Morgunblaðið - 04.05.1995, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ
INGA BIRNA
PÉTURSDÓTTIR
+ Inga Birna Pétursdóttir
fæddist á Akranesi 4. des-
ember 1977. Hún lést á Sjúkra-
húsi Akraness 19. apríl sl. og
var jarðsungin frá Akranes-
kirkju 27. apríl.
SÚ HARMAFREGN barst okkur
að morgni 19. apríl að Inga Birna
væri dáin. Baráttunni var lokið.
Við verðum að trúa því að henni
hafi verið ætlað hlutverk annars
staðar og það stórt hlutverk. Inga
Birna heimsótti okkur til Húsavíkur
um síðustu jól, þá mjög frísk og
þá töldum við að hún væri komin
yfír þessi erfiðu veikindi.
Hún var mjög barngóð og urðum
við strax vör við það eftir að Arnór
fæddist. í hvert skipti sem við
töluðum við hana, spurði hún um
hann, og í hvert skipti sem hún
hitti hann lék hún við hann. Minn-
ingin um síðasta skipti sem þau
hittust lifir, en það var í síðasta
mánuði þegar Arnór fór til hennar
á spítalann en þá vildi hún að sjálf-
sögðu fá að halda á honum og
knúsa hann, þó að hún væri rúm-
liggjandi. Þetta verður honum sagt
þegar hann verður eldri.
Elsku Inga okkar. Hvíl þú í friði.
Fjölskyldu Ingu Birnu og ætt-
ingjum og vinum vottum við okkar
dýpstu samúð.
Guðný, Víðir og Arnór Elí.
Englar drottins yfir þér vaki
enginn svo þig skaði saki,
verði þér ætíð vært og rótt.
Sá er krossinn bar á baki,
blessi þig og að sér taki.
Guð gefi þér góða nótt.
Harður og erfiður vetur er að
baki og hafa miklar fórnir verið
færðar bæði af landi og sjó. Til-
ganginn skilur enginn að fullu og
fjöldinn stendur vanmáttugur hjá
og getur engum vörnum við komið
hversu sterkur sem viljinn er.
Vorið heldur innreið sína með
birtu og yl og hjörtu mannanna
fyllast gleði yfir tilverunni.
En ský dregur skyndilega fyrir
sólu og dapurleikinn hellist yfir
þegar enn eitt lífsblómið sem rétt
er að byija að blómstra leggur aft-
ur augun í hinsta sinn og heldur í
ferðina til fyrirheitna landsins,
þangað sem ferð okkar allra er
heitið fyrr eða síðar. Við komum
heldur ekki núna nokkrum vörnum
við.
Það var snemma í vetur sem fjöl-
skyldan kynntist ungu stúlkunni
Ingu Birnu, sem nú hefur orðið að
lúta í lægra haldi fyrir sjúkdómnum
vonda eftir hetjulega baráttu fram
á seinustu mínútu. Hún sem var
svo ung, lífsglöð og bjartsýn og í
sál hennar bjó allt það fallega sem
I okkur mönnunum lifir.
Heldur finnst manni nú réttlæt-
inu illa brugðið þegar ungt fólk
langt fyrir aldur fram er hrifið
burt úr þessu lífi.
Hver er tilgangurinn með að
leggja svo miklar þrautir á ungt
fólk eins og lagðar voru á Ingu
Birnu? Þessu er erfitt að svara en
þá er eins gott að trúa, trúa á lífið
og að dauðinn marki aðeins þátta-
skil í lífinu í átt til meiri þroska.
Ingu Birnu hefur verið ætiað mikil-
vægt hlutverk annars staðar.
Þó að við höfum aðeins þekkt
Ingu Birnu í skamman tíma og á
meðan hún háði veikindastríð sitt,
þar sem skiptust á skin og skúrir,
munum við ávallt geyma í hjörtum
okkar mynd af henni þar sem hún
er heilbrigð og hraust.
Aðeins nokkrum dögum eftir að
Inga Birna kvaddi þessa jarðvist
hittist í Reykjavík hópur foreldra
sem misst hafa börn úr krabba-
meini og stofnaður var stuðnings-
hópur. Eitt af því sem hópurinn tók
sér fyrir hendur var að kveikja á
kertum fyrir þau börn sem látin
eru. Þar var líka kveikt ljós fyrir
Ingu Birnu.
í hljóðri bæn biðjum við og von-
um að ljósið hafi lýst upp leiðina
sem framundan er bæði fyrir Ingu
Birnu og einnig alla þá sem eiga
nú um sárt að binda vegna fráfalls
hennar. Við vitum að missir ykkar
er mikill og sorgin djúp. Við biðjum
algóðan Guð um að gefa ykkur
allan þann kraft sem fyrirfínnst til
að axla þá byrði sem lögð hefur
verið á hugi ykkar og hjörtu.
Við biðjum góðan Guð um að
gæta Ingu Birnu og varðveita.
Augasteinn vorsins,
lambagrasið litla,
löngum í draumi sá
ég þig í vetur.
Guði sé lof, að líf þitt
blómstrar aftur,
líkt þeirri von, sem
aldrei dáið getur.
(Jóhannes úr Kötlum.)
Jóhanna Guðbrandsdóttir,
Eyjólfur og Amdís.
Elsku Inga Birna mín.
Þá er komið að leiðarlokum. Lík-
amar okkar ijarlægjast hvor ann-
an, en hugur okkar og hjörtu munu
+ Eyþór Einarsson fæddist í
Hjarðarhaga í Aðaldal 19.
apríl 1964. Hann lést á Húsavík
17. mars síðastliðinn. Útför
hans var gerð frá Neskirkju í
Aðaldal 25. mars sl.
NÚ HEFUR Eyþór frændi kvatt
þennan heim og við treystum því
að hann sé nú í góðu yfírlæti hjá
afa Jónsa. Þegar Eyþór yfirgefur
okkur skyndilega, rifjar maður upp
atburði og stundir tengdar Eyþóri
sem verða fallegri og innilegri en
maður gerið sér nokkurn tímann
grein fyrir. Og þó það geti verið
erfítt að eiga svona barn, fylgja því
gjafir sem ekki er alltaf auðvelt að
koma auga á. Okkur frændsystkin-
unum úr Keflavík langar að minn-
ast Eyþórs með nokkrum orðum.
Eyþór var í sveitinni þar sem við
systkinin dvöldum á sumrin og
hjálpuðum til við bústörfin. Þó Ey-
þór hafi oft verið fyrirferðarmikill
og stöðugt hafi þurft að fylgjast
með honum, sat hann oft löngum
stundum á gólfínu og lét hökuna
hvíla á öðru hnénu og spilaði kúlu-
spil eða púslaði. Hann safnaði
skrúijárnum og 'passaði þau vel
undir koddanum sínum í rúminu.
Eyþór vildi drekka kaffi eins og
aðrir á heimilinu og var þá mjólkin
hans hituð eilítið með nokkrum
dropum af kaffi og varð hann yfir
sig ánægður með það. Eitt af því
skemmtilegra sem Eyþór gerði var
að fara í bíltúr, eins og öllum litlum
strákum finnst reyndar spennandi,
og sat hann alltaf fram í og veifaði
öllum bílum sem við mættum. Ef
hann var skilinn eftir einn í bílnum
var hann ekki lengi að læsa öllum
hurðum svo enginn næði honum út.
Eyþór fór reglulega með okkur út
í íjárhús að ná í eggin og þó svo
að hann þyrfti alltaf að fá að halda
á tveimur eggjum man ég aldrei til
þess að hann hafi brotið eggin á
MINNINGAR
ávallt slá saman, þar getur dauðinn
engu ráðið um. Við höfum alltaf
verið sem ein persóna, við ólumst
upp saman, bæði í sveitinni minni
og á Jaðarsbrautinni hjá ömmu og
afa. Það voru ófá skiptin sem við
eyddum á Jaðarsbrautinni og á
Langasandi við leik. Þá, þegar við
lékum okkur saman sem börn,
höfðum við ekki áhyggjur af fram-
tíðinni. Við vissum ekki betur en
við ættum eftir að vaxa upp saman
og eignast okkar eigin börn, það
hvarflaði ekki að okkkur að þessi
illi sjúkdómur ætti eftir að leggjast
á þig á unglingsárum og draga þig
til dauða. En þeir deyja ungir sem
guðirnir elska og við það hugga
ég mig. Þú hefur alltaf verið stoð
mín og styrkur, þú hefur alltaf
verið stór og góður hluti af lífi
mínu, og ég þakka þér fyrir þessi
yndislegu 17 ár sem þú gafst mér.
í bljúgri bæn, og þökk til þín
sem þekkir mig og verkin mín. .
Ég leita þín, Guð leiddu mig
og lýstu mér um ævistig.
(Pétur Þórarinsson.)
Elsku Inga mín, ástarþakkir fyr-
ir allt. Við vorum búin að skipu-
leggja framtíðina saman, ég veit
að hún mun rætast, en í öðru lífi,
ég elska þig.
Þín frænka,
leið heim. Þegar fjósatími var hékk
Eyþór iðulega í loftrörunum fyrir
mjaltakerfið og rólaði sér á slíkum
hraða að maður beið eftir að hann
missti takið og kastaðist langar
leiðir, en ég minnist ekki að það
hafi nokkurn tímann gerst. Hend-
urnar á honum virtust hreinlega
læstar utan um rörið.
Fullorðnir geta mikið lært af
börnum varðandi einlægni, hrein-
skilni og nægjusemi. Eyþór var
barn í rúm þrjátíu ár og benti manni
gjarnan á heimtufrekjuna og ósann-
girnina í sjálfum manni. Man ég
(Guðbrandur) einu sinni að ég var
að grenja og svekkja mig á því að
ég mátti ekki keyra dráttarvélarn-
ar, og varð mér þá hugsað til þess
að Eyþór keyrði þær aldrei og
myndi sennilega aldrei gera, þrátt
fyrir að vera eldri en ég. Skammað-
ist ég mín þá rækilega fyrir að
vera að vola yfir svo litlu sem þessu.
Sú fylling og gjafir sem börn og
fullorðnir færa öðrum meðan þeirra
nýtur við, verða fólki oft ekki ljósar
fyrr en maður missir það sem mað-
ur áður átti. Eyþór hafði greinilega
mikil áhrif á líf okkar systkina og
gaf okkur gjafir eins og hinum, og
eigum við örugglega enn eftir að
uppgötva einhveijar þeirra.
Sú þolinmæði sem þurfti við
stanslaust eftirlit og umönnun á
Eyþóri er ekki hveijum manni gef-
in. Eyþór var heppinn að því leyti
að í fjölskyldu hans var og er til,
að er virðist endalaus þolinmæði
og kærleikur. Eydís, Einar, Hrönn,
Kristján, Jónas og Baddi, ykkur
mun verða launað ríkulega fyrir
ykkar endalausu umhyggju og það
með meiri hamingju og kærleik en
til er hér á meðal okkar. Elsku
Eyþór, blessuð sé minning þín.
Kveðja frá pabba og mömmu.
Guðbrandur, Matti
og Friðrika.
+
Móðir okkar,
ANNA JÓIMSDÓTTIR,
Hörðalandi 6,
Reykjavík,
lést þann 28. apríl 1995.
Hún verður kvödd í Bústaðakirkju á morgun, föstudaginn 5. maí
1995, kl. 15.00.
Þeir, sem vilja minnast hennar, láti Styrktarfélag vangefinna njóta
þess.
Börnin.
Sunna Björk.
EYÞÓR EINARSSON
FIMMTUDAGUR 4. MAÍ1995 39
SNÆÞOR KRISTINN
KRISTINSSON
Það var alltaf svo yndislegt að
koma keyrandi útí Hvamm með for- _
eldrum sínum og systrum og vita
að Snæþór var útfrá hjá ömmu og
afa. Það munaði þrem árum á mér
og Snæþóri en þegar við hittumst
töluðum við alltaf mikið saman og
við sögðum hvort öðru allt sem okk-
ur langaði að segja þannig að við
deildum leyndarmálum okkar sam-
an. Eg treysti honum fullkomlega
því Snæþór var frændi sem ég elsk-
aði mjög heitt og vissi vel að það
væri hægt að treysta honum fyrir
öllu. Síðast hitti ég Snæþór í Reykja-
vík 18. mars síðastliðinn. Þátöluðum
við mikið saman og það var alltaf
svo yndislegt að hitta hann. Snæþór
var þá fyrir sunnan til þess að hvetja
framhaldskólann í Austur-Skafta-
fellssýslu í spurningakeppni fram-
haldsskólanema.
En þeir deyja ungir sem guðirnir
elska. Elsku frændi, ég mun aldrei
gleyma þér. Minningin um elsku
frænda minn mun lifa með mér.
Góði Guð, styrktu elsku Erlu
frænku, Helga, Stebbu og Elí og
alla þá sem eiga um sárt að binda
í þessari miklu sorg.
Hafdís Rut Pálsdóttir.
t
Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát litla sonar okkar,
DAGS FREYS GUÐMUNDARSONAR.
Anna Hildur Guðmundsdóttir,
Guðmundur Birgir Heiðarsson.
+
Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför
ÞÓREYJAR JÓNSDÓTTUR
frá Hnappavöllum,
Öræfasveit,
Vesturgötu 113,
Akranesi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks E-deildar Sjúkrahúss Akraness
fyrir frábæra umönnun í hennar löngu sjúkralegu.
Fyrir hönd annarra vandamanna,
Erla Guðmundsdóttir, Gisli S. Sigurðsson.
+ Snæþór Kristinn Kristins-
son fæddist 30. apríl 1974.
Hann lést 30. mars síðastliðinn
og fór útför hans fram frá
Kolfreyjustaðarkirkju 7. apríl.
ÉG HRINGDI í móður míná um há-
degi 30. mars 1995 og þegar hún
svaraði heyrði ég að eitthvað var að
og ég spurði, þá fékk ég þær sorgar-
fréttir að elsku Snæþór frændi væri
látinn, aðeins 21 árs að aldri. Ég
spurði sjálfa mig: Af hveiju hann,
svona ungur og elskulegur frændi?
Snæþór eða Kiddi eins og hann
var oft kallaður bjó á Höfn í Horna-
fírði áamt móður sinni Erlu Oddsdótt-
ur frá Hvammi í Fáskrúðsfirði, fóst-
urföður sínum Helga Heiðari Georgs-
syni frá Vestmannaeyjum og tveimur
yngri systkinum, Bjamheiði Stefaníu
Helgadóttur, 11 ára, og Þórarni Elí
Helgasyni, níu ára.
Snæþór var mikið hjá Stebbu
ömmu, Oddi afa og Bjarti frænda í
Hvammi og ólst því mikið upp í sveit-
inni. Oft vorum við frændsystkinin
eins og alvöru systkin þegar við kom-
um út í Hvamm til að leika okkur
saman. Þegar verið var að heyja
gerðum við okkur hús eða göng úr
böggunum og lékum okkur mikið þar.
+
Innilegar þakkir fyrir samhug og vináttu
við fráfall og jarðarför systur og frænku
okkar,
ÁSU HJALTESTED,
Austurbrún 6,
Reykjavík.
Birna Hjaltested,
Guðríður B. Hjaltested,
Anna L. Hjaltested
og frændsystkini.
Lokað
Vegna útfarar GUNNARS ARNARS WILLIAMS-
SONAR verða skrifstofur okkar lokaðar föstudag-
inn 5. maí frá kl. 13.00.
GUÐMUNDUR JÓNASSON HF.,
Borgartúni 34, Reykjavík.
Lokað
Skrifstofur vinnu- og dvalarheimilis Sjálfsbjargar
verða lokaðar í dag, fimmtudaginn 4. maí, frá
kl. 12.00, vegna jarðarfarar HÖNNU ÞORLAKS-
DÓTTUR.