Morgunblaðið - 04.05.1995, Qupperneq 40
40 FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
A TVINNUAUGL YSINGAR
Hársnyrtifólk ath!
Okkur vantar svein eða meistara í fullt starf.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Upplýsingar gefur Anna á Absalon
í síma 566 8500.
KENNARA-
HÁSKÓU
ÍSLANDS
Laust starf
Við Kennaraháskóla íslands er laust starf
fastráðins stundakennara í myndmennt
skólaárið 1995-1996.
Megináhersla er lögð á tvívíða formfræði,
grunnþætti þrívíðrar formfræði og módel-
teiknun.
Upplýsingar veitir kennslustjóri Kennarahá-
skóla íslands í síma 563 3800.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun
og starfsreynslu, berist til Kennaraháskóla
íslands fyrir 1. júní nk.
Rektor.
sfcllsprcstAltAll
Lágafellssókn
- organisti
Vegna námsléyfis starfandi organista er
auglýst eftir staðgengli hans til eins árs frá
1. júlí að telja til jafnlengdar 1996.
Umsóknir sendist til sóknarnefndar Lága-
fellssóknar, Þverholti 3, 270 Mosfellsbæ,
fyrir 20. maí.
Nánari upplýsingar veitir sóknarprestur,
sr. Jón Þorsteinsson, í síma 667113
þriðjudaga til föstudaga kl. 11.00-12.00.
Sóknarnefnd.
Aðalfundur ÍR
Aðalfundur íþróttafélags Reykjavíkur fyrir
árið 1994 verður haldinn í ÍR-heimilinu, Skóg-
arseli, fimmtudaginn 11. maí 1995 kl. 20.30.
Dagskrá:
Lagabreytingar og önnur aðalfundarstörf
skv. lögum félagsins.
Stjórnin.
Skíðadeild Breiðabliks
Fundarbcð
Aðalfundur skíðadeildar Breiðabliks verður
haldinn í Félagsheimili Kópavogs, 2. hæð,
þriðjudaginn 9. maí kl. 20.00.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Fulltrúaþing Félags íslenskra hjúkrunarfræð-
inga verður haldið á Suðurlandsbraut 22
18.-19. maí nk. og hefst kl. 9.00.
Allir félagsmenn eiga rétt til setu á fulltrúa-
þingi með málfrelsi og tillögurétt.
Atkvæðisrétt eiga stjórn félagsins og kjörnir
fulltrúar svæðisdeilda.
Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Hjallasókn
- vorfundur
Boðað er til vorfundar í Hjallasókn í Kópa-
vogi mánudagskvöldið 8. maí nk. kl. 20.30.
Á dagskrá er:
Skýrslur um starfið sl. vetur
Áætlanir næsta starfsárs.
Fjárhagsáætlun.
Framkvæmdir við safnaðarheimili.
Kaffiveitingar á vægu verði.
Prestar og sóknarnefnd.
Aðalfundur
Dagsbrúnar
Aðalfundur Verkmannafélagsins Dagsbrúnar
verður haldinn í Súlnasal Hótels Sögu laugar-
daginn 6. maí 1995 kl. 13.15.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Breyting á reglugerð styrktarsjóðs.
3. Kaffiveitingar.
Félagar fjölmennið.
Stjórn Dagsbrúnar.
fLóðahreinsun f
Reykjavík vorið 1995
Umráðamenn lóða í Reykjavík eru hvattir til
að flytja nú þegar af lóðum sínum allt er
veldur óþrifnaði og óprýði.
Auðvelt er að losna við úrgang á gámastöð-
um Sorpu alla daga milli kl. 12.30 og 19.30,
en þaer eru við:
Ananaust móts við Mýrargötu.
Sævarhöfða móts við malbikunarstöð.
Gylfaflöt austan Gufunesvegar.
Jafnasel í Breiðholti.
Sérstakir hreinsunardagar verða laugardag-
ana 6. og 13. maí og verða ruslapokar afhent-
ir í hverfisbækistöðvum gatnamálastjóra.
Næstu tvær vikur eftir hreinsunardagana
munu starfsmenn Reykjavíkurborgar fara um
hverfi borgarinnar og hirða upp fyllta poka.
Rusl, sem flutt er til eyðingar, skal vera í
umbúðum eða bundið og hafa skal ábreiður
yfir flutningakössum.
Umráðamenn óskráðra og hirðulausra bíl-
garma, sem eru til óþrifnaðar á götum, bíla-
stæðum, lóðum og opnum svæðum í borg-
inni, eru minntir á að fjarlægja þá hið fyrsta,
annars má búast við að þeir verði teknir til
geymslu um takmarkaðan tíma en síðan flutt-
ir til förgunar.
Gatnamálastjórinn í Reykjavík,
hreinsunardeild.
Skrifstofuhúsnæði
Til leigu 100 fm mjög gott skrifstofuhúsnæði
á 2. hæð í hjarta borgarinnar, fullbúið m.a.
með góðu símkerfi, parketi á gólfum o.fl.
Einnig ca. 30 fm skrifstofuhúsnæði á 2. hæð
í Þingholtunum.
Upplýsingar í síma 20160 milli kl. 13 og 18
í dag og næstu daga.
Raðhús eða einbýli
Raðhús eða einbýli, helst í Garðabæ, óskast
til leigu.
Upplýsingar í síma 657613.
Rækjutroll - fésvél
Til sölu rækjutroll, 1200 möskva, hlerar og
bobbingalengja í toppstandi. Gott verð.
Einnig Mesa fésvél, árg. '88.
Upplýsingar í símum 92-14462 og 92-13362.
Húsgagnaverslun
Verslunin er á höfuðborgarsvæðinu í 750 fm
leiguhúsnæði. Langtímaleiga getur fylgt.
Góður lager og viðurkennd umboð.
Verslunin er í fullum rekstri.
Áhugasamir leggi inn nafn og símanúmer á
afgreiðslu Mbl., merkt: „H - 5678“, fyrir
þriðjudaginn 9. maí.
Heilsársbústaður
Af sérstökum ástæðum er til sölu 50 m2
heilsársbústaður á eignarlandi á eftirsóttum
stað í kjarrivöxnu landi í Grímsnesinu.
Rafmagn og vatn.
Svör sendist til afgreiðslu Mbl., merkt:
„Bústaður - 5042“.
IÐNSKÓLINN f REYKJAVÍK
Þetta sumarhús
sem stendur á lóð skólans milli Vitastígs
og Bergþórugötu, er til sölu.
Upplýsingar eru veittar á staðnum og
í síma 26240.
'singar
I.O.O.F. 5 = 177548V2 =
I.O.O.F. 11 = 17705048 = Kk.
St. St. 5995050419 VIII GÞ
Góðtemplarahúsið
Hafnarfirði
Félagsvist í kvöld, fimmtudaginn
4. maí. Byrjum að spila
kl. 20.30 stundvíslega.
Allir velkomnir.
Félagið Svölurnar
heldur aðalfund á Hótel Borg
fimmtudaginn 11. maí kl. 19.00.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku
til stjórnar fyrir 9. maí.
Stjórnin.
Hvítasunnukirkjan
Völvufelli
Almenn samkoma kl. 20.30.
Allir hjartanlega velkomnir.
Aglow, kristilegt
kærleiksnet kvenna
Maífundurinn verður haldinn í
kristniboössalnum, Háaleitis-
braut 58-60, í kvöld kl. 20.00.
Gestur fundarins verður Kate
Whalen. Allar konur eru hjartan-
lega velkomnar.
Þátttökugjald er 500 krónur.
§Hjálpræðis-
herinn
Kirkjustrætí 2
Kl. 20.30 Kvöldvaka í umsjá
starfsfólks á Bjargi.
Happdraetti og veitingar.
Allir velkomnir.
Frá Guðspeki-
félaginu
Ingólfsstraetl 22
Áskrtftarsfmi
Ganglera er
989-62070
Fimmtudagur 4. maf 1995:
f kvöld kl. 20.00 hefst í húsi
félagsins, Ingólfsstraeti 22,
5 daga námskeið í verkstæðis-
formi um „leyndardóma sjálfs-
innsýnar". Leiðbeinandi verður
Helen Gething frá Bretlandi, en
námskeiðsgögn, skýringar og
niðurstöður verða þýddar.
Námskeiðið er einkum ætlað
félagsmönnum.
Skráning hjá Einari í síma
561 2773 eða við innaganginn.
Aðalfundur íslandsdeildar
Guöspekifélagsins verður hald-
inn laugardaginn 9. maí kl. 15.00
í húsi félagsins. Á dagskrá eru
venjuleg aðalfundarstörf.
Tilkynning
frá Pýra-
mtdanum
Fyrirlestur
verður haldinn
í kvöld,
fimmtudags-
kvöldið 4. maí,
kl. 20.30.
Húsiö opnað
kl. 19.30.
Dr. Demetry
mun fjalla um
engla og erki-
engla, tilvist
þeirra í öllum
trúarbrögðum, hlutverk þeirra
sem græðara, fylgjendur náðar
og kærleika frá öllum sviðum
alheims. Einnig verður íhugunar-
stund með sjálfsheilun sem að-
alþema.
Aðgangseyrir er 1.000 kr.
Pýramídinn,
Dugguvogi 2,
símar 588 1415 og
588 2526.