Morgunblaðið - 04.05.1995, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
>
Fegurðarsamkeppni Islands verður 24. maí
„ Morgunblaðið/Halldór
STULKURNAR brugðu sér á Lækjarbrekku um helgina ásamt þeim Þórunni Lárusdóttur, Helenu
Jónsdóttur og Katrínu Hafsteinsdóttur, sem annast þjálfun þeirra.
18 stúlkur keppa um titilinn
FEGURÐARSAMKEPPNI |slands
1995 verður haldin á Hótel íslandi
miðvikudaginn 24. maí nk. 18
stúlkur taka þátt í keppninni og
koma þær víðs vegar af iandinu.
Keppnin verður með nokkuð
öðru sniði en áður. Keppnin mun
styðja baráttuna gegn alnæmi með
fjárframlögum. Stúlkurnar fá fyr-
irlestra varðandi þennan vágest
og geta því fjallað um veiruna á
erlendri grund og þar með vakið
athygli á sjúkdómnum víðar. Gest-
ir á Fegurðarsamkeppni íslands
leggja málefninu einnig lið því að
500 kr. af andvirði hvers miða
renna til forvarnastarfs vegna al-
næmis.
Reynt verður að gera keppnis-
kvöldið sjálft glæsilegt að vanda
en léttleiki á samt sem áður að
einkenna það. Gestir munu upp-
lifa tímabilið frá 1945-1960. Kjól-
arnir sem stúlkurnar verða í eru
allir í anda þess tíma og sérhann-
aðir og saumaðir á þær. Stúlkurn-
ar koma einnig fram í tískufatn-
aði, pelsum og sundfötum. Dans-
arar Battú-dansflokksins
skemmta gestum.
Matseðillinn samanstendur af
sælkera-humargratíni í koníakss-
ósu með fersku salati, Marie Briz-
ard melónusorbeti, villikryddaðri
lambakórónu með rauðvínssósu,
sveppum og gljáðu grænmetissal-
ati o g Sheridans-frauði í súkkul-
aðikörfu á rauðri aldinsósu.
Stúlkurnar 18
Stúlkurnar sem taka þátt í
keppninni eru: Aðalheiður Kon-
ráðsdóttir, 18 ára frá Árnesi,
Anna María Ragnarsdóttir, 19 ára
frá Reykjavík, Ása Brypja Reynis-
dóttir, 20 ára frá Bolungarvík,
Berglind Laxdal, 18 ára frá Mos-
fellsbæ, Berglind Ólafsdóttir, 17
ára frá Hafnarfirði, Berglind Sig-
þórsdóttir, 18 ára frá Njarðvík,
Bryndís Einarsdóttir, 18 ára frá
Vestmannaeyjum, Brynja Björk
Harðardóttir, 20 ára frá Njarðvík,
Guðlaug Harpa Gunnarsdóttir, 23
ára frá Reykjavík, Guðný Sif Jak-
obsdóttir, 19 ára frá Akureyri,
Helena María Jónsdóttir, 21 árs
frá Hafnarfirði, Hrafnhildur Haf-
steinsdóttir, 19 ára frá Reykjavík,
Ingibjörg Kristín Ferdinandsdótt-
ir, 20 ára frá Reykjavík, Katrín
Brynja Hermannsdóttir, 23 ára frá
Reykjavík, María Lovísa Árna-
dóttir, 20 ára frá Reykjavík, Rósa
Júlía Steinþórsdóttir, 19 ára frá
Höfn í Hornafirði, Sigríður Ósk
Kristinsdóttir, 18 ára frá Akur-
eyri og Valdís Kvaran, 19 ára frá
Akranesi.
3. LANDSÞING ^
LANDSBJARGAR
Kópavogi S.-6. maí 1995 landsbjörg
* ' Landssaniband bjiirgimarsvella
STÓRÁFALLAVIÐBÚNAÐUR
í tilefni 3. Landsþings Landsbjargar,
landssambands björgunarsveita, mun
Josef Hopf, forstöðumaður rannsókna-
stofnunar í snjóflóðum og skriðuföllum
í Týról í Austurríki, flytja fyrirlestur um
stóráfallaviðbúnað.
Fyrirlesturinn verður fluttur í Félagsheimili Kópavogs,
Fannborg 2, föstudaginn 5. maí klukkan 13:30.
Allir áhugasamir boðnir velkomnir.
Að honum loknum fara fram
pallborðsumræður undir stjóm
Sigmundar Emis Rúnarssonar,
fréttamanns.
Þátttakendur verða:
Sigmundur Ernir
Rúnarsson, fréttamaður
Josef Hopf,
forstöðumaður
Dr. Ólafur Proppé, Kristbjörn Óli
formaður Guðmundsson, ritari
Landsbjargar Slysavarnafélags Islands
Böðvar Bragason, Vilborg Jngólfsdóttir,
lögreglustjóri yfirhjúkrunarfræðingur
í Reykjavík Landlækniscmbættisins
Séra Kristján Kristján l»ór Júlíusson,
Björnsson, bæjarstjóri á ísafirði
sóknarprestur
Hvammstanga
Krýsuvíkursamtökin með söfnun
Vantar fimm
milljónir
fyrir borholu
Snorri Welding
Hitaveita
Krýsuvíkurskóla
hefur verið biluð
hátt á annað ár, vegna
þess að líftími borholu sem
áður sá starfseminni fyrir
heitu vatni er liðinn, og
ekki tekist að tryggja ijár-
magn til þess að bora nýja
holu. Til þess að starf í
Krýsuvík geti haldið áfram
með sama hætti hafa
Krýsuvíkursamtökin
ákveðið að gangast fyrir
söfnun í dag á Rás 2 til
að standa straum af kostn-
aði við orkuöflun fyrir
framtíðina.
„Söfnunin er geysilega
mikilvæg því hitaveitan
okkar er alger grundvöllur
fyrir því að við getum lifað
af þarna. Við framleiðum
eigið rafmagn og fáum enga þjón-
ustu inn á svæðið þannig að ef
við fáum ekki hitaveitu getum við
ekki verið þarna. Allar byggingar
okkar eru nú kyntar upp með dís-
elolíu á einu mesta háhitasvæði
landsins, sem auðvitað er út í
hött. Við höfum aðgang að ókeyp-
is orku sem er töluvert mikil en
holan er orðin 25 ára gömul og
við verðum að bora nýja.“
- Hvað þurfíð þið háa fjárhæð
fyrir framkvæmdina?
„Framkvæmdir við borunina,
undirbúningur framkvæmdanna
og viðgerð á hitaveitumannvirkj-
unum áætlum við að kosti um það
bil sex milljónir. Við myndum
spara hátt í tvær milljónir á ári,
sem annars færu í olíukaup, með
þessu. Búnaðarbankinn hefur lof-
að að styðja okkur með einni
milljón króna, ef okkur tekst að
trygg)’a það sem upp á vantar."
- Hvenær byrjar söfnunin?
„Hún byrjar í dag klukkan níu
og verður allan daginn á Rás 2,
að minnsta kosti til klukkan fjög-
ur og að fréttum undanskildum
verður dagskráin helguð söfnun-
inni. Meðal annars verða viðtöl
við mikið af fólki sem tengist
samtökunum, uppbyggingu þeirra
og starfi. Við höfum leitað til
margra stórfyrirtækja og beðið
um að styðja okkur. Þetta er
geysilega mikilvægt því við höfum
ekki nema þennan dag og verðum
að klára framkvæmdirnar í maí.
Það er ekki hægt að vinna þetta
á veturna og einnig þarf að
tryggja að tæki séu ekki upptek-
in. Við getum ekki farið inn í
annan vetur hitaveitu-
lausir. Það er útilok-
að.“
- Fáið þið ekkert
heitt vatn núna?
„Við höfðum smá-
vegis til skamms tíma
en holan er búin að blása sitt síð-
asta. Nú kyndum við skólann upp
með olíu en öll efri byggðin, rækt-
un og annað sem við erum að
fást við situr á hakanum. Lífræna
ræktunin og gróðurhúsin sem við
erum að byggja upp þarna eru
grundvöllur vinnu fyrir vistmenn-
ina og þess vegna er svo mikil-
vægt að við getum lagfært hita-
veituna og komið henni í gott
horf fyrir framtíðina. Sem ekki
hefst nema með borun nýrrar
holu og við þurfum þetta fjár-
magn til þess að ijúka því.“
- Myndi ný hola sinna orku-
þörf ykkar algerlega?
„Já. Þetta þýðir að ef við fáum
jafn mikla orku og gamla holan
gaf, 2,5 megavött sem er eins og
► SNORRI Welding fæddist
16. apríl 1947. Hann varð stúd-
ent frá Menntaskólanum i
Reykjavík árið 1968 og stund-
aði einnig nám við viðskipta-
og lögfræðideild Háskóla ís-
lands. Hvarf hann síðan frá
námi og varð formaður Krýsu-
víkursamtakanna árið 1987.
Sem stendur er Snorri skráður
í nám í sálfræði í félagsvísinda-
deild Háskóla íslands með
starfinu.
borhola við Kröflu, getum við hit-
að upp framtíðarbyggðarlag í
Krýsuvík. Á endanum yrði hægt
að framleiða rafmagn með gufu-
hverflum.“
- Liggur vinna vistmanna þá
niðri að hluta?
„Það má segja að hún sé alls
ekki með þeim hætti sem hún
gæti verið. Við höfum auðvitað
fullt af öðrum verkefnum en líf-
ræna ræktunin er geysilega mik-
ilvæg vegna þess að þar erum við
að tala um matvæli og fram-
leiðslu sem við getum selt. Á
staðnum er mikið af húsnæði sem
við getum nýtt undir gróðurhús."
- Hvað eru margir vistmenn
hjá ykkur núna?
„Þeir eru 15. Við höfum starfs-
leyfi frá heiibrigðisráðherra til að
reka vist- og meðferðarheimili
fyrir allt að 15 manns. Hjá okkur
eru einstaklingar sem farið hafa
í margar meðferðir; eiga mjög
erfitt, hafa verið i mikilli bland-
aðri neyslu og þurfa Iangtíma-
meðferð, frá 3-6 mán-
uðum eða lengur. Hjá
okkur er alltaf fullskip-
að og fólk á biðlistum.
Einnig þurfum við að
byggja upp deild fyrir
konur og það er næsta
verkefni á eftir hitaveitunni.
Soroptimistar í Hafnarfirði og
Garðabæ ætla að hjálpa okkur
við það en það yrði sérstakt átak.“
- Hvað kostar að reka heimilið
á hverju ári?
„Ef miðað er við fullt umfang
og þær starfsskyldur sem nauð-
synlegar eru kostar það 24 millj-
ónir. Við fáum 12 milljónir á ijár-
lögum og höfum komist af með
því að vera með færri starfsmenn
en við þyrftum. Einnig höfum við
minnkað umfang þjónustunnar.
Félagar í Krýsuvíkursamtökunum
eru 6.000 og borga 1.700 krónur
á ári í félagsgjöld en þeir peningar
eiga að nýtast í uppbyggingu
mannvirkja í Krýsuvík en ekki til
að niðurgreiða rekstur fyrir ríkið.“
Útíhöttað
kynda með
díselolíu á
háhitasvæði