Morgunblaðið - 04.05.1995, Síða 18
18 FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
VERIÐ
FRÉTTIR: EVRÓPA
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
BIRGIR Albertsson vinnur við fóðrun þorsks á Stöðvarfirði næstu tvö árin.
Gætum sameinast um
að dreifa afbeitunni
„ÞAÐ er bara af hinu góða að hafa
þessa firði lokaða sem mest. Það er
afar slæmt þegar verið er að veiða
hrygningarfiskinn í snurvoð rétt fyr-
ir hrygningu eins og við höfum séð.
Það er hægt að hreinsa heilu firðina
af físki á stuttum tíma,“ segir Birg-
ir Albertsson trillukarl á Stöðvar-
fírði.
Sjávarútvegsráðuneytið hefur
ákveðið að loka Stöðvarfirði fyrir
veiðum svo Hafrannsóknastofnun
geti gert tilraunir með fóðrun þorsks
í fírðinum. Birgir er einmitt braut-
ryðjandi í þorskeldi, hefur ásamt
félaga sínum alið smáþorsk í kví í
Stöðvarfirði, oft með góðum ár-
angri. Síðasta tilraun hans var þó
endaslepp. Birgir safnaði 3.000 smá-
þorskum á trillu sinni í fyrrasumar
og setti í kví. í óveðri í desember
Trillukarlar
ánægðir með lokun
Stöðvarfjarðar
slapp hins vegar stór hluti aliþorsks-
ins og út úr slátrum í vetur komu
aðeins 3 tonn af þeim 9 sem áttu
að vera í kvínni. „Þetta var afar
fallegur þorskur og leiðinlegt að
missa svona mikið af honum," segir
Birgir. Telur hann þó að tilraunir
sínar undanfarin ár sýni að það sé
góð ávöxtun af aliþorskinum og seg-
ist undrandi á þvi að fleiri skuli ekki
hafa prófað.
Sækir í fóðrið
Frá júníbyrjun verður Birgir í
vinnu með bát sinn, Mardísi SU 64,
við tilraunaverkefni Hafrannsókna-
stofnunar sem Björn Björnsson fiski-
fræðingur stjórnar. Býst hann við
að vera við þetta út næsta ár. Þús-
undir þorska á firðinum verða mæld-
ir, vigtaðir og merktir, einnig fískur
úr öðrum fjörðum tii samanburðar.
Er það gert til að sjá hvað skilar
sér þegar byijað verður að fóðra
þorsk í firðinum.
Birgir hefur trú á þessu verkefni
þó bíða verði með yfirlýsingar þar
til niðurstöður fáist. Segir að svo
virðist sem þorskurinn sé í stað-
bundnum stofnum sem skili sér allt-
af aftur til hrygningar, á svipaðan
hátt og kindurnar hjá bændunum.
Þá bendir hann á að þegar gerðar
voru tilraunir með fóðrun í firðinum
á síðasta ári hafi þorskurinn strax
farið að taka fóðrið og jafnvel elt
bátinn þó ekkert hafi verið gefið.
Þetta segir Birgir að staðfesti það
sem margir sjómenn viti, fiskurinn
sæki í ætið. Nefnir hann í þessu
sambandi að þegar afbeitu sé hent
í sjóinn safnist fiskur strax að, jafn-
vel upp í flæðarmálið þegar beitu
er hent í fjöruborðið.
„Ef tilraunirnar sýna að hægt er
að safna upp físki með gjöf opnast
ýmsir möguleikar. Ég tel til dæmis
að smábátasjómenn gætu tekið sig
saman um að dreifa afgangsbeitunni
og ýmsu öðru sem til fellur á ákveðna
staði, til dæmis á leiðinni út. Einnig
væri hægt að kaupa loðnu á þeim
tíma sem hún er ódýrust. Þá hændist
að fískur sem annars væri ekki veið-
anlegur. Síðan yrði afrakstrinum
skipt upp,“ segir Birgir.
------♦ ♦ ♦------
Aðalfundur SH
Nýjar afurð-
ir kynntar
AÐALFUNDUR Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna verður haldinn í
dag og á morgun. Samhliða fundin-
um verður haldin vörukynning á
afurðum íslenzkra frystihúsa, sem
aðild eiga að SH og dótturfyrirtækja
SH í Bandaríkjunum og Bretlandi.
Fundurinn hefst í Háskólabíói
klukkan 14. síðdegis á morgun en
að loknu hléi síðar um daginn verður
fundinum framhaldið á föstudag.
Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa
eru á dragskrá fundarins kynning á
afurðum SH, frystihúsa innan vé-
banda þess og dótturfyrirtækja er-
lendis, farið yfir ástand helztu nytja-
stofna heims og stöðu sölumála á
öllum helztu sölusvæðum SH.
í hádeginu á föstudag ávarpar
forsætisráðherra fundarmenn yfir
hádegisverði. Þar verður borinn fram
fiskur, sem unninn hefur verið í
frystihúsum hérlendis og verksmiðj-
um sölusamtakanna erlendis.
YNGRA UTLIT
A BDÖGUM
30
AGE MANAGEMENT INTENSIVES
er mjög kröftugt AHA ávaxtasýrukerfi.
Það er nýtt - það er framtíöin
Það tekur við þar sem önnur
AHA-kerfi hætta að virka.*
Skyndilega 'er skaðinn, sem þú hélst
að væri varanlegur, á bak og burt.
20%
KYNNINGAR-
AFSIÁTTUR
AGE MANAGEMENTINTENSIFIED SERUM 30 ml...kr. 9.890
AGE MANAGEMENTINTENSIFIED EMULSION 50 ml ...kr. 6.950
AGE MANAGEMENT LINEINHIBITOR 15 ml.......kr. 6.950
* AÐVÖRUN: Ekki er ráðlegt aö nota AGE
MANAGEMENT INTENSIVES nema að
undangengnum venjulegum
AHA-ávaxtasýrukúr.
SWiTZERLAND
H Y G E A
u n y r t i v ö r uvervlun
Kynning í dag, fimmtudag 4. maí kl.
14-18 í HYGEU í Kringlunni
og fimmtudag 18. maí kl. 12-17 í
HYGEU í Austurstræti
Framkvæmdastjórn ESB setur póli-
tísk skilyrði fyrir aðild A-Evrópuríkja
Sum ríki tilbúin
fyrir árið 2000
Brussel. Reuter.
FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópu-
sambandsins samþykkti í gær hinn
pólitíska hluta „hvítbókar" um skii-
yrði þau, sem Austur- og Mið-Evr-
ópuríki verða að uppfylla til að geta
fengið aðild að sambandinu. Mario
Monti, sem fer með málefni innri
markaðarins í framkvæmdastjórn-
inni, og Hans van den Broek, sem
er ábyrgur fyrir utanríkismálum,
sögðust á blaðamannafundi í gær
telja að sum ríkin gætu uppfyllt öll
skilyrðin fyrir árið 2000.
Flest ríki Austur- og Mið-Evrópu
hafa látið í ljós áhuga á aðild að
Evrópusambandinu. Hvítbók fram-
kyæmdastjórnarinnar er beint til
ríkjanna sex, sem þegar hafa gert
aukaaðildarsamninga, eða svokall-
aða Evrópusamninga, við ESB. í
þeim samningum er kveðið á um
aðlögun að innri markaðnum og
jafnframt að stefnt sé að ESB-aðild
ríkjanna, sem eru Tékkland, Slóvak-
ía, Pólland, Ungverjaland, Búlgaría
og Rúmenía.
Mun riá til Ey strasaltsr íkj a
og Slóveníu
Van den Broek tók fram á blaða-
mannafundinum að skilyrði hvítbók-
arinnar myndu jafnframt eiga við
um Eystrasaltsríkin þrjú þegar þau
hefðu lokið gerð Evrópusamninga,
en það gæti orðið í júní næstkom-
andi.
Þá hyggst ESB hefja viðræður
við Slóveníu um Evrópusamning inn-
an skamms og van den Broek greindi
frá því að um mitt ár myndi hann
ieggja tillögur fyrir ráðherraráð
sambandsins um að hefja viðræður
við_ Albaníu um aukaaðild.
í hvítbókinni, sem lögð verður
fyrir leiðtogafund Evrópusambands-
ins í Cannes í júní til endanlegrar
Marío Hans van
Monti den Broek
staðfestingar, er kveðið á um ýmis
lykilákvæði, sem verða að vera fyrir
hendi í löggjöf ríkjanna til þess að
þau geti fengið inngöngu í ESB. í
henni eru jafnframt tillögur um það
hvernig raða skuli málum í for-
gangsröð og lýsing á því hvernig
haga verði stjórnsýslu og tæknilegri
útfærslu laga og reglna til þess að
það teljist tryggt að lögum sé fram-
fyigt.
Umbótum verður að
halda áfram
Engu að síður lagði Monti áherzlu
á að ekki væri kveðið á um nákvæma
útfærslu löggjafar, það yrði á hendi
ríkjanna sjálfra. Van den Broek tók
jafnframt fram að þótt aðlögun að
innri markaðnum samkvæmt skil-
yrðum hvítbókarinnar myndi greiða
fyrir aðild Austur-Evrópuríkja,
kæmu fleiri þættir til athugunar.
Van den Broek sagði að því miður
virtist hafa hægt á efnahagslegum
og pólitískum umbótum í ýmsum
ríkjum í austurhluta Evrópu að und-
anförnu. Þetta hefði meðal annars
gerzt að loknum kosningum, þar sem
kommúnistar eða arftakar þeirra
hefðu. náð völdum að nýju. „Boð-
skapur okkar er sá að umbótum
verði að halda áfram,“ sagði van den
Broek.
Meirihluti Svisslend-
inga vill ESB-aðild
ZUrich. Reuter.
MEIRIHLUTI Svisslendinga vill
ganga í Evrópusambandið, sam-
kvæmt könnun sem birt er í viku-
blaðinu Cash. Alls sögðust 52%
svarenda hlynntir aðild, 37% voru
andvígir og afgangurinn óákveðinn.
Úrtakið var 1.000 manns.
Svisslendingar höfnuðu aðild að
Evrópska efnahagssvæðinu, og þar
með lögfestingu um 65% laga og
reglna Evrópusambandsins, í þjóð-
aratkvæðagreiðslu árið 1992. Tæp-
ur meirihluti, eða 50,3%, greiddi
þá atkvæði gegn EES-aðild.
Undanfarið hefur þróunin hins
vegar verið sú að fleiri og fleiri
verða hlynntir ESB-aðild Sviss.
Nýleg könnun Link-fyrirtækisins
sýndi að 20% þeirra, sem greiddu
atkvæði gegn EES-aðildinni myndu
nú samþykkja aðild.
Áhyggjur af atvinnulífi
Þegar spurt var um ástæður þess
að menn skiptu um skoðun, sögðu
23% að efnahagslegar ástæður
lægju að baki. Talsmenn atvinnu-
lífsins í Sviss hafa kvartað sáran
yfir því að vera utan ESB. Hins
vegar gáfu 57% upp ástæðuna
„ekkert" eða „eitthvað annað“ fyrir
því að þeir hefðu skipt um skoðun.
Brittan sakar Kanada um
„fallbyssubátadiplómatí“
• JEAN Chrétien aflýsti í gær
fyrirhuguðum fundi sínum með
Sir Leon Brittan, varaforseta
framkvæmdastjórnar ESB, vegna
ummæla þess síðarnefnda um að
Kanada hefði beitt „fallbyssu-
bátadiplómatí" í fiskveiðideilunni
við ESB.
• BRITTAN, sem staddur er í
Kanada vegna fyrirhugaðs fund-
ar ESB, Kanada, Bandaríkjanna
og Japan, lýsti hins vegar jákvæð-
um áhuga ESB á hugmyndum
Chrétiens um fríverzlunarsamn-
ing milli NAFTA og ESB. Brittan
sagði að málið væri afar flókið,
en ESB vildi skoða möguleikann
gaumgæfilega.
• GÓRAN Persson, fjármálaráð-
herra Svíþjóðar, sagði í ræðu í
Brussel á þriðjudag að hann væri
bjartsýnn á að Svíþjóð gæti upp-
fyllt skilyrði Maastricht-sáttmál-
ans fyrir þátttöku í Efnahags- og
myntbandalagi Evrópu (EMU).
Það er einkum gríðarlegur fjár-
lagahalli, sem stendur Svíum þar
fyrir þrifum.
• ESB og Mexíkó hafa undirritað
yfirlýsingu um nánari pólitísk,
efnahagsleg og viðskiptaleg
tengsl. „Við vonum að Evrópa
verði mikilvægur bandamaður í
þróun Mexíkó," sagi utanríkisráð-
herra Mexíkó við undirritun yfir-
lýsingarinnar.
U-
i
l.
0
0
t:
{
t
t
i
L
1
i
r
i
t
i
i
6
t
i
í
i