Morgunblaðið - 04.05.1995, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1995 29
einnig algjörlega þeirri hugmynd að
stytta vinnuvikuna og sagði slíkar
aðgerðir ekki bæta við neinum störf-
um nema hjá hinu opinbera. Hann
fordæmdi það kerfi er sætti sig við
atvinnuleysi. „Það verður að eiga sér
stað kerfisbreyting. Það er skynsam-
legra að borga fólki fyrir vinnu en
að greiða bætur handa atvinnulaus-
um,“ sagði Chirac.
Vill stytta kjörtímabil forseta
Frambjóðendurnir voru heldur ekki
sammála um hvaða breytingar væri
nauðsynlegt að gera á frönsku stjórn-
skipulagi. Jospin ítrekaði þá skoðun
sína að hann teldi rétt að stytta kjör-
tímabil forseta úr sjö árum í fimm.
Næði hann kjöri hygðist hann efna
til þingkosninga og skömmu síðar
þjóðaratkvæðagreiðslu um styttingu
kjörtímabilsins. Þar með myndi fimm
ára reglan einnig ná til hans sjálfs,
yrði hún samþykkt af þjóðinni. Hann
sagði hvergi annars staðar í hinum
lýðræðislega heimi tíðkast að kjör-
tímabil í æðsta embætti þjóðarinnar
væri þetta langt, ekki síst þar sem
forsetinn mætti einnig sækjast eftir
endurkjöri. „Ég tel að það sé betra
að Jospin stjórni í fimm ár en Chirac
í sjö,“ sagði frambjóðandi sósíalista.
Chirac á hinn bóginn sagðist ekki
telja æskilegt að setja þetta mál á
dagskrá. Mörg brýnni málefni krefð-
ust úrlausnar og því gæti reynst
hættulegt að efna til klofnings og
harðvítugrar umræðu um stjórnskipu-
legar breytingar. Hann væri þeirrra
skoðunar að stofnanir fimmta lýðveld-
isins hefðu sannað sig vel. Hins vegar
mætti deila um hvernig þær hefðu
verið notaðar í raun. Að hans mati
væri nauðsynlegt að endurskoða vald-
svið forseta og takmarka það. Ekki
mætti gleyma því, að Frakkland ætti
að vera þingræðisríki en ekki forseta-
ræðisríki. Ríkisstjórn Frakklands ætti
að stjórna og forsetinn mætti ekki
verða að eins konar „ofur-forsætisráð-
herra“. Vísaði hann til eigin reynslu
í þeim efnum.
Það sem hvað mesta athygli hefur
vakið er hve lítið fór fyrir umræðu
um mörg af hörðustu deilumálunum
í Frakklandi i dag. Besta dæmið er
líklega innflytjendamál, en fá málefni
vekja upp jafnsterkar tilfinningar
meðal Frakka. Má nefna sem dæmi
að 15% þjóðarinnar kusu í fyrri um-
ferðinni frambjóðanda flokks sem
nánast setur samasemmerki á milli
innflytjenda og glæpamanna. Jospin
og Chirac forðuðust deilur um innflytj-
endamál í umræðunum, og lýstu ein-
ungis yfir almennum áhyggjum af
ástandinu.
Þá fór lítið fyrir umræðum um Evr-
ópumál og stefnumörkum Frakka í
þeim, t.d. varðandi hinn sameiginlega
gjaldmiðil ESB-ríkjanna, sem til stend-
ur að taka upp fyrir aldamót. Þrátt
fyrir að það mál eigi eftir að setja rík-
an svip á mótun efnahagsstefnu
Frakka á næsta kjörtímabili fór lítið
fyrir skoðunum þeirra þegar málið
barst í tal. Enda hefur gætt andstöðu
í báðum fýlkingum við Evrópuþróunina
(á ólíkum forsendum þó) og þess má
geta að einn nánasti stuðningsmaður
Chiracs, Philippe Seguin, var leiðtogi
andstæðinga Maastricht-sáttmálans
fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna um
hann árið 1993. Ekki var heldur hægt
að ráða í stefnu þeirra varðandi ríkjar-
áðstefnu Evrópusambandsins á næsta
ári, fjölgun aðildarríkja og alþjóðavæð-
ingu heimsviðskipta.
Margir fréttaskýrendur hafa lýst
yfir furðu sinni á því að í tveggja tíma
umræðum, aðallega um efnahagsmál
og félagsleg málefni, hafi frambjóð-
endurnir aldrei sett umræðuna í „evr-
ópskt“ samhengi. Fréttaskýrandi Le
Monde segir að líklega hafi þeir vilj-
að, vafalaust ósjálfrátt, viðhalda goð-
sögninni um að framtíðarforseti
Frakklands verði sjálfráður í þessum
málaflokkum. í ljósi þess að stór hluti
þjóðarinnar hafi kosið öfgaöfl til
vinstri og hægri hafi þeir viljað forð-
ast að nefna það að framtíð Frakk-
lands ræðst ekki lengur einungis í
Frakklandi.
Almennt hefur þeirri hógværð og
kurteisi, sem einkenndi umræðurnar,
verið fagnað og því verið lýst yfir að
helsti sigurvegarinn hafi verið franskt
lýðræði. Það má hins vegar velta því
fyrir sér hversu hollt það sé, þegar
40% kjósenda lýsa yfir óánægju sinni
með því að kjósa öfgaflokka, að forð-
ast að horfast í augu við viðkvæ-
mustu málefnin.
Upplýsingamiðstöð myndlistar tekur til starfa hér á landi
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
UNNENDUR myndlistar geta senn gengið að upplýsingum um Tolla og aðra íslenska myndlistarmenn vísum í Upplýsingamiðstöð myndlistar.
Langþráður draumur
myndlistarmanna rætist
Upplýsingamiðstöð myndlistar hefar veríð
sett á laggimar á íslandi og hefur verið
auglýst eftir starfskrafti til að sinna dag-
legrí framkvæmd verkefnisins. Sólveig Egg-
ertsdóttir sem á sæti í verkefnisstjóm segist
í samtali við Orra Pál Ormarsson binda
miklar vonir við framtakið enda hafí upplýs-
ingar um íslenska myndíist veríð óaðgengi-
legar til þessa.
SAMKVÆMT samstarfs-
samningi um Upplýs-
ingamiðstöð myndlistar
sem menntamálaráðu-
neytið, Samband íslenskra mynd-
listarmanna og Myndstef hafa
gert með sér er hlutverk miðstöðv-
arinnar margþætt. Henni er ætlað
að koma á fót gagnabanka sem
hafi að geyma upplýsingar um ís-
lenska myndhöfunda og verk
þeirra; sýningartilboð, söfn og sýn-
ingarsali hérlendis og erlendis;
námsframboð, vinnuaðstöðu og
styrki hérlendis og erlendis; mynd-
listarviðburði og tryggingar og
efnisframboð. Miðstöðin á jafn-
framt að veita upplýsingar um
ofangreind atriði.
Upplýsingamiðstöð myndlistar
er jafnframt ætlað að veita mynd-
listarmönnum aðstoð við gerð um-
sókna, samningsgerð við flutnings-
fyrirtæki og aðstoð við gerð útboðs-
gagna. Þá mun miðstöðin aðstoða
við gerð útboðsgagna til dæmis
vegna prentunar, smíði listaverka
og fleira.
Kynning á myndlist
Innan verksviðs hennar verður
ennfremur að stuðla að kynningu
á íslenskri myndlist hérlendis og
erlendis. Upplýsingamiðstöð mynd-
listar skal veita Sýningarnefnd um
íslenska myndlist erlendis og öðrum
hlutaðeigandi aðilum þjónustu
samkvæmt nánara samkomulagi
þessara aðila í millum.
Sólveig Eggertsdóttir formaður
SIM á sæti í verkefnisstjóm upplýs-
ingamiðstöðvarinnar ásamt þeim
Knúti Bruun frá Myndstefi og Þór-
unni J. Hafstein deildarstjóra í
menntamálaráðuneytinu sem veitir
stjórninni formennsku. Sólveig seg-
ir að SÍM bindi miklar vonir við
miðstöðina enda hafi upplýsingar
um íslenska myndlist verið óað-
gengilegar til þessa. Nú gefist loks
tækifæri til að vista þær á einum
aðgengilegum stað.
Sólveig segir ennfremur að Upp-
lýsingamiðstöð myndlistar geri það
af verkum að unnt verði að vinna
á mun markvissari hátt að kynning-
armálum. Miðstöðin sé því öðrum
þræði liður í þvi að koma íslenskri
myndlist á framfæri á stöðum sem
máli skipta. „Miðstöðin hefur alla
möguleika á að verða það tæki sem
íslensk myndlist þarf til að kynna
sig hér heima og erlendis."
Upplýsingamiðstöð myndlistar
hefur, að sögn Sólveigar, verið í
farvatninu í nokkur ár. Starfsemi
SIM hefur að hluta snúist um upp-
lýsingamiðlun frá stofnun samtak-
anna árið 1981 og segir formaður-
inn að upplýsingaþörfin fari stöð-
ugt vaxandi. Brýnt hafi því verið
að grípa í taumana. Árið 1993 var
þyí efnt til umræðna milli stjórnar
SÍM, menntamálaráðuneytisins,
aðila frá listasöfnum og fleiri.
Þörf á átaki
í kjölfar þeirra umræðna var
Tryggva Þórhallssyni falið að vinna
forkönnunarskýrslu varðandi Upp-
lýsingamiðstöð myndlistar og var
sú skýrsla kynnt á vordögum 1994.
Helstu niðurstöður hennar voru á
þá leið að þörf væri á átaki í upplýs-
inga- og kynningamálum myndlist-
ar á íslandi og upplýsingamiðstöð
gæti komið vel til móts við vænting-
ar sem gerðar væru á þessu sviði.
Þá var lagt til í skýrslunni að í
samræmi við menningarpólitísk
markmið ætti að
stefna að því að fá sem
flesta til samvinnu um
stofnun og rekstur
slíkrar upplýsingamið-
stöðvar. Voru söfn,
samtök listamanna og
höfundarréttarsamtök
nefnd sérstaklega í því
samhengi. „Sjálfseign-
arstofnun virðist vera
hentugasta sjálfstæða
rekstrarformið. Einnig
væri hægt að ná ein-
hveijum af þeim mark-
miðum sem stefnt er
að með því að styrkja
skrifstofu Sambands
íslenskra myndlistar-
manna svo hún geti tekist á við
fleiri verkefni," segir í skýrslunni.
Ennfremur komst Tryggvi að
þeirri niðurstöðu að stefna bæri að
því að upplýsingamiðstöðin gæti
nýtt sér nýjustu upplýsinga- og
samskiptatækni til þess að ná
markmiðum sínum. Er þá einkum
rætt um myndgagnagrunn, lista-
mannatal og tengsl við erlenda
gagnabanka. Sólveig segir að þessi
hugmynd sé áhugaverð og sterk-
lega komi til greina að miðstöðin
tengist upplýsinganetinu Internet
sem yrði aðalburðarleið fyrir gögn
til og frá henni. Hún bætir þó við
að hugmyndinni verði ekki nánari
gaumur gefinn fyrr en miðstöðin
verði komin á rekspöl. „Þetta ræðst
allt af viðtökunum og því hvernig
tekst til við að koma þessu í kring.“
Sameiginlegir hagsmunir
Verkefnisstjómin mun kosta
kapps um að hafa samstarf við
listasöfn, bókasöfn, skóla og aðrar
fræðistofnanir á sviði myndlistar.
„Listasöfnin hafa komið sér upp
gagnasöfnum og ég vonast til að
miðstöðin fái aðgang að þeim enda
er um sameiginlega hagsmuni allra
að ræða,“ segir Sólveig.
SÍM sótti formlega um fjárveit-
ingu úr ríkissjóði til Fjárlaganefnd-
ar Alþingis síðastliðið haust. í bréfi
stjórnar sambandsins kom meðal
annars fram að hún teldi skynsam-
legt að miðstöðin yrði sett á lag-
girnar í áföngum. í fyrsta áfanga
yrði lögð höfuðáhersla á að ráða
starfskraft til gagnasöfnunar. Það
varð síðan eitt af síðustu embættis-
verkum Olafs G. Einarssonar sem
menntamálaráðherra að afgreiða
umsóknina í vor.
Gert er ráð fyrir að ríkissjóður
mum veija níu og
hálfri milljón króna til
Upplýsingamiðstöðv-
ar myndlistar á næstu
fjórum árum. Þegar
hefur verið auglýst
eftir starfsmanni í
60% starf og er honum
ætlað að sinna dag-
legri framkvæmd
verkefnisins. Að sögn
Sólveigar verður
gagnasöfnun fyrsta
verkefni starfsmanns-
ins en jafnframt sé
gert ráð fyrir að hann
Sólveig taki virkan þátt í
Eggertsdóttir stefnumótun og upp-
byggingu miðstöðvar-
innar. Umsóknarfrestur er til 10.
maí en ráðgert er að viðkomandi
taki til starfa um næstu mánaða-
mót.
Forðast yfirbyggingu
Sólveig segir að lögð verði
áhersla á að reka upplýsingamið-
stöðina á einfaldan hátt og að forð-
ast mikla yfirbyggingu. Hún segir
ennfremur að draumurinn sé að
starfsemi miðstöðvarinnar, SÍM og
Myndstefs verði undir sama þaki í
framtíðinni.
Formaður SÍM fer ekki í laun-
kofa með aðdáun sína á íslenskri
tónverkamiðstöð sem hann segir
að hafi verið mikill hvati. Starfið
sem unnið hafi verið þar á bæ hafi
skilað miklum árangri. „Ég vona
að Upplýsingamiðstöð myndlistar
fá jafnmiklu áorkað.“
Samstarfssamningurinn um
Upplýsingamiðstöð myndlistar
gildir til ársloka 1998. Að samn-
ingstíma loknum skulu eignir, þar
með talinn hugbúnaður sem verður
til vegna starfa verkefnisstjórnar-
innar, teljast eign menntamála-
ráðuneytisins sem tekur ákvörðun
um hvernig eignum verði varið til
eflingar íslensku myndlistarlífi. Ef
báðir aðilar eru sammála er samn-
ingurinn uppsegjanlegur á samn-
ingstímanum með sex mánaða fyr-
irvara.
Sólveig segir að eðlilegt sé að
samningurinn verði endurskoðaður
að fjórum árum liðnum enda sé
stórt verkefni á ferð. Hún er bjart-
sýn á framhaldið og er fullviss um
að Upplýsingamiðstöð myndlistar
eigi framtíð fyrir sér á íslandi.
„Vonandi verður miðstöðin orðin
ómissandi liður í íslenskri menn-
ingu eftir fjögur ár.“