Morgunblaðið - 30.04.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.04.1995, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ 32 SUNNUDAGUR 30. APRÍL 1995 MINNINGAR t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ODDUR SIGURÐSSON Bólstaðarhlíð 41, Reykjavik, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 2. maí kl. 13.30. Guðfinna Björnsdóttir, Sigurður Oddsson, Erla Aðalsteinsdóttir, Björn Oddsson, Gaby R. Oddsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna andláts og útfarar GUÐBJARGAR GUÐJÓNSDÓTTUR frá Kaldbak. Systkinabörn hinnar látnu. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÍÐAR HREINSDÓTTUR, Seljahlíð. Jón Frímansson, Aðalheiður Jónsdóttir, Hreinn Frímansson, Bírgit Helland, barnabörn og barnabarnabörn. t þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför HULDU HELGADÓTTUR fyrrverandi yfirþernu á Gullfossi, Blönduhlíð 11, Reykjavik. Aðstandendur. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns mfns, föður okkar, tengdaföður og afa, PÉTURS J. THORSTEINSSONAR sendiherra. Oddný Thorsteinsson, Pétur G. Thorsteinsson, Birna Hreiðarsdóttir, Björgólfur Thorsteinsson, Eirikur Thorsteinsson, Valborg Snævarr og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir au’ðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GUNNARS JÓHANNESSONAR, Vallargötu 27, Þingeyri. Ólaffa Jónasdóttir, Sigrfður Gunnarsdóttir, Steinar Sigurðsson, Jóhanna Þ. Gunnarsdóttir, Þorsteinn Eiríksson, Helgi Magnús Gunnarsson, Anna Guðrún Viðarsdóttir og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför sambýliskonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ESTHERAR THORARENSEN JÓNSDÓTTUR, Birkimel 6b. Sérstakar þakkir fær starfsfólk hjarta- deildar Borgarspftalans. Bergur Ingimundarson, Sigurjón Hafnfjörð Siggeirsson, Rúnar Eiríkur Siggeirsson, Valgerður Sigurðardóttir, Olga Sofffa Siggeirsdóttir, Hafsteinn Sigurðarson, Sævar Siggeirsson, Sigríður Arnþórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. GUÐRÍÐUR ÁRNÝ ÞÓRARINSDÓTTIR + Guðríður Ámý Þórarinsdóttir var fædd í Borgar- nesi 1. febrúar 1915. Hún lést á dvalar- heimilinu Skjóli við Kleppsveg 23. apríl sl. Guðríður var dóttir Þórarins 01- afssonar, trésmiðs í Borgarnesi, f. 10.5. 1885, d. 19.5. 1947, og konu hans Jónínu Kristínar Jónasdótt- ur, f. 10.8. 1887, d. 22.10. 1962. Börn þeirra hjóna voru auk Guðríðar, Tyrfingur, tré- smiður í Reykjavík, f. 27.12. 1917, d. 12.4. 1985, og Sigur- björa, skósmiður í Reykjavík, f. 26.3.1919, d. 9.3.1995. Guðríður giftist 15.5. 1943 Klemensi Þór- leifssyni kennara og eignuðust þau tvö börn: 1) Þórunn, f. 29.1. 1945, hagfræðingur að mennt, menntaskólakennari, gift Þresti Ólafssyni hagfræðingi. Þeirra böra eru: Klemens Ólafur, f. 1975, Bryiyar Snær, f. 1977, ÞEGAR ókunnir menn ryðjast inn til friðsælla fjölskyldna og setjast þar að veldur uppátækið ekki alltaf óblandinni ánægju. Þegar ég, sem þetta skrifar, hag- aði mér á þennan hátt fyrir liðlega tveimur áratugum, átti ég því láni að fagna að hitta fyrir fjölskyldu sem lét þetta framtak mitt ekki á sig fá. Guðríður Þórarinsdóttir tók væntanlegum tengdasyni af nokk- urri forvitni en þó skilningi, sem breyttist fljótt í fórnfúsa umhyggju og alúð. Þess naut ég æ síðan. Þótt ég starfs míns vegna væri ekki alltaf auðveldur tengdasonur fyrir Sóknarkonu þá tók hún alltaf upp hanskann fyrir mig. Þar átti ég ætíð tryggan stuðningsmann hvað sem á bjátaði. Þessi afstaða hennar kom ekki endilega til af því að hún væri hrifin af framgöngu minni á hveijum tíma eða hún léti væntumþykju hafa áhrif á sig. Það sem skipti hana máli var að ég Var orðinn hluti af fjölskyldu hennar og því skyldi eitt yfir okkur öll ganga. Guðríður Lára, f. 1982, og Eilífur Örn, 1984. Sonur Þórunnar af fyrra hjónabandi er Val- týr Björa Thors, f. 1965. 2) Þórarinn, f. 30.6. 1947, við- skiptafræðingur, starfar við Islands- banka, kvæntur Ás- dísi Sigurgestsdótt- ur, kennara að mennt, starfar við eigið fyrirtæki. Börn þeirra era: Vigdís, f. 1973, og Árný, f. 1979. Klemens átti að auki eina dóttur, Ólöfu Ingu, f. 22.5. 1934. Hún var gift Halldóri Hafliðasyni flugsljóra sem nú er látinn. Börn þeirra eru Þór- unn, f. 1959, og Hrafnhildur Inga, f. 1962. Ólöf er nú í sam- búð með Grétari Hjartarsyni og dveljast þau í Namibíu og starfa þar við þróunaraðstoð. Útför Guðríðar fer fram frá Áskirkju þriðjudaginn 2. maí og hefst athöfnin kl. 13.30. Umhyggja hennar og fórnfýsi í garð Ijölskyldu sinnar var nánast tak- markalaus. Tengdamóðir mín var kona sem bar ekki tilfinningar sínar á torg. Ég man satt best að segja aldrei eftir því að hún hafi nokkum tíma gefið til kynna í minni áheym hvern hug hún bar til eins eða annars. Hún var í einhveijum allt öðram gír en við hin sem alin erum upp við ástaijátningar framandi fólks í tíma og ótíma og einkanlega þegar síst skyldi. Ég lærði það fljótt að tilfinninga- semi virtist henni nánast óviðkom- andi, fyrr en á allra síðustu ámm. Hún umgekkst okkur í samræmi við eitthvað annað innra gildismat sem ég botnaði ekkert í og var mér allt- af ráðgáta. Hún gat jafnvel verið hranaleg í orðafari og sagt setningar sem stundum bentu til allt annars en umhyggju og viðkvæmni. Ég neita því ekki að ég átti lengi vel erfitt með að átta mig á persónu- + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ÁGÚSTU FRÍMANNSDÓTTUR, Brekkubyggð 14, Blönduósi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deild 11E, Landspítalanum. Ómar Ragnarsson, Eydfs Ingvarsdóttir, Unnur Björg Ómarsdóttir, Frímann Haukur Ómarsson, Frímann Hauksson, Þorbjörg Elíasdóttir, Ragnar Jónatansson, Unnur Þorleifsdóttir. t Þökkum hjartanlega samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför SIGURJÓNU GUÐRÚNAR JÓHANNSDÓTTUR, Hrafnistu f Reykjavfk. Guð gefi henni Ijós og ykkur blessun. Hannes L. Guðjónsson, Inga H. Hannesdóttir^ Helgi Davíðsson, Jóhann I. Hannesson, Elsa Björnsdóttir, Guðjón G. Hannesson, Sigurður E. Hannesson, Guðrún Böðvarsdóttir, Sævar Hannesson, Magnea Vattnes, Rúnar Hannesson, Ólöf Pálsdóttir, ömmu-, langömmu- og langalangömmubörn. leika þessarar konu. Hún var mótuð í allt annars konar smiðju en við vorum mótuð í norður í Þingeyjar- sýslu. Hún var Borgfirðingur í húð og hár. Ólst jöfnum höndum upp í Borgamesi sem og á Hvítársíðu og tók því þátt í lífsbaráttu alþýðufólks í þéttbýli sem í sveit. Þótt hún færi að heiman ung að árum hafði hún Borgarfjörðinn alltaf í farteskinu. Þar átti hún heima. Þar dvaldi hug- ur hennar löngum. Fátt gladdi hana meira en ferð á æskuslóðir. Tryggð hennar við heimahagana og hlýhug- ur í garð þess fólks sem þar bjó kom ekki fram í uppáþrengjandi átthaga- grobbi, heldur í stöðugri hljóðlátri ræktarsemi. Eljusemi og sparsemi vom ein- kennandi fyrir daglegt líf hennar. Ég man aldrei eftir að hafa séð hana vérklausá og fyrir utan orgelið veitti hún sér ekkert sem flokka mætti undir óþarfa. Hún lék gjaman á orgel. Ég veit ekki hvort hún spil- aði vel eða illa á mælikvarða tón- menntaðs manns. Hún spilaði á org- elið aðeins fyrir sjálfa sig. Um leið og gestir komu steinhætti hún að spila. Hún spilaði fyrir sína eigin sál — henni til gleði og göfgunar. Kannski vildi hún ekki hleypa okkur hinum inn fyrir tónvegginn. Við máttum ekki heyra hvernig hún tjáði sig. Henni nægði að hafa einn áheyranda. Þennan leik gat hún ekki leikið úti í garði, sem hún breytti úr gróð- urvana malargryfju í iðandi, dýrðlegt blómahaf. Þar naut hún sín til fulls. Hér gátu allir fylgst með og séð umhyggju hennar og ræktarsemi í þess orðs fyllstu merkingu. Blómin hennar, hvort heldur sem var innan- húss eða utan, vom eins og fjöl- skylda hennar, hluti af henni sjálfri. Gleðin skein út úr andliti hennar þegar hún leit uppúr moldarbeðinu og formælti illgresinu sem sótti á blómin og mnnana. Þegar hún flutti frá blómunum sínum og hætti að geta spilað á org- elið, var eins og órólegur tómleiki næði yfirhöndinni. Hún var eins og vængstýfður fugl, það vantaði hluta af henni sjálfri. Ég kynntist tengdamóður minni fyrst eftir að hún var orðin fullorðin kona og jífíð farið að setja mark sitt á hana. í henni stönguðust oft á orð og æði. Hún íklæddist stundum hijúfum skráp utan um mikla hjarta- gæsku sem hún sýndi í verkum sín- um. Kannski var yfirborðshijúfleiki nauðsynleg vöm fyrir viðkvæmt hjarta sem orðið hafði fyrir margvís- legu hnjaski í lífinu. Um hjartalagið þurfti aldrei að efast enda var fórn- fysin sem er skilgetið afkvæmi góðs hjarta aðal hennar. Guðríður var 28 ára gömul þegar hún giftist Klemensi Þórleifssyni, kennara en hann var tuttugu ámm eldri en hún. Þar bundust böndum tvær gjörólíkar manneskjur. Ekki lá það eingöngu í miklum aldursmun, sem að jafnaði verður erfíðari því lengra sem líður á æviskeiðið, heldur var eðli þeirra hjóna og upplag allt af gjörólíkum toga spunnið. Þótt hjónaband þeirra hafí verið farsælt var ekki um að villast að þessi lífs- glaða og félagslynda kona leið fyrir þennan mun. Hann var henni byrði sem hún sætti sig við en var engu að síður einhvem veginn alltaf til staðar í lífí hennar. Lífíð var henni engu að síður gott og hún naut þess í hópi fjölskyldu og vina. Nú þegar komið er að leiðarlokum vil ég þakka henni fyrir mig. Hún ól og fóstraði ekki aðeins konu mína heldur dvöldu bömin mín meira og minna heima hjá ömmu sinni. Hún bæði fæddi þau og-skæddi. Okkur féll í skaut vænn skammtur af óeigingjamri umhyggjú og fórn- fýsi hennar. Hér verður að duga að tjá þakklæti sitt í orðum, því nú er orðið um seinan að gera það með öðram hætti. Þröstur Olafsson. - m Krossar á leiði I viSarlit og mála&ir Mismunandi mynstur, vönduo vinna. Simi 91-35929 og 35735
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.