Morgunblaðið - 30.04.1995, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 30.04.1995, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ 42 SUNNUDAGUR 30. APRÍL 1995 'ifyetltz&ti jíitt Helgin 5. - 7. maí Leiðb. Suzanne og Coldon DeWees ( Rambha og Paritosh ) * Markmið námskeiðsins er að opna líkamann, hugann og hjartað fyrir hinni óefnislegu vídd heilandi kœrleikans. cAeuttúty, &völct með Rambha og Paritosh verður þriðjudaginn 9. maí kl. 20.00 Einkatímar í djúpnuddi og miðlun. Jógastöðin Heimsljós, Ármúla 15,2.hæð Skráning s: 588 9181 og 588 4200. Hjá Sesselju s: 565 0095 Misstu ekki af einstæðu tækifæri með frábærum leiðbeinendum ____________________________________________________________J ÁRSFUNDURIÐNLÁNASJÓÐS 1995 Ársfundur Iðnlánasjóðs verður haldinn þriðjudaginn 2. maí kl. 16.00 í Gullhömrum, Húsi iðnaðarins. Dagskrá: 1. Setning: ■ Geir A. Gunnlaugsson, stjórnarformaöur. 2. Ávarp iðnaðarráðherra: Finnur Ingólfsson. 3. Ársskýrsla og ársreikningar 1994: Bragi Hannesson, forstjóri. 4. Til móts við nýja öld: Þóröur Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar. 5. Fyrirtæki, aðbúnaður og umhverfi. Umhverfisviöurkenning lönlánasjóös. Guömundur Bjarnason, umhverfisráöherra. Arangurslaun Nýjar leiðir til að ná markmiðunum Er hægt að stuðla að betri nýtingu á hæfileikum starfsfólks sem birtist í meiri framlegð og bættri afkomu ? Um þetta verður fjallað á námstefiiu sem haldin verður á Hótel íslandi, ráðstefiiusal, föstudaginn 5. mai 1995, kl. 13.oo til kl. 17.00. Farið verður yfir: - Tilgangur með árangurslaunum. - Reynsla af árangurslaunum i Sviþjóð og NoregL - Ástæðurfyrir árangri af notkun árangurslauna. - Uppbygging árangurslauna og framkvæmd. - Hvar má koma við árangurslaunum. - Dæmi um árangurslaunakerfL Gögn ráðstefiiunnar eru mappa með fyrirlestrum þeim sem haldnir verða, ásamt bókinni Laun sem stjórntæki - Árangurslaun. Athygli er vakin á því að meðal fyrirlesara verður Lasse Johnsen, frá Bonusgruppen í Svíþjóð. Þáttaka tilkynnist í síma: 568-7317 eða á faxi: 568-7320, ekki síðar en 4. mai. HANNARR hf, Síðumúla 1,108 Reykjavík ÍDAG VIIVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Harmonikkutónleikar á Stöð 2 SIGURÐUR Jónsson hringdi með eftirfarandi athugasemd: „Það var tilkynnt í þættinum „ísland í dag“ á miðvikudagskvöldið 26. apríl sl. að einn af heims- ins bestu harmonikulei- kurum kæmi fram í þætt- inum. Ég og eflaust fleiri harmonikkuunnendur settust eftirvæntingar- fullir framan við tækið Tapað/Fundið Skórnir fundnir KONAN í rauðu blokk- inni á Kaplaskjólsvegi þakkar konunni á Eini- mel og Morgunblaðinu kærlega fyrir að koma spariskónum sínum til skila. Gleðilegj; sumar. og það kom strax í ljós að þarna var meistari á ferð en við fengum ekki að njóta þess lengi. Ágúst Ólafsson frétta- ritari eyðilagði fyrra lag- ið með kjaftæði og Jón Ársæll stoppaði seinna lagið þegar það var hálfnað til að koma fót- boltanum á framfæri. Hafi þeir skömm fyrir báðir tveir. Gæludýr Páfagaukur fannst Lítill hvítur páfagaukur fannst í Grafarvoginum seinnipart miðvikudags. Hann er mjög spakur. Eigandi vinsamlega hringi í síma 672165. BRIDS bmsjón tiuöm. Páll Arnarson §ff/ÍARAR sýna smáspilun- um sjatdnast mikla virðingu. Mannspilin eru metin til punkta og tían nýtur nok- kurrar viðurkenningar sem bitastætt spil, ekki síst ef hún er í fylgd með aðilunum. En spiiin frá níu og niðurúr renna öll meira og minna saman í hugum spilara. Þessi „alþýða" stokksins öðlast helst gildi í vörn þegar hún er notuð til að vísa á merk- ari spil eða greina frá fjölda í flokknum. En einstaka sinnum ráðast örlög samn- inga af valdabaráttu hinna smæstu þegna. Vestur gefur; enginn á hættu. Norður ♦ DIO Y K62 ♦ 9875 ♦ G965 Vestur Austur ♦ 42 ♦ KG98765 V D10543 ♦ - iii: r ♦ ÁKD1087 ♦ 2 Suður 4 Á3 V ÁG ♦ ÁKDG1042 ♦ 43 Vestur Norður Austur Suður 1 lauf Pass 3 spaðar* 5 tíglar Pass Pass Pass TUTTUGU og tveggja ára Ghanastúlka með áhuga á söng, íþróttum o.fl.: Anita Ritu Rhule, P.O. Box 1231, Oguaa State, Ghana. TÓLF ára þýsk stúlka með áhuga á tónlist, hestum, náttúrulífi o.fl.: Kristina Klautke, Morgunblaðinu urðu á þau mistök, þegar viðtal- ið við unga fiðluleikarann Sigurð Bernharðsson var birt hér í blaðinu sl. *hindrun Útspil: laufás. Vestur tekur á laufkóng í öðrum slag og austur kallar í spaða. Vestur hefur enga ástæðu til annars en að hlýða kallinu og ætti því að skipta yfir í spaða. Og hver myndi ekki velja fjarkann, sem á annað borð spilar „hærra frá tvíspili"? En eftir það „bruðl“ á vömin enga möguleika. Sagnhafi drepur gosa austurs með ás og spilar öll- um tíglunum: Norður ♦ - y K62 ♦ - ♦ G Vestur Austur :r iiiiii :* ♦ D ♦ - Suður ♦ 3 V ÁG ♦ 2 ♦ - Tígultvisturinn setur af stað tvöfalda kastþröng. Báðir vamarspilaramir neyðast til að henda hjarta til að halda valdi á svörtu litunum. Þriðja hjartað í borði verður þá úrslita- slagurinn. Ekki verður aftur snúið fyrir vörnina eftir að vestur spilar spaðafjarka í þriðja slag. En ef vestur velur tvistinn, getur hann hangið á fjarkanum og eftirlátið makker að valda hjartað. Fjarkinn er jú hærri en þristurinn. Ammerl&nder Str. 37, 27809 Lemwerder, Germany. ÞRJÁTÍU og tveggja ára lettnesk kona með áhuga á íþróttum og tónlist: Maris Valainis, Aglæonas 10/2-17, Riga, Latvia. fimmtudag, að Sigurður var sagður Bjarnason. Beðist er afsökunar á þessu nafnabrengli. SKÁK llmsjón Margeir Pctursson Hvítur leikur og vinnur ÞESSI staða kom upp á svæðamóti Austur-Evrópu- landa í Odorheiu Secuiesc í Rúmeníu í vor. Stórmeistar- inn V. Nevednichy (2.485) hafði hvítt og átti leik gegn alþjóðlega meistaranum M. Matlak (2.465), Póllandi. Hvítur hefur fórnað manni fyrir sókn og fann nú stórglæsilegan vinnings- leik: 35. Dg8+!! - Rxg8 36. Rg6+ - Kh7 37. Rxf8+ og svartur gafst upp, því endataflið eftir 37. — Kh6 38. Rxd7 - Rd8 39. Rd6 er alveg vonlaust. Um allan heim er að ijúka svæðamótum. Úrslit á svæðamóti A-Evrópu urðu fremur óvænt: 1. Hracek, Tékklandi, 6V2 v. af 9 mögulegum, 2.-4. Z. Varga og Z. Almasi, Ung- veijalandi, og Istratescu, Rúmeníu, 6 v. (Þessir þrír þurfa að heyja aukakeppni um tvö sæti á millisvæða- mótinu.) 5.-6. Ionescu, Rúmeníu, og Jansa, Tékk- landi, 5'/2 v. 7.-11. Kiril Georgiev, Búlgaríu, Marin, Rúmeníu, Wojtkiewicz, Pól- landi, Cs. Horvath, Ung- veijalandi, og Mrva, Sló- vakíu, 5 v. Pennavimr LEIÐRÉTT Víkverji skrifar... MEIRIHLUTI þjóðarinnar hef- ur, eins og landnámsmaður- inn Ingólfur Arnarson forðum daga, kosið búsetu á Reykjavíkur- Reykjanes-svæðinu. Landnám hófst hér, að því talið er, um 870. Sextíu af hverjum hundrað íslend- ingum búa á þessum landskika ellefu öldum síðar. Víkveiji veltir vöngum yfir því, hvað gefi þessum landskika gildi, annað en mannúöldinn. Hér var, sem fyrr segir, fyrsta mannvist í landinu. Hér er höfuðstaður þess, aðsetur Alþingis, ríkisstjórnar og biskups þjóðkirkjunnar. Hér er Hæstiréttur og Háskóli íslands. Hér eru helztu söfn landsins, list- amiðstöðvar og hátæknisjúkrahús. Og Reykjavík er langstærsta við- skipta- og umskipunarhöfn lands- ins. En fleira kemur til. Reykjavíkur- Reykjanes-svæðið sækir og sér- kenni sín til jarðfræðilegs veru- leika, hitans í jarðskorpunni. Perl- an í Öskuhlíðinni, sem byggð er á heitavatnsgeymum, stendur sem tákn um auðlind hitans, sem vegur svo þungt í lífi okkar, og skýrir með undirstöðum sínum nafngift höfuðborgarinnar. xxx ELZTU BERGLÖG á umrædd- um landskika eru talin tæp- lega 3ja milljóna ára gömul. Dijúg- ur hluti bergmyndana á þessu svæði rekur rætur til fornra eld- stöðva og nær hluti þeirra undir sjálfa höfuðborgina, að því er Vík- veiji les í ritgerð eftir Jón Jónsson, jarðfræðing. Þessar fornu eld- stöðvar færa Reykjavík og höfuð- borgarsvæðinu það heita vatn, sem gerir landskikann, með og ásamt hafnarskilyrðum, svo girnilegan til búsetu. „Reykjanesfjallgarður hvílir á sjálfu virka gosbeltinu", segir í rit- gerð Jóns Jónssonar, „en það er raunar framhald Atlatshafshryggj- arins mikla, sem liggur um ísland þvert.. . Framhaldið er neðansjáv- ar, Reykjaneshryggurinn, að Eldey undantekinni, en þau tíðu eldgos sem þar hafa orðið bera þess vitni að hryggurinn er í uppbyggingu sem jarðfræðilega séð er mjög ör. Það sést enn fremur af þeim stað- reyndum að á síðastliðinum 10-12 þúsund árum hafa þar komið upp hraun sem nema um 42 km3 og að á sögulegum tíma hafa þar orðið a.m.k. 13 eldgos. Svo telst til að í nútímanum (síðastliðnum 10-12 þúsund árum) hafi á umræddu svæði verið virkar um 200 eld- stöðvar.“ XXX ARI FRÓÐI segir í íslendinga- bók „að á sex tugum vetra yrði ísland albyggt“. Land- námabækur, ritaðar á 12. og 13. öld, segja landnámsmenn einkum hafa komið frá suðurhluta Vestur- Noregs (Hörðalandi, Sogni og Fjörðum), sem og Þrándheimi. Meðal þeirra voru og norrænir menn, sem áður höfðu sezt að á Bretlandseyjum og þar blandazt keltnesku fólki, sem og keltneskir menn. Þessir fornu búferlaflutningar eru m.a. skýrðir með landþrengsl- um í Noregi og Vesturhafseyjum sem og brottrekstri víkinga úr Dyflinni á írlandi 902. Fomleifar styðja frásagnir Landnámu um norrænan uppruna landnáms- manna, m.a. gerð íslenzkra og norskra kumla. íslenzk tunga er og skyldust mállýzkum í Suðvest- ur-Noregi, auk færeysku. Fjölmörg norræn örnefni hér á landi styðja og norrænan uppruna. Önnur minna á hluttöku Kelta í landnám- inu, eins og Bekansstaðir, Bijáns- lækur, Dufþaksholt og Kjaransvík. Ingólfur Arnarson kom frá Firðafylki í Noregi og nam land frá Ölfusá og Sogni til Hvalfjarð- ar. Enginn veit nákvæmlega hve- nær. Líkur benda til tímabilsins 870-885. Hefð er fyrir ártalinu 874. Það er ekki verra en hvert annað. Landnámsmaðurinn gaf nýrri heimabyggð nafnið Reykjavík. Það er dregið af hitanum í jarðskorp- unni. Og fornar eldstöðvar, sem Víkveiji ræddi um í upphafi þessa pistils, undirstrika enn þessa nafn- gift og hita upp hús okkar á köld- um vetrardögum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.