Morgunblaðið - 04.05.1995, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 4. MAÍ1995 33
AÐSENDAR GREINAR
Úthafsveiðar á Norður
-Atlantshafi
RAÐSTEFNA SÞ í
New York um skipu-
lag fiskveiða á úthaf-
inu leystist upp án
samkomulags, en
ákveðið er að ganga
frá þessum málum í
ágústmánuði nk.
Nauðsyn slíkra reglna
sést hvað bezt af því,
að Japanir hafa nú
fengið bækistöð á ír-
landi til veiða á N-Atl-
antshafi og hafa ma.
sótt um veiðar á tún-
fiski í lögsögu íslands
og fengið synjun. Eins
og sakir standa nú er
þegar augljóst, að
óhjákvæmilegt er að settar verði
almennar og ákveðnar reglur um
veiðar á úthafinu. Þetta á alveg
sérstaklega við ísland, því að hér
hafa útgerðir fjárfest í alls konar
óseljanlegum úthafsveiðiskipum
og ekkert lát á því verður fyrr
en þessar reglur komast á. Þá
kemur líklega í ljós, að leggja
verður mörgum af þessum skip-
um, sem sennilega verður gert
með úreldingu á kostnað alþjóðar,
samkvæmt vinnuaðferðum ís-
lenzku mafíunnar. Hún stendur
framar öllum öðrum mafíum að
því leyti, að ódæðin eru jafnan
löggilt af Alþingi og afrek hennar
teljast því ekki glæpaverk, eins
þótt þjóðfélagið borgi brúsann.
Þetta þekkja menn undir kurteis-
legu málfari Vilmundar Gylfason-
ar: „Löglegt en siðlaust.“
í fyrradag slitnaði upp úr við-
ræðum við Norðmenn um veiðar
í Smugunni eftir stuttan dags-
fund. Til þessara viðræðna átti
aldrei að stofna af hálfu íslend-
inga, því að „Smugan" er í raun-
inni ekki til, heldur er þetta að-
eins tilbúningur Norðmanna,
einskonar síðbúin nýlendustefna
á úthafinu. Smugan verður til
með þeim hætti, að Norðmenn
draga 200 mílna heimildarlausa
veiðilögsögu kringum Svalbarða,
sem þeir kasta eign sinni á, og
nefna „vern'darsvæði Noregs“.
Sama gera þeir við Jan Mayen
I
•>
Önundur
Ásgeirsson
og Síldarsmugan
verður þar til með
þeim sama hætti. í
dag berast fréttir af
því, að mjög mikið
magn af norsk-
íslenska síldarstofn-
inum sé í Síldar-
smugunni og þó eink-
um innan 200 míln-
anna við Jan Mayen
á leiðinni th íslands.
Hagsmúnir íslands á
öllu norðurhafssvæð-
inu eru augljósir.
Fiskilögsaga í
N or ður- Atlantshafi
fatnaður
ábörnin 1
Frábær sumarföt I
Skór - gallaföt
FIDRILDID
BORGARKRINGUNNI - Sími 68 95 25.
I
I
l_
Fylgstu meb í
Kaupmannahöfn
Morgunblabib
fæst á Kastrupflugvelli
og Rábhústorginu
-kjarni málsins!
Eðli sínu sam-
kvæmt er fiskilögsaga sett vegna
hagsmuna íbúa tiltekins lands til
veiða, en 200 mílna fiskilögsga
hefir verið viðurkennd síðan 1975
af SÞ sem alþjóðaregla. Forsenda
fiskilögsögu er, að veiðar séu
stundaðar af fólki búsettu í við-
komandi landi. Þetta kemur einna
greinilegast fram af því að gert
er ráð fyrir að Rockall-svæðið
njóti ekki lengur réttar til fiski-
lögsögu og ganga íslenzkar út-
gerðir út frá því að geta hafið
þar veiðar innan tíðar. Sama regla
á að gilda um allt Norður-Atlants-
hafið. Jan Mayen, Bjarnarey,
Svalbarði og Franz Jósefs-land
hafa því enga fiskilögsögu sam-
kvæmt núgildandi alþjóðalögum.
Sama mætti e.t.v. gilda um
Novaja Zemlja, því að þaðan eru
Úthafsveiðar á Norður-
Atlantshafí eiga að
lúta sameiginlegri
stjórn umlykjandi ríkja,
• • • A
segir Onundur As-
geirsson. Ekki á að
gera sérsamninga við
Noreg um skipan slíkra
veiða samkvæmt nú-
verandi hugmyndum
um alþjóðarétt.
ekki stundaðar fiskveiðar og land-
ið víst að mestu óbyggilegt. Norð-
menn hafa hins vegar dregið 200
mílna línur um öll þessi lönd og
þannig búið til bæði Smuguna og
Síldarsmuguna, í algjörri and-
stöðu við ríkjandi samþykktir SÞ
sem gildandi alþjóðalög. Þessu
eiga Islendingar að mótmæla og
krefjast réttar síns til sameigin-
legrar stjórnunar á veiðum í öllu
Norður-Atlantshafi. Yfirgangur
Norðmanna kemur greinilega
fram á yfirlitskorti, sem birt var
í Morgunblaðimu fimmtudaginn
27. april, en gild fiskilögsaga
Norðmanna og Rússa er aðeins
undan heimalöndum þeirra, þaðan
sem fiskveiðar eru stundaðar.
Allt annað er opið haf, þar sem
veiðar eru heimilar öllum umlykj-
andi veiðiþjóðum, þ.e. Rússum,
Norðmönnum, Færeyingum og
íslendingum, sem saman eiga að
stjórna veiðunum. Þetta kom
greinilega fram á ráðstefnu SÞ í
New York á sl. ári, þar sem ríkj-
andi stefna var sú, að veiðar á
slíkum „innhöfum" tilheyri um-
lykjandi ríkjum. Aðild Grænlands
kemur tæplega til greina, þar sem
sá hluti Grænlands, sem liggur
að Norður-Atlantshafinu er
óbyggilegt land til fiskveiða, svip-
að og Franz Jósefs-land og senni-
lega Novaja Zemlja. Varla getur
leikið á tveim tungum um að ís-
lendingar eiga „sögulegan rétt“
til fiskveiða við Bjarnarey, en þar
hafa íslenzkir togarar stundað
veiðar frá því um 1930? eða svo,
þótt veiðitækni væri þá skammt
á veg komin.
Reglan um að umlykjandi lönd
eigi rétt til veiða á innhöfum ligg-
ur til grundvallar skipulagningar
á veiðum á úthöfunum um allan
heim og því verða íslendingar að
standa fast um að sú regla gildi
einnig á Norður-Atlantshafi. Þótt
íslendingar hafi gert sérsamning
við Norðmenn um loðnuveiðar á
Jan Mayen-svæðinu hljóta þeir
samningar að víkja nú fyrir nýjum
alþjóðalögum, sem væntanlega
komast á í næsta ágústmánuði.
Þannig verður framþróunin til.
Sic transit gloria mundi. Nauðsyn
á þessari reglu er nú augljós í
sambandi við veiðar á norsk-
íslenzka síldarstofninum. Þar á
að ríkja samstjórn aðliggjandi
ríkja, en Danir, írar og aðrar þjóð-
ir eiga þar engan rétt til veiða.
Þetta mál er aðkallandi nú.
Höfundur er fyrrverandi forstjóri
OLÍS.
ISLANDSBANKI
Áfengisvamaráð
m
OSIAOG
SMjÖRSALANSE
Tryggingafélag bindindismanna
Vímulaus æska - foreldrasamtök
STYRKJGM ÆSKGNA I
"AÐ NÁ TÖKCIM Á TILVERCimr
VIMUVARNARDAGUR LIONS
Laugardaginn 6. maí ganga sjálfboðaliðar
Lions-hreyfingarinnar í hús og bjóða til sölu
barmmerki. Vinsamlegast takið vel á móti þeim
og styrkið gott málefni.
í Grillinu
- margrétta
ævintyri
fyrir ungt fólk
á öllum aldri
föstudaginn
5. maí 1995
Nú er tækifarið komið
að bregða sér
í Grillið á Sögu og upplifo
spennandi sælkerakvölci.
Sígurður Hall
verður á staðnum
og spjallar við gesti en hann ásamt
Ragnari Wessman
annast matseldina.
í boði er fjöguna rétta máltíð ásamt
fordiykkfyriraðeins 2.900 kf.
Komið og upplifið ævintýralegt
kvöld í Grillinu!
Fotdrykkur
Gljáður hörpudiskur og
spergilkálsiuiappar
í papriku- og gráðostasósu
eða
Tært tómatseyði kiyddað
basilíkulaufúm
Gufúsoðinn lax Mouginoise,
framteiddur með steiktu söli
ogSautemessósu
eða
Grillaðar nautalundir, ffamreiddar
með villisveppum í rauðvínssafa,
kartöflu- og spínatmauki og
skaiotlauks œnfit
Nougat ístum
með
hindberjasósu
Pantanir í síma 552 5033
-þín saga!