér. Það var oft erf- itt og margs að minnast. Þú hafðir orð á því að þú hefðir aldrei aftur ætlað að reka fyrirtæki án nauðsyn- legs rekstrarijármagns, en við gæt- um bætt það upp með mikilli vinnu. Biblían var á náttborðinu og þú sóttir styrk á samkomum í Hvíta- sunnukirkjunni. Oft sagðir þú „við höfum séð hann svartari", en segði ég það, þá sagðir þú „ég held að þetta sé nú bara lognið á undan storminum". Fyrir um það bil 15 ámm fékkst þú hjartaáfall og þá fyrst fékk ég bæði að kynnast, hvað er að reka fyrirtæki án íjármagns og hversu mikinn viljastyrk og trú þú hafðir til að sigrast á veikindunum. Því má lýsa með orðum læknis, er út- skrifaði þig fyrir þrem ámm af sjúkrahúsi í útlöndum eftir langa legu á gjörgæslu. Hann sagði „þetta var ein versta tegund af salmon- ellu, ég átti ekki von á að þú lifðir það af, en þér tókst það með frekj- unni“. Síðustu mánuði fannst mér þú vera meira á spítala en heima. Það var alltaf gaman að sækja þig á spítalann og fara svo á „stofugang" Hveragerðisbær Tívolíhúsið í Hveragerði Hveragerðisbær óskar eftir tilboðum í Austurmörk 24, Tívolíhúsið". Húsið er 6.245 fm að stærð og byggt árið 1987. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Nánari upplýsingar veita bæjarstjóri og bæjartæknifræðingur í síma 98-34000. Austurmörk 11 Hveragerðisbær auglýsir til sölu iðnaðarhúsnæði í Austurmörk 11, Hveragerði. Húsið er steinsteypt 104 fm, 445 rm og byggt árið 1979. Nánari upplýsingar veitir bæjartæknifræðingur. Bæjarstjórinn í Hveragerði. í fabrikkunni, áður en ég skilaði þér heim. í öllum þessum veikindum heyrði ég þig aldrei kvarta. Alltaf fór mamma að heimsækja þig og stappa í þig stálinu. Síðustu árin oft meira af vilja en mætti. Ekki alls fyrir löngu falaðist fjársterkur aðili eftir kaupum á plastfram- leiðsludeild okkar til flutnings út á land. Margir kvöttu mig til að selja. Ég ráðfærði mig við þann frænda okkar, sem ég tel mestan „bísniss“- mann í okkar ætt — jafnvel meiri en þú ert. Hann sagði: „Þú ert asni, ef þú selur ekki.“ Ég spurði þig, hvað þú vildir. Þú sagðist alltaf hafa verið fyrir að beijast. Þar með var það útrætt og það þótti mér gott. Daginn fyrir andlátið hringdir þú af spítalanum, eins og svo oft áður, að kanna gang mála. Meðal annars sagðir þú mér, að bráðum yrðu kartöflur settar niður og spurðir, hvort ég ætlaði ekki að fara að auglýsa garðaplastið. Þá hélt ég að þú færir að hrista af þér veikindin eina ferðina en. Svona var pabbi. Elsku pabbi minn, ég veit þú hefur það gott þar sem þú ert núna. Ég þakka fyrir hvað við fengum að hafa þig lengi hjá okkur. Bið guð að vernda mömmu og að við bræðumir megum beijast áfram, eins og þú hefðir gert. Sigurður Oddsson. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Með þessum fallegu ritningar- orðum viljum systkinin kveðja afa okkar, Odd Sigurðsson. Það er margs að minnast en þó em nokkur atriði sem við systkinin vomm sam- mála um að stæðu uppúr þegar við fómm að bera saman bækur okkar um þetta gamla og góða í samskipt- um okkar við Odd afa. Þrátt fyrir gífurlega vinnusemi og það ótrúlega ævistarf sem eftir afa liggur þá hafði hann ætið nógan tíma fyrir bamaböm sín. Það var alltaf svo gott að koma til afa og ömmu á Flókagötuna og sérstaklega spenn- andi að fá að gista, þá var mikið spilað á spil, aðallega „Pétur“ og afi las alltaf fyrir okkur á kvöldin þegar við vorum komin uppí, þá voru þjóðsögur og sögur úr Bibl- íunni í miklu uppáhaldi. Við munum svo vel eftir öllum ferðunum til Hveragerðis, á Sædýrasafnið, niður á Tjörn og víðar, alltaf var tilhlökk- unin jafnmikil. Hápunktur þessara ferða var þegar komið var út fyrir bæinn og stoppað var í fallegri laut, allir fengu kaffi og með‘í en alltaf leyndist eitthvað gott handa okkur í nestiskörfunni. Gamlárskvöldin em okkur einnig mjög minnisstæð. Þeim eyddum við alltaf hjá afa og ömmu og var afi jafnspenntur og við í að sprengja upp flugeldana. Þegar við bræðurnir uxum úr grasi fengum við stundum að fara með afa í veiðitúra og drógum við okkar fyrstu laxa á land með hans að- stoð. Afí var ætíð ótrúlega hrein- skilinn og sagði það sem hann í bijósti bar. Við viljum þakka Guði sérstaklega fyrir þá náð að hafa kynnst afa og komum við til með að sakna hans mikið, en minning- una um hann munum við geyma í hjörtum okkar. Elsku amma, við biðjum góðan Guð að styrkja þig í sorg þinni. Afí dvelur nú á góðum stað S húsi Drottins og einn góðan dag hittum við hann þar. Oddur, Aðalsteinn, Anna Margrét. Mér brá illilega þegar sá fregnina um andlát Odds vinar míns í Morg- unblaðinu en hann hafði verið hjá mér í sambandi við lyfjameðferð nokkmm dögum áður. Þá var hann glaður og hressilegur að vanda. Ég vissi að vísu að hann hafði alllengi átt við veikindi að stríða, meðal annars hjartabilun, sem ég geri ráð fyrir að hafi nú orðið honum að fjörtjóni. Við Oddur höfum um ára- tuga skeið átt margt saman að sælda, hann leitað til mín með lækn- isfræðileg vandamál og ég hef oft þurft á mörgu að halda sem hann hefur hjálpað mér með. Ég ætla ekki að rekja hér ætt eða æviferil hans, það munu sjálfsagt aðrir gera. ' Oddur var óvenjulega duglegur og vel gefinn maður og hamhleypa við öll þau mörgu störf er hann þurfti að sinna. Það er ótrúlegt hve miklu hann gat afkastað þrátt fyrir langvarandi heilsubrest. Hans góða skap og létta lund hefur ömgglega hjálpað honum mikið. Aldrei heyrði . ég hann æðrast eða barma sér hvað sem fyrir kom eða á honum dundi. Ég hef alltaf metið orðheldni mikils og Oddur var einn þeirra manna sem hægt var að treysta enda vom honum falin mörg trúnaðarstörf á ævinni. Einnig var hann mjög úr- ræðagóður og kom það sér vel því fjölda vandamála þurfti hann við að glíma. Það er sárt að sjá á bak slíkum manni bæði fyrir vini, vandamenn og íslenskt þjóðfélag. Eftirlifandi eiginkonu Odds, frú Guðfinnu Bjömsdóttur, hef ég kynnst allnáið og fallið vel við hana. Austurbrún 2, Reykjavík. Mjög góö 2ja herb. ib. á 6. hæð. Suðursvalir. Glæsil. útsýni. Laus strax. Verð 5,2 millj. Austurströnd - Seltjarnarnesi. Falleg 2ja herb. íb. á 4. hæð í lyftuh. Góðar innr. Parket. Bílskýli. Áhv. 3,6 millj. Verð 5,9 millj. 6343. S: 5685009-5685988 ÁRMÚLA21 DAN V.S. WIIUM, HDL., LÖGQ. FASTSALI ÓLAFUR GUÐMUNDSSON, SÖLUSTJÓRI SÖLVI SÖLVASON, HDL. BIRGIR GEORGSSON, SÖLUM. Álf hólsvegur - Kóp. 3ja herb. íb. á 2. hæð í 5-íb. húsi ásamt bílskúr. Þvhús innaf eldh. Glæsil. útsýni. Áhv. 3,1 millj. Verð 6,7 millj. Ath. skipti á stærri eign, verðhugmynd 8-10 millj. 4914. Háteigsvegur. Skemmtil. innr. þakíb. í fjórb. Stærð 100 fm. Góðar innr. Park- et. Útsýni yfir Miklatún. Áhv. byggsj. 3,5 millj. Verð 8,9 millj. 4918. Sumarbústaðaland - tveir hektarar á Laugarvatni. Vorum að fá í einkasölu skógi vaxið sumar- bústaðaland á besta stað. Örstutt í flesta þjónustu. Aðgangur að heitu og köldu vatni. Verð: Tilboð. Teikningar á skrifstofu. 6356. Hún hefur því miður lengi verið heilsulítil. Þau hjónin eignuðust tvo syni, þá Sigurð og Björn, sem báð- ir em vel menntaðir dugnaðarmenn. Hinn fyrrnefndi starfar við fyrir- tæki föður síns, Plastos, sem tækni- legur framkvæmdastjóri og er verk- fræðingur að mennt. Ég óska Oddi velfarnaðar og guðsblessunar á þeim leiðum sem hann nú hefur lagt út á. Blessuð veri minning hans. Við Þórdís og fjölskylda okkar sendum frú Guð- finnu, bömunum og öðmm vanda- mönnum innilegar samúðarkveðjur. Erlingur Þorsteinsson. Andlát Odds Sigurðssonar bar hvorki brátt að né fyrr en þeir sem þekktu nokkuð til hans gátu búist við. Mig furðaði hins vegar oftlega á því hvað hann stóð lengi af sér árásir mannsins með ljáinn, jafn oft og sá leiði stríðsmaður lagði til at- lögu við hann. Hann háði marga sjúkdómshildina, hafði jafnan betur þar til nú. Þrátt fyrir endurteknar sjúkrahúsalegur bugaðist hann aldrei. Hann reis alltaf upp aftur og aftur, sífellt með hugann við rekstur fyrirtækis síns, vakinn og sofínn, heill heilsu eða sárlasinn. Hann var einn starfsamasti maður sem ég hefi kynnst, nánast ofvirki. Hann var andstæða kyrrstöðunn- ar, hann sótti alla tíð fram, stefndi upp. Hann bar sig manna best, hár vexti, grannholda, beinn í baki og kvikur í hreyfíngum. Hann var fyr- irmannlegur maður og gat verið léttur í tali. Oddur dreifði ekki kröftunum, heldur einbeitti sér að uppbyggingu fyrirtækis síns, Plastosar hf., sem hann stofnaði fyrir röskum 20 ámm og gerði að stóm fyrirtæki á ís- lenska vísu. Ég sendi eiginkonu hans, frú Guðfinnu Bjömsdóttur, og sonum þeirra tveim, verkfræðingunum Sigurði og dr. Bimi, samúðarkveðj- ur, svo og öðmm aðstandendum. Guðm. Ingvi Sigurðsson. Fmmkvöðlar eru fjöregg hverrar þjóðar. Um þá fjalla skólabækur með samblandi af virðingu og var- úð. Virðingin er óskipt ef kapp fylg- ir forsjá. Það lærir enginn að verða fmmkvöðull, slíkur eiginleiki er ein- faldlega meðfæddur. Áræði, víð- sýni, hröð ákvarðanataka og djörf- ung em eiginleikar sem lýsa fmm- kvöðlum best. Gæfan getur hins vegar reynst fallvölt ef ekki fylgja eiginleikar á borð við viðskiptavit, skynsemi og heiðarleika. Gæfa frumkvöðulsins Odds Sigurðssonar var að vera gæddur öllum þessum eiginleikum í ríkum mæli. Saga flestra fmmkvöðla hefst í bílskúr og svo var einnig með Odd. Ekki einu sinni, heldur tvisvar með rúm- lega 15 ára millibili var bflskúrinn þeirra Odds og Guðfinnu við Flóka- götuna vettvangur og kveikjan að plastpokafyrirtæki, sem bæði tvö döfnuðu og blómstmðu og urðu að stórfyrirtækjum á íslenskan mæli- kvarða. Sem lítilli stelpuhnátu úr Hlíðunum, stendur fallegi garður- inn við Flókagötuna mér enn í fersku minni. Hugfangin horfði ég á fallegasta garðinn í hverfinu í blóma á sumrin og ekki var hrifn- ingin minni þegar jólaljósin lýstu hvem glugga og tijágreinar í des- ember. Með þéttu og hlýju handabandi, Fersk blóm og skreytingar við öll tækifæri Persónuleg þjónusta. Fákafeni 11, sími 689120. liwxTmra'riririrtmnrii
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.