Morgunblaðið - 04.05.1995, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
__________________________________FRÉTTIR___________________
Verkalýðsfélag Húsavíkur telur forsendur kjarasamninga brostnar
Skorað á félög að
segja upp samningum
„Þjófstart að gera ályktanir um þetta
núna,“ segir forseti ASI
VERKALÝÐSFÉLAG Húsavíkur tel-
ur að samningsforsendur kjarasamn-
inganna sem undirritaðir voru 21.
febrúar síðastliðinn séu brostnar. Á
aðaifundi verkalýðsfélagsins sl.
fimmtudag var samþykkt áskorun á
samtök launafólks um að segja upp
núgildandi kjarasamningi, þannig að
hann verði laus um næstu áramót.
Betri samningar
einstakra hópa
í ályktun aðalfundar Verkalýðs-
félags Húsavíkur segir að ljóst sé
að markmið verkalýðshreyfingarinn-
ar að rétta við kjör þeirra lægst laun-
uðu hafi mistekist. „Þeir hópar
launafólks sem gengið hafa frá
samningum undanfarið hafa náð
mun betri samningum en landsam-
bönd innan ASÍ. Bilið milli þeirra
tekjuhærri og tekjulægri hefur auk-
ist, þrátt fyrir að markmiðið hafi
verið að rétta við hag þeirra lægst
launuðu.
Aðalfundurinn telur að færa þurfi
þeim sem eru á lægstu töxtunum
raunverulega leiðréttingu á sínum
kjörum. Samfara því þarf að endur-
skoða launamál kvenna, með það í
huga að fullur jöfnuður ríki miili
kynja,“ segir í ályktuninni.
„Það.var mjög mikil óánægja á
fundinum með nýgerða kjarasamn-
inga og mikill baráttuhugur í fólki,“
sagði Aðalsteinn Baldursson, for-
maður Verkalýðsfélagsins.
Forsendum samninga hefur
ekki verið raskað
Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ,
sagðist ekki vita á hvaða forsendum
þessi ályktun byggðist og gæti því
ekki tjáð sig um hana sem slíka.
Aðspurður sagðist Benedikt ekki
telja að það sem fram væri komið
um samninga annarra hópa raskaði
forsendum kjarasamninga lands-
sambanda innan ASÍ frá í febrúar.
„Það er að vísu ekki allt komið upp
á borðið og það verður skoðað á sín-
um tíma hvemig þróunin hefur verið
með tilliti til þeirra forsendna sem
gengið var út frá en ég held að það
væri þjófstart að gera ályktanir um
þetta í dag,“ sagði hann.
Kjarasamningar landssambanda
ASÍ og samtaka atvinnurekenda
gera ráð fyrir að sérstök launanefnd
samningsaðila starfí á samningstím-
anum og fylgist með framvindu
efnahags-, atvinnu- og verðlags-
mála. Er hvorum aðila um sig heim-
ilt að segja samningum lausum frá
og með næstu áramótum með
minnst mánaðar fýrirvara ef mark-
tæk frávik hafa orðið á samningsfor-
sendum.
Arbæjar-
safn eign-
ast fágæt
landbún-
aðartæki
ÁRBÆJARSAFNI hafa verið
gefnir tveir hestvagnar, herfi,
plógur og handverkfæri frá
búskapartíð í Vatnsmýrinni.
Helgi Sigurðsson, safnvörður,
segir gjöfina sérstaklega
ánægjulega því sams konar tæki
og stærri tækin hafi ekki verið
til á safninu.
Helgi segir að um dæmigerð
millistríðsára landbúnaðartæki
sé að ræða. Vonast er til að
hægt verði að nota tækin á hey-
skapardögum í Árbæjarsafni í
sumar.
Iðngreinin ekki lengur til
Helgi segir gaman að finna
hestvagna enn í borginni. Þó
þeir hafi fyllt götur Reylg'avík-
ur á millistríðsárunum hafi þeir
ekki komið í hendur hans á sex
ára starfsferli hjá safninu. Hann
segir vagnana ekki síst merka
fyrir það að þeir hafi verið
smíðaðir í Vagnasmiðju Kristins
Guðnasonar. Smiðjan hafi notið
mikillar virðingar um árabil hér
á landi. Nú sé iðngreinin hins
vegar ekki lengur til.
Vagnarnir á Árbæjarsafni
eru, eins og áður sagði, tveir.
Annar er með tveimur hjólum
og hinn með fjórum. Þeir voru
settir saman fyrir notkun og
fylgja hinum fyrri bæði grind
til að flytja hey og skúffa til
að flytja annan varning.
Annar hluti gjafarinnar er
hestaherfi fyrir einn eða tvo
hesta. Helgi segir að fjöldi hesta
fyrir herfið hafi farið eftir því
hvort áður hefði verið unnið í
jarðveginum. Herfin voru mikið
notuð á millistríðsárunum. Eftir
stríð tóku hins vegar við stærri
herfi fyrir dráttarvélar. Herfið
á Árbæjarsafni er þýskt.
Helgi sagði að komið gæti til
greina að fá unglinga til að
mála herfið og koma því fyrir
utan dyra í safninu. Fjórði stóri
hluturinn er plógur. Aðrir hlut-
ir eru smærri.
Morgunblaðið/Kristinn
KRISTINN Gunnarsson, smiður, og Helgi Sigurðsson, safnvörður á Árbæjarsafni, með nokkur
tækjanna og handverkfæri. Helgi segir að tækin verði lagfærð og væntanlega notuð á heyskapar-
dögum í safninu í sumar.
Sjávarútvegsfyrirtækin á Sauðárkróki sameinuð
Áform um að hefja
karfavinnslu á ný
SKAGFIRÐINGUR hf., Fiskiðja
Sauðárkróks hf. og Djúphaf hf.
hafa verið sameinuð í eitt fyrir-
tæki. Einar Svansson hefur stýrt
fyrirtækjunum og verður fram-
kvæmdastjóri hins nýja fyrirtækis.
Fyrirtækið verður rekið undir nafn-
inu Fiskiðjan Skagfirðingur og eru
starfsmenn um 250.
Um 100 manns starfa við útgerð
og 150 í fiskvinnslunni. Einar sagði
að áform væru uppi um að hefja
karfavinnslu á ný á Sauðárkróki
eftir sex til sjö ára hlé og yrði
ákvörðun tekin um það á næstunni.
Einar sagði að hluthafarnir hefðu
verið sammála um að fyrirtæki
þyrftu að vera af ákveðinni stærð
til að standast samkeppni á sviði
sjávarútvegs. „Menn telja, og ég er
sammála því, að stærð sameinast
fyrirtækis ætti að duga í þv(,“ sagði
Einar. Hann sagði að fyrirtækið
þyldi betur sveiflur með stærri heild-
arkvóta, þ.e. um 6.000 þorskígildi.
Samanlögð velta fyrirtækjanna var
um tveir milljarðar í fyrra. Skagfirð-
ingur hf. gerir út togarana Hegra-
nes, Skafta og Skagfirðing og var
velta fyrirtækisins rúmar 800 millj-
ónir í fyrra. Fiskiðja Sauðárkróks
hf. sem rekur frystihús og saltfisk-
verkun á Sauðárkróki og frystihús
á Hofsósi velti tæplega 1.100 millj-
ónum og Djúphaf hf. sem gerir út
togarann Sjóla velti á bilinu 80 til
100 milljónum á þremur mánuðum
í fyrra.
Einar sagði að árið 1989 við stofn-
un Skagfirðings hefði verið ákveðið
að vera með sameiginlegt stjórn-
kerfi fyrir stóru félögin. Síðan hefði
Skjöldur verið sameinaður Skagfirð-
ingi í ársbyrjun í fyrra. Djúphaf
hefði svo bæst í hópinn í fyrra.
Rúmlega 8.000 tonna
karfakvóti
Hann sagði að með um 4.000
tonna karfakvóta og 4.000 tonna
úthafskarfakvóta með Sjóla kæmi
til greina að hefja karfavinnslu að
nýju eftir sex til sjö ára hlé. Hann
bjóst við að ákvörðun lægi fyrir síð-
ar í mánuðinum. Síðan lægi fyrir
að kaupa vélbúnað fyrir sumarið.
Beiðni um
uppgröft
hafnað
SÝSLUMAÐURINN á Höfn
hefur hafnað beiðni lögfræð-
ings um að grafnar verði upp
líkamsleifar manns, til að færa
sönnur á hveijir lögerfingjar
hans séu.
í málinu er tekist á um hvort
hinn látni hafí verið faðir tiltek-
innar konu og þar með afí
bama hennar, sem nú gera til-
kall til arfs eftir hann. Amma
barnanna, sem kveðst vera
bamsmóðir mannsins, hefur
höfðað barnfaðernismál að
manninum látnum, til að sýna
fram á að hann hafí átt lögerf-
ingja. Til að skera úr um að
svo væri var farið fram á DNA-
rannsókn á hinum látna, til að
bera saman við erfðaefni
meintra erfíngja hans.
Páll Bjömsson, sýslumaður
á Höfn, hafnaði beiðni lög-
mannsins á þriðjudag. Hann
telur embætti sýslumanns ekki
hafa vald til að úrskurða um
að líkamsleifar skuli grafnar
upp.
Tvær konur í
stjórn þin g-
fiokks
GEIR H. Haarde var í gær
endurkjörinn formaður þing-
flokks Sjálfstæðisflokksins.
Sigríður Anna Þórðardóttir var
kosin varaformaður og Sólveig
Pétursdóttir var kosin ritari
þingflokksins.
„Það var samstaða um nýja
stjóm þingflokksins og allir
kjömir samhljóða," ságði Geir
H. Haarde. Á síðasta þingi var
Björn Bjarnason varáformaður
þingflokksins og Sigríður Anna
Þórðardóttir ritari.
Ákvörðun um formennsku í
nefndum þingsins var frestað.
Óuppgert er milli stjórnarflokk-
anna hvor þeirra fær for-
mennsku í fjárlaganefnd og er
áformað að formenn þeirra
hittist í dag til að taka ákvörð-
un í því máli.
Kvennaráðstefna
SÞ í Kína
Forseti ís-
lands flytur
ávarp
FORSETI íslands, frú Vigdís
Finnbogadóttir, verður við-
stödd upphaf kvennaráðstefnu
Sameinuðu þjóðanna í Peking,
sem hefst 4. september næst-
komandi.
Frú Vigdís mun flytja ræðu
við setningu ráðstefnunnar, en
á ráðstefnunni verður jafn-
framt lögð fram skýrsla sem
hún flutti á kvennaráðstefnu
Evrópuráðsins i febrúar síðast-
liðnum og verður hún framlag
Evrópuráðsins á ráðstefnunni.
Alþingi sett
16. maí
FORSETI ísland hefur að til-
logu forsætisráðherra stefnt
Alþingi saman til fundar þriðju-
daginn 16. maí næstkomandi.
Athöfnin hefst að venju með
guðsþjónustu í Dómkirkjunni
nefndan dag kl. 13.30 og verð-
ur Alþingi settaðhenni lokinni.