Morgunblaðið - 30.04.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.04.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR30.APRÍL1995 B 9 Eðalsætu vínin frá Sauternes eru þau við- kvæmustu í Bordeaux. Það má lítið út af bera til að uppskeran mis- heppnist. Sú virðist því miður haf a orðið raun- in á síðasta ári, segir Steingrímur Sigur- geirsson, sem smakk- aði grand mz-vín frá Sauternes á dögunum MATUR OG VÍN ÞEGAR vel tekst til eru fá vín sem geta státað af jafnmikilli fágun og glæsileik og eðalsætu hvítvínin frá Sauternes í suðurhluta Bordeaux. Góðir árgangar frá bestu framleiðendunum eru líka með dýrari vínum, sem fáanleg eru. Vínræktendur í Sauternes geta þó ekki treyst því að vínekrur þeirra skili hinu fljótandi gulli á hverju ári. Þrúgurnar eru ekki týndar fyrr en seint að hausti eftir að myglusveppurinn Bortr- ytis hefur lagst á þær og sogið úr þeim mestallan vökva. Vökvinn sem eftir stendur er dísætur og úr hpnum eru þessi eðalvín unnin. Þegar aðstæður eru ekki réttar er hins vegar hætta á því að þrúg- urnar skemmist eða sýkist af öðr- um óæskilegum myglutegundum. Því miður er árgangurinn 1994 fremur dapurlegur í Sauternes og ekki mörg vín, sem ná að standa undir nafni, þrátt fyrir að fram- leiðendur hafi skorið framleiðsl- una gífurlega niður. Eigandi frægs víngerðarhúss tjáði mér að einungis níu tunnur hefðu verið framleiddar undir nafni chate- aux-ins í fyrra en venjulega næmi framleiðslan 60 tunnum. Afgang- urinn var seldur sem hráefni í V* '!^SJ m Sauternes 1994 nafnlausar „sauternes"-blöndur. Chateau de Myrat. Sérstæð lykt er minnir á austurlensk/ind- versk krydd, nektarínur og fúnar spýtur. Bragð í sama stíl. Chateau Doisy-Daene. Nef [ilmur vínsins] sæmilega ferskt og fremur opið en skarpt fremur en sætt. Þægilegt, hreint ávaxta- bragð en ekki stórt. Chateau Doisy-Vedrines. Mjög þroskuð, fremur ólystug og allt að því skemmd epli í nefi. Bragð er gerkennt og óskemmtilegt. Minnir á eplamús, sem staðið hefur of lengi. Chateau Filhot. Ferskur, sætur og hreinn ávöxtur í nefi. Töluverð „fita" og sæmilegur bragðmassi. Bragð mætti vera ferskara en er þó ekki óhreint. Chateau Broustet. Fremur lok- aður ilmur en sæmilega ferskur og greina má sítrusávexti. Bragð kryddað og minnir á múskat- krydd og brenndan sykur. Chateau Nairac. Afengur og örlítið oxaður ilmur. Sæmilegur ávöxtur í nefi. Bragð fremur mik- ið og út í negul fremur en ávexti. Chateau Caillou. Sætur ilmur út í lakk. Bragð lokað en mikill massi. Gallalítið en skortir helst vídd. Chateau Suau. Feitur, sætur en örlítið skemmdur ilmur. Mygla sem á lítið skylt við eðalmyglu. Bragð óþægilegt og allt að því vont. Chateau de Malle. Sætur þægi- legur ilmur. Þykkt og hreint bragð út í hitabeltisávexti og sælgæti. Feitt og mikið. Chateau Lamothe. Ung, þurr og nokkuð skörp lykt. Minnir lítið á Sauternes. í munni sætur massi en skortir hreinleika. Chateau Lamothe-Guignard. Opinn, sætur sltrusávaxtailmur. Góður bragðmassi en jafnvægislít- ill. Skortir hreinleika og ferskleika en alls ekki vonlaust þrátt fyrir það. Chateau La Tour Blanche. Þykkur sætur sítrusávöxtur. Elegant vín með flottri uppbygg- ingu. Mikill og hreinn sítrus í bragði. Chateau Lafaurie-Peyraguey. Öriítið skemmdur ávöxtur í nefi. Bragð mun skárra en ilmur. Mik- il sæta og keimur af banönum. Chateau Clos Haut-Peyraguey. Sætur, hreinn, marmelaðikennd- ur ávöxtur í nefi. Bragð ekki eins hreint en þó ásættanlegt. Chateau de Rayne-Vigneau. Glæsilegur hreinn ilmur. Minnir á konfektsfyllingu. Mikið, þétt, margslungíð bragð. Vín sem hef- ur næga sætu og vídd. Chateau Suduiraut. Fremur lokaður, sæmilega ferskur ilmur. Austurlensk krydd og ávextir í bragði. Mikið og samþjappað vín. Chateau Coutet. Sæt lykt sem minnir á sítrónusápu og sítrsu- ávexti. Hreint og fínt. Mikíð sultu- kennt bragð, skortir helst lengd. Chateau Guiraud. Sæt skörp lykt, á mörkum þess að vera skemmd. Hið skemmda sækir á eftir því sem vínið er lengur í glasi. Mikið en myglukennt bragð. Sorglega vont. Chateau Rieussec. Þéttur, fall- egur ávöxtur en fremur lokað. Bragð þétt og klístrað, fremur langt. Mikill jarðvegur í bragði. Chateau Rabaud-Promis. Lok- aður en tiltölulega hreinn ávöxt- ur. Lítið, fremur óspennandi bragð en ekkert stórslys. AHRIFA reynslulistakerfisins, sem tók gildi fyrir ári, er nú farið að gæta í verulegum mæli á hinu fasta voruvali Afengis- og tóbaks- verslunar ríkisins. Tegundir, sem verið hafa í reynslusölu í átta mánuði og náð tilsettri sölu, færast yfir í allar verslanir en tegundir í fasta vöruvalinu, sem ekki hafa náð lág- markssölu á sama tíma, detta út. Tilkoma reynsluslistans tengist gildistöku samningsins um Evrópska efnahagssvæðið þann 1. janúar í fyrra. Samkvæmt ákvæðum samningsins er ekki leyfílegt að mismuna einstökum framleiðendum þegar kemur að markaðsaðgangi og tóku áfengisverslanir á Norðurlöndunum, þar sem einkasölufyrir- komulag er við lýði, því upp þann hátt að búa til sérstakan „reynslulista" samhliða að- allista. Reynslulistinn skiptist niður í und- irflokka og er hægt að sækja um að áfengis- tegundir verði teknar til sölu til reynslu. Umsóknir eru afgreiddar í þeirri röð, sem þær berast, og í vinsælustu flokkunum hafa myndast langar biðraðir. Sá sem sækir um nú í einstaka flokkum getur því ekki búist við að tegund hans verði tekin til reynslusölu fyrr en eftir nokkur ár. Reynslulistafyrirkomulagið hefur mælst misjafnlega vel fyrir og t.d. í Svíþjóð er raun- in af því ekki góð. Einn helsti galli kerfisins er að færa má rök fyrir því að annað af- brigði mismununar í vöruvali, sé að ryðja sér til rúms. Hér á íslandi er flokkunin nokkuð gróf þannig að t.d. ódýr brandí og dýrustu koníök eru í sama flokki, einnig ódýr freyðivín og dýr kampavín og jafnvel er bara einn flokkur um írsk viský, skosk viský („blended" jafnt Áhrif reyiislulist- ans að koma í Ijós Rúmt ár er liðið frá því að reynslusala á áfengi var hafín hjá ÁTVR. Verulegar breytingar eru nú að verða á úrvali í verslunum og allar þeirra eru ekki til bóta sem „single malt") og bandarísk og kanadísk bourbon. Oðruvísi mismunun? Veldur þetta því að dýrari tegundir eiga mjög erfitt að ná þeirri lágmarkssölu í sínum flokki, sem krafist er. í raun þýðir þetta að nær ómögulegt er að fá skráningu á aðal- lista fyrir t.d. XO-koníak og eru margar dýr- ari og vandaðri tegundir, sem seldar hafa verið hjá ÁTVR nú að detta út. Sama má segja um dýrari maltviský og kampavín. Það hefði mátt halda að á tölvuöld hefði ekki átt að vera flókið að búa til fleiri flokka, til að viðhalda sem breiðustu vöruúrvali í þágu neytandans. Kerfið í dag býður meðal- mennskunni heim og það ætti að vera óþarft að láta aukið frelsi „bitna" á neytendum, með þeim hætti. Nær mánaðariega hafa nýjar tegundir bæst við á reynslulista hér á landi, en þær tegundir eru einungis seldar í fjórum verslun- um: Eiðistorgi, Kringlunni, Heiðrúnu og á Akureyri. Virðist þó sem tegundir bætist ekki við jafnhratt og raunin var í upphafi. Tegundir sem hverfa Kerfíð tók gildi í mars 1994 og í síðasta mánuði var metið hvernig sala tegunda á aðallista eða „kjarna" (það er þær tegundir sem fást í öllum verslunum) hefði verið fyrstu tólf mánuðina. Margar tegundir reyndust ekki hafa náð 1% sölu innan síns vöruflokks. Þær verða því ekki pantaðar á ný og munu því ekki fást eftir að þær seljast upp. Þar sem birgðir eru misjafnlega miklar milli teg- unda munu þær þó ekki hverfa á sama tíma og búast má við að sumar þeirra fáist áfram um nokkurt skeið. Þær tegundir, sem detta út, eru: Rauðvín: Yvecourt í heilum og hálfum flöskum, Torres Sangre Brava, Negarine Valpolicella frá Pasqua, Barolo Fontanaf- redda, Bulls Blood, Jacob's Creek, Sidi Bra- him, Carmel Advat, La Cetto Petite Syrah. Hvítvín og kampavín: LA Cetto Fumé Blanc, Corvo Veuve-Clicquot Demi-Sec. Koníak: Courvoisier VSOP (350 ml), Ca- mus Napoleon, Camus XO, Hennesy VSOP (350 ml) Hennesy XO, Rémy Martin XO, Frapin Napoleon, Frapin Chateau de Fontpi- not. Viský: Johnnie Walker Black Label (350 ml), Cardhu Malt Glenfiddich Malt (350 ml). Bjór: Budweiser flöskur, Michelob flöskur, Heineken flöskur, Pilsner Urquell, Beck's flöskur, Föroya Bjór Veðrur. Aðrar áfengistegundir: Miles Finest Rich Madeira, Jet, Jack Daniels (375 ml), Aalborg Akavit (350 ml), Polonaise (500 ml), Tindavodka (500 ml), Absolut Citron (500 ml), Underberg Bitter (3x20 ml). Viðbætur.á aðallista Nokkrar þeirra tegunda, sem verið hafa í reynslusölu færast nú yflr á aðallista. Þær eru Rauðvínin Chateau Coucheroy og Chateau Val Joanis. Hvítvínin Chateau Bonnet og Chateau Val Joanis. Koníakið Carte Noire frá Rénault. Ljóst romm frá Captain Morg- an, Rjómalíkjörin.n Country Satin, Vodka- drykkurinn Koskenkorva Pink Cat og finnski bjórinn Lapin Kulta. Þær tegundir sem luku reynslusölu í apríl en náðu ekki inn á aðallista eru: Rauða Ber- gerac-vínið Seigneurs de Perigord, Rioja-vín- ið Siglo Crianza, Rósavínið Chateau Val Joan- is og Lysholm Linie Aquavit.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.