Morgunblaðið - 04.05.1995, Síða 10

Morgunblaðið - 04.05.1995, Síða 10
10 FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Flísar frá kr. 1.190 á gólf og veggi. Sturtuklefar frá kr. 28.800 stgr. Hitastillitæki í sturtu kr. 9.290 stgr. Stálvaskar i úrvali IBv ÐSTOFAl Smiðjuvegi 4a, græn gata, Kópavogi, sími 587 1885. FRETTIR Lögmaður Myndstefs um málverk máluð eftir ljósmyndum * Otvírætt brot á höfundarrétti Á málverkasýningu nýverið voru myndir málaðar eftir ljósmyndum sem birst höfðu opinberlega. Guðjón Guðmundsson kannaði lagalegu hlið þessa máls og ræddi við þá sem hlut áttu að máli og lögmann Myndstefs LJÓSMYND af eftirgerð Jóhönnu Hákonardóttur á sýningu hennar í Kaffi Læk. Access 2.0 námskeið 94048 Tölvu- og verkfræöiþjónustan Tölvuskóli Halldórs Kristjanssonar Grensásvegi 16 • © 68 80 90 mnmmmamm SVO aö naii venö a,. Lóan er komn- 'S -wJSSBSS? Mað vorboðann^ -v;ni.A2r^ HÆKKANDI SOL ýörumviðfyrr áfœtur og höfum opiófrá kL 8.00-16,00 ísuman (QfSkandia Laugavegi 170, sími 56 19 700* Akureyri, sími 461 22 22 AÐALFUNDUR VSÍ 1995 Aðalfundur Vinnuveitendasambands íslands verður haldinn á Scandic Hótel Loftleiðum þriðjudaginn 16. maí nk. kl. 11.30. Á dagskrá verður m.a. stefnumótun samtakanna mennta-, umhverfis- og samkeppnismálum. Til undirbúnings aðalfundar verða haldnir opnir félagsfundir um tillögur starfshópa að stefnu samtakanna sem hér segir: Fimmtudagur 11. maí 1995 Kl. 15.00 Handafl og hugvit. Páll Kr. Pálsson, framkvstj. Sól hf. Föstudagur 12. maí 1995 ki. 13.30 Umhverfi og auðlindir Bjarni Snœbjörn Jónsson, markaðsstjóri Skeljungs hf. Mánudagur 15. maí 1995 Kl. 11.00 Ábyrgð, samkeppni og siðferði í viðskiptum Bogi Pálsson, framkvstj. P. Samúelsson hf. Allir fundimir verða í húsakynnum VSÍ, Garðastræti 41, Rvík. KNÚTUR Bruun hrl., lögmaður Myndstefs, hagsmunasamtaka á sviði höfundarréttar að myndverk- um, segir að þrjú málverk Jóhönnu Hákonardóttur, sem stundað hefur nám í Myndlistarskóla Reykjavíkur, og hafa verið á sýningu á Kaffí Læk, séu ótvíræð brot á höfundar- rétti. Myndirnar málaði Jóhanna eft- ir ljósmyndum Kristins Ingvarssonar ljósmyndara á Morgunblaðinu sem birst hafa í blaðinu. Jóhanna sagði í samtali við Morg- unblaðið að hún hefði ekki vitað til þess að höfundarréttur væri á mynd- verkum og hefði því gert þetta af gáleysi. Knútur segir að töluvert þekkingarleysi sé á þessum málum en þó hafí miðað mikið í rétta átt í starfí Myndstefs. Jóhanna sendi inn fréttatilkynn- ingu til Morgunblaðsins er hún opn- aði sýningu sína og með henni fylgdi ljósmynd af einu málverkanna. Frétt- in birtist í blaðinu ásamt myndinni og það var fyrst þá sem Kristinn Ingvarsson ljósmyndari uppgötvaði að málverkið var nákvæm eftirgerð af Ijósmynd hans. í fyrstu grein höfundarlaga segir að höfundur að bókmenntaverki eða listaverki eigi eignarétt á því með þeim takmörkunum sem í lögunum greinir. Til bókmennta og lista telj- ast samið mál í ræðu og riti, leik- sviðsverk, tónsmíðar, myndlist, byggingarlist, kvikmyndir, ljósmynd- ir, nytjalist og aðrar samsvarandi listgreinar. í þriðju grein segir að höfundur hafí einkarétt til að gera eintök af verki sínu og birta það í upphaflegri mynd eða bfeyttri í þýð- ingu eða öðrum aðlögunum. Morgunblaðiö/Kristinn' LJÓSMYND Kristins Ingvarssonar af dreng og fugli sem birt var í Morgunblaðinu í september 1994. Krafa um að málverkin verði eyðilögð Knútur skoðaði ljósmyndir Krist- ins og ljósmyndir af málverkum Jó- hönnu sem um ræðir og sagði að málverkin væru hrein og klár kópía af ljósmyndum Kristins og brytu án nokkurs vafa í bága við þessar grein- ar höfundarlaganna. Knútur sagði að ljósmyndarinn ætti nokkra kosti í stöðunni. Hann segir að jafnvel eftirgerð ljósmynda sem ekki teljast vera listaverk sé óheimil án samþykkis Ijósmyndara eða þess aðilja sem rétt hans hefur hlotið. Meðferð slíkra mála geti ann- aðhvort verið í formi opinberrar ákæru eða einkaákæru. Fyrir brot á þessum lögum á þó aðeins að refsa séu þau framin af ásetningi eða stórfelldu gáleysi og eru viðurlög sektir og varðhald. Hafí eintök af verkum verið gerð eða birt almenningi þannig að í bága fari við ákvæði laganna má ákveða í dómi að eintökin séu án endurgjalds af- hent þeim sem brotið er gegn eða gegn endurgjaldi sem ekki má vera hærri fjárhæð en framleiðslukostn- aður verksins er. „Þarna er á ferðinni gáleysi og þekkingarskortur. En alltént fínnst mér ljóst í þessu sambandi að ljós- myndarinn getur gert kröfu til þess að verkin birtist ekki í fyrsta lagi. Mér fínnst líka að hann geti hugs- anlega gert kröfu til þess að verkin Borgarráð samþykkir breytta stjórnsýslu BORGARRÁÐ hefur samþykkt til- lögu borgarstjóra til borgarráðs um stjórnsýslu borgarinnar. Gert er ráð fyrir að stjómsýslunni verði skipt í fjögur svið, stjómsýslu og atvinnumál og fjármál sem heyri undir borgarritara. Menningar-, upp- eldis- og félagsmál, framkvæmdir og skipulag, sem heyri undir borgar- stjóra. Forstöðumenn á stjómsýslu- sviði verði borgarlögmaður, skrif- stofustjóri og starfsmannastjóri. Gert er ráð fyrir að tvær stöður verði lagðar niður og að ráðið verði í fjói- ar nýjar. Tillagan verður til umræðu á fundi borgarstjórnar í dag, fimmtu- dag. Tvær stöður lagðar niður Fram kemur að lögfræðideild tek- ur yfír innheimtu og borgarlögmaður hefur yfírumsjón með starfsemi Húsatrygginga. í skrifstofuhaldi verður lögð niður staða löglærðs full- trúa og staða upplýsinga- og ferða- málafulltrúa. Til að samhæfa starf- semi skiptiborðs, upplýsinga, hús- vörslu, mötuneytis og bílstjóra ásamt því að sjá um gestamóttöku verður ráðinn stjómandi þjónustu og gesta- móttöku. Þá verður átak í framtíðar- skipulagningu gagnamóttöku, með- höndlun og vistun skjala og verður settur stjómandi til að samhæfa þessi mál. Gert er ráð fyrir að forstöðumenn fjármálasviða verði borgarhagfræð- ingur, fjárreiðustjóri og borgarbók- ari. Staða fjárreiðustjóra er ný og verður hún auglýst. í hagdeild verður lögð áhersla á fjárhagsáætlanagerð, spamaðareftirlit, hagrænar athug- anir og álitsgerðir. Fjárreiðudeild hefur umsjón með fjárstreymi borg- arsjóðs, lántökum og ávöxtun sjóða. Borgarbókhald yfírtekur innra eftir- lit. Þá er gert ráð fyrir nýrri stöðu framkvæmdastjóra menningar-, upp- eldis- og félagsmála. Honum til að- stoðar verður upplýsinga- og menn- ingarfulltrúi, sem jafnframt verður framkvæmdastjóri menningarmála- nefndar og er það ný staða. Báðar stöðumar verða auglýstar. Loks er gert ráð fyrir að borgarritari annist Aftenging embættismanna verði eyðilögð og svo getur hann einnig gert þá kröfu að fá verkin til sín,“ sagði Knútur. Hann sagði að strangt til tekið gæti hann krafíst bóta en í slíku til- viki þyrfti sá brotlegi að hafa selt myndir eða hagnast á þeim. „í þessu ákveðna tilviki fínnst mér að málsað- ilar ættu að komast að samkomulagi sín á milli. Myndlistarmaðurinn er stúlka sem er að fara út í lífíð, en það er slæmt að verðandi höfundar hafí ekki sterkari tilfínningu fyrir höfundarrétti,“ sagði Knútur. Jóhanna sagði í samtali við Morg- unblaðið að hún hefði ekki haft vitn- eskju um þessi lög. Hún kvaðst hafa notað ljósmyndir sem birtar voru í Morgunblaðinu sem fyrirmyndir að málverkum sínum og teiknað upp eftir þeim. „Ég gerði mér enga grein fyrir þessu og kem alveg af fjölium. Mér datt ekki í hug að þetta mætti ekki,“ sagði Jóhanna. Hún kvaðst ekki hafa málað myndirnar í Mynd- listarskóla Reykjavíkur heldur á sinni eigin vinnustofu. Kristinn Ingvarsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið að hans óskir stæðu til þess að eftirgerðir Jóhönnu á ljósmyndum hans yrðu eyðilagðar. -------------------------------------— tengsl við veitustofnanir og önnur fyrirtæki borgarinnar. Reiknað er með að breytingamar verði komnar til framkvæmda 1. ágúst næstkom- andi. Borgarstjóri lagði enn fremur fram tillögu um að kosið yrði í stjóm- kerfísnefnd, sem skipuð yrði þremur borgarfulltmum til að endurskoða ýmsa þætti í stjórnkerfi borgarinnar. Afgreiðslu tillögunnar var frestað. í bókun Vilhjálms Þ. Vilhjálmsson- ar fulitrúa Sjálfstæðisflokksins i borg- arráði kemur fram að í beinu sam- hengi við yfírlýsingar borgarstjóra fyrir kosningar um aftengingar emb- ættismanna leggi R-listinn til að færa borgarlögmann og skrifstofustjóra borgarstjómar undir embætti borgar- ritara en þessi embætti hafi í áratugi heyrt beint undir borgarstjóra. Að auki sé staða einstakra starfsmanna á borgarskrifstofum óljós, þar sem stöður þeirra sé ekki að fínna á nýju skipuriti og i öðrum tilvikum hafí verksvið verið þrengt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.