Morgunblaðið - 30.04.1995, Síða 15

Morgunblaðið - 30.04.1995, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. APRÍL1995 15 og Malí er hlutfall grunnskólamennt- unar þeirra aðeins um 1-2%, en í flestum ríkjum er það á bilinu 40-60%. Læsi á meðal kvenna eldri en 15 ára er á bilinu 1% (Malí).til 60% (Egyptaland) og atvinnuhlut- deild þeirra jafnvel enn lægri. Munurinn á stöðu kvenna í borg- um og sveitum er sláandi. í sveitum og minni bæjum vinna þær yfírleitt almenn landbúnarstörf eins og geta leyfir. í borgum, sérstaklega stór- borgum, er atvinnuleysi það mikið að karlmenn ganga fyrir um flest betri störf. Flestar útivinnandi konur í borgum vinna láglaunastörf, s.s. þjónustustörf, verslunarstörf og verksmiðjuvinnu. Bamavinna er einnig algeng í stórborgum. Nýlega heimsótti undirritaður verksmiðju í Kaíró þar sem stök teppi eru ofin að gömlum sið. Vinnuaflið reyndist vera böm á aldrinum 7-12 ára og voru flest þeirra helstu fyrirvinnur fjölskyldna sinna. Það viðgengst enn að ráðstafa Iranskar konur albúnar aó verja byltinguna. dætrum í hjónabönd eftir vild. í mörgum löndum getur stúlkan þó neitað, en sjaldnast þorir hún að standa gegn vilja foreldra sinna. Jafnvel ungir menn Iáta til leiðast undan þrýstingi foreldra. Fjölkvæni er enn stundað í íslömskum löndum, en vegna breyttra samfélagsað- stæðna hafa fæstir karlmenn ráð á að sjá fyrir fleiri en einni eiginkonu. Lögmæti fjölkvænis hefur einnig verið umdeilt alveg frá fyrstu öldum íslams. Endurbótasinnar og ofstækismenn Síðari heimsstyijöldin fæddi af sér íslamska vakningu í flestum löndum Miðausturlanda. Saudi-Arabía af- nam hinar ottómönsku lagasetningar þegar á þriðja áratugnum og mörg önnur lönd fylgdu á eftir frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Iran hélt þó áfram á braut vestræns hugsunar- háttar undir keisarastjórn Resa Pa- hlevis en með íslömsku byltingunni árið 1979 voru afnumin flest frjáls- lynd lagaákvæði og konur festar í sömu fjötrum og áður. í hófsömum ríkjum múslima hefur þrýstingur á afnám afkvæma vest- rænnar siðmenningar orðið til þess að kúgun kvenna hefur aukist frá því sem áður var. Helsta stefnumál íslamska öfga- samtaka hefur verið að hverfa aftur til íslamskra laga (shari'a) og varpa „vestrænum" lagaákvæðum fyrir róða. Ein kenning hins klassíska ísl- ams er: „Konunni er aðeins ieyft að fara þrisvar úr húsi sínu: þegar hún giftist, þegar foreldrar hennar deyja og þegar hún er borin til grafar. “ í íslömskum lögum eru slíkar skoðanir algengar hvað snertir stöðu kvenna. íranski fræðimaðurinn Jamal Al- Afghani (1838-1897), einn þekktasti hugmyndafræðingur íslömsku vakn- ingarinnar, taldi að innbyrðis styrj- aldir múslima væru sök eiginkonu Múhameðs spámanns, Aishu, sem leiddi fyrsta íslamska uppreisnarher- inn til orrustu. Með því að leyfa henni að spreyta sig hafí Allah aðeins ver- ið: „að kenna okkur lexíu í samskipt- um kynjanna. Það virðist sem Ailah hafi skapað konuna til að fjölga mannkyninu, aia upp kyn- slóðir framtíðarinnar og hugsa um heimilið. “ Þess- ar og aðrar líkar kenningar hafa yfirleitt verið kenndar við íslamska bókstafstrú eða „fundamentalisma“. Slík nafngift er þó röng, þar sem íslömsk „bókstafs- trú“ lítur ekki aftur til Kóransins heldur til orða Múhameðs og ritskýringa íslamskra guðfræðinga. Á hinn bóginn hafa kvennasögufræðingar tek- ið aðra stefnu í rannsókn- um sínum á stöðu íslam- skra kvenna. Þekktustu kvennasögufræðingar í ísl- am eru vafalaust Nikki R. Keddie og Fatima Mernissi og hefur sá sem þetta ritar dregið mikið af efni sínu úr smiðju þeirra. Sú fyrrnefnda lýsti áherslum í íslamskri kvennasögu með þessum hætti: „Endurbótasinnar vitna iðulega til frumheim- ilda, Kóransins og for- skrifta Múhameðs, og hafna síðari tíma túlkun- um, sem leitt hafa til sterk- ari karlímynda en Kóran- inn opinberaði. Ef Kóran- inn er túlkaður að nýju geta lagaákvæði verið lag- færð. Slík ný túlkun getur stöðvað fjölkvæni og bætt stöðu kvenna. “ Góð dæmi'um slíka að- ferð eru hinar fjölmörgu bækur Fatimu Mernissi sem varpa, umfram flest önnur rit, ljósi á misræmið á milli stöðu múslimskra kvenna og kenninga Mú- hameðs. „Haldið kyrru fyrir...“ Samkvæmt klassískum skilgreiningum hefur ein- angrun kvenna innan veggja heimil- isins verið réttlætt með versum 30-33 í þrítugasta kafla Kóranins: „Haldið kyrru fyrir í húsum ykkar. “ Arabíska orðið sem þýtt er sem „að halda kyrru fyrir" er „qrn“ sem klassískir guðfræðingar hafa túlkað sem „qarna“, að sitja um kyrrt. Hins veg- ar er upphaflega skilgreining orðsins „qirna“ sem þýðir að vera hljóður eða virðulegur. Því er óvíst hvort lagalegur grundvöllur sé fyrir ein- angrun kvenna innan veggja híbýla þeirra. í annan stað, er enginn grundvöll- ur í Kóraninum fyrir þeim klæðnaði sem strangtrúaðar múslimskar kon- ur bera á okkar tímum. Skylda þeirra var að hylja þá hluta líkamans sem væru hvað mest „æsandi“ fyrir karl- menn og fjarlægja ökklahringi og annað glingur. Sá klæðaburður sem kallaður hefur verið ,járntjaldið" [hijab eða skýla) var tekinn inn í íslam frá klæðaburði persneskra kvenna á 8. öld. íslam hefur tekið inn á sig mikið af menningu þeirra þjóða sem sverð Spámannsins lagði undir sig. Auk ofangreindra atriða er umskurn kvenna það alvarlegasta, en sú athöfn er á meðal sársauka- fyllstu og grimmileg>jstu aðgerða sem mögulegt er að framkvæma á mannslíkama. Þótt lagaleg staða kvenna sé mun verri í íslam en kristni, hafa múslim- ar gengið mun lengra í kúgun kvenna en heimild hefur verið fyrir í Kóranin- um. Grundvallarkenning bókar þeirr- ar um stöðu kvenna er sú að konan sé eign mannsins, en honum beri hins vegar skylda til að sjá henni farborða og annast af góðmennsku. Yfirleitt getur kona ekki fengið lög- skilnað frá eiginmanni sínum nema með samþykki hans og verður hún þá að tilgreina ástæður fyrir kröfu sinni, svo sem misþyrmingar, getu- leysi, geðbilun, framfærsluleysi eða alvarlegan sjúkieika mannsins. Eig- inmaðurinn getur hins vegar skilið við konu sína með því að tilkynna það þrisvar sinnum í viðurvist hennar og tveggja vitna, án þess að tilgreina ástæður. Því er oft haldið fram að í raun sé heildarstaða múslimskra kvenna gróft brot á mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna og lítilsvirðing við þennan mikilvæga helming mannkynsins. I framkvæmd sé víð- ast hvar lítill munur á stöðu kvenna og þræla. í Tyrklandi, Egyptalandi, Túnis, Jórdaníu, Marokkó og í gömlu kommúnistaríkjunum er staða mú- slimakvenna þó talin nokkuð þolan- leg. Staðreyndin er þó sú, að jafnvel í þessum löndum hefur þróunin verið í þá átt að takmarka enn frekar frelsi kvenna sem gerst hefur samhliða vexti íslainskra öfgasamtaka. Menntaðasta þjóð hins íslamska heims, Palestínumenn, hefur ekki síst orðið fyrir barðinu á vaxandi öfgatrú í röðum sínum. Sökum rit- skoðunar og hafta á vísindalegum rannsóknum í flestum löndum hins íslamska heims er það helst staða palestínskra kvenna sem tekist hefur að draga upp ljósa mynd af. Sam- kvæmt nýlegum rannsóknum fræði- manna hefur komið í ljós að jafnvel á þeim bæ er víðast hvar pottur brot- inn. Blóð og heiður SUMARjífeLA Á SUNNUDÖGUM í SUMAR Létt, sumarlegt og gómsætt grænmetisréttahlaðborð í dag frá kl. 18-22. Aðeins kr. 899. Laugavegi 20b • Sími 28410 Viðarkynntir pottar Fyrir sumarbústaðinn eða garðinn heima. Frá þvt' að friðarsamkomulagið í Osló var undirritað hefur gott sam- starf tekist á milli ísraelskra og pa- lestínskra kvenna. Tvær friðar- og mannréttindastofnanir kvenna hafa risið í Jerúsalem sem huga að rétti kvenna í Miðausturlöndum. Þótt Yasser Arafat, formað Frelsissamtaka Palestinu (PLO), hí þegið friðarverðlaun Nóbels fyi hönd Palestínumanna, hefði sá hei ur að margra mati frekar átt s ganga til palestínskra kvenna. Mör; um árum áður en ísraelskir og pales ínskir karlmenn komu saman Madrid 1991 höfðu konur þein samþykkt drög að friðarsamninj sem gekk mun lengra en Óslóarsan komulagið. Bæði í ísrael og á með: Palestínumanna eru konur fremsta í flokki friðarhreyfinga og án fram lags þeirra er vafasamt að friðar samningar hefðu verið undirritaðir. Að hinu ber þó að gæta að flestai áhrifamestu konur í hópi Palestínu- manna hafa kristinn bakgrunn, eins og til dæmis Hanan Ashrawi sem var mjög áberandi í friðarviðræðun- um. Að baki frjálslyndari ímynd búa palestínskar konur þó við næstum því sama grundvallarmisréttið og aðrar múslimskar konur. Samkvæmt upplýsingum palest- ínsku menntakonunnar Souha Araf myrtu siðgæðisverðir al-Fatah, hreyfingar Arafats, að minnsta kosti 107 palestínskar konur á árunum 1988-1993 fyrir að vera of „vestræn- ar“ í hugsunarhætti. Dæmi um slíkt var ósiðsamlegur klæðnaður, kynlíf fyrir hjónaband, samband við „óæskilega aðila“ eða fyrir að neita að senda börn sín í gijótkast við ísra- elska hermenn. Að sögn Arafats eru ástæðurnar þær að palestínskar kon- ur voru í fararbroddi uppreisnarinnar á hernámssvæðunum,/nt/fada, og gleymdu við það sínum hefðbundna stað í samfélaginu. Hafi þær síðan ógnað karlaveldinu með þessum af- leiðingum. Helstu gagnrýnendur þessara grimmilegu aðfara hafa ver- ið palestínskar kvennahreyfingar sem hafa ítrekað mótmælt þessum „siðgæðismorðum" en aðeins þegið svívirðingar og jafnvel barsmíðar að launum. Kannski er eina leiðin til friðar fyrir botni Miðjarðarhafs og annars staðar í hinum íslamska heimi fólgin í því að bæta stöðu kvenna og leyfa þeim að hafa vit fyrir karlmönnunum hvað þetta snertir. Höfundur er sagnfræðingur og stundar framhaldsnám íJerú- salem. spa hf. ______________________________________viðarkyntir pottar Bústaðavegi 69 -108 Reykjavík - S. 552 84 40 & 588 58 48 • thorthor@ismennt.is DUX- Bakið er ekki að drepa þig - það er líklega dýnan! DUX rúmdýnan - einstök og frábær hönnun. DUX dýnan er mjúk og lagar sig fullkomlega að líkama þínum. Þú liggur ekki á henni - hún umvefiir þig. Það er stundum dýru verði keypt að kaupa ódýrt. Á harðri dýnu liggur hryggsúlan í sveig , Á DUX-dýnu liggur hryggsúlan bein

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.