Morgunblaðið - 04.05.1995, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 4. MAÍ1995 41
Ný frímerki
5. maí
FRÍMERKI
Noróurlanda-
frímerki og Evrópu-
frtmcrki
ÚTLITSBREYTING
á tílkynningum Pósts og síma.
í BYRJUN næsta mánaðar verður
mikið um að vera meðal íslenzkra
frímerkjasafnara. Föstudaginn 5. maí
koma út fjögur ný frímerki, en þann
sama dag hefst frímerkjasýningin
Frímsýn 95, sem þegar hefur verið
sagt frá í sérstökum þætti.
Eins og áður hefur komið fram í
þáttum mínum, hafa póststjórnir
Norðurlanda ákveðið að gefa út frí-
merki annað hvert ár,_ sem minna á
norræna samvinnu. íslenzka póst-
stjómin gefur að þessu sinni út tvö
frímerki, sem minna annars vegar á
torfbæina íslenzku, sem settu svipmót
sitt á íslenzka byggingarlist um aldir,
og svo hins vegar á stórbrotna ís-
lenzka náttúra.
Á lægra verðgildinu, 30 krónum,
er mynd af gamla bænum í Laufási,
sem er kirkjustaður og prestssetur
við austanverðan Eyjafjörð. Sr. Bjöm
Halldórsson, sem þar var prestur frá
1853 til dauðadags 1882, iét reisa
bæinn á árunum 1866-1870. Elzta
bæjarhúsið er þó frá 1840. Bærinn
þykir mjög stílhreinn burstabær, og
er hann nú að sjálfsögðu friðlýstur
og í umsjá þjóðminjavarðar. Kirkjan
í Laufási var einnig reist að hvötum
sr. Bjöms árið 1865, en yfirsmiður
við hana var hinn kunni athafnamað-
ur Tryggvi Gunnarsson. Á hærra
verðgildinu, 35 krónum, er mynd af
Fjallsjökli í Öræfum. Er hann annar
af tveimur skriðjöklum, sem falla úr
Öræfajökli og ídofna um svonefnt
Æríjall. Mun hann einnig nefnast
Ærfjallsjökull. Fjallsárlón er viðjökul-
inn, sem sést að hluta til á frímerk-
inu. Úr því kemur Fjallsá, sem var
oft erfitt vatnsfall á leiðinni yfir
Breiðamerkursand.
Frímerki þessi eru gerð eftir ljós-
myndum Rafns Hafnfjörð og prentuð
sem oft áður með offset-litógrafískri
aðferð hjá Joh. Enschede en Zonen í
Hollandi. Ekki neita ég því, að mér
finnast bæði þessi frímerki anzi dökk
og túnið í Laufási grænna en ég held,
að almennt gerist um tún á ísiandi.
Sama dag og Norðurlandafrímerk-
in koma út verða enn fremur gefín
út tvö Evrópufrímerki. Sameiginlegt
þema þessarar Evrópuútgáfu er að
þessu sinni „Friður og frelsi". Er það
í tilefni þess, að liðin eru 50 ár frá
lokum síðari heimsstyijaldarinnar.
Póststjórn okkar hefur valið sama
myndefni á bæði merki sín, högg-
myndina „Úr álögum“ eftir Einar
Jónsson myndhöggvara. Þessi tvö frí-
merki eru einnig prentuð með fyrr-
greindri aðferð hjá sömu prentsmiðju
í Hollandi og Norðurlandamerkin.
Vafalaust hafa menn tekið eftir
því, að útliti tilkynninga Pósts og síma
hefur verið verulega breytt að þessu
sinni og að mínum dómi sízt til bóta.
Má vera, að hér ráði spamaðarráð-
stafanir einhveiju um, og sízt skulu
þær lastaðar. En fyrir bragðið verður
allt útlit fátæklegra. Svo tel ég ós-
mekklegt, ef ekki beinlínis niðurlægj-
andi fyrir íslenzka tungu, að fella
niður af forsíðunni titilinn NÝ FRÍ-
MERKI og setja nú annars vegar
NORDEN 1995 og hins vegar
EUROPA 1995. Slíkt er með öllu
þarflaust, og vil ég í allri vinsemd
mælast til þess, að yfirmenn póstsins
kippi þessu aftur í fyrri lið. Þá má
deila um uppsetningu mynda af frí-
merkjunum. Ég álít fara miklu betur,
að takkamir sjáist greinilega, svo sem
venja hefur verið. Þá verður auðvitað
að gæta þess, ef um tvö eða fleiri
frímerki er að ræða, að lægra verð-
gildi komi á undan hærra verðgildi.
Hér hefur þetta ruglazt í tilkynningu
Evrópumerkjanna og er tæplega afs-
akanlegt. Þá nær engri átt að hætta
að tölusetja tilkynningamar, svo sem
gert hefur verið um langan tíma,
enda einungis til óhagræðis og enginn
Norðurlandafrímerki
Evrópufrímerki 1995
i CijiiliiiSí
sparnaður fólginn í því. Loks get ég
ekki orða bundizt yfir því, hversu
skýringar myndefnis eru snautlegar
að þessu sinni. Hér mátti að ósekju
taka meira fram en gert er. Sparnað-
urinn má ekki ganga alveg út í öfg-
ar, svo sem hér hefur orðið.
Jón Aðalsteinn Jónsson
Morgunblaðið/Arnór G. Ragnarsson
GUÐMUNDUR Pétursson og Ragnar Hermannsson spiluðu vel
í úrslitakeppni Islandsmótsins í tvímenningi sem lauk sl. mánu-
dag. Þeir enduðu í fjórða sæti með 126 stig yfir meðalskor en
32 pör tóku þátt I úrslitunum.
RRIPS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Bridsfélag
Flj ótsdalshéraðs
Firmakeppni Bridsfélags Fljótsdals-
héraðs fór fram á dögunum með þátt-
töku 29 fyrirtækja. Er þeim hér með
öllum þökkuð þátttakan. Röð efstu
fírma var eftirfarandi:
Fellahreppur, Pálmi og Guttormur
Birta, Böðvar og Þorbergur
Egilsstaðaapótek, Guðmundur og Þorvaldur
Prentverk Austurlands, Sigurður og Jón Bjarki
Glókollur, Pálmi og Bemhard
Bridsdeild Barð-
strendingafélagsins
Úrslit úr firmakeppni.
Steypustöðin hf. 589
Þórarinn Amason, Gísli Viglundsson
Smurstöðin, Geirsgötu 585
Friðjón Margeirsson, Valdimar Sveinsson
Búnaðarbankinn 570
Óli Björn Gunnarsson, Jóhannes Laxdal
Segullhf. 550
Olafur Ingvarsson, Jóhann Lúthersson
Byggingameistari E.H. 547
Eðvarð Hallgrímsson, Jóhannes Guðmundsson
GunnarGuðjónssonsf. 542
Óskar Karlsson, Guðlaugur Nielsen
Seglagerðin Ægir hf. 534
Hallgrímur Kristjánsson, Magnús Halldórsson.
Félag eldri borgara í
Reykjavík og nágrenni
Fimmtudag 27. apríl ’95 spiluðu 20
pör í tveim riðlum:
A-riðill
ÞórarinnÁmason-BergurÞorvaldsson 134
lngunn Bernburg-Vigdís Guðjónsdóttir 123
Margrét Björnsson - Guðrún Guðjónsdóttir 116
B-riðill, 10 pör
Bergljót Rafnar - Soffía Theodorsdóttir 123
Kristinn Gíslason - Margrét Jakobsdóttir 120
Sigurleifur Guðmundss. - Eysteinn Einarss. 112
Meðalskoríbáðumriðlum 108
Laugardaginn 19. apríl ’95 var spil-
uð sveitakeppni milli Kópavogs og
Reykjavíkur. 9 sveitir mættu frá hvoru
félagi. Úrslit urðu þau að Reykjavík
vann með 6 vinningum gegn 3,vinn-
ingum Kópavogs.
Sunnudag 30. apríl spiluðu 16 pör
í einum riðli:
Þorleifur Þórarinss. - Gunnþórunn Erlingsd. 252
Lárus Guðjónsson - Ásthildur Sigurgísladóttir 249
Sigurleifur Guðjónsson - Þorsteinn Erlingsson 238
Elín Jónsdóttir - Soffía Pétursdóttir 225
Meðalskor 210
Bridsfélag Breiðholts
Eftir tvær lotur 1 vortvímenningi
félagsins er staða efstu para þessi:
Lilja Guðnadóttir - Magnús Oddsson 47 4
Valdimar Sveinsson - Gunnar B. Kjartansson 462
Friðrik Jónsson—Lúðvík Wdowiak 461
ÞórannaPálsdóttir-RagnaBriem 460
María Ásmundsd. - Steindór Ingimundarson 454
Hæstu skor kvöldsins hlutu:
Valdimar Sveinsson - Gunnar B. Kjartansson 253
Guðmundur Þórðarson - Þorvaldur Þórðarson 238
FriðrikJónsson-LúðvíkWdowiak 236
Keppninni lýkur næsta þriðjudag.
Norðurlandsmót eystra í
parakeppni
Norðurlandamót eystra í parakeppni
verður haldið í starfsmannasal KEA
í Sunnuhlíð sunnudaginn 7. maí og
hefst kl. 10. Keppt verður um silfur-
stig. Keppnisstjóri verður Páll H. Jóns-
son.
Páll H. Jónsson, hs. 96-21695, vs.
96-12500. Haukur Jónsson, hs.
96-25134, vs. 96-11710.
Þátttökugjald er kr. 1.500 á spilara
og greiðist á staðnum.
Þetta mót gefur öllu bridsáhuga-
fólki kjörið tækifæri til þess að æfa
sig af krafti undir íslandsmótið í para-
keppni helgina 13.-14 maí.
Matur og matgerð
*
Islenskir
tómatar
Kristín Gestsdóttir óskar lesendum sínum
gleðilegs sumars, en í síðasta þætti - Vor-
koma, minntist hún á fuglana sem glöddu hana
með söng sínum á pálmasunnudag.
FÁTT er öruggt í þessum heimi,
allra síst koma sumarsins á Is-
landi, en veður um sumarmálin
minnti okkur rækilega áþað. Þeir
sem brugðu sér til annarra landa
um páskana töluðu um fegurð
nýútsprunginna vorblóma, runna
og tijáa, en komu svo heim í gráa
kalda vorið og síðbúna páskahret-
ið, sem skagfirska bóndakonan
sem spáði í kindagarnir hafði séð
fyrir. En við eigum bara vorið
eftir, það kemur þótt því miði
hægt. Flestir muna líklega árviss-
an kulda á sumardaginn fyrsta,
þegar börnin fara kappklædd í
skrúðgöngu, samt segjum við
brosandi „gleðilegt sumar“.
Farfuglarnir sem eru komnir
til landsins finna _ líklega vel
fyrir kuldanum. Ég gladdist
þegar ég sá fjóra hrossa-
gauka, stelk og nokkrar lóur
um daginn, en skyldi þeim
ekki vera kalt.
Hæðin yfir Græn-
landi tefur för far-
fugla en þeir þurfa
meðbyr yfir hafið,
en brátt kemur
krían, hún hefur vit
á að koma ekki fyrr
en í maí. Gaman er
að sjá hana þegar
hún flýgur yfir
Garðaholtið, fyrst
koma bara fáar, en
eftir smá stund er
holtið þakið kríum
og hver efast þá um
að vorið sé endan-
lega komið? Ég
hlakka alltaf til,
þegar íslenskir tóm-
atar koma í búðir,
þeir eru líka vor-
boði, og þótt þeir
séu dýrir, kaupi ég
þá og borða mikið
af þeim, mig hungrar beinlínis í
þá. Vlð getum þó varla leyft okk-
ur að bruðla með þá núna og sjóða
þá í rétti, en ferskir bragðast
þeir vel með ýmsu öðru græn-
meti, fiski og jafnvel kjöti.
Tómatar með avokado
og osti
5 meðalstórir tómatar
1 meðalstórt örlítið mjúkt
___________gvokodo____________
_____200 g Mosarellaostur_____
% dl ólífuolía
frekar þunnar sneiðar. Skerið ost-
inn í þunnar sneiðar.
4. Raðið avokadosneiðum, ost-
sneiðum og tómatsneiðum á víxl
á litla diska (einn á mann).
5. Hellið sósunni varlega yfir
með skeið, klippið basilikublöðin
og stráið yfir. Malið pipar yfir.
6. Setjið 5 róspiparkorn yfir
hvern disk.
Athugið: Ef þið fáið ekki ferska
basilíku, er betra að setja þá
þurrkuðu með í hristiglasið.
Hörpudiskur með
tómötum
1 kg hörpudiskur, ferskur eða
frosinn
2 dl matarolía
% dl sítrónusafi
%dl rauðvínsedik
1 tsk fljótandi hunang
T4 tsk salt
nokkur fersk basilikulauf eóa 1/2
tsk þurrkuó
nýmalaður pipar
nokkur rósapiparkorn til skrauts
(mó sleppa)
1. Setjið ólífuolíu, rauðvínsed-
ik, hunang og salt í hristiglas og
hristið saman þar til þetta þykkn-
ar, einnig má þeyta það lauslega
með þeytara.
2. Skerið avokadoið í tvennt
langsum og þrýstið frá steininum,
afhýðið (oft er hægt að fletta
hýðinu af), skerið síðan í rif langs-
um.
3. Þvoið tómatana og skerið í
2 meðalstórir hvitlauksgeirar
2 tsk salt
nýmalaður pipar
fersk steinselja
10 meóalstórir tómatar
2 litlar sítrónur
nokkur graslauksstrá
1. Þíðið hörpudiskinn í kæli-
skáp ef hann er frosinn. Setjið
síðan á sigti og látið renna vel
af honum.
2. Afhýðiðogmerjiðhvítlauks-
geirann, klippið steinseljuna, setj-
ið ásamt matarolíu, sítrónusafa,
salti og pipar f hristiglas.
3. Setjið hörpudiskinn í skál,
hellið leginum yfir og látið þekja
vel. Látið standa í kæliskáp í 2
tíma eða lengur en á eldhúsborð-
inu í 1 klst.
4. Hitið glóðarristina á bakara-
ofninum eða stillið hitann í 220
gráður á C. Setjið hörpudiskinn í
ofninn og bakið í 7-10 mínútur.
Fylgist vel með.
5. Skerið tómatana í frekar
þunna báta og skerið sítrónuna í
báta.
6. Skiptið tómötunum á smá-
diska, setjið í sítrónubát á hvern
disk. Takið hörpudiskinn úr ofnin-
um og skiptið á diskana. Berið
strax á borð.
7. Klippið graslauk yfir.
Athugið: Hörpudiskinn má
þræða upp á grillprjóna og setja
á útigrill.