Morgunblaðið - 30.04.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.04.1995, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 30. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ Þegar við íslensku ferða- langarnir flugum inn yfir eyjuna úr norðri, eftir einnar nætur viðdvöl í stór- borginni Miami á Flórida, varð okkur ljóst að hér blasti við annar og gjörólíkur heimur. Eyjan er öll skógi vaxin milli fjalls og fjöru, og sú litla byggð sem sást úr lofti virtist falin á milli trjánna. Á aðra hönd brotnuðu hvítfyssandi öldur við sendna strönd og safírblár sjórinn teygði sig út eins langt og augað eygði. Á hina blasti við hávaxinn hita- beltisgróður í hæðóttu lands- lagi. Siðmenningin, eins og við þekkjum hana, var því greini- lega að baki og blendnar til- finningar bærðust í brjósti mér er lent var á flugvellinum við bæinn Puerto Plata. Mér fannst ég vera staddur á leyni- legum flugvelli í svörtustu Afríku — eins og í atriði úr spennandi frumskógarmynd. Ut úr hitabeltisskóginum, sem umlukti völlinn, bárust tor- kennileg hljóð ýmissa fugla- tegunda, sem ég kunni engin skil á. Lágreist flugstöðvar- byggingin mókti í skógarjaðr- inum og eina merkið um sið- menningu var skröltið í vögn- unum sem komu út að vélinni til að sækja farangurinn. Og hér vorum við komin úr kulda og trekki heimalandsins, ís- lendingarnir, sem ætluðum að eyða páskafríinu í þessu fram- andi umhverfi. Ingólfur Guðbrandsson hef- ur í fjörutíu ár rutt brautina fyrir íslendinga til framandi landa og hann er enn að. Að þessu sinni hefur hann numið land í lýðveldinu Dóminikana, sem nær yfir tvo þriðju hluta þessarar fallegu eyju, Hispani- ola. Við íslendingarnir, sem fylgdum í fótspor hans í þess- ari ferð, vorum um þrjátíu tals- ins, hress og samhentur hópur og öll vorum við sammála um óvenjulega fegurð þessa lands, sem við okkur blasti. ' HinirgÓöusióir Fundur Hispaniola árið 1492 var um tvennt merkileg- ur. í fyrsta lagi tókst Kólum- busi, að því er hann sjálfur hélt, að stofna til vinsamlegra samskipta við eyjarskeggja, og hann ákvað að þar skyldi fyrsta nýlenda hans rísa í þessum heimshluta, sem hann reyndar taldi vera úti fyrir ströndum Asíu. I öðru lagi gaf þessi eyja, þótt hún reyndist ekki vera hin eftirsótta Zip- angu (Japan), af sér talsvert af gulli. Kólumbusi verður mjög tíðrætt um gæði landsins og háttsemi og ljúfmennsku fólksins í leiðarbókum sínum og hér ávarpar hann spænsku konungshjónin þessum orðum: „Yðar hátignir mega trúa því að hvergi á byggðu bóli fínnst betra né Ijúfara fólk. Yðar tignir ættu að gleðjast, því þér munið kristna þetta fólk ífyllingu tímans og kenna því hina góðu siðu heimaland- anna, því betra fólk fínnst ekki, né heldur gjófulli lönd en af þeim er svo mikið að ég fæ ekki lýst þeim." Skrif Kólumbusar um „góða siðu heimalandanna" reyndust auðvitað hin örgustu öfugmæli í ljósi fáheyrðra grimmdarverka Spánverja í garð innfæddra á þeim árum sem í hönd fóru. Sjálfur var Kólumbus hvorki grimmlynd- ur né harður og hann trúði því að spænsk stjórn yrði indí- ánum til góðs. Én með land- töku hans hófst harmsaga frumbyggja Ameríku, sem ekki hefur linnt síðan. Á nokkrum áratugum eftir komu Kólumbusar höfðu Spánverjar farið um lönd n£ja heimsins ruplandi og rænandi, brotið ríki hinna innfæddu og þjóðskipulag til grunna, svívirt trúarbrögð þeirra og siðvenjur og útrýmt nokkrum þjóðum á eyjum Karíbahafs, en hneppt A Glaðbeittir íslending- ar á sundlaugarbarn- um á Puerto Plata Vil- lage, enda þurfti ekk- ert að borga. 0 Séðyfirhlutahótel þorpsins, Puerto Plata Village. Q Á leið upp á fjallið Isabella de Torres Q Líkneski Krists á toppi Isabella de Torres A íslenskirsæ- garpar halda til hafs. «^^^ ^lfc ™+^ jt 3fl . ,'; .. ' pw*^\,. * í^;V' rvi ^ksfV^ <r ^^Kf . ¦jkg^r ^**^^* ^y^ ^j^*' . aðrar í þrældóm. í stað þess að læra „góða siðu" af Spán- verjum máttu hinir innfæddu þola efnahagslegt og félags- legt niðurbrot og horfa upp á endalok heillandi menningar sinnar. Um þær hörmungar vissi Kólumbus ekki á þess.ari stundu og við gefum honum aftur orðið: „ Og ég segi enn að fólkið og annað sem fyrir augu ber á þessari eyju Espanola, sem ég kalla svo en heimamenn nefna Bohío, er aö sönnu ótrú- legt. Fólkið er með öllu ein- stakt að háttprýði og talar mjúklega, ekki eins og hinir sem virðast hótunarfullir í tali. Þetta fólk er mjög fagurlimað, bæði menn og konur, og ekki svart." Nokkrir dagar í Paradís Það fyrsta sem ég tók eftir við komuna til Dóminikanska lýðveldisins, fyrir utan nátt- úrufegurðina, var hversu fal- legt og glaðlegt fólkið er. Hér er að vísu ekki um að ræða afkomendur fólksins sem Kól- umbus hitti fyrir og varð svo hrifínn af. Eftir að Spánverjar höfðu útrýmt frumbyggjunum fluttu þeir inn svarta þræla frá Afríku, sem hafa blandast hinum hvítu Evrópubúum, og því eru nú um 70% íbúanna múlattar. Engu að síður gilda hér orð aðmírálsins, að fólkið er „mjög fagurlimað, bæði menn og konur og ekki svart" — en þó býsna dökkt, vara- þykkt og brúneygt. Dvalarstaður okkar íslend- inganna var á „gullnu strönd- inni" Playa Dorada. Á svæð- inu eru nokkur hótel og bjugg- um við í eins konar þorpi, sem ber heitið Puerto Plata Vil- lage. Þorpið er afgirt, með fallegum húsum sem minna á Disneyland og á miðju svæð- inu er stór sundlaug með veit- ingahúsum og börum allt um kring. Það fyrirkomulag gildir hér að innan þorpsins er allt innifalið: matur, drykkur, skemmtun og jafnvel tóbak. Og á barnum við ströndina, sem tilheyrir þorpinu, gildir það sama, einnig sólbekkir og sjávarsport af ýmsu tagi. Fyr- ir sælkera hlýtur þetta fyrir- komulag að hafa í för með sér umtalsverðan sparnað, þar sem menn geta verið að borða og drekka nánast allan sólar- hringinn án þess að taka upp veskið. Hins vegar hljóta freistingarnar að vera talsvert miklar fyrir hina, sem eru í megrun, afvötnun eða tóbaks- bindindi. Þessa daga sem ég dvaldi á Puerto Plata Village fannst mér eins og ég væri í Para- dís. Ekki bara umhverfið og viðmót fólksins heldur einnig loftslagið, sem átti einkar vel við mig. í opinberum veðurf- arsplöggum er með- alhiti á ári um 25 gráður. Hann fór þó upp í 30 gráður fyrstu dagana sem við dvöldum þarna, en var þó aldrei óþægilegur vegna haf- golunnar. Samkvæmt opinberum skýrslum er glæpatíðni í lýð- veldinu Dóminikana með því lægsta sem þekkist í heimin- um. Það kann að stafa af styrkri stjórn hins aldna for- seta Joaquin Balaguer (f. 1907), en þó held ég að það stafi fremur af því, að fólkið í landinu virðist vera í meira jafnvægi og í nánari snertingu við náttúruna og umhverfi sitt en við Vesturlandabúar. Land- ið er að vísu vanþróað að mörg^u leyti, og sumir myndu jafnvel tala um „bananalýð- veldi" í því sambandi. En þótt þorri þjóðarinnar búi við fá- tækt býr hún ekki við örbirgð SJÁ SÍÐU 4 Morgunblaðið/Sveinn Guðjónsson Hvergi a byggóu bóli finnsl betra né liúfara fólk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.