Morgunblaðið - 30.04.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.04.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. APRÍL1995 15 og Malí er hlutfall grunnskólamennt- unar þeirra aðeins um 1-2%, en í flestum ríkjum er það á bilinu 40-60%. Læsi á meðal kvenna eldri en 15 ára er á bilinu 1% (Malí).til 60% (Egyptaland) og atvinnuhlut- deild þeirra jafnvel enn lægri. Munurinn á stöðu kvenna í borg- um og sveitum er sláandi. í sveitum og minni bæjum vinna þær yfírleitt almenn landbúnarstörf eins og geta leyfir. í borgum, sérstaklega stór- borgum, er atvinnuleysi það mikið að karlmenn ganga fyrir um flest betri störf. Flestar útivinnandi konur í borgum vinna láglaunastörf, s.s. þjónustustörf, verslunarstörf og verksmiðjuvinnu. Bamavinna er einnig algeng í stórborgum. Nýlega heimsótti undirritaður verksmiðju í Kaíró þar sem stök teppi eru ofin að gömlum sið. Vinnuaflið reyndist vera böm á aldrinum 7-12 ára og voru flest þeirra helstu fyrirvinnur fjölskyldna sinna. Það viðgengst enn að ráðstafa Iranskar konur albúnar aó verja byltinguna. dætrum í hjónabönd eftir vild. í mörgum löndum getur stúlkan þó neitað, en sjaldnast þorir hún að standa gegn vilja foreldra sinna. Jafnvel ungir menn Iáta til leiðast undan þrýstingi foreldra. Fjölkvæni er enn stundað í íslömskum löndum, en vegna breyttra samfélagsað- stæðna hafa fæstir karlmenn ráð á að sjá fyrir fleiri en einni eiginkonu. Lögmæti fjölkvænis hefur einnig verið umdeilt alveg frá fyrstu öldum íslams. Endurbótasinnar og ofstækismenn Síðari heimsstyijöldin fæddi af sér íslamska vakningu í flestum löndum Miðausturlanda. Saudi-Arabía af- nam hinar ottómönsku lagasetningar þegar á þriðja áratugnum og mörg önnur lönd fylgdu á eftir frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Iran hélt þó áfram á braut vestræns hugsunar- háttar undir keisarastjórn Resa Pa- hlevis en með íslömsku byltingunni árið 1979 voru afnumin flest frjáls- lynd lagaákvæði og konur festar í sömu fjötrum og áður. í hófsömum ríkjum múslima hefur þrýstingur á afnám afkvæma vest- rænnar siðmenningar orðið til þess að kúgun kvenna hefur aukist frá því sem áður var. Helsta stefnumál íslamska öfga- samtaka hefur verið að hverfa aftur til íslamskra laga (shari'a) og varpa „vestrænum" lagaákvæðum fyrir róða. Ein kenning hins klassíska ísl- ams er: „Konunni er aðeins ieyft að fara þrisvar úr húsi sínu: þegar hún giftist, þegar foreldrar hennar deyja og þegar hún er borin til grafar. “ í íslömskum lögum eru slíkar skoðanir algengar hvað snertir stöðu kvenna. íranski fræðimaðurinn Jamal Al- Afghani (1838-1897), einn þekktasti hugmyndafræðingur íslömsku vakn- ingarinnar, taldi að innbyrðis styrj- aldir múslima væru sök eiginkonu Múhameðs spámanns, Aishu, sem leiddi fyrsta íslamska uppreisnarher- inn til orrustu. Með því að leyfa henni að spreyta sig hafí Allah aðeins ver- ið: „að kenna okkur lexíu í samskipt- um kynjanna. Það virðist sem Ailah hafi skapað konuna til að fjölga mannkyninu, aia upp kyn- slóðir framtíðarinnar og hugsa um heimilið. “ Þess- ar og aðrar líkar kenningar hafa yfirleitt verið kenndar við íslamska bókstafstrú eða „fundamentalisma“. Slík nafngift er þó röng, þar sem íslömsk „bókstafs- trú“ lítur ekki aftur til Kóransins heldur til orða Múhameðs og ritskýringa íslamskra guðfræðinga. Á hinn bóginn hafa kvennasögufræðingar tek- ið aðra stefnu í rannsókn- um sínum á stöðu íslam- skra kvenna. Þekktustu kvennasögufræðingar í ísl- am eru vafalaust Nikki R. Keddie og Fatima Mernissi og hefur sá sem þetta ritar dregið mikið af efni sínu úr smiðju þeirra. Sú fyrrnefnda lýsti áherslum í íslamskri kvennasögu með þessum hætti: „Endurbótasinnar vitna iðulega til frumheim- ilda, Kóransins og for- skrifta Múhameðs, og hafna síðari tíma túlkun- um, sem leitt hafa til sterk- ari karlímynda en Kóran- inn opinberaði. Ef Kóran- inn er túlkaður að nýju geta lagaákvæði verið lag- færð. Slík ný túlkun getur stöðvað fjölkvæni og bætt stöðu kvenna. “ Góð dæmi'um slíka að- ferð eru hinar fjölmörgu bækur Fatimu Mernissi sem varpa, umfram flest önnur rit, ljósi á misræmið á milli stöðu múslimskra kvenna og kenninga Mú- hameðs. „Haldið kyrru fyrir...“ Samkvæmt klassískum skilgreiningum hefur ein- angrun kvenna innan veggja heimil- isins verið réttlætt með versum 30-33 í þrítugasta kafla Kóranins: „Haldið kyrru fyrir í húsum ykkar. “ Arabíska orðið sem þýtt er sem „að halda kyrru fyrir" er „qrn“ sem klassískir guðfræðingar hafa túlkað sem „qarna“, að sitja um kyrrt. Hins veg- ar er upphaflega skilgreining orðsins „qirna“ sem þýðir að vera hljóður eða virðulegur. Því er óvíst hvort lagalegur grundvöllur sé fyrir ein- angrun kvenna innan veggja híbýla þeirra. í annan stað, er enginn grundvöll- ur í Kóraninum fyrir þeim klæðnaði sem strangtrúaðar múslimskar kon- ur bera á okkar tímum. Skylda þeirra var að hylja þá hluta líkamans sem væru hvað mest „æsandi“ fyrir karl- menn og fjarlægja ökklahringi og annað glingur. Sá klæðaburður sem kallaður hefur verið ,járntjaldið" [hijab eða skýla) var tekinn inn í íslam frá klæðaburði persneskra kvenna á 8. öld. íslam hefur tekið inn á sig mikið af menningu þeirra þjóða sem sverð Spámannsins lagði undir sig. Auk ofangreindra atriða er umskurn kvenna það alvarlegasta, en sú athöfn er á meðal sársauka- fyllstu og grimmileg>jstu aðgerða sem mögulegt er að framkvæma á mannslíkama. Þótt lagaleg staða kvenna sé mun verri í íslam en kristni, hafa múslim- ar gengið mun lengra í kúgun kvenna en heimild hefur verið fyrir í Kóranin- um. Grundvallarkenning bókar þeirr- ar um stöðu kvenna er sú að konan sé eign mannsins, en honum beri hins vegar skylda til að sjá henni farborða og annast af góðmennsku. Yfirleitt getur kona ekki fengið lög- skilnað frá eiginmanni sínum nema með samþykki hans og verður hún þá að tilgreina ástæður fyrir kröfu sinni, svo sem misþyrmingar, getu- leysi, geðbilun, framfærsluleysi eða alvarlegan sjúkieika mannsins. Eig- inmaðurinn getur hins vegar skilið við konu sína með því að tilkynna það þrisvar sinnum í viðurvist hennar og tveggja vitna, án þess að tilgreina ástæður. Því er oft haldið fram að í raun sé heildarstaða múslimskra kvenna gróft brot á mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna og lítilsvirðing við þennan mikilvæga helming mannkynsins. I framkvæmd sé víð- ast hvar lítill munur á stöðu kvenna og þræla. í Tyrklandi, Egyptalandi, Túnis, Jórdaníu, Marokkó og í gömlu kommúnistaríkjunum er staða mú- slimakvenna þó talin nokkuð þolan- leg. Staðreyndin er þó sú, að jafnvel í þessum löndum hefur þróunin verið í þá átt að takmarka enn frekar frelsi kvenna sem gerst hefur samhliða vexti íslainskra öfgasamtaka. Menntaðasta þjóð hins íslamska heims, Palestínumenn, hefur ekki síst orðið fyrir barðinu á vaxandi öfgatrú í röðum sínum. Sökum rit- skoðunar og hafta á vísindalegum rannsóknum í flestum löndum hins íslamska heims er það helst staða palestínskra kvenna sem tekist hefur að draga upp ljósa mynd af. Sam- kvæmt nýlegum rannsóknum fræði- manna hefur komið í ljós að jafnvel á þeim bæ er víðast hvar pottur brot- inn. Blóð og heiður SUMARjífeLA Á SUNNUDÖGUM í SUMAR Létt, sumarlegt og gómsætt grænmetisréttahlaðborð í dag frá kl. 18-22. Aðeins kr. 899. Laugavegi 20b • Sími 28410 Viðarkynntir pottar Fyrir sumarbústaðinn eða garðinn heima. Frá þvt' að friðarsamkomulagið í Osló var undirritað hefur gott sam- starf tekist á milli ísraelskra og pa- lestínskra kvenna. Tvær friðar- og mannréttindastofnanir kvenna hafa risið í Jerúsalem sem huga að rétti kvenna í Miðausturlöndum. Þótt Yasser Arafat, formað Frelsissamtaka Palestinu (PLO), hí þegið friðarverðlaun Nóbels fyi hönd Palestínumanna, hefði sá hei ur að margra mati frekar átt s ganga til palestínskra kvenna. Mör; um árum áður en ísraelskir og pales ínskir karlmenn komu saman Madrid 1991 höfðu konur þein samþykkt drög að friðarsamninj sem gekk mun lengra en Óslóarsan komulagið. Bæði í ísrael og á með: Palestínumanna eru konur fremsta í flokki friðarhreyfinga og án fram lags þeirra er vafasamt að friðar samningar hefðu verið undirritaðir. Að hinu ber þó að gæta að flestai áhrifamestu konur í hópi Palestínu- manna hafa kristinn bakgrunn, eins og til dæmis Hanan Ashrawi sem var mjög áberandi í friðarviðræðun- um. Að baki frjálslyndari ímynd búa palestínskar konur þó við næstum því sama grundvallarmisréttið og aðrar múslimskar konur. Samkvæmt upplýsingum palest- ínsku menntakonunnar Souha Araf myrtu siðgæðisverðir al-Fatah, hreyfingar Arafats, að minnsta kosti 107 palestínskar konur á árunum 1988-1993 fyrir að vera of „vestræn- ar“ í hugsunarhætti. Dæmi um slíkt var ósiðsamlegur klæðnaður, kynlíf fyrir hjónaband, samband við „óæskilega aðila“ eða fyrir að neita að senda börn sín í gijótkast við ísra- elska hermenn. Að sögn Arafats eru ástæðurnar þær að palestínskar kon- ur voru í fararbroddi uppreisnarinnar á hernámssvæðunum,/nt/fada, og gleymdu við það sínum hefðbundna stað í samfélaginu. Hafi þær síðan ógnað karlaveldinu með þessum af- leiðingum. Helstu gagnrýnendur þessara grimmilegu aðfara hafa ver- ið palestínskar kvennahreyfingar sem hafa ítrekað mótmælt þessum „siðgæðismorðum" en aðeins þegið svívirðingar og jafnvel barsmíðar að launum. Kannski er eina leiðin til friðar fyrir botni Miðjarðarhafs og annars staðar í hinum íslamska heimi fólgin í því að bæta stöðu kvenna og leyfa þeim að hafa vit fyrir karlmönnunum hvað þetta snertir. Höfundur er sagnfræðingur og stundar framhaldsnám íJerú- salem. spa hf. ______________________________________viðarkyntir pottar Bústaðavegi 69 -108 Reykjavík - S. 552 84 40 & 588 58 48 • thorthor@ismennt.is DUX- Bakið er ekki að drepa þig - það er líklega dýnan! DUX rúmdýnan - einstök og frábær hönnun. DUX dýnan er mjúk og lagar sig fullkomlega að líkama þínum. Þú liggur ekki á henni - hún umvefiir þig. Það er stundum dýru verði keypt að kaupa ódýrt. Á harðri dýnu liggur hryggsúlan í sveig , Á DUX-dýnu liggur hryggsúlan bein
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.